Morgunblaðið - 02.12.1987, Síða 59

Morgunblaðið - 02.12.1987, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 59 út í Jáma-flóann og er þá það hreint að samkvæmt opinberum stöðlum mætti baða sig í því. Rudolf Steiner Seminarium er miðpunktur allrar starfsemi antró- pósófa í Jáma. Þar haldast í hendur sköpun og nám. Þar er stefnt að því að tengja í heild: vísindi, list og trú. Að því leytinu til líkist Ru- dolf Steiner Seminarium lærdóms- setrum Fom-Grikkja og Rómverja, þar sem leitast var við að uppfræða nemandann á sem víðustu sviði: veita honum skilning á hinu sýni- lega, hinum áþreifanlegu vísindum; efla listræna tjáningu en aldrei á þann hátt að lífgefandi aflið sem að baki öllu býr, „guðdómurinn", væri útundan. í þá daga var ekki verið að framleiða fólk sem gæti sinnt ákveðnum framleiðsluþáttum. Það var verið að mennta fólk í að skilja sjálft sig og umheiminn bet- ur. En Rudolf Steiner Seminarium er ekki tíma-ferð til fomaldar. í kynningarbæklingi um Rudolf Steiner Seminarium segir: „Antró- pósófí Rudolf Steiners er þekking- arleið sem veitir tækifæri að sjá vandamál samtíðar frá nýju sjónar- homi og getur gefíð kveikjuna að nýjum lausnum. Antrópósófían varðveitir rannsóknar-aðferðir sem liggja utan við hefðbundin þekking- armörk — mörk sem verður að fara yfír til að öðlast skilning á vanda- málum lífsins, hvort sem það nú varðar vísindi, list, trú, siðferði, samfélagið eða umhverfí mannsins. Rudolf Steiner Seminarium vill auðga áhugann á antrópósófí og veita fólki tækifæri á að kynna sér mikilvægar niðurstöður rannsókna Rudolf Steiners á ýmsum sviðum." A Rudolf Steiner seminaríinu í Jáma em nú sjö brautir Almenna brautin veitir á einu ári víðtæka kynningu á antrópósófí og er hugs- að sem gmnnur fyrir áframhaldandi nám, jafnvel þótt það nám sé utan þess sem seminaríið og aðrar antró- pósófískar „stofnanir" veita. Uppeldisbraut er tveggja ára nám. Það er viðbót við fyrra nám — almennu brautina — og er undir- búningur fyrir kennslu í waldorfs- skóla eða fyrir waldorfsstarf innan hefðbundins skólakerfís. Listabraut flallar um hinar skap- andi listir; málun, skúlptúr og arkitektúr — og hvemig þær vinna saman. Það er tveggja ára nám. Bíó-dýnamíska brautin er fræðileg og hagnýt kennsia í bíó-dýnamískri ræktun, hvom tveggja í landbúnaði og garðrækt. Námið tekur ýmist eitt eða tvö ár og fer að mestu fram á nærliggjandi búgarði, Skilleby- holm. Eurytmi brautin er Qögurra ára nám og leggur gmnninn að starfí á „leiksviði" og við uppeldi og kennslu. Eurytmi er ný og sér- stök hreyfílist. Læknandi-uppeldisbrautin (Lákepedagogik) er tvíþætt nám. Gmnnmenntunin er annars vegar þriggja ára verklegt nám (á fullum launum) sem gæslumaður á. ein- hveiju heimilanna fyrir þroskahefta og hins vegar bóklegt og listrænt nám einn dag í viku þessi þijú ár. Ætli menn sér að starfa sem kenn- arar eða leiðbeinendur fyrir þroska- hefta þá bætast við önnur tvö ár á sjálfu seminaríinu; fyrst á almennu brautinni en síðan tekur eitt ár við á hinni eiginlegu „Láke-pedagog- isku“-braut. Næringarbraut. Eins árs nám um mat, matlagningu og verkan fæðunnar. Örjanskólinn Húsin sem byggð hafa verið þama í kringum seminaríið á síðustu tuttugu og fímm ámm em öll teiknuð af Erik Asmussen og hefur hann sína teiknistofu í gam- alli „skemmu" í miðju þorpinu. Öll em húsin teiknuð tit að þjóna sínu hlutverki til fulls og vera kraftgef- andi fyrir þær maneskjur sem þar starfa eða ganga um. Þessi hús em „fúnksjónel"; hvert hús er vandlega teiknað samkvæmt þeirri starfsemi sem fram á að fara í hverjum og einum hluta þess. Því em húsin „óregluleg"; lofthæð er breytleg, gluggar ýmist stórir eða litlir og staðsettir neðarlega eða ofar, allt eftir því hvemig birtan á að leika um rýmið. Starfsemin í húsinu ásamt sýn antrópósófíunnar á manninn er hvatinn að baki þessara bygginga: það ákveður formið og hlutföllin. Þessi hús em