Morgunblaðið - 07.04.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 07.04.1988, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Morgunblaðið/Þorkell Nýir eigendur Café Hressó, Viðar Vilhjálmsson t.v. og Richard Jónas- son t.h. Hressó í nýjum höndum CAFÉ Hressó, áður Hressingar- skálinn, í Reykjavík er nú í höndum nýrra eigenda. Café Hressó er eitt elsta starfandi veitingahús landsins. Hressing- arskálinn var stofnaður 1929 og flutti í núverandi húsnæði árið 1931. Miklar breytingar voru gerðar á staðnum árið 1985 og nafninu þá breytt í Café Hressó. Nokkrar breytingar verða nú gerðar á innréttingum og boðið verður upp á fjölbreyttari veit- ingar en áður. Það er fyrirtækið Kaffí Hressó hf sem kaupir rekstur og aðstöðu af Hressingarskálanum hf. Aða- leigendur hins nýja fyrirtækis eru Richard Jónasson og Viðar Vil- hjálmsson ásamt eiginkonum sínum. Þær eru Guðrún Egilsdótt- ir, gift Richard og Rósa Stefáns- dóttir, gift Viðari. Hinir nýju eigendur ætla að breyta nokkuð rekstri veitinga- hússins. Þeir sögðu í samtali við Morgunblaðið að megináhersla verði lögð á að reka staðinn sem notalegt kaffihús, þó verður hægt að fá allar veitingar að kvöldinu. Á morgnana verður opnað kl. 8.00 virka daga og laugardaga, kl. 9.00 á sunnudögum. Þá verður fram- reiddur morgunverður. í hádeginu verður hægt að fá létta málsverði. Ekki verða vínveitingar að degin- um. Þeir hyggjast taka í notkun garð á baklóð hússins með vorinu SENDINEFND bandariskra öld- ungardeildarþingmanna mun hafa stutta viðdvöl á íslandi á laugardaginn á heimleið frá Austur-Evrópu. Meðal þing- mannanna er John Glenn, fyrr- verandi geimfari og forseta- frambjóðandi. Þingmennimir hafa verið í opin- berri heimsókn í Póllandi og Tékkó- og jafnframt verður boðið upp á hljómsveitarspil tvö kvöld í viku, fimmtudaga og sunnudaga. Innri sal verður lokað og mun hann taka um 100 manns í sæti. Þar verður hægt að fá inni fyrir hópa. Alls getur Café Hressó tekið um 200 manns í sæti og rúmlega 300 þeg- ar garðurinn er kominn í gagnið. slóvakíu. Samkvæmt upplýsingum Friðriks Brekkans blaðafulltrúa Menningarstofnunar Banda- ríknanna lendir flugvél þingmann- anna hér til að taka eldsneyti og á meðan munu þingmennimir snæða hádegisverð hjá bandaríska sendi- herranum og skoða Höfða, þar sem fundur Reagans og Gorbatsjofs var haldinn 1986. Þingmennimir dvelja hér í um það bil 5 klukkustundir. Bandarískir þing- menn í heimsókn Skákmót í Dortmund: VEÐURHORFUR í DAG, 7.4. 88 YFIRLIT í gær: Yfir Grænlandi er heldur vaxandi 1.033 mb hæð en yfir Vesturlandi er minnkandi lægðardrag. SPA: Á morgun veröur lægð fyrir vestan land og fer hún austur yfir landið til laugardags. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Hægviðri eða norðangola, skýjað með köflum og dálítið frost austanlands. Þykknar upp um vestanvert landið með suðaustanótt og hlýnar dólltið. Snjókoma og sfðar rtsauw ’EaÚGARDAG: Snýst í norðan- og norðaustanátt um land allt og kólnar í veðri. Snjókoma noröanlands en víðast þurrt syðra. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 'CjÁ Léttskýjað / / / / / / / Rigning Hátfskýjað / / / * / * Skýjað / * / * Slydda / * / fT\ Alskýjað # # # # # # # Snjókoma # # # 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V Él = Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuvaður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma httl voftur Akureyri 0 skýjaft Reykiavfk 2 snjóél Bergen 7 þoka Helainki 7 skýjaft Jan Mayen 4« skýjað Kaupmannah. 