Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 63 Jón Sveinsson „Byggðarlögin verða með góðu eða illu að öðlast stj órnarf arslegt og efnahagslegt sjálf- stæði, með héraðs- stjórnum, héraðsbönk- um og sjálfstæðum tekjustofnum.“ köllun til þjónustu. Stór hópur al- mennings fyrirlítur stjómmál en fylgir skoðanalaust þeim stjóm- málaflokki sem „reddar" fyrir þá smáláni og lætur svo lítið að senda þeim jólakort með fjölritaðri undir- skrift. Mælistika menntunar Menntun er á íslandi mæld í fjölda stúdenta, sem sumir em vart læsir eða skrifandi og engin menntastofnun erlendis tekur leng- ur við án eigin prófa. Offjölgun í vissum háskólagreinum hefur leitt til útflutnings á menntamönnum sem síðar helga öðmm samfélögum starfskrafta sína án þess að þau hafi orðið að bera kostnaðinn af menntun þeirra. Litið er niður á verkmenntun og hún látin sitja á hakanum þrátt fyrir að verðmætasköpun þjóðar- innar sé í höndum þeirra er hennar eiga að njóta. Tískugreinar dagsins em: Stjóm- málafræði, félagsfræði, mannfræði, sálarfræði, félagsráðgjöf og fleiri vandamálafræðigreinar, sem þykj- ast geta beitt aðferðum raunvísind- anna á manninn og eilíf barátta við að réttlæta gildi þessara „vísinda" fyrir manninn era nokkur af ein- kennum iðkendanna. Fagmenntun í fiskveiðum og landbúnaði Okkar hefðbundnu atvinnugrein- ar, landbúnaður og fískveiðar, eiga sínar góðu menntastofnanir sem enginn tekur eftir eða berst fyrir svo hægt sé að efla þær. Brýnt er að RALA flytjist að Hvanneyri og fjármagni veitt í iíftæknirannsóknir er leitt geti til bættra afurða sem mætt geti breyttum neysluvenjum og að markaðsþátturinn verði ekki vanræktur. Sjómannaskólarnir mennta fagfólk sem ekki stendur að baki koilegum sinum í nágrannalönd- unum, en það er meira að þakka ötulum fomstumönnum þeirra skóla en fulltrúum útgerðar eða rfkis- valds. Þessar stofnanir ætti ekki að skorta skilning og þær ættu ekki að þurfa að betla til þess að halda t horfínu heldur ættu þær að geta orðið leiðbeinandi og eftirsótt- ar jafnvel erlendis frá. Opna þarf fleiri leiðir til framhaldsnáms og er útgerðartækni þar til fyrirmyndar. Úti á landsbyggðinni reyna rétt- indalausir og lítt menntaðir „kenn- arar“, meira af vilja en mætti að manna gmnnskólana því að gmnd- vallarmenntun upprennandi kyn- slóðar er láglaunastarf og mennta- og ijölbrautaskólar sem em byggð- ir án þess að þeim séu sköpuð þau skilyrði er þarf og þeir reyna því að fleyta mörgum nemandanum sem foreldramir hafa komið í geymslu og því verður kennslan ómarkviss og prófín verða léttari sem em einskis virði þegar nota þarf kunnáttuna til vinnu eða frek- ara náms. í Stýrimannaskólanum veitist stúdentum lítið iéttara námið en þeim nemendum sem koma beint úr gmnnskóiunum. Grunnskólar í gmnnskólanum sitja hinar hefðbundnu greinar, lestur, skrift og reikningur úti í kuldanum en föndur kemur í staðinn. Ekki má gera neitt tii þess að auka féiagsleg- an þroska eða efla siðferðisvitund- ina. Ekki er heldur samtímasaga eða hið lýðræðislega stjómskipulag á dagskrá. Of flókið? Jæja, hvað með stærðfræðiatriði, sem yfir 90% nemenda munu aldrei á lífsleiðinni hafa þörf fyrir og hrært er saman við gmndvallaratriði reiknings þannig að nemendur ná á hvomgu tök. Grunnskólamir ættu að vera bestu skólar í öllu menntakerfinu. Þeir ættu að hafa á að skipa hæf- ustu kennumm og vera færir um að útskrifa hugsandi, gagmýna og skapandi einstaklinga en ekki múg- manneskjur. Andstöðu stjómmála- manna gegn þessu er auðvelt að skilja því þá kæmu fram kjósendur sem hugsuðu sjálfstætt. Þá færi fólk (kjósendur) að dæma stjóm- málaflokka eftir verkum þeirra en ekki eftir því hve frambjóðendur væm slyngir að skipta um ham og tala eins og hentaði hveiju sinni. Þessum kafla er ekki ætlað að vera einskonar reiðilestur og ekki væri þetta ritað ef ekki væri fyrir hendi trú á framtíð þessa veika lýðveldis. Þá er það óþarfí að tíunda allt sem vel er gert, en það myndi þeg- ar til lengdar léti gefa mönnum þá hugmynd að vinna verk sitt vel væri eitthvert