Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 65

Morgunblaðið - 29.03.1988, Page 65
unstjarnan nr. 11) — kirkjan og stúkan voru hin stóru áhugamál afa, en hann söng líka í karlakórn- um Þresti, var stofnfélagi Leik- félags Hafnarfjarðar og steig iðu- lega á fjalir, bæði á vegum L.H. og stúlkunnar. Hann hringdi um árabil klukkum í kirkjunni, þar sem hann í dag verður jarðsunginn. Þá fór hann fyrstur af stað niður í kirkjuna til að opna og hringja til messu. Seinna um daginn sátum við í eldhúsinu og ég reyndi að læra að drekka kaffí af undirskálinni. Hann horfði yfir borðið til mín, brosti kankvís, ævinlega í góðu skapi og hafði lag á að njóta stundarinnar. Svo stigum við á bak hjólhestinum, höfðum tré- kassa með útsæðiskartöflum á bögglaberanum og tókum stefnuna upp á hraun. Þar hafði hann löngum garðholu, ræktaði garðávexti, rabb- arbara, sem maður fékk aldrei leið á að stela, og kartöflur sem entust langt fram eftir vetri. Svo stóðum við hálfbognir í kalsaveðri, rigningu jafnvel eða þá brækjuhita og settum niður. Hann byijaði á að stinga upp garðinn, búa til beð. Svo fór hann af stað með sérstakt áhald til að holusetja beðin og ég fékk að trítla á eftir og velta kartöflumæðrunum niður í moldina. Hann hafði lag á að halda mér að verki, harður við sjálfan sig, ákveðinn og vildi hespa því af sem hann var að fást við. Minningamar hópast að á kveðju- stund. En Jón Hjörtur er farinn á eftir systkinum sínum tveimur, Margréti (d. 1974) og Gunnari (d. 1954). Eftir lifir stelpan sem hann hitti á Hótel Hafnarfirði fyrir löngu. Þau vom gift í 64 ár, eignuðust þijú börn og ólu upp dótturdóttur sína. „Sextíu og fjögur ár?“ sagði Guðríð- ur þegar maður hennar var allur. „Það er svo ótrúlega stuttur tíini.“ Gunnar Gunnarsson Jón Hjörtur var innfæddur Hafn- firðingur. Faðir hans hlaut hina votu gröf þegar Jón var enn á bamsaldri, og ólst hann því upp hjá Gunnari afa sínum í Gunnarsbæ — Gunnarssundi 1. Margirtöldu hann fæddan þar, en það var ekki, en raunar ekki langt undan. Systkinin voru þijú og ólst Margrét upp hjá Önnu föðursystur sinni í Reykjavík, en bjó síðan hér í Hafnarfírði, en þriðja systkinið, Gunnar, naut áfram uppeldis og umhyggju móður þeirra. Fljótlega þurfti að taka til hendi við störf í þá daga, og aldrei stóð á Jóni Hirti til þeirra hluta. Ungur annaðist hann útburð póstsins í Firðinum, síðar kúskstarf hjá Sig- fúsi Bergmann og var búðarmaður hjá Ferdinand Hansen í sjö ár. Árið 1929 réðst hann til Ásmundar Jóns- sonar bakarameistara og vann hjá honum til 1940. Tveim ámm síðar hóf hann störf í Rafha. Skipti hann ekki um vinnu- stað eftir það og vann þar hvorki meira né minna en í 38 ár. Árið 1923 kvæntist Jón Guðríði Einarsdóttur frá Merkinesi í Höfn- um og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust þrjú böm, sem öll em lifandi og starfandi og ólu auk þess upp dótturdóttur sína, Hjördísi, sem MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 65 nú er skólastjóri Engidalsskólans. Hér hefur nú verið sett á blað ærið þurr upptalning og er les- andinn litlu nær um hvern mann Jón Hjörtur raunvemlega hafði að geyma. Ég vann í Rafha á tánings- ámnum og við áttum samleið mest- an hluta leiðarinnar heim. Þeirri samleið lauk þegar hann beygði upp Smyrlahraunið. Mér er ennþá minn- isstæður hlýleikinn sem alltaf fólst í lokaorðum hans þá: „Vertu sæll, Maggi minn.“ Jón Hjörtur var maður upplits- djarfur, lengst af snar og snöggur í hreyfíngum og vildi láta hlutina ganga fljótt fyrir sig. Einn var sá félagsskapur, eða nánast fjölda- hreyfing í þá daga, sem Jón varð virkur þátttakandi í, en það var Góðtemplarareglan. Hann gekk í barnastúku og árið 1919 i stúkuna Morgunstjörnuna, þar sem hann síðan var virkur liðs- maður alla tíð. Um fjölda ára var hann í húsnefnd Góðtemplarahúss- ins og notaðist vel að störfum hans þar, svo úrræðagóðum og snöggum, að segja má bæði til líkama og sálar. Jón var einnig kirkjunnar maður. Hann var í safnaðarráði Fríkirkjunnar í Hafnarfirði í um 40 ár. Já, hann vildi svo sannarlega gera sitt til að fegra og bæta mannlífið. Mig minnir að það sé talið ind- verskt, spakmælið sem er eitthvað á þessa leið: „Þú komst grátandi í heiminn, en þeir sem umhverfis þig voru, brostu og voru glaðir. Lifðu lífinu þannig að þetta snúist við, þ.e. að þú getir dáið með bros á vör, en þeir sem umhverfis þig eru hafí ástæðu til að tárfella." Ég minntist á kveðjuorð Jóns þegar við áttum ekki lengur sam- leið í bókstaflegri merkingu. Nú kveður hann alla og fer í síðasta sinn „upp Smyrlahraunið“. Fari hann í friði. Blessuð sé minning hans. Magnús Jónsson Systir okkar, t SESSIUA GÍSLADÓTTIR, Brekkubyggð 1, Garðabæ, lést í Landspítalanum 26. mars sl. Sigurlaug Gísladóttir, Sigríöur Gfsladóttir, Guörún Gfsladóttir, Halldóra Gísladóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, SIGURÐUR GUNNAR ÓLAFSSON húsasmiðameistari, Hvassahrauni 2, Grindavik, lést 20. