Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 39
ffRfófttJEÍÁffiTR 29.i'tá\Wl19fl8,l'y
JÍ Belgía:
Reuter
Um 3.000 ellifeyrisþegar biðu klukkstundum saman eftir greiðslum
sinum í Panamaborg i gær. Einungis reyndist unnt að greiða hluta
þeirra en efnahagslíf Panama er í rúst vegna verkfalla stjómarand-
stæðinga og refsiaðgerða Bandaríkjamanna.
Dehaene fal-
in stj órn-
armyndun
BrUssel. Reuter.
BALDVIN Belgiukonungur fól Je-
an-Luc Dehaene, leiðtoga flokks
flæmskumælandi kristilegra
demókrata, að mynda ríkisstjórn
og leiða landsmenn út úr stjórnar-
kreppu, sem staðið hefur i fimm
mánuði.
í tilkynningu frá hirðinni í gær
sagði að Dehane hefði orðið við ósk
konungs. Fyrir tveimur mánuðum
fékk konungur honum það hlutverk
að kanna möguleika á myndun nýrr-
ar samsteypustjómar og reyna að
sætta sjónarmið hugsanlegra sam-
starfsflokka. Hann afsalaði sér um-
boðinu sL fímmtudag eftir að viðræð-
ur um myndun samsteypustjómar
fímm flokka strönduðu á tungumála-
deilu, sem varð stjóm Wilfrieds Mart-
ens, að falli. Dehaene er 47 ára gam-
all og var hann félagsmálaráðherra
í stjóm Martens.
Panama:
Noriega tilbúinn til
að ræða afsögn sína
Washington, Panamaborg, Reuter.
BANDARÍSKIR embættismenn sögðu í gær að Manuel Antonio Nori-
ega, yfirmaður herafla Panama og stjórnandi landsins, hefði fallist á
að senda fulltrúa til fundar við helstu leiðtoga Mið-Ameríku. Gert er
ráða fyrir að á þeim fundi verði rætt með hvaða skilmálum Noriega
kirnni að reynast reiðubúinn til að fara frá völdum, Stjómarandstæðing-
ar í Panama boðuðu til mótmæla í gær þrátt fyrir að neyðarlög hafi
verið sett i landinu.
Oscar Arias, forseti Costa Rica,
hefur boðað til leiðtogafundarins og
er gert ráð fyrir að spænskur fulltrúi
sitji hann einnig en Spánveijar hafa
boðist til að veita Noriega landvistar-
leyfí leggi hann niður völd. Embætt-
ismenn í Panama kváðust í gær ekki
getað staðfest að fulltrúi Noriega
kæmi til með að taka þátt í viðræðun-
um. Bandarfskir embættismenn
sögðu það hins vegar ákveðið og í
fréttum bandarísku sjónvarpsstöðv-
arinnar NBC sagði að Noriega hygð-
ist sjálfur sækja fundinn. Hann hefur
hingað til vísað á bug öllum kröfum
um að hann leggi niður völd. Banda-
ríska dagblaðið The New York Times
hafði á sunnudag eftir Elliot Abrams,
aðstoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, að Noriega hefði sett sér
að halda völdum fram til páska. Því
mætti búast við tíðindum í byijun
apríl.
Panamastjóm hefur varað stjóm-
arandstæðinga við frekari mótmæl-
um. Þann 18. þessa mánaðar gengu
neyðarlög í gildi í landinu og em
hermenn gráir fyrir jámum á götum
Panamaborgar. Allsheijarverkfall
hefur staðið í rúma viku og hafa
andstæðingar herstjórans lýst yfír
því að verkfallið muni standa þar til
Noriega hefur verið komið frá völd-
A-Þýskaland:
Sjö fóru vestur
yfir um helgina
Bonn, Reuter.
SJÖ Austur-Þjóðveijar flúðu yfir
landamærin til Vestur-Þýska-
iands um helgina, að sögn landa-
mæralögreglu í Vestur-Þýska-
landi í gær.
Landamæralögregla í Bæjara-
landi sagði að sex ungir Austur-
Þjóðveijar hafi farið yfir landamæri
þýsku ríkjanna nálægt Tékkósló-
vakíu án þess að reynt væri að
hefta för þeirra. Þeir sögðu lögregl-
unni í Bæjaralandi að tékkneskir
hermenn hefðu séð til þeirra en
ekki reynt að hindra för þeirra á
neinn hátt.
