Morgunblaðið - 04.03.1988, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Börnin og fjöl-
skyldan
Erlendur Einarsson:
Nokkrar staðre
að gefnu tilefn
Samfélag okkar hefur gjör-
breytzt á tíma sem svarar
til meðalævi íslendings. Níu af
hveijum tíu landsmönnum búa í
dag í þéttbýli, sem var nánast
ekki til fyrir 80-90 árum. Breytt
búseta helzt í hendur við gjör-
breytta þjóðlífs- og atvinnu-
hætti. Atvinnulífið hefur þörf
fyrir starfskrafta allra þjóðfé-
lagsþegnanna, yngri sem eldri,
kvenna sem karla, ehda ekkert
atvinnuleysi til staðar. Atvinnu-
lífíð og fræðslukerfíð, það er
menntunar- og þekkingarþörf
fólks á líðandi stundu, heldur
þorra þjóðarinnar við störf —
utan heimilis — frá ungum aldri
fram á efri ár.
Staða heimilisins — staða fjöl-
skyldunnar — hefur ekki síður
breytzt. Stórfjölskyldan, sem
setti svip á bændasamfélagið,
þar sem þrjár kynslóðir héldu
hópinn innan veggja heimilisins
— og við bústörfín — heyrir nán-
ast sögunni til. í þéttbýli níunda
áratugarins býr eldra fólkið út
af fyrir sig. Sú er og meginregl-
an að hvert heimili hefur tvær
fyrirvinnur; báðir foreldrar sinna
störfum utan heimilis. Því veldur
þrennt: 1) þörf atvinnulífsins
fyrir starfskrafta beggja foreldr-
anna, 2) gagnkvæmur réttur
foreldra, konu og karls, til að
nýta þekkingu og starfshæfni
sína í önn þjóðlífsins og 3) fram-
færslukostnaður heimilanna —
miðað við nútíma lífsmáta og
kröfur.
Þær gjörbreyttu aðstæður í
þjóðfélaginu, sem að framan
greinir, hafa raskað stöðu fjöl-
skyldunnar frá því sem áður
var. Þær hafa ekki sízt fært
uppeldi bama og unglinga í ann-
an farveg en fyrir fáeinum ára-
tugum. Þessar breytingar hafa
gengið það hratt fyrir sig að
samfélagið hefur ekki náð að
aðlaga — svo vel sé — stöðu fjöl-
skyldunnar breyttum þjóðlífs-
háttum. Þetta hefur meðal ann-
ars áhrif á stöðu og velferð
þeirra bama, sem em að vaxa
úr grasi á líðandi stund. í þeim
efnum stendur sitt hvað enn til
bóta, svo ekki sé sterkara að
orði kveðið.
Þorsteinn Pálsson, forsætis,-
ráðherra, skipaði á síðastliðnu
hausti samstarfsnefnd ráðu-
neyta um fjölskyldumál. Skipun
nefndarinnar er í samræmi við
þann kafla í starfsáætlun ríkis-
stjómarinnar sem fjallar um fjöl-
skyldu- og jafnréttismál. Nefnd-
inni var falið að gera úttekt og
tillögur í ákveðnum málaflokk-
um, sem varða fjölskylduna:
skólamálum, dagvistarmálum,
lífeyrismálum, tryggingamálum
og loks að því er varðar sveigjan-
legan vinnutíma. Nefndin skilar
væntanlega tillögum í skóla- og
dagvistarmálum í þessum mán-
uði og í öðmm málaflokkum
áður en árið er allt.
í viðtali Morgunblaðsins við
Ingu Jónu Þórðardóttur, form-
ann fjölskyldunefndarinnar,
víkur hún m.a. að skólamálum.
