Morgunblaðið - 04.03.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
7
Ekki hægt að búa til lengd-
ar við mikinn viðskiptahalla
— segir Þórður Friðjónsson forsljóri Þjóðhagsstofnunar
ÞÓRÐUR Friðjónsson forsljóri Þjóðhagsstofnunar segir að ekki
sé hægt til lengdar að búa við viðskiptahalla á borð við þann sem
fyrirsjáanlegur er á þessu ári þar sem slíkt leiði til stóraukinna
erlenda skulda. í drögum að þjóðhagsspá er gert ráð fyrir að við-
skiptahallinn á þessu ári verði 10,5 milljarðar króna sem svarar
til 4,5% af landsframleiðslu.
Morgunblaðið/RAX
Á myndinni eru talið frá vinstri: Eyjólfur Hauksson hjá Lux Viking,
Pétur A. Maack og Hafsteinn Arnason hjá Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur.
Stéttarfélagaferðirnar og Lionair:
Flogið verður til
Kölnar og ferðirn-
ar seldar 20. mars
FÉLÖGUM í Verslunarmannafé-
lagi Reykjavíkur, BSRB, Sam-
bandi íslenskra bankamanna,
Framsókn, Sókn og Máhn- og
skipasmiðasambandi íslands
verður gefinn kostur á að fljúga
með 500 sæta Boeing 747-100-
flugvél Lionair til Kölnar í Þýska-
landi í stað Lúxemborgar og
stefnt er að því að selja ferðirnar
sunnudaginn 20. mars nk., að
sögn Sigrúnar Aspelund hjá
BSRB og Péturs A. Maack hjá
VR. Sigrún og Pétur sögðust ekki
hafa fengið fullnægjandi skýring-
ar á því hjá Lionair hvers vegna
það hefði ekki viljað að flogið
yrði til Lúxemborgar eins og upp-
haflega var áætlað. Jóhannes Ein-
arsson, framkvæmdastjóri Liona-
ir, vildi í samtali við Morgun-
blaðið ekki segja hvaða ástæða
væri fyrir því að ekki verður flog-
ið til Lúxemborgar. Það hefði
verið ákvörðun stjórnar Lionair.
Jóhannes sagði að stéttarfélögin
og Lionair væru að vísu enn ekki
búin að skrifa undir samninga um
þessar ferðir. Hann sagði að Lionair
væri í eign Luxair, sem ætti 55% í
félaginu, og Cargolux sem ætti 45%
í því. Hann staðfesti að forstjóri
Luxair, Roger Sietzen, væri stjóm-
arformaður bæði Lionair og Cargol-
ux og Cargolux sæi í Lúxemborg
um áhafnir og skoðanir á flugvélum
Flugleiða.
Sigrún Aspelund hjá BSRB sagði
að famar yrðu fjórar þriggja vikna
ferðir. Fyrsta ferðin yrði farin 9.
júní nk. og flugfarið kostaði um 9
þúsund krónur. Að öllum líkindum
yrðu fríar rútuferðir til Lúxemborg-
ar þar sem farþegarnir ættu kost á
að taka á leigu bifreið frá íslensku
bílaleigunni Lux Viking. Flugfarið
og 5 manna Ford Sierra-bifreið með
tryggingu kostaði saman í pakka
16.825 krónur. Einnig stæðu far-
þegunum til boða íbúðir í Moseldal
og sumarhús í Zaardal í Þýskalandi
og kostaði flugfarið, Ford Sierra-
Félagsmálaráðuneytið:
Ráðuneytis-
stjóri lætur
af störfum
HALLGRÍMUR Dalberg, ráðu-
neytisstjóri í félagsmálaráðu-
neytinu mun láta af störfum á
árinu.Á hann 40 ára starfsferil
að baki innan ráðuneytisins um
næstu mánaðarmót.
