Morgunblaðið - 04.03.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 04.03.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 45 Minning: Sigurður Einarsson pípulagningameistari var hugurinn jafn skýr. Amma var svo gæfusöm að geta húið á sínu eigin heimili til dánardags. Hún hefði átt erfitt með að sætta sig við annað. Ég veit að hún amma hefði ekki kært sig um langar ræður. Við systkinin frá Kalmanstungu þökk- um henni allt það sem hún gerði fyrir okkur og við fáum aldrei end- urgoldið. Minningin um hana verður okkur aldrei gleymd. Megi amma hvíla í friði. , Stefán Kalmansson Að morgni 1. mars sit ég hér við gluggann á Selvogsgrunni 10 og minnist vinkonu okkar fjölskyldu, Valgerðar frá Kalmanstungu. Kynni okkar eru orðin nokkuð löng eða yfir 40 ár. Ég kynntist Völu þegar ég tengdist fólkinu í Baldursbrá. Hún varð mér náin enda voru báðar dætur mínar sem ungar telpur á sumrin í Kalmans- tungu hjá Völu frænku, sem var þeim sem besta vinkona. Vinátta okkar hefur ekki dvínað með árunum. Stefán og Valgerður bjuggu við Laugarásveginn eftir að þau brugðu búi í Kalmanstungu og var þá stutt á milli okkar bæja. Vala var fjarska dugleg og gekk að öllum verkum í Kalmanstungu úti sem inni. Á sjúkradeild Hrafnistu vann hún sem yfirhjúkrunarkona eftir að hún flutti í bæinn. Þá gat ég sent henni hugskeyti frá þeim glugga sem ég nú sit við. Síðustu atorkuárin sat hún oft við lopapeysupijón og var gaman að fylgjast með henni í Ramma- gerðinni hjá Hauk, Gerði í Islensk- um heimilisiðnaði og víðar, þar sem hún seldi sína vöru. Alltaf voru peysurnar keyptar, enda vel unnar. Það kom fyrir að ég tæki Völu með í ökuferð ef ég þurfti að skreppa bæjarleið, og var hún þá fljót að búa sig. Þessar ökuferðir voru okkur báðum til ánægju. Að ökuferð lokinni skilaði ég henni heim og var þá tekið til við prjónles- ið. Ég þakka henni samveiuna og óska henni góðrar ferðar. Ég kveð Valgerði með uppáhaldsljóði henn- ar: „Efst á. Amarvatnshæðum oft hef ég fáki beitt. „Þar er allt þakið í vötnum", þar heitir Réttarvatn eitt. Og undir norðurásnum er ofurlítil tó. „Og lækur líður þar niður“ um lágan Hvannamó. Á engum stað ég uni eins vel og þessum mér. • „ískaldur Eiríksjökull" veit allt sem talað er hér.“ Unnur N. Eyfells fyrir var hún húsmóðirin sem ávallt var til staðar og gerði allt notalegt og heimilislegt og bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti. Kristján og Jóhanna eignuðust 4 börn. Þau eru: Gunnar f. 1941, yfirfískmatsmaður, kvæntur Helgu Loftsdóttur sem vinnur við verslunarstörf; Guðríður f. 1943, kennari, gift Helga Valdimars- syni, stýrimanni; Hanna Karen f. 1956, hjúkrunarfræðingur, sam- býlismaður Þórir Georgsson, raf- eindavirki; Ólafur Barði f. 1959, fulltrúi, sambýliskona Helga Kristinsdóttir, skrifstofustúlka. Bamabömin em 5. Jóhanna hlaut í vöggugjöf margar góðar gjafir. Hún var ró- leg en ákveðin kona, vildi nefna hlutina sínu rétta nafni. Það var langt frá því að við værum alltaf sammála. Hún hafði létta lund, var nægjusöm og öll verk sín vann hún af alúð og smekkvísi. Það.var reisn yfir henni. Kristján dó eins og áður segir 1976 og var það Jóhönnu mikið áfall. Hún hafði alla tíð staðið staðföst við hlið manns síns í lífí og starfi. Eftir að Kristján dó fluttist ég inn á heimili hennar Fæddur 29. febrúar 1908 Dáinn 27. febrúar 1988 Nú þegar hann Siggi frændi hef- ■ ir kvatt þennan heim er horfinn sá síðasti, sem eftir lifði af systkinun- um frá Meðalfelli, börnum Einars Þorleifssonar og Jóhönnu Snjólfs- dóttur, sem bæði vom fædd á Horni í Hornafirði, og bæði vom af Sverr- isætt frá Rauðaberg og Kirkjubæ á Síðu. Þau Einar og Jóhanna áttu alls þrettán börn. Tíu þeirra náðu