Morgunblaðið - 02.12.1987, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 02.12.1987, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Frá tískusýningu í skólanum 1965. Nemendur eru I kjólum, sem þær saumuðu sjálfar og ófu efnið í. «8_________________________ Húsmæðra- skólinn Osk á ísa- firði 75ára varplandi, þar sem nauðsyn var á að líta vel í kringum sig, til þess að stíga ekki á kollumar, þar sem þær lágu á eggjunum. í kringum 1960 hófust svo ár- vissar útileguferðir upp í Skíðaskál- ann á Seljalandsdal. Hvort sem stúlkumar kunnu eitthvað á skíðum eða ekki skemmtu þær sér hið besta. Vöktu þær gjaman mesta (kátínusem minnst kunnu á skíðum. Starfsemi skólans í dag Frá því árið 1983, er skóli hætti með heimavistamemendum, hefur eingöngu verið kennt í námskeiðs- formi, bseði stutt og löng námskeið. Kennsla fer fram á kvöldin frá kl. 19 til 23. Saumanámskeiðin em flest í 5 vikur og kennt tvö kvöld í viku. Á vefnaðamámskeiðunum er kennt þrjú kvöld i viku og em þau í 6 til 7 vikur. Þess má einnig geta að nemendur Menntaskólans á ísafirði geta tekið hússtjómargrein- ar þ.e.a.s. sauma, vefnað og matreiðslu sem valfög. í skólanum er ætíð boðið uppá fjölbreytt nám- skeið t.d. mikið úrval af þriggja kvölda matreiðslunámskeiðum svo og lengri námskeið í matargerð. Ymiskonar handavinnunámskeið s.s. leirmunagerð og postulínsmál- un. Árlegur nemendafjöldi er því um 200, éh mun fleiri nemendur stunda nám í skólahúsnæðinu. Gmnnskóli ísaflarðar hefur kennsluaðstöðu í báðum eldhúsum skólans. Tónlistarskóli ísaijarðar _ hefur efstu hæð skólahússins á ' fieigu. Kvenfélagið Ósk heldur að sjálf- sögðu sína fundi í skólanum og um nokkurt árabil hafa kvenfélagskon- ur í Hlif einnig haldið fundi hér. Ýmis félagasamtök hafa einnig fengið húsið til afnota fyrir fundi. Þá hafa stofumar verið leigðar út fyrir einkasamkvæmi. Á þessu má sjá að enn fer mikið starf fram í skólanum, húsnæðið er í notkun allan daginn og langt fram á kvöld. Ánægjulegra hefði þó eflaust verið ef skólinn hefði haldið sinu fyrra sniði en með breyttum lifnaðarháttum og aukinni heimilis- fræðikennslu í gmnnskólum hefur aðsókn í húsmæðraskólana dregist ** mjög mikið saman. Hafa þessvegna nokkrir húsmæðraskólar verið lagð- ir niður, en þessi skóli er í þéttbýli og hefur þess vegna tekist að halda starfsemi hans áfram í námskeiðs- formi. Þorbjörg Bjarnadóttir Frú Þorbjörg Bjamadóttir frá Vigur tók við starfí forstöðukonu skólans þegar nýi skólinn tók til starfa 1948 og gegndi því fram á haustdaga 1986. Mikið verk var að búa hið nýja kennsluhús þeim bún- aði sem til þurfti svo að nemendur fengju sem besta menntun, allt var keypt sem vandaðast og em marg- -ir hlutir enn þann dag í dag í notkun, þó að nýjustu vélar og tæki hafi jafnan verið keyptar. Hefur Þorbjörg stýrt skólanum af rausn og skömngsskap alla sína tíð. Er nafn hennar öðmm fremur tengt skólanum. Nokkuð þótti hún ströng en réttsýn enda þurfti að hafa mikinn aga til þess að allir hlutir gengju vel fyrir sig og að nemendur fengju sem mest út úr námi sínu í skólanum. Námsmeyj- amar komu heldur ekki tómhentar heim á vorin. Það má með