Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 21 semdir almennings séu sett til þess að bjóða fólki upp á skemmtilegar kortasýningar og athugasemdaskrif sem eigi ekki erindi við aðra en skjalaskápa bæjarfélagsins. Lögin eiga að tryggja að yfirvöld taki ekki ákvörðun, fyrr en þau hafa kynnt sér vilja fólksins í sveitar- félaginu. Það gerði hins vegar meirihluti borgarstjómar varðandi ráðhúsið. Tveir uppdrættir í byijun árs 1987 var almenn kynning á Kvosarskipulaginu. At- hugasemdafresturinn rann út 1. apríl. Skipulagsuppdrátturinn, sem hékk þá uppi, sýndi ekkert ráðhús, aðeins punktalínu út í Tjömina, og í reitnum stóð „Samkeppni um ráð- hús“ (sjá mynd 1). Land og vatn mættust á sama stað og nú er í norðvesturhomi Tjamarinnar. Ekk- ert ráðhús var heldur að finna á glæsilegu módeli yfir svæði skipu- lagsins. Það var ekki von, því að á þessum tíma vissi enginn hvort eða hvemig ráðhúsbygging yrði valin fyrir höfuðborgina. Úrslit úr sam- keppninni urðu kunn nokkmm vik- um síðar, eða í júnfl Tveimur mánuðum eftir að at- hugasemdafresti fólks lauk, urðu hugmyndir um staðsetningu byggingarinnar, stærð hennar og hæð fyrst ljósar. í skipulags- drögum er kveðið á um að þessi atriði skuli tilgreind á uppdrætti deiliskipulags þegar það er kynnt almenningi. Um slíkt var ekki að ræða í Kvosarskipulagi, enda vissi enginn neitt um þá hluti. Eðlilega gerði því almenningur ekki athuga- semd við það sem hann vissi ekkert um. Uppdrátturinn sem ráðherra fékk til staðfestingar sýnir hins vegar Kvosarskipulag með fullbúnu ráð- húsi (sjá mynd 2). Skipulagsstjóm ríkisins kom því fyrir á áður kynnt- um uppdrætti, að beiðni borgar- stjórans í Reykjavík, í vetrarbyrjun. Það er því ljóst, að Reykvíkingar hafa ekki fengið að nýta lög- vemdaðan rétt sinn til áhrifa á það skipulag, sem ráðherrann stað- festi. Mér finnst furðulegt, að menn skuli geta gert spuminguna um ólðgmæti Kvosarskipulagsins að álitamáli. Teygjur og túlkanir lög- lærðra í þessu máli hafa dýpkað skilning minn á hugtakinu „lagaref- ir“. Útlistun Jónatans Þórmunds- sonar í Morgunblaðinu sl. þriðjudag styrkti þá skoðun mína, að hér var gróflega gengið á snið við landsiög. Hér hefur eingöngu verið fjallað um málsmeðferð yfiivalda á svo- kölluðu ráðhúsmáli. Á því máli em miklu fleiri hliðar, sem hver um sig er efni í heila blaðagrein. Óraun- hæfar, síbreytilegar kostnaðaráætl- anir, ráðstöfun meira en milljarðs í ráðhús, á meðan frumþörfum Reykvíkinga er illa sinnt, og svo staðsetningin sjálf — allt em þetta meiriháttar tilefni til gagnrýni á ráðamenn borgarinnar. En um þessa hluti veit ég að menn em ósammála. Nýtum tímann til 25. mars! Hitt ættu menn að geta verið einhuga um, að yfirvöldum á ekki að líðast að misbjóða Reykvíkingum á þann grófa hátt sem orðið hefur í máismeðferð meirihluta borgar- stjómar. Erfitt er að sjá hvernig mæta skal slíkri valdníðslu. En þrátt fyrir yfirlýsingar um, að skoð- anir borgarbúa á fyrirhuguðu Tjamarráðhúsi skuli áhrifalausar grafast í skjalaskáp, verða menn að nýta athugasemdatímann til 25. mars til hins ýtrasta. Það skiptir máli, að borgarfull- trúum verði hugur manna ljós, þó ekki væri til annars en að gefa þeim, sem æða áfram með offorsi, kost á að skammast sín. Auk þess skulum við ekki útiloka, að ein- hveijir borgarfulltrúanna, sem greiddu Tjamarráðhúsinu atkvæði sitt 1. október sl., endurskoði fyrri afstöðu, ef þeir sjá að hún stríðir gegn vilja tugþúsunda Reykvíkinga. Endanleg ákvörðun borgarstjómar verður ekki tekin fyrr en 5. maí. Höfundur er einn af borgarfull- trúum AlþýðubandaJaga. Orð í tíma töluð eftir Guðstein Þengilsson Hans Olav Fekjær: Alkohol og narkotica. — Myter og virkelighet. Gyldendal. Oslo 1985. Þessi bók barst mér í hendur seint á síðasta ári. Höfundurinn er norskur læknir, fæddur 1940 og lauk embættisprófi 1966. Hann sérhæfði sig í geðlækningum, var um skeið aðstoðaryfirlæknir við heilbrigðisráð Óslóborgar, en er nú yfirlæknir í geðsjúkdómum við þá stofnun og hefur áfengi og verkanir þess sem sérsvið. 