Hefur embætti ráðuneytisstjóra
verið auglýst laust til umsóknar og
skulu umsóknir ásamt upplýsingum
um aldur og fyrri störf sendast fé-
lagsmálaráðuneytinu fyrir 25. mars
1988.
bifreið og sumarhús 29.800 krónur
á mann, þegar miðað væri við 4
saman í húsi og 4 í bíl, svo dæmi
væri tekið.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Þórður að frá stríðslokum hefði
viðskiptajöfnuður íslands aðeins
verið jákvæður sjö sinnum, síðast
árið 1986, þegar hann var jákvæð-
ur um 0,5% af landsframleiðslu.
Árið 1987 var viðskiptahallinn tal-
inn vera 7 milljarðar eða 3,5% af
landsframleiðslu. Afleiðingin væri
sú að erlendar skuldir íslendinga,
sem í stríðslok voru hverfandi,
hefðu vaxið jafnt og þétt. Nú væru
íslendingar ein skuldugasta þjóð í
heimi, og væru skuldir um 40%
af landsframleiðslu.
Þórður sagði óhjákvæmilegt að
snúið yrði af þessari braut því að
til lengdar yrði afleiðingin sú að
lánakjör íslendinga myndu versna
og vextir af lánunum hækka þann-
ig að enn stærri hluti útflutnings-
tekna færi í greiðslu afborgana og
vaxta af erlendum lánum.
Von er á nýju ágripi af þjóð-
hagsspá í næstu viku sem miðast
við breyttar forsendur vegna kjara-
samninga og efnahagsráðstafana
ríkisstjómarinnar. í drögum að
verðlags- og þjóðhagsspá sem
Þjóðhagsstofnun hefur gert, segir
að verði kjarasamningar Verka-
mannasambandsins og vinnuveit-
enda fordæmi annarra samninga á
næstunni og ekki verði launaskrið,
sé gert ráð fyrir að verðbólga verði
talsvert há á 2. ársfjórðungi, eða
um 28%, en lækki síðan þegar líða
tekur á árið og verði komin í 6,5%
síðustu þrjá mánuði ársins. Að
meðaltali er reiknað með 15,5%
verðbólgu frá upphafi til loka árs-
ins, að lánskjaravísitalan hækki
um 14,5% og byggingarvísitalan
um 12,5% á sama tíma.
Miðað við þessar forsendur er
áætlað að kaupmáttur ráðstöfun-
artekna verði að meðaltali 3,5%
minni en í fyrra og komi það fram
í því að einkaneysla dragist sam-
an. Sá samdráttur er áætlaður um
1,5%. Hinsvegar er talið að þjóðar-
útgjöld dragist aðeins saman um
0,5% og vöruinnflutningur geti
aukist nokkuð milli áranna 1987
og 1988 vegna áframhaldandi
hækkunar á raungengi krónunnar.
Áætlað er að útflutningur dragist
saman í sama mæli og sjávarafli
og því geti halli á viðskiptum við
útlönd orðið um 10,5 milljarðar
króna. Einnig er gert ráð fyrir að
landsframleiðsla dragist saman um
1% á árinu og þjóðartekjur um
nálægt 1,5%.
Þórður Friðjónsson sagðist að-
spurður ekki sjá nein merki um
batnandi horfur miðað við þær
spár sem birtar hafa verið síðustu
mánuði, og frekar væru veikleika-
merki á mörkuðum íslendinga
heldur en hitt. Það yrði þó að líta
til þess að viðskiptakjör Islendinga
hefðu að jafnaði verið mjög góð á
síðustu 2-3 árum.
Pils og blússa kr. 4.950,-
Silkiklútur kr. 390,-
Jakki kr. 6.990,-
Buxur kr. 3.490,-
Skyrta kr. 2.290,-
Leðurjakki kr. 17.900,-
Rúllukragabolurkr. 1.890,-
Herrabuxur kr. 3.690,-
Leðurjakki kr. 17.900,-
Rúllukragabolurkr. 1.890,-
Dömubuxurkr. 4.290,-
Opið á morgun laugardag frá kl. 10-16 e.h.ai
dS KARNABÆR
r Austurstræti 22
Laugavegi 66
Glæsibæ
Sími 45800
GARBO
Tilvalin fermingarfatnaður
Austurstræti 22