undantekningartil- felli og staðallinn væri að skila sínu hlutverki seint og illa. Hraða þarf menntun Færa þarf sérgreinar niður á framhaldsstigið þannig að fólk geti fyrr lokið menntun og fengið starfs- réttindi, en leiðum þarf að halda opnum, þannig að alltaf sé hægt að bæta við þekkingu sína síðar. Þessu mundi fylgja aukin sérhæfíng en menntakerfíð ætti þrátt fyrir það að vera fært um að veita fólki inn- sýn í hinar húmanísku greinar og það gildi sem þær hafa fyrir ríkari skilning og lífsviðhorf sem leitast við að ná lengra en til brauðsstrits og æxlunar. Rjúfa þarf samasem- merkið sem sett hefur verið milli menntunar og skólunar, því að hægt er að veija hálfri æfínni á skólabekk án þess að verða nokkm skilningsríkari eða gefa samfélagi sínu nokkuð. Einkaskólar Einn er sá blettur á íslensku menntakerfí sem ekki er bara til vitnis um ágalla þess heldur einnig merki um aukna stéttaskiptingu og misrétti og er það stofnun einka- skóla fyrir böm efnaðra foreldra og þeir em reknir með niðurgreiðsl- um skattborgaranna, sem aldrei myndu hafa efni á að senda af- kvæmi sín þangað. Var þessari stofnun lýst sem framför og hvatn- ingu til annarra gmnnskóla um að bæta sig. f raun var þetta hin mesta, stjómunarlega gjaldþrotayfírlýsing sem nokkur ráðherra gat látið frá sér fara. Já, — fólkið hóf þá hugsun- arlaust upp halelújasöng og for- dæmdi um leið alla sem höfðu at- hugasemdir á okkar dæmigerðu skopstælingu á lýðræði. Hver er þér kærastur? Oft hefur verið á það bent að athuga gjörðir en ekki orð til þess að fínna hvað þeim er kærast Flest- ir myndu nefna bömin sín. í þjóð- félaginu em þó þeir sem annast bamagæslu og uppfræðslu hom- rekur, hvað varðar bamagæslu og uppfræðslu erannað í orði en á borði. Ef til vill er það ekki talið arðbært að fjárfesta í ungviðinu á íslandi. Þegar ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins fjalla um menntamál, fé- lagsmál og heilbrigðismál beita þeir einsog refurinn slævisku hugtökum eins og „að fara ofan í vasa almenn- ings eftir peningum til aukinna út- gjalda", en ekki er þetta orðbragð. notað þegar þarf að greiða Haf- skipsreikninginn eða auka milljarð- inn sem fór í flugstöðina í Keflavík. Ekki er heldur talað um að hlífa skattgreiðendum þegar stofnuð em ný embætti fyrir flokksbræður og ættingja og það án fyrirheita um árangur. Hvað þá um kröfur eða starfsreynslu. Almenningur kýs svo þá sem brosa og dansa fallegast í sjón- varpinu og segja skemmtilega brandara. Almenningur vill ekki þá sem vinna með skilgreiningar, beita rökvísi og beijast fyrir betra þjóð- félagi. Þeim er lýst sem „haturs- fullum" og „egoistiskum" vilji þeir ekki.vera með í fegurðarsamkeppn- inni til Alþingis. Þeir sem taka ekki Don Juan sér til fyrirmyndar em vonlausir, því að Aristoteles og Pla- ton eiga ekki upp á pallborðið hjá alþýðunni lengur. Menntun er mannréttindi en ekki forréttindi og þeir sem búa á Rifi og á Raufarhöfn eiga jafn- mikinn rétt á henni og þeir sem eiga heima í Amarnesinu og á Vesturbrún. Höfundur er frá Miðhúsum í Reykhólasveit, nú nemi íháskóla íNew York. Opnunartónleikar Eftirlitið í kvöld á Fylgist með frá byrjun. Opiðfrá kl. 21.00-01.00. \\\ DAGVIST BARIMA. AUSTURBÆR Austurborg — Háaleitisbraut 70 Dagheimilið Austurborg óskar eftir uppeldis- menntuðum starfsmanni í stuðning sem fyrst. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 38545. Múlaborg v/Ármúla Vegna skipulagsbreytinga höfum við lausa stöðu fyrir einn starfsmann við uppeldisstörf. Upplýsingar gefa forstöðumenn í síma 685154 næstu daga. líMElU-BIX UÓSRITUNARVÉLAR Harðplast parket þetta sterka Færibönd fyrir allan iðnað Getum útvegað með stuttum fyrirvara allskonar færibönd úr plasti og stáli fyrir smáiðnað sem stóriðnað; matvælaiðnað, fiskvinnslu og verksmiðjuiðnað. Fjölbreyttir möguleikar. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 16 SÍM1.6724 44 Herðatré fyrir verslanir íúrvali WlF.OFKASMIUAIi SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7. S: 21220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.