Morgunblaðið - 29.03.1988, Síða 48

Morgunblaðið - 29.03.1988, Síða 48
48' MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 NÝIU VÖRURNAR KOMNAR Óteljandi gerðir Fatnaður fyrir: Smáfólk, ungtfólk, fullorðiðfólk og ítalskir vorskór. Komiðog skoðið Eidistorg Sími 611811. þig um páskana Á Hótel Hvolsvelli finnur þú kyrrðina og tímann til að láta þér líða vel. Fyrir þá sem stunda útiveru; skemmtilegar gönguleiðir eða ferð í Þórsmörk. Auma vöðva og bak má mýkja í saunabaði eða nuddpotti og frísklegt útlit fœrð þú í Ijósalampanum. Á kvöldin lœfur þú okkur dekra við þig í mat og drykk. Erillinn og streitan eru víðsfjarri þótt aðeins sé IV2 stunda akstur frá Reykjavík. Þú fœrð frið á Hótel Hvolsvellí, njótfu hans. Páskatilboð Gisting í tvœr nœtur í tveggja manna herbergi auk morgunverðar, kr. 2.280,- fyrir manninn. Leitið upplýsinga og pantið í símum 99-8187 og 99-8351. HOTEL HVOLSVÖLLLR Hlíðarvegi 7, 860 Hvolsvelli símar (99) 8187 <§ 8351 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir CHRIS MOSEY V opnasöluhneyksl- in í Svíþjóð Hneykslanleg brot Svía á banni við vopnasölu til ríkja eins og ísraels, Suður-Afríku og írans eru að valda ríkisstjórn jafn- aðarmanna miklum vandræðum nú þegar kosningar eru fram- undan síðar á þessu ári. Þá er það ekki síður vandræðalegt fyrir ráðamenn úr röðum vinstrisinna að í ljós hefur komið að fyrri ríkisstjórn jafnaðarmanna heimilaði sölu á vopnabún- aði til hersveita er börðust með heijum Bandaríkjanna í Víet- nam á sama tíma og Svíar voru í forsvari andstöðunnar í Evrópu gegn aðild Bandaríkjanna að styrjöldinni. Tvö sænsk fyrirtæki hafa orðið uppvís að ólöglegri vopnasölu: Annað er einkafyrir- tækið Bofors sem þekktast er á alþjóðamarkaði fyrir fallbyssur sem bera nafn fyrirtækisins. Þær komu mikið við sögu hjá báðum stríðandi fylkingunum í síðari heimsstyijöldinni. Hitt er ríkis- fyrirtækið FFV, framleiðandi Carl Gustaf-sprengjuvörpunnar sem er meðal búnaðar herja Bretlands og Vestur-Þýzka- lands. Réttarhöld hefjast brátt í mál- um starfsmanna Bofors og sænsks vopnasala vegna ásak- ana um óleyfilega sölu á vopnum og sprengjum til ríkja sem eru á bannlista samkvæmt sænskum lögum er setja skorður við vopna- sölu til „átakasvæða". Mútur Jafnframt því sem rannsóknum er haldið áfram í Svíþjóð á ólög- legri sölu vopna var K.C. Tan, fertugur forstjóri í Singapore, nýlega dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í heimalandi sínu fyrir að þiggja 350.000 dollara (um 13,7 milljónir króna) í mútur frá Bofors fyrir milligöngu um endurútflutning vopna frá Sin- gapore til ríkja á bannlista eins og Bahrein og Dubai. Ekki er það síður alvarlegt að Bofors hefur verið ákært fyrir að selja vopn til írans, en vígtólin eru notuð í Persaflóastríðinu gegn írak. Þá hefur eitt dótturfyrir- tækja Bofors verið sakað um að hafa selt ríkisstjóm Ayatollahs Khomeinis sprengiefni. Það er kaldhæðnislegt að bæði þessi fyr- irtæki eru eign Nobel Industries, en stofnandi þeirrar fyrirtækja- samsteypu var Alfred Nobel, mað- urinn sem lagði fé til friðarverð- launa Nobels. Bofors hefur getað huggað sig við það eitt að undanfömu að sænsk yfírvöld sáu ekki ástæðu til að láta fara fram rannsókn á þeirri staðhæfingu sænska út- varpsins, að fyrirtækið hefði greitt mútur til að tryggja sölu á miklu magni vopna til Indlands. Sprengjuvörpur til Suður-Afríku Meðan beðið er eftir að réttar- höld hefjist í máli Bofors hefur ljósið beinzt að vafasömum við- skiptum vopnasmiðju ríkisins, FFV, sem er með aðalstöðvar sínar í Eskilstuna sunnan Stokk- hólms. FFV-hneykslið hófst með því að Alþjóðahermálastofnunin í London (IISS) skýrði frá því að her Suður-Afríku væri