Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 34
°34 MORGÚNBLAÐÍÐ, ÞRIDJUDAGUR 29. MARZ 1988 MÁLFUNDAFÉLAGIÐ ÓÐINN 50 ARA: . Morgunblaðið/Þorkeii ^ Oft hefur verið liflegt yfir félagsstarfi Óðinsmanna. Þessi mynd er frá spilakvöldi Óðinsmanna Pétur Hannesson, fyrrum formaður Óðins, og Meyvant Sigurðsson, stofnfé- um mjðja öldina. lagi og fyrrum ritari félagsins. Myndin er tekin á Droplaugarstöðum, þar sem Meyvant dvelst nú. Hann verður níutíu og fjögurra ára í næsta mán- uði og er heiðursfélagi í mörgum félögum, þar á meðal Óðni. hefur alltaf byggt á, sagði Pétur. Meyvant sagði að eitt helsta bar- áttumál Óðinsmanna í fyrstu hefði verið trygging nægrar atvinnu. „Mér líður ekki úr minni, hvemig röð af verkamönnum var á eftir verkstjórunum, til dæmis við höfn- ina, að biðja um vinnu, sagði Mey- vant. „Það vom þess vegna margar eldheitar ræður fluttar á fundum okkar um það, hvemig hægt væri að tryggja öllum vinnu, sem hana vildu. Þegar úr fór að rætast um 1939 fór að draga úr þessari óskap- legu fundagleði hjá félaginu, og fundir fóm að vera hér um bil mán- aðarlega." Frumkvæði Óðins um kjarabætur Meyvant sagði að oft hefðu á félagsfundum verið gerðar tillögur til forystumanna Sjálfstæðisflokks- ins um kjarabætur verkamanna. „Ég rrían eftir fundi í Verslunar- mannafélagshúsinu við Vonar- stræti, þar sem samþykkt var tillaga um að eftirvinna verkamanna við byggingu eigin íbúða yrði skatt- frjáls. Þessi tillaga var send þing- flokki Sjálfstæðismanna, síðan sam- Starfið byggðist á hugsjónum og eldmóði - segja Pétur Hannesson og Meyvant Sigurðsson Máifundafélagið Óðinn, félag launþega i Sjálfstæðisflokknum, er fimmtíu ára í dag, 29. mars. í tilefni afmælisins er hátíða- fundur í Valhöll i kvöld klukkan átta, og munu allir sjálfstæðis- menn velkomnir til þess að sam- fagna Óðinsmönnum. Á fundin- um í kvöld verða væntanlega ýmsir þeirra fjölmörgu, sem hafa lagt sitt af mörkum í starfi Óðins þau fimmtíu ár, sem félagið hef- ur starfað. Morgunblaðið hitti að máli tvo þeirra, gamla harð- jaxla úr félagsstarfinu, þá Mey- vant Sigurðsson, sem er einn af örfáum eftirlifandi stofnfélögum Óðins, og Pétur Hannesson, sem var formaður félagsins hartnær áratug. Það var auðsótt að fá þá til þess að segja frá starfi félagsins á iiðnum árum. Þeir Pétur og Meyvant voru fyrst spurðir um tildrög þess að Óðinn var stofnaður fyrir fimmtíu árum. „Ástandið var þá með þeim hætti í verkalýðshreyfingunni, að Alþýðu- sambandið og Alþýðuflokkurinn voru nánast eitt,“ sagði Pétur. „Al- þýðuflokksmenn réðu lögum og lof- um í samtökum launþegá og notuðu jafnvel stöðu sína til þess að mis- muna mönnum um vinnu. Þess vegna þótti sjálfstæðismönnum kominn tími til að spyrna við fótum, vinna gegn yfirráðum vinstrimanna í verkalýðshreyfingunni og gera kjarabaráttuna ópólitískari. Þrír menn höfðu forgöngu um stofnun félagsins og kölluðu saman aðal- stofnfundinn. Þetta voru þeir Sig- urður Halldórsson, sem varð for- maður, Magnús Ólafsson og Sigurð- ur Guðbrandsson." 