Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 14

Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, PRIÐJGDAGUR 29/MARZ i4u Morgunblaðið/01.K.M. Biskupinn yfir Islandi, herra Pétur Sigurgeirsson vígir Fella- og Hólakirkju. Fjölmenni við vígsln Fella- og Hólakirkju Morgunblaðið/Ol.K.M. Forseti íslands frú Vigdis Finnbogadóttir kemur til vígsluathafn- arinnar. Á móti henni taka Hólmfriður Pétursdóttir fyrrverandi formaður sóknamefndar og Höskuldur Jónsson móttökustjóri við vígsluna. Morgunblaðið/Ol.K.M. Helgir munir bomir til kirkju. Fremst fara Barbara Bjöms- dóttir og Hannes Jón Lámsson. Hannes Jón tók fyrstu skófl- ustunguna fyrir kirkjubygg- ingunni fyrir sex ámm, þá sex ára gamall. Á eftir þeim kemur skrúðganga safnaðarfulltrúa, presta og biskupa. Ritningarlestur við prédikunarstól. Séra Guðmundur Karl Agústsson sóknarprestur Hólabrekkusóknar les. Morgunblaðið/Ol.K.M. an var tekin fyrir kirkjubygging- unni. Það var á pálmasunnudegi árið 1982. Hönnuðir húss og búnaðar eru Ingimundur Sveins- son og Gylfi Guðjónsson arki- tektar. Byggingarmeistari húss- ins er Haraldur Sumarliðason og verktakar voru Ástvaldur Krist- mundsson og Jón Þorgeirsson, garðyrkjumeistari. Jón Hannes- son er formaður byggingar- nefndar. Mikið starf er framundan í Fella- og Hólakirkju. Fyrstu not hins nýja húss verða við fermingar. Alls verða um 20 athafnir í kirkj- unni næsta mánuðinn, messur, fermingar og fundir í Æskulýðs- félaginu. FELLA- og Hólakirkja var vígð síðastliðinn sunnudag. Mikið fjölmenni var við athöfnina og voru meðal gesta forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir og kirkjumálaráðherra, Jón Sigurðsson. Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson vígði kirkjuna. Að vigsluathöfninni lokinni fór fram fyrsta messu- athöfn í hinni nýju kirkju Fella- og Hólabrekkusókna og prédikaði biskup í messunni. Aður en vígsluathöfnin hófst var hljóðfæraleikur, einnig sungu félagar í Æskulýðsfélagi Fella- og Hólakirkju. Vígsluat- höfnin hófst með skrúðgöngu biskupa og presta til kirkju, ásamt starfsfólki kirkju og full- trúum safnaðanna, sem báru helga gripi inn í kirkjuna. Bisk- upinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, vígði kirkjuna, við athöfnina þjónuðu einnig sóknar- prestamir, sr. Hreinn Hjartarson og sr. Guðmundur Karl Ágústs- son, djákni kirkjunnar Ragn- heiður Sverrisdóttir, sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup og sr. Valgeir Astráðsson. Að aflokinni vígsluathöfn fór fram fyrsta messa í hinni nývíeðu kirkju. Sr. Hreinn Hjart- arson þjónaði fyrir altari og hr. Pétur Sigurgeirsson biskup flutti prédikun. Tekið var til altaris við athöfnina og þjónuðu við það biskupinn herra Pétur Sigur- geirsson, sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup og sr. Hreinn Hjart- arson sóknarprestur Fellasókn- ar. Jón Sigurðsson og Lárus Sveinsson léku einleik á trompet við athöfnina og Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau á flautu. Einsöngvarar voru Viðar Gunnarsson og Helgi Maronsson. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju söng undir stjóm Guðnýjar Margrétar Magnúsdóttur organ- ista. Vígsludaginn voru liðin sex ár frá því að fyrsta skóflustiimr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.