Morgunblaðið - 22.03.1988, Page 43

Morgunblaðið - 22.03.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Dregur að lokum loðnuvertíðar NÚ ER farið að síga á seinni- hluta loðnuvertíðar. Alls hafa borizt á land 577.000 tonn frá áramótum og 888.000 frá upp- hafi vertíðar. Töiur þessar eru ekki endanlegar og því getur Yfirlýsing frá kjötiðn- aðarmönnum BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Félagi íslenskra kjötiðnaðarmanna: í Morgunblaðinu laugardaginn 19. mars sl. er opnu-auglýsing frá kjördæmisráði Sjálfstæðisflokks- ins á Suðurlandi undir yfirskrift- inni „Sólarmegin á Suðurlandi", um ráðstefnur vítt og breitt um Suðurland á vegum þess. Á fundinum, sem haldinn verður 28. mars nk. á Flúðum, er einn framsögumanna, Jónas Þór Jónas- son, titlaður kjötiðnaðarmaður. Það er alrangt. Jónas Þór Jónasson er ekki lærður kjötiðnaðarmaður og er ekki meðlimur í Félagi íslenskra kjötiðnaðarmanna. Stjóm Félags íslenskra kjötiðn- aðarmanna óskar eftir því að Morgunblaðið leiðrétti þær rang- færslur sem átt hafa sér stað í auglýsingu kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi varð- andi starfsheiti Jónasar Þórs Jón- assonar. einhverju skakkað. Leyfilegur afli er 906.000 tonn, þegar tekið er tillit til þess, sem veitt var fyrirfram á síðustu vertíð, en ekki fyrirframveiði á þessari, enda er ekki ljóst hver hún verð- ur. Nú hafa 9.000 tonn verið tekin upp í kvóta næsta árs. Veiðin er nú að mestu út af Reykjanesi, en hefur einnig að undanfömu verið út að Stokks- nesi. Þar var bræla í gær og veiði engin. Fá skip eru eftir á þessum veiðum og mörg þeirra takmarka afla sinn vegna veiða fyrir hrogna- frystingu. Gangurinn í veiðunum er því hægur. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á föstudag: Guðmundur VE 750 og Gullberg VE 300 til Vest- mannaeyja, Galti ÞH 550 til Hornaíjarðar og Júpíter RE 1.100 til Reykjavíkur. Á laugardag lönduðu þessi skip afla: Helga II RE 450 og Erling KE 400 til Hornafjarðar og Grindvíkingur GK 150 tonn (hrat) til Grindavíkur. Á sunnudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Bergur VE 350 til Homafjarðar, Erling KE 200 og Sigurður VE 700 til Vestmanna- eyja, Dagfari ÞH 520 til Sandgerð- is, Svanur RE 700 og Þórshamar GK 550 til Grindavíkur og Harpa RE 400 til Njarðvíkur. Síðdegis á mánudag höfðu tvö skip tilkynnt um afla; Galti ÞH 100 til Vestmannaeyja og Keflvíkingur KE 510 til Njarðvíkur. Morgunblaðið/Ingólfur Birgisson Loðnumiðlun. Oft fá skipin stærri köst, en þau geta innbyrt. í stað þess að sleppa loðnunni aftur niður, gefa menn nærstöddum skipinn þar, sem af gengur. Hér eru skipverjar á Gígju VE að miðla starfs- bræðrum sínum á Svani RE af afla sínum. Þjóðhagsspá fyrir árið 1988: Landsframleiðslan dregst saman um 1% og þjóðartelgur um Þ/2% í nýrri þjóðhagsspá, sem birt var í á föstudag, kemur fram að stöðnun, eða einhver samdráttur verður í þjóðarbúskapnum á þessu ári eftir þriggja ára sam- fellt uppgangsskeið. Talið er að landsframleiðsla geti dregist saman um tæplega 1% á árinu miðað við síðasta ár og þjóðar- tekjur nokkru meira eða um 1V2% vegna lakari viðskiptakjara í ár en i fyrra. Því er hins vegar spáð að þjóðarútgjöld verði því sem næst óbreytt frá síðasta ári. Á síðasta ári er hagvöxtur á mælikvarða vergrar landsfram- leiðslu talinn hafa verið 6*/2% og að þjóðartekjur hafi aukist um 8V2% vegna betri viðskiptakjara en árið 1986. Þetta er svipuð aukning landsframleiðslu og þjóðartekna og varð árið 1986 en þó er sá munur á að hagvöxtur árið 1986 stafaði aðallega af mikilli útflutningsfram- leiðslu og hagstæðum utanríkisvið- skiptum en í fyrra drógu utanríkis- viðskiptin úr hagvexti vegna mikils innflutnings sem aftur mátti rekja til mikillar aukningar þjóðarút- gjalda. í nýju þjóðhagsspánni segir aí afturkippinn í þjóðarbúskapnum nú megi einkum rekja til óhagstæðrar þróunar í utanríkisviðskiptum á árinu þar sem annars vegar dragi úr innlendri framleiðslu vegna versnandi samkeppnisstöðu gagn- vart innflutningi og hins vegar auk- ist útflutningur vöru og þjónustu ekkert frá fyrra ári. afavörur! Sendum myndalista póstkröfu þjónusta Höfðabakkaí Sími 685411

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.