Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 57

Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 57 Ingólfur Hannesson Fyrsta sjálfvirka bíla- þvottastöðin endurreist NÝ OG endurreist sjálfvirk bíla- þvottastöð hefur tekið til starfa á Laugavegi 180, en fyrsta sjálf- virka bílaþvottastöð iandsins var sett á laggimar í þessu sama húsnæði árið 1965. Skeljungur hf. á og rekur þvottastöðina á lóð sinni við bensinstöð félagsins á sama stað. Bílaþvottastöðin er alsjálfvirk og tölvustýrð en engu að síður mun starfsmaður vera viðskiptavinum til halds og trausts á opnunartíma stöðvarinnar. Hægt er að velja um fjögur mis- munandi þvottakerfi en sameigin- legt þeim öllum er forþvottur, hjóla- og felguþvottur og þurrkun. Auk þessa er hægt að velja um heitan sápuþvott, undirvagnsþvott og heita bónmeðhöndlun. Þvottakerfin taka um 6—8 mínútur. Aðstaða er fyrir viðskiptavini að fylgjast með þvottinum í gegnum gler, eða njóta kaffíveitinga meðan beðið er. Hin nýja þvottastöð Skeljungs hf. við Laugaveg 180. Ríkisútvarpið: Ingólfur Hannesson yfirmaður íþróttadeildar INGÓLFUR Hannesson var á föstudag ráðinn dagskrárstjóri iþróttadeildar Ríkisútvarpsins frá og með 1. mai næstkomandi. íþróttadeild Ríkisútvarpsins var stofnuð í lok síðasta árs með samruna íþróttadeilda útvarps og sjónvarps. Deildin hefur umsjón með íþróttaþáttum og íþrótta- fréttum í sjónvarpi og útvarpi. Rúnar Gunnarsson, dagskrár- gerðarmaður, skipulagði og undirbjó stofnun deildarinnar og tók að sér að veita henni forstöðu fyrsta misse- rið á meðan hún var í mótun. Hann snýr sér nú aftur að innlendri dag- skrárgerð. Ingólfur Hannesson er íþrótta- kennari að mennt og er cand. mag. í uppeldis- og félagsfræðum frá há- skólanum í Osló. Hann var um fjög- urra ára skeið íþróttafréttamaður útvarps og sjónvarps. Síðastliðið ár hefur Ingólfur verið starfsmannastjóri Hf. Eimskipafé- lags íslands. Jósef Ka-Cheung Fung Gítartónlist á Háskóla- tónleikum Á TÍUNDU Háskólatónleikunum, sem haldnir verða í Norræna húsinu á morgun, miðvikudaginn 30. mars, kl. 12.30 leikur Jósef Ka-Cheung Fung á gítar. Á efnis- skránni verður spænsk tónlist; verk eftir Isaac Albeniz, Fran- cisco Tárrega, Manuel de Falla og Enrique Granados. Jósef Ka-Cheung fæddist f Hong Kong en hlaut tónlistarmenntun í Englandi, Hollandi og Austurríki. í fjögur ár stundaði hann kennslu við Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar, en hefur frá 1984 starfað jöfnum höndum sem gítarleikari og tónskáld. Hann hefur meðal annars samið tvo gítarkonserta og verður sá síðari frumfluttur í Gautaborg í næsta mánuði. (Fréttatilkynniiif;) REYNDU EKKl AÐ KYNNAST RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.