Morgunblaðið - 29.03.1988, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 29.03.1988, Qupperneq 48
48' MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 NÝIU VÖRURNAR KOMNAR Óteljandi gerðir Fatnaður fyrir: Smáfólk, ungtfólk, fullorðiðfólk og ítalskir vorskór. Komiðog skoðið Eidistorg Sími 611811. þig um páskana Á Hótel Hvolsvelli finnur þú kyrrðina og tímann til að láta þér líða vel. Fyrir þá sem stunda útiveru; skemmtilegar gönguleiðir eða ferð í Þórsmörk. Auma vöðva og bak má mýkja í saunabaði eða nuddpotti og frísklegt útlit fœrð þú í Ijósalampanum. Á kvöldin lœfur þú okkur dekra við þig í mat og drykk. Erillinn og streitan eru víðsfjarri þótt aðeins sé IV2 stunda akstur frá Reykjavík. Þú fœrð frið á Hótel Hvolsvellí, njótfu hans. Páskatilboð Gisting í tvœr nœtur í tveggja manna herbergi auk morgunverðar, kr. 2.280,- fyrir manninn. Leitið upplýsinga og pantið í símum 99-8187 og 99-8351. HOTEL HVOLSVÖLLLR Hlíðarvegi 7, 860 Hvolsvelli símar (99) 8187 <§ 8351 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir CHRIS MOSEY V opnasöluhneyksl- in í Svíþjóð Hneykslanleg brot Svía á banni við vopnasölu til ríkja eins og ísraels, Suður-Afríku og írans eru að valda ríkisstjórn jafn- aðarmanna miklum vandræðum nú þegar kosningar eru fram- undan síðar á þessu ári. Þá er það ekki síður vandræðalegt fyrir ráðamenn úr röðum vinstrisinna að í ljós hefur komið að fyrri ríkisstjórn jafnaðarmanna heimilaði sölu á vopnabún- aði til hersveita er börðust með heijum Bandaríkjanna í Víet- nam á sama tíma og Svíar voru í forsvari andstöðunnar í Evrópu gegn aðild Bandaríkjanna að styrjöldinni. Tvö sænsk fyrirtæki hafa orðið uppvís að ólöglegri vopnasölu: Annað er einkafyrir- tækið Bofors sem þekktast er á alþjóðamarkaði fyrir fallbyssur sem bera nafn fyrirtækisins. Þær komu mikið við sögu hjá báðum stríðandi fylkingunum í síðari heimsstyijöldinni. Hitt er ríkis- fyrirtækið FFV, framleiðandi Carl Gustaf-sprengjuvörpunnar sem er meðal búnaðar herja Bretlands og Vestur-Þýzka- lands. Réttarhöld hefjast brátt í mál- um starfsmanna Bofors og sænsks vopnasala vegna ásak- ana um óleyfilega sölu á vopnum og sprengjum til ríkja sem eru á bannlista samkvæmt sænskum lögum er setja skorður við vopna- sölu til „átakasvæða". Mútur Jafnframt því sem rannsóknum er haldið áfram í Svíþjóð á ólög- legri sölu vopna var K.C. Tan, fertugur forstjóri í Singapore, nýlega dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í heimalandi sínu fyrir að þiggja 350.000 dollara (um 13,7 milljónir króna) í mútur frá Bofors fyrir milligöngu um endurútflutning vopna frá Sin- gapore til ríkja á bannlista eins og Bahrein og Dubai. Ekki er það síður alvarlegt að Bofors hefur verið ákært fyrir að selja vopn til írans, en vígtólin eru notuð í Persaflóastríðinu gegn írak. Þá hefur eitt dótturfyrir- tækja Bofors verið sakað um að hafa selt ríkisstjóm Ayatollahs Khomeinis sprengiefni. Það er kaldhæðnislegt að bæði þessi fyr- irtæki eru eign Nobel Industries, en stofnandi þeirrar fyrirtækja- samsteypu var Alfred Nobel, mað- urinn sem lagði fé til friðarverð- launa Nobels. Bofors hefur getað huggað sig við það eitt að undanfömu að sænsk yfírvöld sáu ekki ástæðu til að láta fara fram rannsókn á þeirri staðhæfingu sænska út- varpsins, að fyrirtækið hefði greitt mútur til að tryggja sölu á miklu magni vopna til Indlands. Sprengjuvörpur til Suður-Afríku Meðan beðið er eftir að réttar- höld hefjist í máli Bofors hefur ljósið beinzt að vafasömum við- skiptum vopnasmiðju ríkisins, FFV, sem er með aðalstöðvar sínar í Eskilstuna sunnan Stokk- hólms. FFV-hneykslið hófst með því að Alþjóðahermálastofnunin í London (IISS) skýrði frá því að her