Hún nefnir markmið eins og ein-
setinn skóla, samfelldan skóla-
dag og skólamáltíðir. Hún talar
jafnframt um nauðsyn „viðveru“
í skólum fyrir böm á aldrinum
6-9 ára, utan kennslutíma á
hefðbundnum vinnutíma for-
eldra. Einnig um nauðsyn þess
að efla samstarf foreldra og
skóla, m.a. með aðild foreldra
að skólastjómum. Og loks um-
ferðaröryggi á vegferð bama
milli heimila og skóla. I því sam-
bandi drap hún á svokallaða
„grenndarskóla", það er fleiri
skóla og smærri, staðsetta í
íbúðarhverfum.
Eftirspum dagvistar fyrir
böm, langt umfram framboð, er
víða vandamál. Þar er við margs-
konar vanda að stríða. Meðal
annars skort á sérhæfðu starfs-
fólki, sem að hluta til tengist
starfskjörum, að dómi Ingu
Jónu. Starfskjörin skarast síðan
við ijárhagsstöðu dagvistar-
stofnana, en rekstrarkostnaður
þeirra er að þremur fjórðu hlut-
um borinn uppi af viðkomandi
sveitarfélögum en einum fjórða
af forráðamönnum bamanna.
Inga Jóna segir i viðtalinu:
„í starfsáætlun ríkisstjómar-
innar er vikið að greiðslufyrir-
komulagi dagvistar bama og að
athugun á því, hvemig nýta
megi bamabætur [trygging-
anna] til að mæta þörfum for-
eldra . . . Fyrirgreiðsla í þessu
formi gerði foreldrum þá betur
kleift að mæta kostnaði vegna
dagvistar og ákveða sjálfír hvar
þeir kaupa slíka þjónustu".
Önnur athugunarefni fjöl-
skyldunefndarinnar, skattamál,
lífeyris- og tryggingamál sem
og sveigjanlegur vinnutími varða
ekki síður það yfírlýsta markmið
ríkisstjómarinnar, að styrkja
stöðu fjölskyldunnar og stuðla
að aukinni velferð bama í sam-
félaginu. Þetta viðfangsefni veg-
ur þyngra í lífi og hvunndegi
hins almenna manns en flest
önnur. Það skagar, ef grannt er
gáð, upp úr ýmsum „ijúpumál-
um“, sem fá þó meiri umfjöllun.
Það gæti og orðið farvegur fyrir
aukinn trúnað milli almennings
og stjómmálamanna.
Það er kannski að bera í bakka-
fullan lækinn að stinga niður penna
og koma á framfæri nokkrum atrið-
um um málefni Iceland Seafood
Corporation og einstaklinga sem
því tengjast — eftir þá fjölmiðla-
hrinu, sem gengið hefur yfír síðustu
daga. Ég finn mig hins vegar knú-
inn til þess að útskýra mín sjónar-
mið, þar sem umfjöllunin hefur ver-
ið meira og minna brengluð og
margt sem fram hefur komið á við
lítil rök að styðjast.
Mér er það ekkert launungar-
mál, að umræðan um þessi mál
hefur persónulega valdið mér mikl-
um sárindum, en einnig vonbrigðum
vegna samvinnuhreyfíngarinnar, en
henni hefi ég helgað starfskrafta
mína í 45 ár og þar af gegndi ég
einu mesta trúnaðarstarfí hreyfíng-
arinnar í 32 ár sem forstjóri Sam-
bandsins.
Ekki er ofsögum sagt, að síðustu
dagamir hafí verið einskonar svart-
ir dagar fyrir samvinnufólk á fs-
landi, vegna þeirrar umræðu sem
fram hefur farið í tengslum við Ice-
land Seafood Corporation. Brott-
rekstur þeirra Eysteins Helgasonar
forstjóra fyrirtækisins og Geirs
Magnússonar aðstoðarforstjóra
kom skriðunni af stað. Ekki ætla
ég á þessu stigi að tjá mig efnis-
lega um þessa ákvörðun en það
hefí ég gert innan stjómar ISC.