full- orðinsámm, en þau vom: Sigríður, er átti Óskar Sigurðsson í Neskaup- stað og síðar í Sandgerði; Siguijón, bóndi í Hraunkoti er átti Magneu Pétursdóttur frá Borgum í Nesjum; Sigjón, bóndi í Bjarnanesi, er átti Guðlaugu Guðmundsdóttur frá Austurhól; Hrollaugur er lést ungur á Hvanneyri; Björg er átti Sigur- berg Sigurðsson, bónda á Stapa í Nesjum; Þórólfur, er var bóndi á Meðalfelli og átti Björgu Jónsdóttur frá Hoffelli; Vilborg, húsmóðir í Reykjavík, er átti Guðmund Benj- amínsson, klæðskera frá Flatey á Breiðafírði, Sigurður, sem nú er kvaddur; Flosi, sjómaður í Reykjavík, er átti Margréti Guð- mundsdóttur; og Marteinn er var bóndi í Ási og síðar bjó á Höfn er átti Ástríði Oddbergsdóttur frá Bjamanesi, en hann lést á liðnu án. Fyrstu minningarnar um hann Sigga frænda em þegar hann fór með litlu frænku sína að kaupa á hana nýja kápu í búðinni hjá kær- ustunni sinni henni Gunnu. Sú litla, sex ára, sem hafði verið lengi í sveitinni á Homafirði gleymir aldrei þessari fallegu bláu kápu sem hann Siggý bróðir hennar mömmu keypti hjá Ámunda Ámasyni, og fyrstu kynnunum af henni Gunnu hans. Á sama hátt em allar minningar um hann tengdar ljúfmennsku hans og þeirra beggja, því aldrei var hægt að minnast á annað þeirra án þess að hins væri og getið. Þann 14. október 1933 gekk hann í hjónaband með unnustu sinni Guðrúnu Gísladóttur og eignuðust þau ellefu börn. Fyrsta barnið sitt, Kötlu, misstu þau á fyrsta ári, en hin em: Þórdís Katla, kennari í Garðabæ, gift Hilmari Bjartmarz; Jóhanna Sigríður, gift Brynjólfi Halldórssyni, skipstjóra; Magnea Kolbrún, gift Bjarna Péturssyni; Gísli rafvirki, kvæntur Sigurrós Guðmundsdóttur; Einar, arkitekt í Noregi, kvæntur Oddhild, norskri konu; Órlygur, kvæntur Sigrúnu og síðar er við fluttum í Hólm- garðinn héldum við sameiginlegt heimili, svo við kynntumst býsna vel. Fyrir átta ámm, 1. mars 1980, útskrifaðist Jóhanna af sjúkra- húsi, en hún hafði legið þar vegna uppskurðar við krabbameini. Þann sama dag fæddist Gunnar, sonur minn. Hann hefur nú í 8 ár notið umhyggju og ástúðar ömmu sinnar. Fyrir það skal nú sérstaklega þakkað. Ótal minningar koma í hugann. Mitt í þeim er óhjákvæmilegt að minnast á síðasta eina og hálfa árið í lífi Jóhönnu, er hún fór óþyrmilega að finna fyrir þeim sjúkdómi, er búið hafði um sig enn á ný. Þó auðnaðist henni að vera heima síðastliðið ár þó rúmföst væri. Hún gekk í gegnum miklar þrautir og erfiða baráttu, en æðm- leysi og stilling einkenndi skap- höfn hennar. Jóhanna hafði þá fullvissu að annað líf tæki við að þessu loknu. Ég þakka fyrir að hafa átt sam- leið með þessari mannkostakonu, velvild hennar og umhyggju í minn garð. Blessuð sé minning hennar. Þórir Georgsson Björnsdóttur; Siguijón, bæklunar- læknir, kvæntur Sigríði Haralds- dóttur; Þorleifur Garðar, pípulagn- ingamaður, ókvæntur; Sigrún, gift Terry Nielsen, matreiðslumanni; Flosi, verkfræðingur, kvæntur Helgu Kristinsdóttur. Sigurður og Guðrún áttu miklu barnaláni að fagna og em börnin öll vel af guði gerð og þeirra mestj auður. Á Hornafirði hittust flest systk- inabörnin líka, börn Sigurðar og hinna systkinanna frá Meðalfelli, í sveit hjá frændfólki sínu á bæjunum í Nesjum, hjá Þórólfí og Jóhönnu ömmu á Meðalfelli, hjá Björgu og Sigurbergi á Stapa, hjá Marteini og Ástu í Ási eða hjá Sigjóni og. Guðlaugu á Móa eða í Bjarnanesi. Dvölin þar og samfélagið við ætt- fólkið í sveitinni þarna á Hornafirði tengdi kynslóðirnar saman og veitti okkur borgarbömunum af næstu kynslóð innsýn og skilning á því lífi sem foreldrar okkar ólust upp við í sveitum landsins. Beijaferðim- ar sem systkinabömin fóm í sam- an, tvímennandi á gæfum góðhest- um Nesjabæjanna, inn á Laxárdal