Morgunblaðið - 07.04.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 07.04.1988, Síða 1
80 SÍÐUR B/C 78. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Obreyttir borgarar beijast í Israel: Ung stúlka grýtt og barin til dauða Beita, vesturbakkanum, Reuter. HEIFTARLEG átök urðu í gær á milli hóps ísraela og Palestínu- manna nærri þorpinu Beita á vest- urbakka Jórdanár. ísraelsk stúika var grýtt og barin til bana eftir að tveir Palestínumenn höfðu fall- ið fyrir skotum félaga stúlkunnar. Tildrög þessara atburða voru þau að sögn fréttamanns CBS-sjónvarps- stöðvarinnar, sem var viðstaddur, að hópur ísraelskra unglinga var á Bandaríkin: Fiskveiðar Japana bannaðar Santa Barbara, Reuter. RONALD Reagan Bandarikjafor- seti greip i gær til ráðstafana vegna hvalveiða Japana i Suður- höfum og firrti þá öllum rétti til fiskveiða í bandarískri lögsögu. göngu á vesturbakkanum nærri þorpinu Beita. Þegar nokkrir pal- estínskir unglingar gerðu aðsúg að ferðalöngunum með gijótkasti gripu fullorðnir fararstjórar ísraelska hóps- ins til skotvopna og felldu tvo Pal- estínumenn. Þegar skothylkin voru tóm byijuðu Palestínumennimir að berja á ísraelunum. Fimmtán ára gömul stúlka, Tirza Porat, lét lífið og 14 félagar hennar hlutu áverka. Hin látna er fyrsti óbreytti ísraelski borgarinn sem lætur lífið í óeirðum undanfarinna fjögurra mánaða í ísrael og á hemumdu svæðunum. Atburðimir í gær ollu mikilli reiði meðal ísraela og Zevulun Hammer trúarmálaráðherra krafðist þess að herinn „hyggi handleggina af þess- um villimönnum og mölvaði hauskúp- ur þessara höggorma dauðans". Palestfnumenn sem urðu vitni að átökunum sögðu ísraelana hafa grip- ið til vopna að ástæðulausu. Þeir sögðu að Palestínumennimir sem féllu hefðu verið við vinnu sína á akrinum þegar skothríðin reið yfir. Reuter Hér sést þegar lik fimmtán ára gamallar stúlku, Tirza Porat, er borið inn i sjúkrabil í þorpinu Beita á vesturbakka Jórdanár. Palestinskir unglingar grýttu og börðu hana til bana eftir að fylgdarmenn hennar höfðu skotið tvo Palestínumenn. Farþegum júmbóþotu frá Kuwait haldið í gíslingu: Fliigræningj arnir sleppa 32 farþegrum til viðbótar NíUóhíu. Reuter. Fyrir tveimur mánuðum gaf Will- iam Verity viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna út staðfestingarkæm á hendur Japönum vegna hrefnuveiða þeirra í Suður-íshafi. Forsetinn hafði tveggja mánaða frest til að ákveða hvemig brugðist yrði við kærunni. I yfirlýsingu frá Reagan segir að Jap- önum séu bannaðar allar fiskveiðar í bandarískri lögsögu. Einnig segir að þeim verði ekki úthlutað leyfum til að veiða nokkrar fisktegundir í bandarískri lögsögu uns aðstæður hafi færst í betra horf. Reagan frestaði ákvörðun um hvort sett yrði innflutningsbann á japanskan fisk. FLUGRÆNINGJAR slepptu í nótt 32 farþegum af 80 sem þeir héldu í gíslingu í júmbóþotu frá Kuwait sem flogið var á þriðju- dag til borgarinnar Mashhad i norðausturhluta írans. Ræningj- arnir sem eru vopnaðir byssum og handsprengjum krefjast þess að 17 fangar í Kuwait verði látn- ir lausir. Sendinefnd stjórnar Kuwait er komin til Mashhad. Talsmenn stjórnarinnar segja þó að ekki komi til greina að verða við kröfum mannræningjanna. Ræningjamir vilja fá eldsneyti á flugvélina og fljúga eitthvert annað ef ekki verður orðið við kröfum þeirra. írönsk stjómvöld halda að sér höndum i málinu en hafa sagt að flugræningjarair fái eldsneytið ef það megi verða til að afstýra stóráföllum. Þegar flugvélinni var rænt á leið frá Bangkok til Kuwait voru 97 farþegar í vélinni og 15 manna áhöfn. Flestir voru Kuwaitbúar, en auk þeirra tuttugu ' breskir ríkis- borgarar, átta Thailendingar og nokkrir af öðm þjóðemi. 