Morgunblaðið - 22.03.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.03.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Dregur að lokum loðnuvertíðar NÚ ER farið að síga á seinni- hluta loðnuvertíðar. Alls hafa borizt á land 577.000 tonn frá áramótum og 888.000 frá upp- hafi vertíðar. Töiur þessar eru ekki endanlegar og því getur Yfirlýsing frá kjötiðn- aðarmönnum BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Félagi íslenskra kjötiðnaðarmanna: í Morgunblaðinu laugardaginn 19. mars sl. er opnu-auglýsing frá kjördæmisráði Sjálfstæðisflokks- ins á Suðurlandi undir yfirskrift- inni „Sólarmegin á Suðurlandi", um ráðstefnur vítt og breitt um Suðurland á vegum þess. Á fundinum, sem haldinn verður 28. mars nk. á Flúðum, er einn framsögumanna, Jónas Þór Jónas- son, titlaður kjötiðnaðarmaður. Það er alrangt. Jónas Þór Jónasson er ekki lærður kjötiðnaðarmaður og er ekki meðlimur í Félagi íslenskra kjötiðnaðarmanna. Stjóm Félags íslenskra kjötiðn- aðarmanna óskar eftir því að Morgunblaðið leiðrétti þær rang- færslur sem átt hafa sér stað í auglýsingu kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi varð- andi starfsheiti Jónasar Þórs Jón- assonar. einhverju skakkað. Leyfilegur afli er 906.000 tonn, þegar tekið er tillit til þess, sem veitt var fyrirfram á síðustu vertíð, en ekki fyrirframveiði á þessari, enda er ekki ljóst hver hún verð- ur. Nú hafa 9.000 tonn verið tekin upp í kvóta næsta árs. Veiðin er nú að mestu út af Reykjanesi, en hefur einnig að undanfömu verið út að Stokks- nesi. Þar var bræla í gær og veiði engin. Fá skip eru eftir á þessum veiðum og mörg þeirra takmarka afla sinn vegna veiða fyrir hrogna- frystingu. Gangurinn í veiðunum er því hægur. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, tilkynntu eftirtalin um afla á föstudag: Guðmundur VE 750 og Gullberg VE 300 til Vest- mannaeyja, Galti ÞH 550 til Hornaíjarðar og Júpíter RE 1.100 til Reykjavíkur. Á laugardag lönduðu þessi skip afla: Helga II RE 450 og Erling KE 400 til Hornafjarðar og Grindvíkingur GK 150 tonn (hrat) til Grindavíkur. Á sunnudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Bergur VE 350 til Homafjarðar, Erling KE 200 og Sigurður VE 700 til Vestmanna- eyja, Dagfari ÞH 520 til Sandgerð- is, Svanur RE 700 og Þórshamar GK 550 til Grindavíkur og Harpa RE 400 til Njarðvíkur. Síðdegis á mánudag höfðu tvö skip tilkynnt um afla; Galti ÞH 100 til Vestmannaeyja og Keflvíkingur KE 510 til Njarðvíkur. Morgunblaðið/Ingólfur Birgisson Loðnumiðlun. Oft fá skipin stærri köst, en þau geta innbyrt. í stað þess að sleppa loðnunni aftur niður, gefa menn nærstöddum skipinn þar, sem af gengur. Hér eru skipverjar á Gígju VE að miðla starfs- bræðrum sínum á Svani RE af afla sínum. Þjóðhagsspá fyrir árið 1988: Landsframleiðslan dregst saman um 1% og þjóðartelgur um Þ/2% í nýrri þjóðhagsspá, sem birt var í á föstudag, kemur fram að stöðnun, eða einhver samdráttur verður í þjóðarbúskapnum á þessu ári eftir þriggja ára sam- fellt uppgangsskeið. Talið er að landsframleiðsla geti dregist saman um tæplega 1% á árinu miðað við síðasta ár og þjóðar- tekjur nokkru meira eða um 1V2% vegna lakari viðskiptakjara í ár en i fyrra. Því er hins vegar spáð að þjóðarútgjöld verði því sem næst óbreytt frá síðasta ári. Á síðasta ári er hagvöxtur á mælikvarða vergrar landsfram- leiðslu talinn hafa verið 6*/2% og að þjóðartekjur hafi aukist um 8V2% vegna betri viðskiptakjara en árið 1986. Þetta er svipuð aukning landsframleiðslu og þjóðartekna og varð árið 1986 en þó er sá munur á að hagvöxtur árið 1986 stafaði aðallega af mikilli útflutningsfram- leiðslu og hagstæðum utanríkisvið- skiptum en í fyrra drógu utanríkis- viðskiptin úr hagvexti vegna mikils innflutnings sem aftur mátti rekja til mikillar aukningar þjóðarút- gjalda. í nýju þjóðhagsspánni segir aí afturkippinn í þjóðarbúskapnum nú megi einkum rekja til óhagstæðrar þróunar í utanríkisviðskiptum á árinu þar sem annars vegar dragi úr innlendri framleiðslu vegna versnandi samkeppnisstöðu gagn- vart innflutningi og hins vegar auk- ist útflutningur vöru og þjónustu ekkert frá fyrra ári. afavörur! Sendum myndalista póstkröfu þjónusta Höfðabakkaí Sími 685411
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.