Astæðumar fyrir því áð ég hefí
dregist inn í þetta mál em fyrst og
fremst tvær. í fyrsta lagi vegna
þess að ég sem stjómarmaður
greiddi atkvæði gegn því að Ey-
steini Helgasyni og Geir Magnús-
syni væri sagt upp störfum fyrir-
varalaust og í öðm lagi vegna þess
að launamál fyrrverandi forstjóra
Iceland Seafood Corporation komu
inn í opinbera umijöllun um málið
sl. sunnudagskvöld á mjög svo óvið-
eigandi hátt. Ég hafði hins vegar
sem fyrrverandi stjómarformaður
ISC samið skv. umboði stjórnar fé-
lagsins um laun forstjórans meðan
hann gegndi því starfí. Ég verð að
segja, að líkt og alþjóð var ég agn-
dofa að horfa og hlusta á þessa
fregn í sjónvarpinu á Stöð 2.
Vegna þeirrar umræðu sem orðið
hefur um þessi launamál tel ég mér
skylt að greina frá nokkmm stað-
reyndum.
Varðandi launaákvarðanir til for-
stjóra ISC, þá var það föst venja
að endurskoða launin árlega. Seinni
árin gerði ég mér far um að kynna
mér hve laun fyrir hliðstæð störf
sem hér um ræðir væm í Banda-
ríkjunum. Studdist ég við sérstakar
skýrslur sem árlega em útgefnar
um launakjör yfirmanna í hinum
ýmsu atvinnugreinum þar vestra.
Seinni árin þegar hagur fyrirtækis-
ins hafði snúist við og batnað taldi
ég eðlilegt að forstjórinn fengi
nokkuð hærri laun en þessar við-
miðanir, þar sem stjómin var mjög
ánægð með störf forstjórans. Þess
skal getið, að síðustu sex árin var
auk hinna föstu launa, sem árlega
fóm hækkandi, samþykkt að fyrir-
tækið greiddi ákveðna kostnaðarliði
fyrir forstjórann.
Segja má að upphaf athugunar
á þessum þætti málsins sé það, að
sl. haust lét Eysteinn Helgason þau
orð falla við mig að laun sín væru
ekki í takt við laun, sem stjómend-
ur hliðstæðra fyrirtækja í Banda-
ríkjunum hefðu. „Ég myndi vera
ánægður ef laun mín væm helming-
ur af því sem forveri minn hafði,“
sagði Eysteinn. Þetta varð m.a. til
þess að ég fór að athuga mín gögn
um launamál fyrrverandi forstjóra
ISC og tók saman stutta greinar-
gerð. Eðlilegt var að stjómarmenn
hefðu fulla vitneskju um hvað hafði
verið samið. Þessa stuttu greinar-
gerð afhenti ég síðan stjórnarmönn-
um á óformlegum fundi fyrri hluta
nóvember. Vegna ummæla nýs for-
stjóra ISC fannst mér nauðsynlegt
að fá upplýsingar um heildarlauna-
greiðslur fyrrverandi forstjóra. Þess
vegna óskaði ég eftir því í símtali
10. nóv. sl. við forstjóra ISC að
hann gæfí mér upp launagreiðslur
til fyrrverandi forstjóra sl. 5 ár.
Mér fannst skylt að upplýsa stjóm-
armenn sem best um þessi mál,
fyrst þau voru komin á dagskrá.
Formlegur stjómarfundur var
svo haldinn í stjóm Iceland Seafood
vegna launamálanna 18. nóvember
sl. Á þessum fundi óskaði ég eftir
því, að endurskoðandi ISC, hr. San-
ford Snyder, kæmi til Reykjavíkur
til þess að unnt væri að fá botn í
þessi launamál. Ekki varð úr því
að Snyder kæmi til íslands þá. Þess
í stað skrifaði hann tvö bréf til
fyrrv. forstjóra og formanns stjóm-
ar ISC. Voru bréfín dags. 30. nóv.
og 7. desember.
Eignaupptaka ef ný fé-
lög fá ekki hluta eigna
- segir Sesselja Hauksdóttir
„Hver einstaklingur eða
hver hópur á sinn þátt í því að
byggja upp eignir síns félags.