og á þær sömu slóðir þar sem for- eldrar þeirra vöktu við fé í seli, — þær munu seint úr minni líða. Við nutum þessarar samveru við fólkið okkar og við sveitastörfin, heyvinnu og kúarekstur, og snemm heim hraust og blómleg að hausti með kveðjur til hinna systkinanna sem búsett vom syðra. Þess má einnig geta hér að þó þröngt væri og mannmargt í heim- ili hjá Sigurði og Guðrúnu á Brá- vallagötu 44, þá virtist alltaf vera nóg pláss fyrir ættfólkið að austan, sem kom hingað suður í heimsóknir. Hann Siggi frændi var fríður og • vel á sig kominn maður, stundaði mikið íþróttir er hann var ungur, og minnir okkur að hann hafi kynnst henni Gunnu sinni í KR er þau vom ung, en hún var ein af liðtæku stúlkunum í sýningarflokki KR í þá daga. Hann var næmur, ljóðelskur, vel gefinn og hafði fagra söngrödd eins og þau öll Meðalfells- systkinin, en afi Einar var nefnilega forsöngvari í kirkjunni, sem einu sinni var við Laxárbrú. Ljóst í minni er þegar Siggi og Gunna fóm með foreldmm okkar í sumarferð til Homafjarðar fyrir stríðið, siglandi austur en landveg suður — yfir stórár og jökul — og þótti það mikil ævintýraferð. Þá var það að þau höfðu frítt fylgdarlið á bakaleiðinni, allt út að Jökulsá á Skeiðarársandi, er fjöldi ættfólksins Fædd 6. október 1899 Dáin 21. febrúar 1988 Elskuleg amma mín, Sigríður Einarsdóttir, andaðist í Sjúkrahúsi Seyðisfíarðar þann 21. febrúar á áttugasta og níunda aldursárinu. Einhvern veginn er það nú svo að dauðinn kemur alltaf aftan að manni þó að fólk sé orðið þetta fullorðið. Ekki hvarflaði það að mér fyrir tæpum mánuði þegar ég sá hana síðast að við væmm að kveðj- ast í hinsta sinn. Hún var svo hress og kát og bar sig vel þegar ég kvaddi hana úti á flugvelli. Þá var hún á leiðinni austur á Seyðisfjörð eftir sjúkrahússlegu hér í Reykjavík, og ætlaði að koma hing- að aftur í vor til að vera hér síðustu æviárin, en margt fer öðmvísi en ætlað er. Ég lofa guð fyrir það að við skyldum þó fá nokkrar vikur saman áður en hún dó. Alveg frá því að ég var lítið barn var hún hluti af lífi mínu, og ég á marga góðar minningar sem ég get yljað fylgdi þeim þangað ríðandi á hest- um. Þetta var á þeim tíma er Horna- fjörður var mjög einangmð sveit, og aðeins mátti komast þangað með strandferðaskipunum Esju eða Súð, en þær ferðir gátu eins orðið stopul- ar því það gat borið við að skipin komust ekki inn fyrir Homafjarðar- ós, og fóm því framhjá. Við systk- inabömin sem vomm að alast upp á þessum ámm rétt fyrir og um stríð kynntumst vel þessu frænd- fólki okkar og minningarnar frá Homafírði renna fram í hugann sem fljót er ekkert fær stöðvað. Hvergi fannst okkur fallegri staður á landinu en í Hornafirði, og var haft á orði að öll börn er eitt sinn kæmu til sumardvalar þar í æsku, sæktu þangað aftur allt fram á fullorðins- ár. Börnin okkar, þriðji ættliður frá ömmu og afa á Meðalfelli, eiga einnig þessar minningar um nátt- úmfegurð og hjartagott fólk. Elsku Gunna mágkona, þér og börnunum ykkar em hér færðar innilegar samúðarkveðjur og hjart- ans þakkir fyrir órofa tryggð í gegnum árin við okkur systkina- bömin og okkar börn. Góður dreng- ur er genginn. Guð blessi systkinin frá Meðalfelli. Jóhanna og Ásthildur Að morgni laugardagsins 27. febrúar var hringt og tilkynnt and- lát afa, Sigurðar Einarssonar. Að- eins kvöldið áður hafði ég verið í heimsókn hjá honum og hann faðm- aði mig að sér. Sigurður afi var fæddur á Meðal- felli í Hornafirði á hlaupársdag 1908 og vantaði því aðeins tvo daga upp á tuttugasta afmælisdaginn sinn. Hann giftist Guðrúnu Gíslar dóttur árið 1933, og heimili afa og ömmu hefur lengst af verið að Brá- vallagötu 44. Þau eignuðust 11 böm, en elsta barnið þeirra dó á