byggð „inn í frá og út“. Meðal bygginga As- mussen þama er Oijanskólinn, annar tveggja waldorfs-skóla í Járna. í Öijanskólanum em 270 nem- endur sem skiptast á tólf ár (frá 7—19 ára). Að nokkm leyti nýtur Öijanskólinn, líkt og flestir aðrir waldorfs-skólar í Svíþjóð, ríkisað- stoðar við reksturinn. Hinn wald- orfs-skólinn í Jáma, Nibble, kallast hann, hefur hafnað ríkisaðstoð/ ríkisafskiptum, nema hvað einhver styrkur er þeginn til byggingar- framkvæmda. I vissum skilningi er Öijanskólinn „einkaskóli", þar sem foreldrar verða sjálfír að standa vemlegan straum af kostnaði við skólahaldið. Þó er það enginn sem „á“ skólann og hann er eðlilega ekki rekinn í hagnaðarskyni. Öijanskólinn hefur engan skóla- stjóra — skólanum er stýrt sameig- inlega af öllu starfsliði skólans. Þá taka foreldrar mikinn þátt í starf- inu. Þeir sjá, með aðstoð 2—3 nemenda í senn, um hádegismatinn. Þeir taka þátt í byggingu og við- haldi skólans, sjá um hreingeming- ar, standa fyrir ijáröflunum — í rauninni gera þeir allt sem hægt er til að minnka kostnaðinn við rekstur skólans. Og flestir sjá það jú sem ávinning að vera f svona nánum tengslum við skólann og starfsliðið sem bömin þeirra hafa svo mikið samneyti við. Allar kennslustofur em sérstak- lega teiknaðar og hannaðar til að mæta þroska nemendanna á ólíkum stigum. Og litimir skipta líka miklu. í skólastofu yngri bekkjanna er þakið nánast hvolf-laga, skreytt ævintýramyndum, og lítið er um rétt hom. Stofan á að vera „faðm- andi“, vemdandi. Engir gangar, bara einn „stór“ salur sem rúmar tvo yngstu bekkina. Annað er ekki í því húsinu. Og liturinn er hlýr rauður litur. Þegar komið er í eldri bekkina breytist arkitektúrinn. Smám saman er horfíð frá „ævin- týralegum“ sölum yfír í stofur þar sem hom em rétt og ekki mikið um uppákomur í arkitektúmum. Og litimir þróast úr þessum hlýja mjúka rauða í gegnum gult, grænt og að lokum út f blátt. Lokaárang- urínn er í stofum sem em hvetjandi fyrir hugsunina og vitsmunalegt starf, formföstum, með réttum lfnum, málað f svölum bláum eða blárauðum tónum. En hvað er svona sérstakt við waldorfs-skóla? Hvað gerir það að verkum að langir biðlistar em við hvem einasta waldorfsskóla í Svíþjóð? Og nú er svo komið að hið hefðbundna skólakerfí er að nokkm farið að biðla til waldorfs-uppeldis- fræðinnar um aðstoð við breytingar á skólum ríkisins. Sé hægt að segja það í einni setningu þá vel ég þá sem segin „í waldorfs-skóla gengur ekki bara höfuðið f skóla, heldur manneskjan í allri heild sinni." Markmiðið er að þroska alla eigin- leika manneskjunnar — og mikið er það gert í gegnum listimar. Nemandinn er ekki hvattur, eins fljótt og hægt er, til að fínna sér og velja lífsstarfíð. Nemandinn á að vera víðsýnn, hafa skilning á sjálfum sér og lffínu í allri birtingu þess. Hann skal þroska og rækta áhuga, þekkingu og kunnáttu á sem ijölþættustu sviði. í waldorfs-skóla liggur engum á að læra að lesa, reikna eða gera aðrar þær kúnstir sem hingað til hafa verið taldar það mikilvægasta í öllu skólastarfí. Það er ekki verið að búa til tölvufræð- inga og aðra reiknishausa. Það er látið koma frá nemandanum sjálf- um löngunin í ákveðin þekkingar- og starfssvið fremur en önnur. En það er ekki heldur verið að fram- leiða antrópósófa, því þótt flestir kennarar í waldorfs-skólum séu antrópósófar hafa foreldrar og nemendur sem hneigjast að öðmm skoðunum ekki séð hina minnstu ástæðu til að óttast. Höfundur er laua&maður í J&ma. Texti; GUÐNIRÚNAR AGNARSSON Ljósmyndir: VALA HARALDSDÓTTIR SERHONNUÐ STÖK TEPPIÚR100% ULL 1 ! 1 ‘ 1 M14% i . i &i>4,L4Efr t • :. . k : ■> iðKc ■ , • —-: l DANRH^- BIOSSOM SŒSSSu ^ HUNNUDUK: COMPCSITION 2SBS5, ANDERSEN CC A A DC HÖNNUÐUR: OL/\Ov._^rAr L OLE KORTZAU 18*1 1 GARDEN SS B_UE HJJÍi. SSSSSSEio 140x200,183x278,280x335. Slceifunni 3G — Box 740 — 108 Reykjavík — Sími 82111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.