Suður-Afríku væri búinn Carl Gustaf-sprengjuvörpum. Um margra ára skeið hafa Svíar litið á sjálfa sig sem leið- andi afl í alþjóðabaráttunni gegn apartheid, aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Fréttin um að eitt ríkisfyrirtækja þeirra væri sakað um brot á vopnasölubanni Sam- einuðu þjóðanna til yfirvalda í Pretoriu var enn eitt áfallið til viðbótar við Bofors-hneykslið. Ekki bætti úr skák þegar upp komst að sprengjuvörpurnar höfðu borizt til Suður-Afríku fyrir milligöngu aðila ýmist í Bretlandi eða Israel. Hefur FFV nú viður- kennt að hafa samið við þá um vopnasölu á laun. FFV seldi Carl Gustaf- sprengjuvörpur til ísraels á árun- um 1970-73 fyrir milligöngu hol- lenzku vopnasmiðjanna Artilleri Inrichtingen. Það fyrirtæki er nú að hluta í ríkiseign og heitir Euro- metal og er einnig viðriðið vopna- sölu Bofors til Indlands. Ekki var það síður skaðlegt fyrir ráðamenn jafnaðarmanna í Svíþjóð þegar það upplýstist síðar að FFV hefði einnig selt skotfæri til Ástralíu, til nota fyrir ástralska hermenn í Víetnam-stríðinu. Samkvæmt skipun yfirvalda Sigfrid Akselson, þáverandi yfirmaður tæknideildar FFV og einn af hönnuðum Carl Gustaf- sprengjuvörpunnar, segir að í fyrstu hafi sænska stjórnin bann- að alla vopnasölu til Ástralíu í samræmi við allsheijar sölubann til allra ríkja er þátt tóku í stríðinu í Víetnam, en síðar fyrirskipaði stjómin FFV að sniðganga bannið til að komast hjá ágreiningi við yfirvöld í Canberra. „Þetta var bæði hentug og hag- stæð lausn,“ segir Sigfrid Aksel- son. „Sendingamar fóru til Ástr- alíu með hjálp brezku ríkisstjórn- arinnar." Hann sagði að Sven Andersson, þáverandi vamarmálaráðherra Svía, sem nú er látinn, hafi sam- þykkt leynisamningana við Breta. Andersson gaf munnleg fyrirmæli um að nota mætti gildandi sam- komulag við Breta, sem heimilaði endurútflutning vopna frá FFV til annarra ríkja Brezka samveld- isins, sem skálkaskjól fyrir áfram- haldandi vopnasölu til Ástralíu, segir Akselson. Dave Davidson, fyrrum um- boðsmaður FFV í London, segir að það hafi valdið „miklu uppn- ámi“ í Ástralíu sem hafði þá ný- lega keypt mikinn fjölda af Carl Gustaf-sprengjuvörpum, þegar Svíar bönnuðu sölu á skotfærum í samræmi við Víetnam-vopna- sölubannið. Hann sagði Ástrali hafa hótað að kaupa aldrei framar vopn frá Svíþjóð og jafnvel einnig að segja upp mörgum öðrum viðskipta- samningum við Svíþjóð ef skot- færin fengjust ekki afhent. Davidson sagði að vegna þessa þrýstings hefði hann verið beðinn um að semja á laun við brezka vamarmálaráðherrann til að kom- ast framhjá sænska vopnasölu- banninu. Hann kvaðst hafa hitt Sven Andersson, sem sagði við hann: „Mér er ljóst hvað þú ert að gera, en opinberlega vil ég ekkert vita.“ Ottast áhrif á kosningarnar Jafnaðarmenn óttast bersýni- lega að þessar afhjúpanir geti reynzt þeim skaðlegar í kosning- unum í september í haust. Ingvar Carlsson forsætisráðherra hefur látið leita í gögnum utanríkisráðu- neytisins að upplýsingum sem gætu komið að gagni, en það kom fáum á óvart, miðað við aðstæð- ur, að þar var engar hagstæðar upplýsingar að finna. Áður en nýjustu hneykslismálin komust í almæli var litið á eld- heita andstöðu Svía við Víetnam- stríðið, undir forustu Olofs Palme forsætisráðherra, sem myrtur var árið 1986, sem virkasta framlag þeirra í alþjóða friðarmálum. Með þessari andstöðu væru Svíar að bæta ráð sitt fyrir vafasamt hlut- leysi þeirra í síðari heimsstyijöld- inni þegar þeir heimiluðu Þjóð- veijum herflutninga í járnbraut- um yfir sænskt land og fluttu út jámgrýti til nota í hergagnaiðnaði nazista. Höfundur er blaðamaður við brezka blaðið The Observer.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.