24 konum var sleppt í fyrrakvöld og vom tíu þeirra breskar. Engin kvennanna sem sleppt var er kuwaískur ríkis- borgari. Einnig var jórdönskum far- þega sleppt vegna hjartasjúkdóms sem hann þjáist af. Samkvæmt frá- sögn fílippseyskrar flugfreyju em mannræningjarnir allt að tíu talsins. Þeir tala arabísku sin á milli en gefa áhöfninni fyrirskipanir á ensku. Seint í gærkvöld bámst þær fregnir frá Kuwait að flugmálayfir- völd þar hefðu misst fjarskiptasam- band við Boeing 727-þotu sem send var til Mashhad með sendinefnd stjómarinnar innanborðs. „Þeir höfðu ströng fyrirmæli um að flytja konumar, sem sleppt var, svo fljótt sem auðið væri til Kuwait. Vanda- málið er að sambandið við flugvélina rofnaði eftir að hún lenti i Mash- had. Við höfum ekki hugmynd um hvað veldur," sagði framkvæmda- stjóri flugfélags Kuwait. Sjá ennfremur „Böndin berast að . . .“ á bls. 26. Gorbatsjov á fund með Najibullah Moskvu, Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétleið- togi flaug óvænt i gærmorgun til Tashkent, höfuðborgar Sovét- lýðveldisins Uzbekistan, til fund- ar við Najibuilah, forseta Afgan- istans. Víst þykir að þeir hafi hist til að ræða brottflutning sovésks herliðs frá Afganistan. Eduard Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna og Naji- bullah staðfestu báðir fyrr í vikunni að Sovétmenn myndu kalla 115.000 manna herlið sitt heim óháð því hvort samkomulag næðist í friðar- viðræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf. Vestrænir stjómarerindrekar í Moskvu segja að Gorbatsjov vilji he§a heimflutning sovéska hersins áður en hann hittir Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í Moskvu í lok maí. Bandaríkin: Lagt til að stýriflaugar á höfunum verði upprættar Boston, frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgunbladsins. BANDARÍSKIR embættismenn hafa nú til skoðunar tillögu sem einn helsti ráðgjafi Bandaríkjastjórnar á sviði afvopnunarmála hefur lagt fram, að þvi er segir i frétt i bandariska dagblaðinu The New York Times i gær. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að Bandarikjamenn og Sovétmenn semji m.a. um algera upp- rætingu stýriflauga með kjarnahleðslum sem komið hefur verið fyrir i skipum en Sovétstjórnin hefur krafist þess að hugsanlegt samkomulag um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna taki einnig til stýriflauga á höfunum. Paul Nitze, helsti ráðgjafí Georg- es Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á sviði afvopnunar- mála hefur kynnt embættismönn- um hugmyndir þessar en ekki er ljóst hvort tillagan verður borin upp í viðræðum við fulltrúa Sovétstjóm- arinnar. Nitze gerir einnig ráð fyr- ir því að samið verði um útrýmingu djúpsprengja og tundurskeyta með kjamorkuhleðslum. Þá leggur hann einnig til að lagt verði bann við því að flugvélar sem geta borið kjamorkuvopn verði staðsettar á herskipum. Hins vegar munu hug- myndir þessar ekki taka til lang- drægra kjamorkueldflauga í kaf- bátum risaveldanna, sem almennt eru taldar öflugasti liður kenning- arinnar um fælingarmátt kjam- orkuvopna. George Shultz mun hafa sagt f viðræðum við bandaríska embætt- ismenn að hugmyndir þessar séu á meðal þeirra sem sérfræðingar bandaríska utanríkisráðuneytisins hafa til athugunar. Heimildarmenn The New York Times segja að til- lögumar hafi vakið mikla athygli í röðum bandarískra embættis- manna. Nitze telur að með tillögum þess- um megi leysa eitt helsta ágrein- ingsmál risaveldanna í umræðum um fækkun langdrægra kjamorku- vopna. Sovétmenn hafa krafist þess að samið verði um takmarkanir stýriflauga, sem búnar em kjama- hleðslum, en Bandaríkjamenn hafa lagst gegn þessu og rökstutt þá afstöðu með tilvísun til þess að ekki sé unnt að greina á milli stýri- flauga með kjamahleðslum og þeirra sem bera hefðbundnar sprengjuhleðslur. Fylgismenn Nitze benda á að þetta eftirlits- vandamál yrði úr sögunni ef samið yrði um algera upprætingu stýri- flauga á höfunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.