Morgunblaðið - 22.03.1988, Síða 73
ÚTGERÐ OG AFLABRÖGÐ
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988
73
Páskastopp neta-
bátanna skrítið
fríðunarsjónarmið
- segir Páll J. Pálsson skipstjóri
Grindavík
„ÉG TRÚI því ekki fyrr en ég tek á því að ekki verði betra fiskirí
i vetur en búið er að vera,“ sagði Páll J. Pálsson, skipstjóri á
Sighvati GK, er fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við hann um
helgina. „Ætli fiskiríið byrji ekki þegar við verðum að taka upp
netin fyrir páskana svo togararnir fái að ryksuga upp fiskinn á
netaslóðinni, en það er skrítið friðunarsjónarmið," bætti Páll við.
Sighvatur GK hefur verið út-
undan hjá okkur í aflapistlunum
undanfamar vikur þar sem mikið
af hans afla hefur farið í gáma
og vigtartöiur hafa ekki legið á
lausu á hafnarvigtinni hér í
Grindavík en þar eru tölumar
fengnar jöfnum höndum.
Páll upplýsti fréttaritara um að
aflaverðmæti frá áramótum hjá
Sighvati GK væri orðið um 16
milljónir króna fyrir 341,6 tonn
og er báturinn nú í fjórða sæti af
Grindavíkurbátum en Páll var
verðmætakóngur eftir vertíðina í
fyrra.
Um miðjan mánuðinn var
Skarfur í efsta sæti með 412,8
tonn, Hafberg GK í öðra sæti með
398,7 tonn, Vörður ÞH með 376,7
tonn, Sighvatur. GK með 341,6
tonn og í fimmta sæti Geirfugl
me*> 324,5 tonn.
í síðustu viku glæddist þorsk-
fískirí heldur sérstaklega hjá bát-
um í Röstinni. Aflahæstur yfír vik-
una var Hópsnes GK nieð 63,5
tonn í 6 róðram en Kópur GK var
í öðra sæti með 60,6 í fímm róð-
ram. Af litlu bátunum var Þor-
bjöm II GK með 40,7 tonn í sex
róðram. Fiskirí var lélegt í troll
hins vegar og landaði Kári KE 3,1
tonn í fjóram róðram en Oddgeir
ÞH fékk 32 tonn einn daginn.
Síðan var lélegt eftir það. Eldeyj-
ar-Hjalti landaði 19,8 tonnum í
einni löndum en hann er á línu.
Loðnuhrognataka er að nálgast
lokin í bili og enn er ekki útséð
með hvort hægt sé að vinna loðnu-
hrogn úr austari göngunni.
- Kr.Ben.
Sighvatur GK
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Páll J. Pálsson, skipstjóri á Sighvati GK, til hægri ásamt föður sínum,
Páli H. Pálssyni, útgerðarmanni í Grindavík.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Enginnafli
á Olafsvík'
Ólafsvfk.
ÞAÐ er skemmst frá því að segja
héðan úr Ólafsvík að varla fékkst
bein úr sjó í síðustu viku. Stóru
vertíðarbátamir voru að fá þetta
1—2 tonn i róðri. Slík ördeyða
hefur ekki þekkst hér áður nema
þá dag og dag.
Vonir manna um sæmilega vertíð
dvína með hveijum degi sem líður.
Engin loðna er komin hingað ennþá.
Nú er vika til veiðibannsins sem
gildir um páska og eftir páskana^
aðeins tvær vikur sem gætu gefið
einhvem afla að ráði. Útlitið er því
dökkt fyrir alla aðila. Hins vegar
gerast ævintýrin yfírleitt fyrirvara-
lítið og hví ekki að vonast eftir
betri tíð og batnandi hag.
- Helgi
Höfn, Hornafirði:
Aflinn um
3.640 tonn
í vikunni
Höfn, Homafirði.
TIL Fiskiðjuvers kaupfélagsins
bárust 819 tonn í vikunni og þar
af komu handfærabátar með
26,2 tonn.
Afli Skinneyjarbáta var 184,2
tonn, Skinney með 66,9 tonn, Stein-
unn með 59,4 tonn og Freyr með
57,9 tonn. Faxeyrarbátar komu
með 108,6 tonn, Haukafell með 60
tonn, þar af 24 tonn í einum róðri
og Vísir með 48,6 tonn. Þeir hafa
aflað um 400 tonna hvor á vertí-
ðinni. *
Fiskimjölsverksmiðja Homa-
ijarðar tók á móti 2.500 tonnum
af loðnu í vikunni og er aflinn á
vertíðinni nú um 25.000 tonn.
