Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 50

Morgunblaðið - 02.12.1987, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri Gunnlaugur. Ég er fædd 24.9.1964 kl. 12.55 í Reykjavík. Ég er í námi en efast um sjálfa mig. Hvemig er afstaða sóltungla til mín? Kær kveðja." Svar: Þú hefur Sól í Vog, Tungl í Nauti, Merkúr og Miðhimin i Meyju, Venus og Mars í Ljóni og Neptúnus Rísandi í Spordreka. JarÖbundinn listamaÖur Kort þitt skiptist í tvö hom, annnars vegar Vog, Ljón og Neptúnus sem telst vera list- ræn staða og hins vegar Naut og Meyja sem telst vera jarðbundin staða. Það má því segja um þig að þú sért jarð- bundinn listamaður. Afneitun Hin mögulega hætta sem slíkt býður upp á er að öðm hvom er afneitað. Hin jarð- bundna hlið þin gæti t.a.m. afheitað því að þú hafir list- ræna hæfíleika, eða talið þér trú um að listrænt nám sé óhagnýtt. Á hinn bóginn get- ur hin listræna og draum- lynda hlið dregi úr því að þú fullnægir jarðbundnum metnaði þínum. Þú gætir því lent á milli tveggja elda og nýtt fáa af hæfileikum þínum. Hagnýtt listnám Einn möguleiki fyrir þig er að fást við hagnýta list eða nytjalist. Lært listgrein sem tengist framleiðslu hluta sem alltaf er not fyrir. Ljúf Hvað varðar persónuleika þinn má segja að þú sért í grunneðli þínu ljúf og félags- lynd samvinnumanneskja, þ.e.a.s. Sólin í Voginni. Skapstór Þrátt fyrir það ert þú skap- stór og ráðrík (Ljón og Sporðdreki). Einn helsti veik- leiki þinn er sá að þú átt til að.vera tilfinningalega upp- stökk og á köflum deilugjöm. (Mars-Tungl spenna). Það er hins vegar ekki víst að þú gerir þér grein fyrir þessu eða teljir að þú sjálf sért deilugjöm. Þú gætir allt eins samsamað þig Voginni, þ.e. sagt ég er ljúf, og síðan kennt öðmm um deilur sem þú lend- ir í. Það sem ég er að reyna að segja er að þú hefur kraft- miklar tilfinningar sem ekki er víst að þú hafir meðvitaða stjóm yfir. Öryggi ogþœgindi Tungl í Nauti táknar að þú ert föst fyrir tilfínningalega og stundum þijósk, en einnig að þú þarft tilfínningalegt öryggi og viss þægindi í dag- legu l(fí. Þetta er jarðbundna hlið þín, sú sem segir að þú verðir að eiga peninga til að geta veitt þér það sem þig langar í af gæðum jarðarinn- ar. Skapandi Venus og Mars í Ljóni táknar að þú ert gefin fyrir ákveðinn stíl og glæsileika. Vinna þín verður að vera skemmtileg og skapandi, annars er hætt við leiða. Það er ekki síst vegna þessa merkis, ásamt hinni félagslyndu og listrænu Vog, að æskilegt er fyrir þig að taka þátt í listrænu starfí. Umhverfí sem er skemmti- legt, félagslegt og lifandi á vel við þig. Draumlynd Sporðdreki Rísandi og Nep- túnus táknar síðan að þú ert frekar dul í framkomu, næm og draumlynd. /V DDI 1 D uAKKUK D CTTI D uKt 1 1 IK TOMMI OG JENNI Guð minn góður, Gunna! Ertu ómeidd? SMÁFÓLK IT PIPMT HURT A BIT...I HAP A CAP FULL OF CHAlN LETTER5! Ég meiddi mig ekkert... ég var með fulla húfu af keðjubréfum! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Duttlungar spilagyðjunnar em hvergi eins áberandi og þeg- ar fyrsta útspil vamarinnar á í hlut. Það er sama hve menn hugsa skýrt og fylgja skynsöm- um reglum, stundum er hrein- lega útilokað að hitta á „besta“ útspilið. Þú átt þessi spil: Vestur ♦ KG95 ¥K732 ♦ G873 49 Sagnir ganga snaggaralega: Vestur Norður Austur Suður — 3 grönd Pass 7 lauf Pass Pass Pass Opnun norðurs á þremur gröndum sýnir þéttan láglit, sem suður hefur augljóslega ályktað að væri í laufi. Hveiju viltu spila Norður 4 104 VG4 ♦ 10 4 ÁKDG8642 Austur III,., ♦8763 ¥ 10985 ♦ 6 410753 Suður ♦ ÁD2 TÁD6 ♦ ÁKD9542 4- Tígulgosinn blasir við, er það ekki?! Vandamál sagnhafa er að komast inn á blindan til að taka trompin. Þangað kemst hann greiðlega ef út kemur hálitur upp í gaffalinn, og einnig ef útspilið er smár tígull. Ér hægt að tína til einhver rök fyrir þessu banvæna útspili? Það sakar ekki að reyna. Stökk suðurs í sjö lauf gefur til kynna að hann eigi góðan hliðarlit, því ekki duga sjö slagir á lauf og þrír ásar í alslemmu. Vestur sér á sínum spilum að hliðarliturinn er sennilega tígull. Að þessu athuguðu gæti hann svo sem stillt upp þessari stöðu. Nei, fjandakomið. út? Vestur 4KG95 ¥ K732 ♦ G873 49 Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í París í síðasta mánuði kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meistaranna B. Schneider, V-Þýzkalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Sellos, Frakklandi. Það er illa komið fyr- ir hvíti í endataflinu, en honum tókst þó að finna jafnteflisleið: Það er óvenjuleg pattflétta sem bjargar Þjóðveijanum: 49. Rxb6! - Hxb6 (49. - Bxb6, 50. Hf6+ breytir engu), 50. Hf6+ — Kg7, 51. Hxb6 og samið var jafntefli, því eftir 51. — Bxb6 er hvítur patt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.