20 fundir fyrsta árið Stofnfélagar Óðins á stofnfundin- um 29. mars 1938 í Varðarhúsinu við Kalkofnsveg voru fjörutíu og einn talsins. Félögum fjölgaði hins vegar fljótlega og þeir voru orðnir 300 við lok fyrsta starfsársins. „Þama voru margir tillögugóðir og duglegir menn,“ sagði Meyvant. „Flestir voru þeir á besta aldri og störfuðu af krafti í félaginu. Fyrsta árið héldum við á milli 20 og 30 fundi, þar sem var ævinlega góð mæting og líflegar umræður - geri aðrir betur." „Óðinn gaf út handskrifað innan- félagsblað, sem hét Viljinn, fyrstu tvö árin,“ sagði Pétur. „Við lestur þessa blaðs sést vel, hvílíkan eldmóð Óðinsmenn áttu, og hvílíkur bar- áttuvilji einkenndi starfíð allt. Gott dæmi eru ávarpsorð fyrsta form- anns Óðins, Sigurðar Halldórssonar, í fyrsta tölublaðinu. Þar segir hann: „Eg vona að hver einasta síða í þessu blaði veiti okkur aukið þrek í baráttu gegn kúgun og yfirgangi hinna ofstækisfullu eiginhagsmuna- manna verkalýðssamtakanna. Ég vona að hver einasta lína þess skapi nýjar óskir um stóra sigra.“ Það er reyndar þessi eldmóður og hug- sjónaandi, sem félagsstarf Óðins Hvemig er að vera sjálfstæðismaður í verkalýðshreyfingnnni? Við erum menn stéttasamvinnu segir Kristján Guðmundsson, formaður Öðins KRISTJÁN Guðmundsson, verk- stjóri trésmíðaverkstæðis Granda hf., var kjörinn formað- ur Óðins á aðalfundi félagsins í nóvember siðastliðnum. Kristján var spurður um tilgang, starf og stefnu Óðins. „Markmið félagsins er að efla sam- hug sjálfstæðismanna innan laun- þegasamtakanna í þeim tilgangi að þroska þá í almennri félagsstarf- semi, eins og segir í iögum félags- ins,“ sagði Kristján. „Áður fyrr byggðist starfið mikið á ræðu- og félagsmálanámskeiðum, en nú hefur stjómmálaskóli Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins að mestu tekið við því hlutverki. Félagið beitir sér fyrir ölium þeim málum í hinum ýmsu stéttarfélögum, sem geta stuðlað að varanlegum kjarabótum, og jafnrétti meðlima þeirra. í Óðni eru tæplega 700 manns; alls konar fólk úr öllum stéttum launþega, enda er félagið þeim ölium opið. Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru þó líklega fjölmennastir innan raða félagsins." — Á hvem hátt greinir Óðins- menn, sem meðlimi sjálfstæðisfé- iags launþega, á við vinstrisinna, sem oft virðast mest áberandi í kjarabaráttu launþega? „Það getur verið erfitt að vera sjálfstæðismaður í verkalýðshreyf- ingunni, sérstaklega kannski vegna þess að við höfum ekki eins hátt og margir aðrir. Mesti munurinn er líklega sá, að við viljum frekar fara samningaleiðina en þeir, sem kalla sig stéttabaráttumenn. Við teljum okkur menn stéttasamvinnu og lítum ekki svo á, að við séum í hat- rammri baráttu við vinnuveitendur, heldur teljum við að við getum kom- ist að samkomulagi við þá um fyrir- komulag, sem allir hagnast á. Það hlýtur auðvitað að vera skilyrði fyr- ir góðum kjörum launþega, að at- vinnulífið í landinu standi með sem mestum blóma og að því séu búin sem best skilyrði. Þar skiptir auðvit- að miklu máli ftjáls samkeppni og sem minnstar hömlur á verslun og viðskipti - þættir sem vinstri menn í launþegahreyfingunni hafa sýnt lítinn skilning. Það kann að vera nauðsynlegt að slá aðeins af laun- akröfunum, ef það er forsenda fyrir Morgunblaðið/Sverrír Kristján Guðmundsson, formaður Óðins, á vinnustað sínum hjá Granda hf. |; v ■ 'jH| t ' ‘ IÉK*L:' 1 því að fyrirtæki beri sig og geti þannig haldið uppi nægri atvinnu, sem allir hljóta að sjá að skiptir miklu máli. Oft er samt auðvitað þörf ótjúf- andi samstöðu launþega, og Óðins- menn hafa, jafnt og aðrir, orðið að grípa til verkfallsvopnsins þegar öll önnur sund eru lokuð. Við erum líka þeirrar skoðunar, að lágmarkslaun í landinu séu alltof lág. Það þarf með einhveijum ráðum að tryggja mannsæmandi lágmarkslaun, án þess að hækkunin þurfi að ijúka upp allan launastigann. Við höfum margoft lýst þeirri skoðun okkar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.