Morgunblaðið - 22.03.1988, Page 49

Morgunblaðið - 22.03.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 49 Laugarás- bíó sýnir „Allt látið flakka“ LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýningar gamanmyndina „Allt látið flakka“ — Amazon Women on the Moon. Myndin er gerð af fjölda leik- stjóra og meðal þeirra eru John Lanis og Joe Dantes. Leikarar eru einnig fjölmargir úr öllum áttum, t.d. Ralph Bellamy, Steve Allen, Sybil Danning, Steve Guttenberg og Lou Jacobi. í myndinni er gert grín að at- höfnum nútímamannsins á mis- kunnarlausan og hjákátlegan hátt. Bíóferðir, sjónvarps- og mynd- bandagláp, jarðarfarir, geimferðir heima og að heiman. I raun er myndin virðingarlaus árás á nútíma líf, segir í frétt frá kvik- myndahúsinu. Ólafsvík: Lúðrasveit Stykkishólms heldur tónleika ólafsvík. TÓNLEIKAR Lúðrasveitar Stykkishólms, sem féllu niður sl. fimmtudag, verða haldnir í fé- lagsheimilinu á Klifi í Ólafsvik nú í kvöld, þriðjudag, og hefjast þeir kl. 20.30. Lúðrasveit Stykkishólms er skip- uð ungu fólki á aldrinum 11—16 ára. Efnisskrá tónleikanna er létt og skemmtileg og við allra hæfí. Vonast er til að Olafsvíkingar sjái sér fært að mæta. (Fréttatilkynning) EÐEIectrol ux Ryksugu- úrvalið ■ Ekkert út | [Engir vextirl Eftirstöövará4mán. með Euro og Visa. Vörumarkaðurinn hí. Kringlunni. simi 685440 Atriði úr kvikmyndinni „Allt látið flakka" sem Laugarásbíó hefur tekið til sýninga. Fyrirlestur um fransk- ar nútímabókmenntir YVES Alain Favre, prófessor í frönskum nútimabókmenntum við háskólann í Pau í Frakk- landi, flytur opinberan fyrir- lestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands miðvikudaginn 23. mars 1988 kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „L’éc- rivain contemporain Marguerite Yourcenar" og Qallar um skáld- konuna Marguerite Yourcenar sem er nýlátin og kom á sínum tíma sterklega til greina sem nób- elsverðlaunahafí. „ Prófessor Favre er einn helsti sérfræðingur núlifandi kynslóðar Frakka í rannsóknum á nútíma ljóðagerð. Hann hefur ritað nokkr- ar bækur um nútímahöfunda og samið fjölda ritgerða í bókmennt- atímarit auk þess sem hann hefur ritstýrt mörgum útgáfum á verk- um skálda. Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku. Öllum er heimill aðgang- ur. (Fréttatilkynning) GR-45 VideoMovie upptöku- og afspilunarvél_______ Vélin sem beðið hefur verið eftir Einföld, létt og mjög fjölhæf • Byltingarkennd Vi myndflaga (CCD) með 390.000 virkum ögnum: 400 línu upplausn • 8 myndhausar, 4 fyrir SP og 4 fyrir LP • 4 lokhraðar (shutter speeds), Vso, Vaso, ’/soo og Viooo úr sek. Stór skuggastafasýnir (LCD) • HQ myndbætirásir • 10 lúxa Ijósnæmi • Sexfalt súm með tveimur hröðum • Tíma- og dagsetning • Hljóð og mynddeyfir • Samstýrð klipping (master edit control) frá GR-45 yfir á stofu- myndbandstæki • Núllramm'a klipping (zero frame editing) sem gefur iýtalaus skil milli upptaka ® Tekur upp á stóra spólu með afritunarkapli VHS-C upptökukerfið, mest ráð- andi og hannað af JVC e Mikið úrval af aukahlutum 4 Alsjálfvirk fyrir lit, Ijós og skerpu, handvirkni möguieg. Þyngd: 1,2 kg, stærð 11(B) x 15(H) x 24(D) sm JVC VideoMovie klúbbur FACO, JVC á íslandi, mun á næstunni stofna VideoMovie klúbb til að tryggja betri þjónustu við hina fjölmörgu JVC VideoMovie eigendur á islandi. Eigendur JVC VideoMovie véla, frá GR-C1 til GR-45, fá inngöngu í klúbbinn. Skráning og útgáfa skírteina hefst í næsta mánuði. VideoMovie klúbburinn mun veitafélögum sínum ýmis-konar þjónustu og einstök hlunnindi sem aðeins fyrirtæki eins og JVC/ FACO getur veitt. Þessi þjónusta verður kynnt félögum persónulega við skráningu. Einnig býðst þeim 10% afslátt- ur af spólum og aukahlutum fyrir VideoMovie vélar ( versl- uninni FACO. Athugið að aðeins JVC VideoMovie eigendur geta gengið í klúbbinn. Til þeirra sem ekki eiga VideoMovie: JVC VideoMovie er öruggasta myndavélamerkið. Video- Movie er myndavél í nútíð og framtíð. Verslið í FACO eða hjá viðurkenndum JVC endursöluaðilum, þar sem þjónust- an er og verður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.