sanni segja að hún hafi vakað yfir velferð nemenda sinna 0g veitt þeim holl og góð ráð sem veganesti út í lífið. Kennarar Hér skal getið nokkurra kennara sem lengstan starfsferil eiga við skólann. Guðrún Vigfúsdóttir frá Litla-Árskógi hóf kennslu árið 1945, hefur hún lengst allra kenn- ara starfað við skólann. Um þessi áramót hættir hún fastri kennslu við skólann en kennir áfram á nám- skeiðum. Aðalkennslugrein hennar er vefnaður og svo bókleg fög tengd vefnaði. Guðrúnu þarf vart að kynna, svo þekkt er hún af verkum sínum hér heima og erlendis. Setti Guðrún á stofn vefstofu hér í bænum sem ennþá er starfandi. Vart mun á nokkum hallað þó að Guðrún sé talin einna færasti vefnaðarkennari á landinu. Til gamans má geta þess að þegar núverandi skólahús var tekið til notkunar voru smíðuð hús- gögn til notkunar þar, áklæðið var ekki keypt í verslunum, heldur óf Guðrún það með hjálp þriggja kvenna, einnig voru ofin glugga- tjöld fyrir allan skólann, dúkar púðar og veggmyndir. Hennar handbragð má því sjá víða í skólan- um og eru þessir handofnu munir einna mesta stolt skólans. Hjördís Hjörleifsdóttir, nú búsett á Mosvöllum í Önundarfirði og skólastjóri í Holti, hóf kennslu haustið 1958. Kenndi hún fyrst þvott og ræstingu, sfðar breytti hún yfir og kenndi matreiðsluna. Hjördís er kát og hress, vel máli farin og mælsk, oft las hún sögur fyrir nemendur þegar þeir saumuðu út á handavinnukvöldunum, biðu nemendur jafnan spenntir eftir næsta lestri. Jakobína Pálmadóttir frá Kálfa- gerði kenndi handavinnu frá 1945—1961. Voru nemendur hænd- ir að henni. Rannveig Hjaltadóttir frá Dalvík 1963—1982, kenndi bæði fatsaum og útsaum, nú kennir hún eingöngu í grunnskólanum á ísafirði. Núverandi saumakennari er Sigrún Vemharðsdóttir úr Hnífsdal og hefur hún starfað við skólann frá 1978. Söng við skólann kenndi lengst af hinn kunni tónlistarkennari Ragnar H. Ragnar. Gjafir Við hver skólaslit mættu gamlir nemendur og færðu skólanum fagrar og nytsamar gjafir svo og peningagjafir í verðlaunasjóði skól- ans. Ein gjöf er sérlega eftir- minnanleg en það er handofin mynd af skólanum eftir Sigríði Einars- dóttur frá Reykjavík, gamlan nemanda skólans, en mynd þessi er óvenju nákvæm og listilega unn- in. Hér á eftir fara vísur sem 25 ára nemendur sendu skólanum 29. maí 1976. Lag: Nú er vetur úr bæ. Eftir áranna fjöld, eftir ijórðung úr öld, hingað förum við til þess að minnast, syngja saman á ný syngja og gleðjast af því hversu sælt það er aftur að finnast. Hér við lærðum svo margt sem að seinna var þarft, bæði saumaskap, matseld og fleira. Okkar kennaralið mikið kepptist það við að kenna okkur betur og meira. Og á þessari stund, þessum fagnaðarfund nífalt húrra skal skóli vor hljóta, lifi hann iengi og vel og í lukkunnar skel megi hann lífdaga eilífra njóta. Sýnir þetta framlag nemendanna hlýhug til skólans og eins að þeir meta hann að verðleikum. Á 50 ára afmæli skólans 1962 fékk hann úthlutað landspildu til tijáræktar við reit Skógræktarfé- lags ísafjarðar í Stóruurð. Fyrstu plöntumar til gróðursetn- ingar gaf faðir eins nemandans frá Hafnarfírði. Á hveiju vori gróður- settu nemendur plöntur í reitinn og hlúðu að þeim semfyrir voru. Einn dagur var ætlaður í þessa skógar- ferð og var þetta nokkurskonar skemmtiferð. 