Löggjafinn leyfir honum að
stofna nýtt félag og ef hann
færi eignalaus í þetta félag
finnst mér að í raun sé um
eignaupptöku að ræða, þar sem
hans framlag nýtist honum
ekki lengur. Hingað til hefur
verið hægt að skipta um félög
og maður missir ekki réttindi
við það, þar sem maður gengur
inn í eignamyndun annarra
félaga,“ sagði Sesselja Hauks-
dóttir, aðspurð um helstu rök-
semdir fyrir þvi að eignum
Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar sé skipt upg. Hún
ásamt Guðmundi Vigni Oskars-
syni stendur að meirihlutaáliti
nefndarinnar.
Hún sagði að meirihluti nefnd-
arinnar teldi sig með tillögum
sínum ganga út frá félagslegum
eignarétti hér eftir sem hingað til
nema hvað eignarétturinn færðist
á milli félaga. Þau teldu að skipta
bæri upp eignum Starfsmannafé-
lagsins eftir höfðatölureglu, enda
hefði fólk full réttindi hvort sem
það væri í hálfri eða heilli stöðu,
sem og þegar það hæfí störf eða
færðist á milli félaga. Ef taka
hefði átt mið af framlagi til félags-
ins, þá mætti eins vel taka mið
af mismunandi háum launum, sem
væri ffáleitt að þeirra mati.
Sesselja sagði alveg rétt að
ekki væri vitað um nein fordæmi
fyrir svona eignatilfærslu, en ein-
hvem tíma yrði allt fyrst. Leitað
hefði verið eftir fordæmum frá
Norðurlöndunum og í öðru lagi
hvort forsendur væm einhvers
staðar þar svipaðar og hérlendis,
þ.e.a.s. með gildistöku samnings-
réttarlaganna þar sem félögum
væri heimilað að stofna sérfélög,
en þar væri um að ræða grundvall-
arbreytingu á stéttarfélagslegri
uppbyggingu og væm þessar til-
lögur eðlilegt framhald þeirra.
„Við fengum aldrei frá Norðurl-
öndunum, nema svar þess efnis
að eignaskipti þekktust ekki, en
ekki svar við því hvort forsendur
væm þær sömu og hafa orðið með
gildistöku samningsréttarlag-
anna, þannig að ég tel þetta svar
ómarktækt," sagði Sesselja.
Hún sagði að ekki hefði verið
boðið upp á það af hálfu Starfs-
mannafélagsins að hin nýju félög
gætu haft samstarf við það um
not af eignum félagsins. Hún
væri og ekki viss um hvort áhugi
á því væri fyrir hendi hjá þeim
hópum sem hugsuðu sér að stofna
ný félög, enda teldi hún að það
yrði erfitt í framkvæmd.
„Ég vil hvetja alla til þess að
kynna sér vel þessi mál í frétta-
bréfí Starfsmannafélagsins,
hugsa þau ofan í kjölinn og mæta
á fundinn," sagði Sesselja að lok-
um.
Haraldur Hannesson:
Eignirnar
félagslegar
„Það er gífurlegur misskiln-
ingur að tengja saman þetta mál
og svo samningsréttarlögin og
með því er verið að rugla saman
tveimur algjörlega óskyldum
hlutum. Það að þau sem eru
fylgjandi þessari tillögu segi að
andi lagana leiði af sér að svona
eignauppskipti verið er auðvitað
ekkert annað en misskilningur,“
sagði Haraldur Hannesson,
formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar.
Hann sagði að auk þess gæti það
á engan hátt talist sanngimi að
skipta eigunum upp eftir einhverri
höfðatölureglu, það væri ekki hægt
að setja jafnaðarmerki á milli þess
að hafa verið 32 ár í félaginu og
unnið sjálfboðaliðastörf á vegum
þess og vera nýgenginn í það.
„Það er búið að kanna það á öll-
um Norðurlöndunum hver fram-
gangurinn er þegar fólk skiptir um
félag og svona eignaskipti eru al-
gerlega óþekkt fyrirbæri þar,“
sagði Haraldur. Hann sagði að þess-