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Margrét Engilbertsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Magnús Páll Brynjólfsson, Engilbert Sigurðsson, María N. Birgisdóttir Olsen, Örn Sigurðsson, Svanhvít Másdóttir, Gigja Sigurðardóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaöir, ÁSGEIR BENEDIKTSSON, Eyjahrauni 9, Þorlákshöfn, andaðist fimmtudaginn 24. mars. Útförin fer fram laugardaginn 2. apríl kl. 14.00frá Þorlákskirkju. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Guðrún Sigurjónsdóttir. t Eiginkona mín, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR frá Tungufelli, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 23. mars. Útförin fer fram frá Hrunakirkju miövikudaginn 30. mars kl. 14.00. Jarðsett verður í Tungufelli. Jón Einarsson. t Móðir okkar, KRISTfN ÞÓRÐARDÓTTIR, Vallarbraut 2, Ytri-Njarðvík, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 27. mars. Börnin. t Faðir okkar, HARALDURERLENDSSON, Hamrahlfð 35, lést í Landspítalanum að morgni laugardagsins 26. mars. Erlendur Haraldsson, Elfn Haraldsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JAMÍ OKTAVÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Karfavogi 19, andaðist að kvöldi 24. mars. Jarðarförin ákveðin síðar. Valgarður Magnússon, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar, RÓSA STERCK, St. Franciskusspítala í Stykkishólmi, sem lést 24. mars, verður jarðsungin frá kapellu spítalans mið- vikudaginn 30. þ.m. kl. 14.30. Bílferö verður til Stykkishólms frá Landakoti i Reykjavík kl. 9.00 um morguninn og eru þeir sem vilja notfæra sér hana, beðnir að gera prestunum í Landakoti aðvart sem fyrst (sími 25619). St. Franciskussystur á íslandi. t Ástkær eiginmaöur minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN EIRÍKSSON, Klapparstíg 12, Njarðvfk, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 30. mars kl. 14.00. Þeir sem vildu minnst hins látna er bent á Krabba- meinsfélag íslands. Rannveig Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Ormsdóttir, Eyrún Jonsdóttir, Magnús Daníelsson, Halla Jónsdóttir, Böðvar Halldórsson, Guðmunda Jónsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Sigrún Jónsdóttir, Eyjólfur Guðlaugsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN HJÖRTUR JÓNSSON, Hrafnistu, áður Smyrlahrauni 5, Hafnarfirði, verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 29. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Frikirkjuna í Hafnarfirði. Guðrfður Einarsdóttir, Esther Jónsdóttir, Gunnar Guðjónsson, Einar Jónsson, Þóra Valdimarsdóttir, Þórður R. Jónsson, Ásthildur Eyjólfsdóttir, Hjördfs Guðbjörnsdóttir, Karl Grönvold, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR GUÐNI TÓMASSON, Auðsholti, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 2. april kl. 14.00. Ragnheiður Guðmundsdóttir, SigríðurÁsa Einarsdóttir, Hörður Sigurjónsson, Guðmundur Gils Einarsson, Jarþrúður Jónsdóttir, Unnsteinn Einarsson, Guðrún Kormáksdóttir, Vilborg Einarsdóttir, Magnús Karlsson og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Bárugötu 37, verður gerð frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 30. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþökkuö en þeir sem vildu minnast hennar láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Karvel Sigurgeirsson, Sigríður Karvelsdóttir, Jón Hilmar Jónsson, Þór Magnússon, María Heiðdal. t Móðir mín, amma okkar og langamma, SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR, sem andaðist á Hrafnistu 18. mars sl. verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju í dag, þriðjudaginn 29. mars, kl. 15.00. Jón Hilmar Jónsson, Hilmar Jónsson og fjölskylda, Gunnar R. Jónsson og fjötskylda, Jón Grótar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.