Nítján ára austur-þýskur piltur
fór yfir landamærin í grennd við
Fuldu í Hesse, að sögn lögreglu í
bænum Kassel.
um. Um helgina beitti stjómin í
fyrsta skipti hervaldi gegn verkfalls-
mönnum og haft hefur verið í hótun-
um við verslunareigendur, sem ekki
hafa viljað opna þrátt fyrir afdráttar-
laus fyrirmæli stjómvalda. Virtust
hótanir þessar hafa haft lítil áhrif í
gær.
Algert öngþveiti ríkir í efnahags-
málum Panama bæði vegna verk-
fallsins og refsiaðgerða Bandaríkja-
manna en Noriega hefur verið kærð-
ur fyrir skipulega dreifíngu eiturlyfja
vestra. Bankar hafa verið lokaðir og
litlir sem engir peningar eru í um-
ferð í landinu eftir að Bandaríkja-
menn tóku fyrir flutning á dollurum
, sem er gjaldmiðill Panama, til
landsins. Þá hafa innstæður ríkis-
stjómarinnar í bandarískum bönkum
verið frystar. Opinberir starfsmenn
hafa ekki fengið laun sín greidd og
hefur það leitt til mótmæla í Panama-
borg. Þá hefur ellilífeyrisþegum lent
saman við öryggissveitir af sömu
ástæðum. í gær söfnuðust um 3.000
ellilífeyrisþegar saman í Panamaborg
til að taka við greiðslum sínum. Ein-
ungis reyndist unnt að greiða þeim
sem minnstan ellífeyrir fá og var
hinum sagt að bíða til morguns.
Leysingar og úrkoma í Evrópu:
Lýst yfir neyðarástandi í
Bæjaralandi vegna flóða
Bonn, Reuter.
ÍBÚAR bæjarins Niederachdorf í Bæjaralandi urðu að yfirgefa heim-
ili sín á sunnudag er Dóná flæddi yfir bakka sína. Eru þetta mestu
vatnavextir í ánni á þessari öld, að sögn lögreglunnar í bænum.
Lýst hefur verið yfir neyðarástandi i Bæjaralandi vegna flóða. Rin
er lokuð allri skipaumferð og árnar Mósel og Saar eru í miklum
vexti eftir rigningar um helgina.
Talsmaður yfirvalda í
Niederachdorf sagði að fólk sem
býr næst ánni hafí verið flutt frá
heimilum sínum og dveldi í skólum
og félagsheimilum meðan rejmt
væri að gera við gat sem kom á
vamargarð við ánna. Yfirvöld í
bæjum við Dóná lýstu yfir neyðar-
ástandi_ eftir að flóðgarðurinn
brast. Áin er enn í vexti en vatns-
borð hennar er helmingi hærra en
venjulega.
I Köln brast flóðgarður Rínar
og er eldri borgarhluti talinn í
hættu. Götur í austurhluta Bonn
eru undir vatni. Skipaumferð um
Rín hefur verið bönnuð síðan á
suunudag. Ekki er vitað hversu
mikið manntjón hefur orðið af völd-
um flóðanna en lítill drengur
drukknaði er hann féll af reiðhjóli
og vatnselgur þreif hann með sér.
Austur-Þýska fréttastofan ADN
sagði frá því um helgina að yfir-
völd hefðu beint vatni úr ánni Elbu
í skurð til þess að koma í veg fyr-
ir að vatnið flæddi yfir Magdeburg.
Reuter
Bærinn Niederachdorf er umflotinn vatni eftir að flóðgarður
brast undan vatnsþunga Dónár.
39^8
Vinningstölurnar 26. mars 1988.
Heildarvinningsupphæð: 5.086.364,-
1. vinningur var kr. 2.555.784,- Þar sem enginn fékk fyrsta
vinning, færist hann yfir á fyrsta vinning á laugardaginn kemur.
2. vinningur var kr. 761.345,- og skiptist hann á milli 265
vinningshafa, kr. 2.873,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.769.235,- og skiptist á milli 8.229 vinn-
ingshafa, sem fá 215 krónur hver.
Ath. Tvöfaldur fyrsti vinningur laugardaginn fyrir páska!
SIEMENS
Fjölhæf hrærivél frá
Blandari og grænmetiskvörn fylgja með!
►Allt á einum armi.
► Hrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar,
rífur, og sker — bæði fljótt og vel.
Htarlegur leiðarvísir á íslensku.
Smith & Norland
Nóatúni 4 — s. 28300