1980 kom út eftir Fekjær bókin „Ny viten om alkohol", og vakti hún mikla ahygli í heimalandi hans og víðar. Sú bók er væntanleg á næstunni í íslenskri þýðingu. Sú bók, sem hér um ræðir, er einskonar framhald og útvíkkun á „Ny viten om alkohol". Hún fjallar um fleiri vímuefni og tengsl þeirra við áfengisneyslu, sem er þó aðal- efni bókarinnar. Þarna er komið víða við og miðlað geysimiklum fróðleik, og mig langar til að minn- ast á aðeins örfá atriði af fjölmörg- um. Höfundur minnir á, að yfir 90% af þeim rannsóknum, sem gerðar hafa verið á vímuefnum eru frá síðustu 20 árum. Aftur á móti eru hugmyndir samtímafólks um vín og vímuefni stöðugt byggðar á eldgamalli alþýðutrú, sem varð til á þeim tímum, þegar menn héldu að jörðin væri flöt. Þessar æva- fomu og goðsagnakenndu hug- myndir um áfengið gera það að eins konar helgitákni í félagsleg- um samskiptum manna enn í dag. Memvlyfta glasi af hinum ólíkustu og ólíklegustu tilefnum. Baráttan gegn vímunni er að verulegu leyti fólgin í því að steypa þessu skurð- goði af stalli og eyðileggja helgi þess. Meðal hindurvitna, sem enn em í gangi, er að öll bönn og takmark- anir örvi áfengisneyslu. Þetta virð- ist þó einungis eiga við um áfeng- ið, því að ekki trúa menn þessari kenningu hvað hin svokölluðu ólöglegu vímuefni varðar, enda hefur Heilbrigðisstofnun Samein- uðu þjóðanna löngu varpað henni fyrir róða og bendir á takmarkan- ir sem leið til að draga úr neyslu áfengis sem og annarra vímuefna. Önnur þjóðsaga er sú, að öl verði bragðbetra (og gott ef ekki hollara G.Þ.), ef styrkleiki þess er aukinn, t.d. allt að 5%, og sé þess vegna ákjósanlegri neysluvara. Fekjær lýsir því hvernig gerð hafa verið blindpróf í því að meta styrk- leikann, menn látnir dæma um það af bragðinu, hvar hann væri mest- ur. Fylgni við rétt svör hefur ekki reynst meiri en þótt krónu sé kast- að. í einum kafla bókarinnar er því lýst hvemig fjölmiðlar, t.d. kvik- myndir og sjónvarp geta stuðlað að vinsamlegum viðhorfum til áfengisneyslu. „Viðhorfið til áfengisneyslurinar ræður hvort eða hversu mikið drukkið er,“ seg- ir Fekjær. „Það er útbreidd skoð- un, að fíkn í vímuefni önnur en áfengi stafi af eðli ávanaefnisins, það hafi sjálft þann eiginleika að valda fíkn, og að allir sem neyta þess geti búist við að verða háðir því. Ofugt við þetta er svo al- mennt talið, að áfengisfíknin sé ekki áfenginu sjálfU að kenna, heldur að hér sé um afbrigðilegan eiginleika að ræða hjá vissum hópi manna. „Eru ekki allir sem neyta áfengis í hófí lifandi sönnun fyrir því, að það sé nokkum veginn öruggt að neyta þess“ segja menn. Þannig er viðhorfið til vímuefn- anna með tvennu móti eftir því hvert efnið er.“ í kafla þar sem rætt er hvað mæli með og móti takmörkunum Guðsteinn Þengilsson „Nú hefur áfengis- varnaráð sent öllum al- þingismönnum þessa stórfróðlegu bók, sem hér hefur verið lítillega kynnt, og gefur þeim með því tækifæri til að sýna, hvers fræðslan er megnug.