Morgunblaðið - 02.12.1987, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 02.12.1987, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Kópavogshæli fremst á myndinni. KÓPA V OGSHÆLI Ríkiandi ástand — úrbætur — tillaga Þroskahjálpar eftirÁma Má Bjöms- son, Höllu Hörpu Stefánsdóttur og Hönnu Jónsdóttur Kópavogshæli hafur starfaði frá 1952. Vistaðir voru þar einstakl- Kcurver —- MATARÍLÁT HÁGÆÐA- J VARA FÆST í KAUP- FÉLÖGUM UM LAND ALLT ingar sem af ýmsum ástæðum gátu ekki dvalist i heimahúsum og fluttist þangað fólk á ýmsum aldri og á mismunandi þroskastigi. Þar sem ekki var um margar aðrar stofanir að ræða á þeim tíma varð fjöldi heimilismanna strax mikill miðað við húsakost, sem og er enn í dag. Segja má að nokkuð ríkjandi viðhorf hafi verið að líta á slíkar stofnanir sem geymslustaði. Þar héldust í hendur fordómar og van- þekking. Smám saman hafa þó viðhorfín breyst og hlutimir skýrst og þeir sem hafa unnið með þroskahefta hafa gert sér grein fyrir möguleikum þeirra og átt frumkvæðið að því að breyta við- horfum almennings. Nú er stefnt að því að gera einstaklinginn sem sjálfstæðastan. Stórum stofíiunum hefur verið skipt niður í smærri einingar eða heimili, þar sem kom- ið er til móts við hvem einstakling eftir hans þörfum og getu. Hvað viðvíkur Kópavogshæli þá hefur það sýnt sig, að þar hefur á flestum sviðum orðið talsverð framför nú á síðustu árum. En betur má ef duga skal, þar vantar okkur bæði fleiri þroskaþjálfa og almennt starfsfólk til starfa, ef við eigum að geta haldið þeirri faglegu uppbyggingu sem hefur verið í þróun. Allflestir heimilismenn fá nú tilboð og þjónustu utan deilda allt frá 1 klukkutíma upp í 8 tíma á dag. Nú búa á Kópavogshæli 154, þar af fá nú 146 föst tilboð „Til að vel takist til við flutning héðan telj- um við nauðsynlegt að dagvistunarmál o g öll félagsleg þjónusta verði strax tekin til endurskoðunar og línur verði lagðar í þeim málum þannig að þjón- ustan verði fyrir hendi þegar að flutningum heimilismanna kemur.“ skal gerð stuttlega grein fyrir þess- um tilboðum. Vinnustofa Á vinnustofum Kópavogshælis starfa 105 einstaklingar í 1 til 6 tíma á dag. Flestir eru þeir heimil- ismenn á Kópavogshæli, en nokkrir koma utan úr bæ. Starfsemin skiptist í hæfíngu, vinnuþjálfun og vinnustofur. Þeir sem ná árangri I vinnuþjálfun fá vinnu á vinnu- stofu og nokkur laun. Á vinnustofu er unnið við sauma, handavinnu sótthreinsun fyrir ríkisspítala og ýmiss konar pökkun. Einnig fer fram þjálfun á störfum I eldhúsi. sundlauginni, má skipta niður í 5 hluta. 1. Þjálfun á umgengisvenjum í búningsklefa og sturtu. 2. Vatnsaðlögun. 3. Sundkennslu. 4. Leikfími í vatni. 5. Sundþjálfun. Við sundlaugina er bæði heitur pottur og saunaklefi. í íþróttasal fara fram ýmsar lfkamsþjálfanir, t.d. jympa (músík-leikfími), boccia, einstaklingsþjálfun, slökun og leik- ir. 74 einstaklingar hafa fastan tíma hjá þessari þjónustu í viku hverri fyrir utan þá, sem koma þangað í frjálsa tíma, en með þeim fá oftast um 120 manns þjónustu á mánuði. Tómstundir Þroskaþjálfí er f stöðu tóm- stundafulltrúa. Þar fá nú 19 manns föst tilboð í viku hverri fyrir utan alla þá þjónustu, sem er í formi allskyns skemmtana, t.d ferðalög, leikhúsferðir, bingó og böll svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig eru til útlana hjól, skíði, snjóþotur, útilegubún- aður og fleira. Leikfangasafn Við stofnunina er starfandi leik- fangasafn, en starfsemi þess er m.a. fólgin í útlánum á leikföngum og leiðbeiningum um notkun þeirra, einstaklingsþjálfun og vinnslu á sérhæfðum þjálfunar- gögnum. utan deilda. Þeir 9 sem ekki fá tilboð utan sinnar heimiliseiningar eru vel fullorðnir einstaklingar, svo og miklir hjúkrunarsjúklingar. Hér Sundlaug/ leikfimisalur Þeirri þjálfun, sem fer fram í ■ I IVIIXM SKYRTUR ÚLPUR BUXUR FRAKKAR í f lestum bestu herrafatabúðum landslns. ■maIIim ■ ■ i^iixva Sjúkraþjálfun Tvær stöður sjúkraþjálfara eru við Kópavogshæli, sem auðvitað er hvergi nærri nóg, hvað þá þeg- ar þær eru ekki alveg fullnýttar. Nú starfa hér tveir sjúkraþjálfarar í 