Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 H 54 Er nauðsynlegt að vaða hér um allt á svo ókristi- legum tíma dagsins? HÖGNI HREKKVlSI EM H/4KJN El? LÉLEGUR VE/E>lKÖraJR..' " Um uppgræðslu og skógrækt Til Velvakanda Þegar fjallað er um málefni bænda er oft minnst á skógrækt sem hugsanlega búgrein. Komið var inná þetta í viðtalsgrein sem birtist fyrir skömmu f Morgunblaðinu. Þar var málið lagt þannig upp að hag- kvæmara hlyti að vera að bændur ræktuðu landið upp og stunduðu skógrækt heldur en að framleiða kjöt sem síðan fer beint á haugana. Uppgræðsla og skógrækt hlýtur að teljast skynsamlegri kostur. Ég tel að styrkja þurfi bændur til að stunda uppgræðslu og skógrækt gegn því að þeir hætti hefðbundnum búskap. Þannig gæti náðst mikill árangur í uppgræðslu landsins. Eins er nauðsynlegt að friða stór landsvæði fyrir beit ef einhver raun- hæfur árangur á að nást. Alltof miklir Qármunir og vinna hefur farið í það hjá skógræktarmönnum að girða af stór svæði. Þess í stað ætti að friða landsvæði fyrir beit með tilliti til náttúrulegra vegar- tálma, friða svæði sem afmarkast af ám eða fjallgörðum. Of mikið skipulagsleysi hefur ríkt á þessu sviði, landi og gróðurfari til mikils tjóns. Áhugamaður um landgræðslu Oþarft að færa sumardaginn fyrsta Til Velvakanda. Sumardagurinn fyrsti, þessi dag- ur er séríslenskur. Engin þjóð á sér sumardaginn fyrsta nema við. Út- lendir gestir hrífast af þessum sið okkar, þegar saga hans er útskýrð og tengd lífi þjóðarinnar. Þessi dagur er fast ofinn í þjóðar- sálina. Tilhlökkun, vissa um að sumarið er í nánd. Svona dag og sögu hans á að leyfa okkur að rækta og halda há- tíðlegan, þótt einhveijir tölvufræð- ingar stingi upp á að leggja hann niður. Þeir bera því við, að erfítt sé að hafa frídag í miðri viku. Það kostar þá að mata tölvuna í sam- ræmi við íslenska hefð. Þeir neyð- ast til að hugsa. Hvemig er með 1. maí, 17. júní, jóladag og 1. jan., eru þeir alltaf á mánudögum? Mætti ekki alveg eins færa þá til og lögbinda þá á mánu- dögum? Forrit tölvu er hægt að laga að staðreyndum. Mörgum finnst gott að eiga frídag í miðri viku. Eiga þeir ekki sinn rétt? Sumardagurinn fyrsti er líka nefndur dagur bam- anna. A að svipta þau þessum gleði- degi? Eða kemur þessi ósk um færslu sumardagsins fyrsta fram vegna krafna þeirra einstaklinga, sem vilja stöðugt fá lengri tíma til drykkju og tilheyrandi timburmanna? Þá bætist þriðjudagurinn við helgina til að sofa úr sér. Ekki er gott að vita það með vissu, en svo mikið veit ég, að tölvur er hægt að laga . að íslenskum hefðum og þörfum. Leyfið okkur íslendingum að hafa sumardaginn fyrsta í friði á fimmtudögum. Það er hans dagur. Gamall verkstjóri ' Víkverji skrifar Hingað kom á dögunum norskur rithöfundur, sem samið hefur leikrit, sem eitt af litlu leikhúsunum í höfuðborginni hefur tekið til sýn- inga. Á eftir sýningu leikritsins fóru fram umræður um efni þess. Það vakti undrun tíðindamanns Víkveija að umræðumar fóru að miklu leyti fram á íslenzku og skildi höfundurinn eðlilega lítið hvað fram fór! XXX Víkingar fóru sem kunnugt er í keppnisferð til Sovétríkjanna um síðustu helgi. Stóðu þeir sig með sóma í leik gegn sovézka meist- araliðinu í handknattleik, ZSKA Moskvu. íslenzkir íþróttaflokkar hafa lent í ýmsum uppákomum í keppnis- ferðum til Sovétríkjanna. Er skemmst að minnast knattspymu- landsliðsins, sem hvorki fékk vott né þurrt í tæpan sólarhring eftir að hafa spilað landsleik í fyrra- haust. Því höfðu Víkingamir va- rann á og báðu hinn þekkta kjöt- kaupmann Hrafn Backmann í Kjöt- miðstöðinni að taka saman fyrir sig matarpakka fyrir Rússlandsferðina. Var enginn skortur á þjóðlegum mat, hangikjöti og góðum íslenzk- um þorramat í ferðinni og ekki spillti að fá Islenzka svaladrykki strax eftir erfiðan leik, að sögn tíðindamanns. XXX Seinkanir á flugi hafa verið í fréttum vegna vetrarólympíu- leikanna í Calgary. Miðað við reynslu fjölmargra hefðu þessar seinkunir ekki átt að koma farar- stjóm ólympíuliðsins á óvart, því það virðist vera regla, frekar en undantekning, ef flugvéiar Flug- leiða eru á áætlun. Sérstaklega á þetta við um Norður-Atlantshafs- flugið. Víkveiji þurfti fyrir skömmu að fara til Kanada og var ferðaáætlun- un sú að fljúga til New York síðari hluta dags, fara síðan til Boston um kvöldið og dvelja þar um nótt- ina, og fara áfram morguninn eftir til Kanada. Daginn fyrir brottfor fékk Víkveiji upphringingu frá Flugleið- um og honum tilkynnt að fluginu hefði verið flýtt frá kl. 18 til 17. Daginn eftir stóð þessi ferðaáætlun, og raunar voru Flugleiðir þá enn að leita uppi farþega til að tilkynna þeim þessa breytingu. Svo Víkveiji lagði af stað til Keflavíkur kl. 15 eins og ráð var fyrir gert. Þegar þangað kom var búið að seinka fluginu til kl. 20.30 og ljóst að ferðaáætlanir færu allar úr skorð- um. Það fór líka svo að vélin til Boston var farin þegar íslendingar vom loks komnir gegnum vega- bréfaskoðun á Kennedyflugvelli og Flugleiðir urðu að greiða hótelgist- ingu fyrir á annan tug manna sem einnig misstu af tengiflugi frá New York um kvöldið. Ef þetta er regla frekar en undantekning er ekki nema von að tap sé á Atlantshafs- fluginu. I Kanada þurfti Víkveiji að hafa samband við Flugleiðir í Ameríku til að breyta bókunum. Á farseðlin- um em taldar upp Flugleiðaskrif- stofur í öllum stærstu borgum Bandaríkjanna og allstaðar gefið upp sama gjaldfría símanúmerið: 1-800-223-5500. í heilan dag reyndi Víkverji að hringja I þetta númer, og fékk til þess alla mögu- lega aðstoð, en aldrei svaraði. Á endanum kom hann auga á annað númer á skrifstofunni í New York og gat bjargað sínum málum. Víkveiji hefur síðan frétt af svipuð- um viðureignum annara við þetta símanúmer. Víkveiji vill að endingu beina þeim eindregnu tilmæium til Flug- leiða að fyrirtækið athugi sinn gang. Þegar hrakfallasögur af þessu tagi em að verða regla frek- ar en undantekning er ljóst að mjög grefur undan trausti og viðhorfi til fyrirtækisins og á þessum tímum harðrar samkeppni er slíkt síst af öllu það sem Flugleiðir þarfnast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.