“ á áfengissölu segir svo: „Á að beina áfengissölunni að veikari drykkjum? Þetta er gömul kenn- ing. Oft er líka auðveldara að verða sér úti um léttari drykki. En árangurinn hefur orðið sá, að sé neysla þessara drykkja aukin, leggst hún við fyrri neyslu, en kemur ekki í staðinn fyrir hana. Og ef beina skal neyslunni að veik- ari drykkjunum, er nauðsynlegt að takmarka jafnframt aðgengi að hinum sterkari." Að lokum skal þess getið, að Fekjær ber saman umfjötlun um tjón af völdum áfengis og afleið- ingar kjamorkuslysa. Hann minn- ist á Tsjemobyl-slysið, þar sem 30 manns létu lífið og mikið fjaðra- fok varð út af. En hann hugsar sér einnig kjarnorkusprengingu í miðri Evrópu, sem ylli hundruðum þúsunda dauðsfalla og yfír milljón manns slösuðust og veiktust. Ef slíkur atburður gerðist í raun og vem, ylli hann að vonum ógn og hryllingi, en líkumar fyrir honum em óvemlegar, ef að öllu er farið með gát. En raunveruleikinn er sá, að á hvetju einasta ári verða Evrópubúar fyrir samskonar slysi af völdum áfengis, án þess að mögla hætis hót. Yfirvöld hafa oftast aðeins bent á eitt úrræði, þegar minnst er á vímuefnavandann. Það er fræðsla og aftur fræðsla, sem í sjálfu sér er nauðsynleg, en reynslan sýnir að hún er ein sér eki nægileg. Nú hefur áfengisvarnaráð sent öllum alþingismönnum þessa stórfróð- legu bók, sem hér hefur verið lítil- lega kynnt, og gefur þeim með því tækifæri til að sýna, hvers fræðslan er megnug. Það kemur Ijos, þegar rætt verður um ölfmm- varpið á þinginu. Áð síðustu er rétt að geta þess, að von er á höfundi bókarinnar, Hans Olav Fekjær, yfirlækni, hingað til lands eftir nokkra daga. Mun hann tala um vímuefnamál og varnir gegn vímu og gæti það orðið mönnum til enn frekari fróð- leiks að kynna sér málflutning hans. Höfundnr er l&knir. Flug/sigling ■ bíll 1988 - fjölmargir möguleikar - Bjóðum upp á námskeið fyrír ferðalanga sem hyggj- ast ferðast um Evrópu. 1. Undirbúningur ferðar. 2. Fjárhagsáætlun. 3. Skipulagning, áfangar og gististaðir. 4. Notkun korta og upplýsingaöflun. 5. Helstu sérákvæði í umferð erlendis. 6. Akstur á hraðbrautum. 7. Nokkrar hagnýtar ráðleggingar. Námskeið verður á Hótel Loftleiðum, Reykjavík, þriðjudaginn 8. mars kl. 17.45-23.00. Ennfremur á Hótel Selfossi, laugardaginn 12. mars kl. 10.30-16.00. Innifalið í námskeiðinu: Matur, kort og kennsla. Verð kr. 1.850,- Aflsáttur fyrir hjón. Nánari upplýsingar og innritun í Suðurgarði, Selfossi, sími 99-1666 eða á skrifstofu F.Í.B. í Reykjavík, sími 91-29999. Ferðaskrifstofa Ríkisins Námskeiðið erhaldið ísamráði við Umferðarráð. |H B0RGAR T SPÍTALINN HJÚKRUNARFRÆÐINGAR, HJÍJKRUNARFRÆÐINEMAR á 4. námsári I vor losna stööur hjúltrunarfræðinga á lvflæloningacieild A-6 Á deildinni eru 30 rúm, en henni er skipt í 2 ein ingar, 14 og 16 rúm. Deildarstjóri er á hvorri einingu fyrir sig, en nokkur samvinna er á milli eininga. Á deildinni fer fram hjúkrun sjúklinga meö heila- og taugasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, meltingar- og innkirtlasjúkdóma o.fl. í santræmi viö hugmyndafræði og markmiö hjúkrunarþjónustu Borgarspítalans byggir hjúkrun á markvissri upplýsingasöfnun, áætlanagerð, framkvæmd og mati. Vinnuskipulag er í formi hóphjúkrunar. Sérstök uppbygging varöandi fræðslu og stuöning við starfsfólk á deildinni er framundan. Á veturna eru nemendur frá ýmsum skóium á deildinni og taka hjúkrunarfræðingar Þátt í að leiöbeina þeim. Skipulagöur aölögunartími er einstaklingsbundinn. Vinnutími og vaktafyrirkomulag er sveigjanlegt. Efþú hefur áhuga adþróa hæfniþína og þekkingu á þessari deild veitir Margrét Björnsdóttir hjúkr- unarj'ramkvæmdastjóri nánari upplýsingar í síma 91 - G96354.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.