öðm árinu. Við bamabömin emm mér við um ókomin ár. Það rifjast upp fyrir mér veislurnar sem hún og Sigurborg amma héldu fyrir mig þegar mamma og pabbi fóm út að kvöldlagi, eins kleinubaksturinn á heimili foreldra minna og svo seinna á mínu eigin heimili, spjall okkar um lífið og tilvemna, þjóðmálin og svo margt fleira sem of langt mál væri að telja upp. Aldrei féll henni verk úr hendi. Það væm ekki márg- ar áttatíu og átta ára gamlar konur sem tækju sig til við að hékla ung- barnakjól á nýjasta meðlim fjöl- skyldunnar eða hekla fíngerða dúka, sjá bamabamabörnum fyrir öllum vetrarsokkum en hún gerði það og engin yngri kona hefði get- að gert það betur. Nú þegar ég sit og skrifa þessar fáu línur, þá verð- ur mér efst í huga þökk fyrir það að fá að vera með henni hluta af hennar ævi, og kynnast þeirri trú og því trausti á Guð almáttugan sem hún hafði, enda brást hann ekki vonum hennar, hún lifði og dó eins og hún vildi, í sátt við sjálfa Sigríður Einars- dóttir - Minning nú 27 og bamabarnabömin 6. Það hefur því oft verið fjörugt á Brá. á hátíðisdögum, en alltaf var nóg pláss fyrir alla og nægur tími fyrir alla. Afí hafði alltaf gaman af að sjá þessa stóm fjölskyldu sína sam- an komna og gladdist í hvert skipti sem nýr meðlimur bættist við. „Þetta em allt bömin mín,“ var viðkvæðið þegar fjölskyldan var kynnt. Siggi afi var stoltur af fæðingar- stað sínum og sagði alltaf að Meðal- fellið væri fallegasta fellið í landinu. Hann hafði líka gaman af að segja okkur frá þeim tíma þegar hann var ungur og átti heima á Meðal- felli. Síðustu árin sín varð afí meira veikur. Hann fór því ekki mikið ofan af loftinu. Alltaf vom þá gest- ir velkomnir og vel tekið á móti litl- um langafastrák sem fór að venja komur sínar á Brá. Elsku amma, við Hilmar Þór sendum þér okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Sigurðar Einarssonar. Sigrún 27. febrúar sl. lést Sigurður Ein- arsson, Brávallagötu 44, hinn síðasti af stómm systkinahópi, frá Meðalfelli í Hornafirði. Sigurður var fæddur 29. febrúar 1908 og vant- ‘aði því aðeins tvo daga í áttrætt. Hér verður ekki rakin ætt hans né æviferill, en þessi orð em skráð til að minnast með þakklæti ævivin- áttu, trygglyndis og hjálpsemi sem alltaf mætti okkur á heimili Sigurð- ar og Guðrúnar konu hans. Þegar foreldrar okkar fluttu austur úr Hornafirði í Grímsnesið skömmu eftir 1920 varð Sigurður heimilis- maður hjá þeim og ómetanleg hjálp í erfiðleikum búferlaflutninga. Þetta verður seint fullþakkað. Þeg- ar þau Guðrún svo settu saman bú í Reykjavík varð heimili þeirra sjálf- krafa okkar annað heimili. Meðan þau vom að ala upp sín tíu börn í litlu íbúðinni á Brávalla- götunni vom þær ófáar næturnar sem þrengt var að þeim af skyld- mennum úr sveit. Úr öllu þessu var leyst á þann ljúfmannlega hátt að aldrei hvarflaði að okkur að við væmm til óþurftar. Á þeim hjónum sannaðist enn einu sinni að góðvild og greiðasemi standa gjaman í öfugu hlutfalli við stærð húsa. Sínum stóra bamahóp hafa þau komið vel til manns og afsannað rækilega kenningu einhvers spek- ings sem sagði í blaðagrein að lítil barnaherbergi stæðu börnum fyrir þrifum. Fínar kenningar passa hreint ekki alls staðar. Við vottum þér Guðrún mín og þinni stóm fjölskyldu okkar dýpstu samúð og endurtökum þakkir fyrir langa og trausta vináttu. Systkinin frá Hraunkoti sig og sinn Guð. Ég vil koma fram þakklæti til starfsfólks Sjúkrahúss Seyðisfjarðar fyrir góða umönnun, og þá sérstaklega til Ingu Hrefnu og Svövu sem hún sagði að hefðu reynst sér svo vel. Að endingu bið ég algóðan Guð að blessa hana og varðveita um alla eilífð. Hvíli hún í friði. Linda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.