Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 59 SVAR MITT eftir Billy Graham Börnin o g framtíðin Okkur hjónin langar til að eignast börn. En okkur finnst svo voðalegt ástandið í heiminum að við óttumst að þeirra bíði erfið framtíð. Finst þér rétt að hugsa á þessa leið? Ef þú tækir að kynna þér mannkynssöguna efast eg um að þú fyndir nokkurt tímabil þar sem allt væri með friði og spekt og engar blikur á lofti, hvorki óvissa né styijaldir. Væri ástand- ið þolanlegt á vettvangi þjóðfélagsmála og stjórnmála þá hijáðu okkur náttúruhamfarir og farsóttir. Þetta breytir að vísu ekki þeirri staðreynd að jarðarbúar eru illa á sig komnir um þessar mundir. Nú eru miklir óvissu- tímar og þó að læknavísindin hafi tortímt ýmsum ógnvöldum sem jafnvel síðustu kynslóð stóð stuggur af hefur tækniþróun nútímans fengið okkur í hendur vopn sem eru svo skæð að með þeim má eyða heimsmenningunni á fáeinum klukkustund- um. En Guð hefur framtíðina á sínu valdi. „Drottinn er konung- ur orðinn, jörðin fagni,“ (Sálm. 97,1.) Mér kemur í hug sá tími er Jeremía spámaður var uppi. Frá honum segir í Gamla testamentinu. Þá þjáðust margir. Gyðingaþjóðin hafði verið herleidd til Babýlon og vissi ekki hvað vi mundi taka. Eg er sannfærður um að margir hafa spurt sömu spumingar og þú, en drottinn sagði þeim fyrir munn Jeremía: „Takið yður konur og getið sonu og dætur. Takið sonum yðar konur og giftið dætur yðar til þess að þær megi fæða sonu og dætur... því að ég þekki þær fyrirætlanir sem eg hef í hyggju með yður, fyrirætlanir til heilla, að veita yður vonarríka framtíð.“ (Jer. 29,6,11.) Þennan boðskap gat Jeremía flutt vegna þess að Guð ríkti yfir framtíðinni jafnt sem fortíð og samtíð. Það merkir ekki að allt muni ganga börnum okkar í haginn. En ábyrgð okkar er augljós: Ef Guð gefur okkur böm ber okkur að leitast við af fremsta megni að veita þeim andlegan styrk svo að þau geti einnig horft hugprúð til framtíðarinnar í von til Guðs. Minning: Jóhann G. Eagúels Ingim undarson Um morguninn 11. febrúar fékk ég þær hörmulegu fréttir að vinur minn Jóhann Gunnar Ragúels Ingi- mundarson hefði látist þá um nótt- ina. Það er eins og við séum svo upptekin af að lifa sjálf, að dauðinn kemur okkur ávallt í opna skjöldu þegar við þurfum að horfa á eftir vinum og vandamönnum að maður tali nú ekki um, þegar um hrausta menn í blóma lífsins er að ræða. Jóhann Gunnar var fæddur 24.4. ’31 hér á Akureyri og bjó hér alla tíð og vorum við á líkum aldri. Leið- ir okkar Jóhanns lágu fyrst saman þegar við um fermingu vorum sam- an í brúarvinnu hjá Þorvaldi Guð- jónssyni brúarsmið og tókst þar með okkur sú vinátta sem varði alla tíð. Jóhann hafði mjög heil- steypta skapgerð og persónuleika til að bera og var einn af þeim mönnum sem allir báru alveg sér- staka virðingu fyrir, bæði þeir sem vel þekktu hann og hinir, hann var alltaf hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi og man ég vel er við vor- um saman við brúarsmíði að oft var safnast saman eftir erfiði dagsins í tjaldinu sem hann bjó í og spilaði hann þar á harmoniku og var þá oft tekið lagið enda var Jóhann framúrskarandi músíkalskur. Leiðir okkar lágu svo aftur saman í Slipp- stöðinni 1963 þegar hann og fleiri félagar hans stofnuðu vélsmiðjuna Bjarma og höfum við unnið þar saman mikið til síðan þar sem Jó- hann var verkstjóri til fjölda ára. Eg á Jóhanni vini mínum mikið að þakka þar sem hann var alltaf reiðubúinn að rétta mér hjálparhönd þegar svo stóð á, sem var æði oft í gegnum árin, og var það undra- vert hversu þolinmóður og bjart- sýnn hann var þegar til hans var t Ástkær eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, RAGNAR KRISTJÁNSSON fyrrum yfirtollvörður, Seljavegi 21, sem lést sunnudaginn 13. mars sl., verður jarösunginn frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 24. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Jóhanna Jóhannsdóttir, Jóhann Kristján Ragnarsson, Guðný S. Þorleifsdóttir, Nína Björg Ragnarsdóttir, Halldór Jóhannsson, Gunnar Ragnarsson, Margrét Ingvarsdóttir, Auður Ragnarsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Ragnheiður Hjarðar, Jón Ragnarsson, Guðrún Guðmundsdóttir og barnabörn. + Sonur okkar og bróöir, GUNNAR ÞORKELL JÓNSSON, Sléttahrauni 28, Hafnarfirði, veröur jarðsunginn frá Víöistaöakirkju miðvikudaginn 23. mars kl. 15.00. Sigurlaug R. Guðmundsdóttir og fjölskylda. Jón Hreiðar Hansson og fjölskylda. + Þökkum innilega auösýndan hlýhug vegna fráfalls SOFFÍU BOGADÓTTUR frá Brúarfossi. Jóhannes Bogason og aðrir vandamenn. , + Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlý- hug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURGEIRS JÓHANNESSONAR húsasmíðameistara, Akurgerði 9, Reykjavfk. Sigurvin Jóhannes Sigurgeirsson, Ólafur Sigurgeirsson, Auður Ingólfsdóttir, Ingigerður Sigurgeirsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu viö andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR HELGADÓTTUR, Stykkishólml. Ágúst Sigurðsson, Rakel Olsen, Ingibjörg Helga Ágústsdóttir, Sigurður Ágústsson, Ingigerður Selma Ágústsdóttir, Ragnhildur Þóra Ágústsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móöur okkar, tengdamóður og ömmu, HELGU EINARSDÓTTUR, Barónsstfg 30, Reykjavfk. Guö blessi ykkur öll. Elsa E. Drageiðe, Halldór Ö. Svansson, Sigrún Guðmundsdóttir, Stefán Aðalbjörnsson, Ingimundur Guðmundsson, Kristrún Danfelsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Hugheilar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, RÖGNVALDAR KARSTEIN GUÐMUNDSSONAR, Bolungarvfk. Erla Sigurgeirsdóttir, Kolbrún Rögnvaldsdóttir, Gunnar Njálsson, Aldfs Rögnvaldsdóttlr, Kristinn H. Gunnarsson, Dagný, Erla, Rögnvaldur Karstein og Rakel Kristinsbörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur, SIGRÍÐAR JASONARDÓTTUR, Grsanumörk 3, Selfossi. Sérstakar þakkir til Brynhildar Stefánsdóttur, Helgu Jasonardóttur og Egils Hjálmarssonar fyrir ómetanlega aöstoö við fjölskylduna á liðnum árum. Sigurður Eirfksson, Sigurhanna V. Sigurjónsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö við andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGURVEIGAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Kúrlandi 13. Margrót Þorsteinsdóttlr, Elín Þorsteinsdóttir, Sæmundur Nikulásson, Halla Valdimarsdóttir, Örn Ævarr Markússon, Sigrún Valdimarsdóttir, Björn Dagbjartsson og barnabörn. leitað og vil ég þakka honum allt sem hann hefur gert fyrir mig gegn- um árin, sem sýnir hvað vinátta slíks manns er mikils virði. Það er sagt að alltaf komi maður í manns stað og er það sjálfsagt rétt svo langt sem það nær, en mér finnst að skarðið hans Jóhanns vinar míns verði seint fyllt, að öllum öðrum ólöstuðum. Það er mikill sjónar- sviptir að manni eins og Jóhanni og söknuður hjá vinum og vanda- mönnum þegar svo góður og mikil- hæfur maður hverfur' úr hópnum en minning hans lifir og með þakk- látum huga og blessunaróskum kveð ég vin minn, mér er hugsað til konu hans og bama og bama- bama og bið góðan Guð að styrkja þau í þessari þungu raun og megi drengskapur Jóhanns og umhyggja verða þeim að leiðarljósi. Pétur Helgason Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að grein- ar verða að berast með góðum fyrir- vara. Þannig verður grein, sem birt- ast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er rneð greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eft- ir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöld til ki. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öii tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.