búinn Carl Gustaf-sprengjuvörpum. Um margra ára skeið hafa Svíar litið á sjálfa sig sem leið- andi afl í alþjóðabaráttunni gegn apartheid, aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Fréttin um að eitt ríkisfyrirtækja þeirra væri sakað um brot á vopnasölubanni Sam- einuðu þjóðanna til yfirvalda í Pretoriu var enn eitt áfallið til viðbótar við Bofors-hneykslið. Ekki bætti úr skák þegar upp komst að sprengjuvörpurnar höfðu borizt til Suður-Afríku fyrir milligöngu aðila ýmist í Bretlandi eða Israel. Hefur FFV nú viður- kennt að hafa samið við þá um vopnasölu á laun. FFV seldi Carl Gustaf- sprengjuvörpur til ísraels á árun- um 1970-73 fyrir milligöngu hol- lenzku vopnasmiðjanna Artilleri Inrichtingen. Það fyrirtæki er nú að hluta í ríkiseign og heitir Euro- metal og er einnig viðriðið vopna- sölu Bofors til Indlands. Ekki var það síður skaðlegt fyrir ráðamenn jafnaðarmanna í Svíþjóð þegar það upplýstist síðar að FFV hefði einnig selt skotfæri til Ástralíu, til nota fyrir ástralska hermenn í Víetnam-stríðinu. Samkvæmt skipun yfirvalda Sigfrid Akselson, þáverandi yfirmaður tæknideildar FFV og einn af hönnuðum Carl Gustaf- sprengjuvörpunnar, segir að í fyrstu hafi sænska stjórnin bann- að alla vopnasölu til Ástralíu í samræmi við allsheijar sölubann til allra ríkja er þátt tóku í stríðinu í Víetnam, en síðar fyrirskipaði stjómin FFV að sniðganga bannið til að komast hjá ágreiningi við yfirvöld í Canberra. „Þetta var bæði hentug og hag- stæð lausn,“ segir Sigfrid Aksel- son. „Sendingamar fóru til Ástr- alíu með hjálp brezku ríkisstjórn- arinnar." Hann sagði að Sven Andersson, þáverandi vamarmálaráðherra Svía, sem nú er látinn, hafi sam- þykkt leynisamningana við Breta. Andersson gaf munnleg fyrirmæli um að nota mætti gildandi sam- komulag við Breta, sem heimilaði endurútflutning vopna frá FFV til annarra ríkja Brezka samveld- isins, sem skálkaskjól fyrir áfram- haldandi vopnasölu til Ástralíu, segir Akselson. Dave Davidson, fyrrum um- boðsmaður FFV í London, segir að það hafi valdið „miklu uppn- ámi“ í Ástralíu sem hafði þá ný- lega keypt mikinn fjölda af Carl Gustaf-sprengjuvörpum, þegar Svíar bönnuðu sölu á skotfærum í samræmi við Víetnam-vopna- sölubannið. Hann sagði Ástrali hafa hótað að kaupa aldrei framar vopn frá Svíþjóð og jafnvel einnig að segja upp mörgum öðrum viðskipta- samningum við Svíþjóð ef skot- færin fengjust ekki afhent. Davidson sagði að vegna þessa þrýstings hefði hann verið beðinn um að semja á laun við brezka vamarmálaráðherrann til að kom- ast framhjá sænska vopnasölu- banninu. Hann kvaðst hafa hitt Sven Andersson, sem sagði við hann: „Mér er ljóst hvað þú ert að gera, en opinberlega vil ég ekkert vita.“ Ottast áhrif á kosningarnar Jafnaðarmenn óttast bersýni- lega að þessar afhjúpanir geti reynzt þeim skaðlegar í kosning- unum í september í haust. Ingvar Carlsson forsætisráðherra hefur látið leita í gögnum utanríkisráðu- neytisins að upplýsingum sem gætu komið að gagni, en það kom fáum á óvart, miðað við aðstæð- ur, að þar var engar hagstæðar upplýsingar að finna. Áður en nýjustu hneykslismálin komust í almæli var litið á eld- heita andstöðu Svía við Víetnam- stríðið, undir forustu Olofs Palme forsætisráðherra, sem myrtur var árið 1986, sem virkasta framlag þeirra í alþjóða friðarmálum. Með þessari andstöðu væru Svíar að bæta ráð sitt fyrir vafasamt hlut- leysi þeirra í síðari heimsstyijöld- inni þegar þeir heimiluðu Þjóð- veijum herflutninga í járnbraut- um yfir sænskt land og fluttu út jámgrýti til nota í hergagnaiðnaði nazista. Höfundur er blaðamaður við brezka blaðið The Observer.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.