4 þokuruðningur Narsaarssuaq +12 lóttskýjaft Nuuk +9 skýjað Oaló 4 þokumófta Stokkhólmur 11 skýjaft Þórahöfn 8 skúrír Algarve 16 þokumóða Amaterdam 11 mlstur Aþena vantar Barcelona 16 skýjsð BerUn 12 mlstur Chlcago 8 rígnlng Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 16 lóttskýjað Glasgow 17 mistur Hamborg 7 mlstur Laa Palmaa 18 alskýjað London 11 hálfskýjað Los Angelea 14 helðskirt Lúxemborg 12 mistur Madrfd 13 ekýjað Malaga 18 hólfskýjað Mallorca 11 rignlng Montreal 4 alskýjað New York 10 lóttskýjað París 13 skýjað Róm 17 þokumóða Vfn 18 heiðskfrt Waahlngton 13 alskýjað Winnipeg vatrtar Vslencla vantar Helgi í 6.-7. sæti fyr- ir síðustu umferð HELGI Ólafsson er í 6-7. sæti ásamt Vlastimil Hort á skákmóti í Dortmund í Þýskalandi þegar einni umferð er ólokið. Helgi er með 5>/2 vinning af 10 en Sovét- maðurinn Smbat Lputjan er efst- ur með 7*/2 vinning. Helgi byrjaði mótið á að tapa fyrir Vereslav Eingom frá Sov- étríkjunum en náði sér síðan á strik og vann Curt Hansen frá Dan- mörku, Petar Popovic frá Júgó- slavíu og Lau frá Þýskalandi, alla með svörtu. Eftir 7 umferðir var Helgi í 3. sæti og tefldi þá við Lputj- an sem var í 2. sæti. Með sigri hefði Helgi átt góða möguleika á að vinna mótið og tefldi því til vinn- ings með svörtu en ofkeyrði sig og varð að gefa skákina. Fyrir sfðustu umferð er Lputjan með 7V2 vinning og Pinter frá Ungverjalandi og Kindermann frá Þýskalandi í 2-3. sæti með 6V2 vinning. Eingom er með 6 vinninga í 4. sæti og Helgi og Hort með 5V2 vinning eins og áður sagði. Helgi á í síðustu umferð að tefla við Þjóðveija, sem er neðstur á mótinu. Vinsæl grínmynd: Um 18.500 sýningar- gestir á einni viku KVIKMYNDIN „Þrír menn og barn“, sem frumsýnd var I Bíó- borginni og Bíóhöllinni 24. mars sfðastliðinn virðist ætla að ná miklum vinsældum hér á iandi, sem og annars staðar þar sem hún hefur verið sýnd, að því er Ingi Þór Thoroddsen, aðstoðar- framkvæmdastjóri f Bfóhöllinni, sagði f samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að fyrstu sýningar- vikuna hefðu 18.500 manns séð myndina, sem væri aðsóknarmet f þessum húsum og væru sýning- argestir fólk á öllum aidri. Ingi Þór sagði að myndin, sem á frummálinu heitir „Three men and a baby", hefði slegið öll aðsóknar- met í Bandaríkjunum og nú væru um 160 miHjónir dollarar komnir í innkomu á sýningum myndarinnar vestra, og búist við að innkoman yrði yfir 200 milljónir dollara. Evr- ópufnimsýning myndarinnar var hér á landi og daginn eftir var hún frumsýnd í Bretlandi og Finnlandi, þar sem hún hefur einnig hlotið mjög góðar viðtökur, að sögn Inga Þórs. Myndin fjallar um þijá pipar- sveina sem taka að sér uppeldi ungbams, sem skilið var eftir á tröppunum hjá þeim. Einn þeirra er reyndar faðir bamsins, en móðir þess hafði ekki treyst sér til að annast uppeldið. Myndin fjallar síðan um hvemig þeim félögum gengur við bleyjuskiptin og annað sem fylgir uppeldi ungbama. Þekktir leikarar fara með hlutverk piparsveinanna, þeir Tom Selleck, sem þekktur er úr sjónvarpsmynda- flokknum „Magnum", Steve Gutt- enberg úr „Lögregluskólamyndun- um“ og Ted Danson, sem margir þeklg'a úr sjónvarpsmyndaflokkn- um „Staupasteinn". Leikstjóri er Leonard Nimoy, sem gat sér m.a. frægð í hlutverki Dr. Spock í „Star Trek“. Heilbrigðis- ráðherra 1 kynnisferð til Búlgaríu GUÐMUNDUR Bjaraason heil- brigðisráðherra var nýlega f kynnlsferð f Búlgarfu f boði Bal- kantourist, rfkisfyrirtækis sem sér um alhliða ferðaþjónustu f Búlgarfu, til að skoða hveraig ferðamannaþjónusta og rekstur endurhæfingarstöðva og heilsu- ræktar tengjast þar. Með Guð- mundi f ferðinni voru Finnur Ing- ólfsson aðstoðarmaður hans og Davfð Á. Gunnarsson forsljóri rfkisspftalanna. Guðmundur sagði að þessi ferð hefði verið mjög fróðleg og það væri þess virði að skoða hvort hægt sé að veita einhvetja heilbrigðisþjónustu hér sem ekki ætti beinlínis heima á sjúkrahúsum. Slíkt yrði þó varla á döfinni í bráð og varla kæmi heldur til á þessu stigi að íslendingar færu að senda sjúklinga til Búlgaríu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.