150% vinnu. Kópavogsbrautarskóli Þangað sækir 31 einstaklingur sitt skyldunám, auk 17 sem eru í fullorðinsfræðslu. •• Onnur tilboð Tveir einstaklingar sækja vinnu utan staðarins á vemdaða vinnu- staði. Annar í hálfu starfi, hinn í fullu starfí. Einn vinnur 5 tíma í viku á almennum vinnumarkaði. Sex einstaklingar starfa hér í öðr- um störfum á lóð Kópavogshælis, t.d. við þvott, sorphreinsun og umönnun hesta. Hér hefur verið stuttlega gerð grein fyrir þeirri þjálfunarþjónustu sem fer fram utan hverrar heimiliseiningar. En margþætt þjálfun fer einnig fram á deildum stofnunarinnar. Má þar helst nefna ADL-þjálfun, (athafnir daglegs lífs) heimilisþjálfun, fé- lagslega þjálfun og örvun ofurfatl- aðra. Á þroskaþjálfafundum hefur okkur orðið tíðrætt um það ástand, sem hér ríkir í starfsmannahaldi, og kominn tími til að kynna fyrir alþjóð. Minnumst þess að okkar skjólstæðingar er hópur sem ekki er fær um að hrópa hátt á torgum um eigin neyð. Skortur á starfsfólki Þau tilboð sem um var rætt hér að framan hafa ekki verið nýtt sem skyldi af þeirri einföldu ástæðu að það hefur vantað starfsfólk. Nauð- synlegt er að þroskaþjálfar séu í stjómunarstörfum á stofnunum skjólstæðinga sinna. En þeir, sem fagmenn, eru oft í slíkum störfum vegna þess hve þroskaþjálfar eru hér fáir, þó að þeir gjaman vildu einungis starfa í beinni þjálfun við hlið skjólstæðinganna án stjómun- arlegrar ábyrgðar. Þetta þýðir með öðrum orðum að oft ber aðeins einn þroskaþjálfí bæði stjómunar- lega ábyrgð og ábyrgð á faglegri daglegri vinnu á heilli deild og vissulega er það mikið álag. Þeirri uppbyggingu á faglegri vinnu, sem hér hefur orðið, er vart hægt að halda né auka eins og æskilegt væri sökum skorts á þroskaþjálfum og öðrum starfstéttum. Nú þegar eru starfsmenn famir að notfæra sér það ástand sem hér ríkir. Dæmi eru um að starfsmenn hafí minnkað við sig fasta vinnu til að geta tekið meiri yfirvinnu og þann- ig drýgt tekjur sínar. Jafnframt hefur slæmt ástand ríkt hvað varð- ar þrif á deildum. Undanfarin ár hefur einn ákveðinn starfsmaður verið ráðinn til ræstingarstarfa á hverja einingu, en í dag fást ekki starfsmenn í þau störf. Starfsmenn deiida hafa því þurft að sinna ræstingarstörfum ofan á önnur störf á deildum, eða unnið þau störf í aukavinnu. Þessi sífellda aukavinna, bæði við ræst- ingar sem og almenn störf, leiðir af sér þreytu starfsfólks, aukin veikindaforfoll og starfsleiða. Telj- um við því að þær aðgerðir, sem ræddar hafa verið, að starfsmenn deilda sinni jafnframt ræstingu á deild vera óraunhæfa með öllu. Hið nýja auglýsingaform sem ríkisspítalar hafa notfært sér hefur vissulega vakið verðskuldaða at- hygli, þar sem töluvert hefur verið um að fólk óski eftir upplýsingum varðandi starfíð og launin. Þegar staðreyndin hefur komið í ljós með kjör hafa því miður allt of margir snúið sér annað. í þeirri athugun, sem við gerðum á kjörum ófaglærðra starfsmanna á stofnunum fyrir vangefna, kom fram að kjör þeirra voru æði mis- jöfti, eða allt frá lægsta Sóknar- taxta upp í launaflokk 230 hjá BSRB þ.e. frá 31.800 upp í 38.393 miðað við þriðja launaþrep. Þó að munurinn væri ekki eins mikill hjá þroskaþjálfum var samt um að ræða mismunandi kjör hjá þeim í sambærilegu starfí. Þetta misræmi veldur eðlilega óánægju í starfí, starfsfólk stoppar stutt við og eina leiðin til að reka hinar ýmsu deildir er að fá starfs- fólk til að vinna aukavaktir. Þetta álítum við óhagstæðan og óeðlileg- an rekstur á stofíiun og teljum við að ráðstafa mætti því fjármagni sem fer í aukavaktir til að hækka laun starfsmanna. Úrbætur Eftirfarandi atriði teljum við athugandi til að bæta kjör starfs- manna: • Röðun í launaflokka sé endur- skoðuð hjá öllum starfsmönn- um. • Að þeir starfsmenn sem hafa verið í hinum ýmsu störfum (ekki þjá ríkisstofnunum) fái sína starfreynslu betur metna. • Að rekið verði nægilega stórt dagheimili við stofnunina þannig að allar starfstéttir fái notið. • Námskeiðshald yrði aukið fyrir allar starfsstéttir. • Frítt fæði fyrir alla starfsmenn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.