50 ára afmælisins var einnig minnst með þeim hætti að ýmsum velunnurum skólans var boðið til miðdegisverðar. Það sem þó helst mun minna á afmælið er útgáfa bókar um skólastarfíð þau 50 ár sem voru liðin frá stofnun hans. Kristján Jónsson frá Garðstöðum tók efni hennar saman með aðstoð Þorbjargar. Bókin er hið ágætasta heimildarrit um skólann og má þar meðal annars finna nöfn allra nem- enda skólans. Vonast forráðamenn skólans eft- ir að unnt verði að gefa út annað bindi með efni frá síðari tímum skólans. Lokaorð Árangur af námi nemendanna ber skólanum best vitni. Fjölbreytt- ur heimilisiðnaður s.s. saumar og vefnaður varð fjölbreyttari með hvetju árinu sem leið, það gátu þeir séð sem komu á handavinnu- sýningar í skólanum á vorin. Báru þær vott um dugnað og vandvirkni nemenda og ekki síður mikið hug- myndaflug kennara. Ekki eru þessi áþreifanlegu merki um námsárang- urinn aðalatriðið, heldur sú kunn- átta sem þær hafa aflað sér, eins og að geta búið heimili sín smekk- legum heimagerðum munum. Þó er ei minna um verð önnur sú kunn- átta sem nemendur öfluðu sér í skólanum s.s. í bóklegum greinum, matreiðslu, þvotti og ræstingu svo og listin að lifa sem ein fjölskylda í stóru húsi. Margar námsmeyjar settust að í bænum og stofnuðu sín heimili. Eiga ísfírðingar að hluta til tilvist skólans að þakka innflutning margra myndarhúsmæðra í bæinn. Einungis eru eftir þrír hús- mæðraskólar á landinu sem starfa sem slíkir. Ættu Isfirðingar að sjá sóma sinn í að halda þessum skóla gangandi með því að vera duglegir að sækja námskeið í skólanum. Húsmæðraskólinn Ósk hefur átt því láni að fagna að hafa ávallt haft hæfa stjómendur og kennara og þar með hefur hann notið virð- ingar og vinsælda. Frá skólanum eru svo kveðjur til allra sem í honum hafa verið og einnig til velunnara hans. Höfundur er núverandi forstöðu- kona Húsmæðraskólans Óskará ísafirði. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Örn Guðmundsson útibússtjóri afhendir Pétri Eggertssyni sjúkrakassann, sem eflaust á eftir að koma að góðu gagni í sjúkrabifreið Skagstrendinga. 0 Sjúkrakassi í sjúkrabíl Skagstrendinga Blönduósi. ALÞÝÐUBANKINN á Blönduósi varð ársgamall þann 27. nóvember sl. og af því tilefni gaf bank- inn sjúkrakassa i sjúkrabíl Skagstrendinga. Það var Öm Guðmundsson útibússtjóri sem af- henti gjöfina en Pétur Eggertsson á Skagaströnd veitti gjöfinni viðtöku. Með þessu móti vildi Al- þýðubankinn minnast afmælisins og jafnframt styðja við það framtak Skagstrendinga að eignast sína eigin sjúkrabifreið sem staðsett er á Skagaströnd. Öm Guðmundsson útibússtjóri Alþýðubankans á Blönduósi sagði að starfsemi bankans í Húnavatns- sýslum hefði gengið vel þetta fyrsta ár, og er hlutdeild bankans í heildarinnlánum í Húnaþingi 3,7%. Sé hlutdeild Alþýðubankans í innlánum á landinu öllu skoðuð, þá er hlutur bankans 3,3%. Þessvegna má segja að Húnvetningar hafa tekið bankanum vel fyrsta árið. — Jón Sig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.