Morgunblaðið - 22.03.1988, Síða 24

Morgunblaðið - 22.03.1988, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Saarilla — Á eyjunum Nanna Hertoft, „Yfir hafsbrúninni", 1987, 232x265 sm. Myndlist Bragi Ásgeirsson í eystri sal Kjarvalsstaða hafa tíu norrænar valkyijur á sviði textíla haslað athafnasemi sinni völl. Þær hafa kosið að nefna framtakið „Saa- rilla“, sem er fínnska og útleggst: A eyjunum. Heitið er jafnframt leiðar- stef sýningarinnar, sem gengur út á að túlka hin ýmsu áhrif, sem eyjar hafa á listakonur af ólíku upplagi. Jafnframt er þetta farandsýning, sem hefst hér, en fer svo á milli norrænna eyja svo sem Færeyja, Borgundarhólms og Álandseyja. Ýmsir opinberir aðilar og menning- arsjóðir hafa styrkt framtakið, svo að ekki hefur listafólkið legið á liði sínu hér um lofsverða framtakssemi. Það eru tvær listakonur frá hveiju Norðurlandanna sem eiga verk á sýningunni og fáum við þannig út töluna tíu ef einungis er reiknað með hinum klassísku Norðurlöndum, sem og er í þessu tilviki. Þó sakna ég ósjálfrátt Alandseyja og Færeyja, sem hafa sín sérkenni og eigin þjóð- fána. En að öðru leyti er frelsið og víðsýnið mikið á sýningunni og hún er hin íjölbreyttasta um myndstíla og viðhorf, jafnvel þannig að á stundum eru skilin á milli skúlptúrs og vefnaðar næsta óskýr. Slík hefur þróunin verið á undanfömum árum og hefur vafalítið losað um margar nýjar hugmyndir og er þannig séð af hinu góða. Yfírleitt er allt komið inn í textílfagið, jafnvel hugmynda- fræðilega listin, „konseptið", og ég skil þá eiginlega ekki, af hveiju hrein málverk og höggmyndir svo og teikningar og vatnslitamyndir, að ógleymdri grafíkinni skuli ekki fá inni á slíkum sýningum jafn stíft og textílkonur sækja inn á svið þessara greina og hreinna myndlistarsýninga yfirleitt. Sjálfur telst ég nefnilega svo íhaldssamur að vilja halda þessu aðgreindu nema í einstaka tilviki. Þó ber ég ótakmarkaða virðingu fyrir textflum og listiðnaði yfirleitt og sæki mjög á sýningar á slíku svo og sérsöfn erlendis. Með merkilegri söfnum, sem ég veit um, er einmitt „Musée des Arts Décorativs" í París. Hugmyndin um eitt leiðarstef er prýðilegt, en þrátt fyrir það verður sýningin nokkuð brotin og ósamstæð í því opna formi, sem henni er valið. Mörg verkanna eru svo sérstæð, að þau hefðu þurft afmarkaðra rými til að njóta sín til fulls — sérstök lýsing á einu verki getur gripið inn í annað og skert áhrif þess og þá einkum, hvað yfírsýn snertir. Sumar listakonumar þekkir mað- ur strax frá fyrri norrænum textíl- sýningum og þannig séð eru verk þeirra engin nýjung hér á landi og ei heldur er bryddað upp á ferskum, úrskerandi nýjungum hér. En hins vegar er í sjálfu sér margt athyglis- verðra verka á sýningunni og merki- legt þykir mér, að það er hinn klassíski vefnaður Nönnu Hertoft sem mér þykir skila sér einna best við endurtekna skoðun. Vefnaður hennar nýtur sín jafn vel við dags- birtu sem sérstaka lýsingu að kvöldi, en hið sama verður ekki sagt um öll verkin, sem þurfa sum hver sér- staka lýsingu og stemmningu til að blómstra. Þetta á t.d. við ágætar myndir þeirra Gun Dalquist og Kajsa af Petersen frá Svíþjóð. Mynd Dalquist, „Enginn er eyland", er einstaklega fallegt verk í blæ- brigðaríkum einfaldleika sínum og efnisáferð. Verk Önnu Þóru Karls- dóttur, „Himinn og jörð“, er fallegt og vel hugsað auk þess að njóta sín ágætlega í góðri dagsbirtu, sem kom mér á óvart vegna þeirrar áherslu, sem lögð er á hnitmiðaða lýsingu. Sigurlaug Jóhannsdóttir er hins vegar komin býsna nálægt skúlp- túmum í ávölum sléttum gijóthnull- ungum, sem hrosshársskúfar standa uppúr. Norsku þátttakendumir hugsa heilmikið í hlutvemleika leið- arstefsins og reyna að bregða upp sérstakri stemmningu í verkum sfnum. Marit Ann Hope tekur fyrir skil nætur og dags, en Sidesel C. Karlson er meira í ævintýmnum í efnislega vel gerðum og litfögmm vefnaði, sem missir flugið í teikning- unni. Agnete Hobin og Anna-Liisa Troberg frá Finnlandi vilja vafalítið skírskota til hreinleika eyjanna í sínum tæm og loftkenndu vefskúlpt- úmm, en hins vegar vísar Margaret- he Agger frá Danmörku efalaust til fískanna í hafínu í hinum skreyti- kenndu vefum sínum. Þegar á allt er litið er þetta falleg sýning og lofsvert framtak, en frem- ur lítið fram yfír það — en fyrir aðeins áratug eða svo hefði hún verið stórviðburður. Svo fljótt vilja nýjungamar úreld- ast í textflum ekki síður en í mynd- listum yfírhöfuð ...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.