Þorlákshöfn:
Vikuaflinn 978 tonn
Þorlákshöfn.
35 BÁTAR lönduðu í síðustu
viku alls 978 tonnum í 154 lönd-
unum. Þrír hæstu netabátarnir
eru Jóhann Gíslason með 76
tonn, Arnar með 58 tonn og
Jóhanna með 34 tonn.
Hæstu dragnótarbátamir era
Dalaröst með 93 tonn og Njörður
með 60 tonn. Hæsti trollbáturinn
í vikunni var Stokksey með 70
tonn. Einn línubátur landaði og
fékk hann 50 tonn í þremur róð-
ram. Togarinn Þorlákur landaði
13. mars sl. 148 tonnum, aðallega
góðum þorski.
- JHS
Keflavík:
Tregur afli hjá
stærri bátunum
Keflavík.
FREMUR tregur afli var hjá
stærri bátunum f síðustu viku,
en minni netabátarnir og trillur
sem róa með net fengu hinsveg-
ar þokkalegan afla. Færabát-
arnir gátu lítið róið, komust þó
einn dag á sjó og fengu þá ailt
uppí 1.600 kfló.
Eldeyjar-Boði sem rær með línu
var aflahæsti báturinn með 35,5
tonn sem fékkst í 2 róðram og
Albert Guðmundsson KE sem
einnig rær með línu fékk 25 tonn
í 2 róðram. Stafnes KE var afla-
hæstur af stóra netabátunum með
30.3 tonn, Þorsteinn KE var með
23,8 tonnn, Hrímnir SH var með
20.3 tonn, Búrfell 19,3 tonn,
Happasæll 19 tonn og Skagaröst
KE 13,4 tonn.
Ágætt var hjá minni netabátun-
um og trillunum sem sækja ör-
stutt og var Elín sem á netin rétt
fyrir utan hafnargarðinn með 7,4
tonn. Dragnótabátamir gátu lítið
verið að, Amar var með 14,4 tonn
og Hvalsnes 9,4 tonn. Loðnubátur-
inn Harpa RE landaði tvívegis
samtals um 1.100 tonnum og fór
hluti af aflanum til vinnslu.
- BB
Frá löndun f Þorlákshöfn.
Morgunblaðið/J6n H. Sigurmundsson
Sandgerði:
Þokkalegt hjá netabátunum
Keflavik.
NETABÁTARNIR voru að fá
þokkalegan afla f vikunni og var
Einir aflahæstur með 69,5 tonn,
Arney KE var með 56,8 tonn,
Sæborg 51,8 tonn Hafnarberg
37,9 tonn og Þorkell Árnason
34,8 tonn. Minni netabátarnir
voru einnig með ágætis afla,
Bragi fékk 24,4 tonn, Fagranes
11,3 tonn og Hafborg 9,3 tonn.
Færabátamir fengu ágætis afla
þegar gaf og fékk Glampi 2,1
tonn f einum róðrinum.
Heldur hefur dregið úr aflanum
hjá línubátunum, Jón Gunnlaugs
var með 32,1 tonn í 3 róðram, Una
í Garði 20,1 tonn í 2 róðrum og
Víðir II 20 tonn í 2 róðrum. Af
minni bátunum var Sóley aflahæst
með 11,7 tonn í 2 róðrum og Víðir
var með 10 tonn í 4 róðram. Geir
var aflahæstur af dragnótabátun-
um með 38,8 tonn, Baldur var með
28,2 tonn, Reykjaborg 20,5 tonn
og Njáll 17,5 tonn. Færabátarnir
gátu lítið verið að vegna veðurs,
Hildur fór þó í 4 róðra og fékk 5,7
tonn, Kópur fékk 4,5 tonn í 2 róðr-
um og Logi 2,3 tonn í 2 róðram.
Togaramir Sveinn Jónsson og
Haukur lönduðu 300 tonnum í vik-
unni. Sveinn Jónsson var með 150
tonn sem voru að mestu leyti þorsk-
ur og Haukur landaði 150 tonnum
og vora um 100 tonn af aflanum
ýsa. Þá var nokkru magni af loðnu
landað í Sandgerði, Dagfari ÞH
Iandaði þrívegis samtals 1.450
tonnum og fór hluti af aflanum til
vinnslu. Einnig lönduðu Sjávarborg,
Harpa og Keflvíkingur einhveiju
magni af loðnu sem fór bæði til
vinnslu og bræðslu.
- BB