Morgunblaðið - 22.03.1988, Side 34

Morgunblaðið - 22.03.1988, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Tveir góðir kæliskáparfrá SIEMENS Frystir, kælir og svali í einum skáp • 165x60x60 sm (hxbxd). • 671 fjögurra stjörnu frystihólf. • 1541 kælirými. • 80lsvalarýmitilað geyma einkum ávexti og grænmeti. Sannkallað forða- búr heimilisins 182x60x57 sm (hxbxd). 67 I fjögurra stjörnu frystihólf. 180lkælirými. 761 útdreginn svala- vagn til að geyma m.a. flöskur, grænmeti og ávexti. KV3146 KV3546 Hjá SIEMENS eru gæði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Bandarískir þingmenn heimsækja átakasvæði í Hondúras: Ovefengjanlegar sannanir fyrir innrás sandinista Washington. Reuter Bandarískir þingmenn, sem fylgdust með æfingum banda- rískra hermanna í Hondúras, sögðust hafa fengið óvéfengjan- legar sannanir þess að hersveitir sandinista í Nicaragua hefðu ráð- ist inn í Hondúras. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, sendi 3.200 fallhlífarhermenn til Hondúras í síðustu viku, eftir að hersveitir sandinista réðust inn í landið í sókn gegn contraskærulið- um, sem berjast gegn stjóm sandin- ista í Nicaragua. Reuter ísraelskur hermaður ræðst hér á liggjandi palestínska konu á með- an aðrir Palestínumenn hlaupa í burtu. Palestínskar konur efndu til mótmæla á Vesturbakkanum í gær. ísrael: Hvatt til harðari árása á ísraelska hermenn Jerúsalem, Reuter. LEIÐTOGAR UNLU, neðanjarð- arhreyfingar á hernumdu svæð- unum í ísrael, hvöttu til þess í gær að Palestínumenn hertu ár- ásir sínar á ísraelska hermenn og á gyðinga. Daginn áður hafði ísraelskur hermaður verið drep- inn, og í gær var Palestínumaður skotinn til bana. Leiðtogamir hvöttu Palestínu- menn til að herða „mótmælaaðgerð- imar gegn ísraelska hemum og huglausu landnemunum með því að kasta steinum, Molotov-kokkteilum og jámkylfum." Ekki var minnst á skotvopn, en þau hafði frelsisher Palestínumanna, PLO, bannað. Liðsmaður í heimaliði ísraels var skotinn til bana daginn áður þegar hann var á eftirlitsferð í Betlihem. ísraelski herinn tilkynnti á sunnu- dag að hermönnum hefði verið fyr- irskipað að skjóta án viðvörunar á alla þá mótmælendur sem staðnir væru að því að kasta bensínsprengj- um. í gær var Palestínumaður skot- inn til bana á Gaza-svæðinu, þegar þess var minnst að 20 ár em liðin síðan ísraelar réðust inn í Jórdaníu. í gær höfðu 103 fallið í óeirðun- um á hemumdu svæðunum. Á ráð- stefnu ICO, samtaka 46 íslamskra þjóða, sem hófst í Amman í Jórd- aníu í gær verður fjallað um ástand- ið á hemumdu svæðunum. Sjö fulltrúadeildarþingmenn, sem sæti eiga í nefnd, sem fjallar um málefni Bandaríkjahers, kynntu sér ástandið á landamæmm Hondúras og Nicaragúa um helgina. Fylgdust þeir meðal annars með því er 650 bandarískir fallhlífarhermenn svifu niður á flugvöll, sem er aðeins 30 kílómetra frá landamærum Nic- aragua. Bob McEwen, fulltrúadeildar- maður repúblikana frá Ohio, sagði að þingmönnunum, sem vom bæði úr röðum demókrata og repúblik- ana, hefðu verið sýnd gögn er sönn- uðu að sveitir sandinista hefðu ráð- ist inn yfir landamæri Hondúras. Fullvíst væri að hluti sveitanna hefðu verið þar enn á laugardag. Þingmennimir styðja allir tilraunir Reagans til þess að fá þingið til að samþykkja nýjar fjárveitingar til kontra-skæmliða. Þeir sögðu að birgðir kontra-skæmliða yrðu senn á þrotum og því væri bráðnauðsyn- legt að koma þeim til hjálpar. Yfirvöld í Hondúras sögðu að varpað hefði verið sprengjum á sveitir sandinista innan Hondúras á laugardag. Var það önnur loftárás- in á sveitir sandinista á þremur dögum. Sögðu yfirmenn í her lands- ins á laugardag að sandinistar hefðu ekki enn dregið heri sína til baka frá Hondúras. Yfirvöld í Managua vísuðu þessu á bug og sögðu að sprengjum hefði verið varpað á landssvæði innan Nic- aragua. Var því harðlega mótmælt í Managua að sveitir sandinista hefðu ráðist inn í Hondúras. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að ekki væri ráð fyrir því gert að bandarísku hermennimir, sem sendir hefðu ver- ið til Hondúras, tækju þátt í hern- aðaraðgerðum Hondúrashers vegna innrásar sveita sandinista. Hins vegar væri ekki hægt að útiloka beina þátttöku þeirra í bardögum, ef ósk þar að lútandi bærist frá ríkisstjóm Hondúras. ■ ■I ^ \f/ ERLENT, Bankabréf Landsbankans eru traust og arðvænleg fját: festing. Þau eru gefin út af Landsbankanum og aðeins seld þar. Bankabréfin eru með endursölutryggingu sem skuldbindur Landsbankann til að sjá um endursölu innan ákveðins tíma. Sé greiðsla fyrir gjaldfallm Bankábréf ekki sótt strax, bera þau almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað. Bankabréf Landsbankans eru eingreiðslubréf með gjalddaga eftir eitt til fimm ár. Þau fást í 50.000,-, 100.000,- og 500.000,- króna einingum. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfavið- skiptum, Laugavegi 7 og hjá verðbréfa- deildum í útibúum bankans um land allt. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.