Morgunblaðið - 07.04.1988, Page 18

Morgunblaðið - 07.04.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Páskabréf til Jóns Bald- vins Hannibalssonar frá Bjama Ólafssyni Ég þakka svar þitt frá 29. mars og verð enn að grípa til tölvunnar og svara þér aftur. Þú gefur mér tilefni til þess, bæði með beinni spumingu og svo með grófum að- dróttunum um störf kennara, sem sýna að verstu grunsemdir sem ég lét í ljós í mínu bréfi frá 23. mars voru á rökum reistar. Ég ætla ekki að elta ólar við þá hluta svarbréfs þíns sem eru augljóslega komnir beint frá Indriða H. Þorlákssyni, meðallaunaútreikningana góðu, sem verða ekki hótinu sanngjamara málsskjal þótt þið félagar endurtak- ið þá við öll tækifæri. Ég ætla hins vegar að snúa mér að tveimur atrið- um bréfs þín ssem grípa á efni sem ætti að varða allan almenning en eru ekki aðeins sérmál kennara og ykkar Indriða. Fyrra atriðið er spuming þín sem mér sýnist einkum eiga við fram- haldsskólakennara: „Er það þitt mat að þeir séu verri eða verr menntaðir en áður var ...?“ Hér er mér nokkur vandi á höndum því að ýmsar forsendur vantar til að hægt sé að sanna neitt um þessi efni. T.d. er spumingin loðin. Hvað áttu við með áður? Og það er erfítt að bera saman framhaldsskólakerfið nú og það sem var þegar við útskrif- uðumst úr menntaskóla. Þá gátu menn aðeins orðið stúdentar í fjór- um skólum á landinu en í Reykjavík einni veita nú sjö skólar þessi rétt- indi. „Menntasprengingin mikla“ sem varð fyrir rúmum áratug breyt- ir öllum viðmiðunum. En á grund- velli aukinnar menntunar íslendinga á síðustu áratugum treysti ég mér þó til að fullyrða að kennarar hafí dregist aftur úr öðrum stéttum. Þeir sem leggja á sig langskólanám koma nú síður til kennslu en „áður var“ því að yfirvöld skólamála hafa ekki viljað keppa við hinn almenna vinnumarkað um krafta þeirra en undan því kvartaðir þú sárast í þing- ræðunni 1985. Það er öruggt að mun færri framhaldsskólakennarar hlutfallslega hafa nú kandídatspróf (5—6 ára háskólanám) en þegar ég „Nú siturðu handan við borðið og nýtir þér út- reikninga um yf irvinnu sem að dómi yf irvalda menntamála fyrir ára- tug var svo mikil að lagt var blátt bann við henni.“ hóf kennslu um 1970. En sé nú sleppt öllum samanburði og aðeins hugsað um hve stórt hlutfall fram- haldsskólakennara hafi yfirleitt réttindi til kennslu (og þau byggja á menntun eins og allir vita) sitja ekki allir landshlutar við sama borð fremur en fyrri daginn. I Reykjavík hafa þrír af hveijum fjórum full kennsluréttindi en á Vestfjörðum aðeins 40% kennaranna. Það ættir þú að þekkja af eigin raun. Er rétt- indamálum annarra embættis- manna ríkisins þar vestra eins hátt- Bjarni Ólafsson að; presta, lækna, sýslumanna? Þá er ég kominn að síðara atriði svarbréfs þíns sem ég ætla að gera að umtalsefni og það er klausa sem ég las þrisvar áður en ég trúði mínum eigin augum. Mörgum öðr- um hefur farið eins og mér og hún var tilefni þess að stjóm Hins íslenska kennarafélags ályktaði á stjómarfundi 29. mars sl. að skrif af þessu tagi séu „í raun bein til- mæli til kennara um að sinna ekki skyldustörfum sínum" og verð ég að taka þessa klausu þína orðrétta hér upp: „Kennari með meðaltekjur og fulla kennsluskyldu nær þeim með þvi að kenna um 35 kennslu- stundir á viku i 26 vikur á ári og sjá um að prófa nemendur sína. Með bærilegu skipulagi er hægt að ljúka skóladeginum með yfirvinnunni um kl. 14 að jafn- aði. Hætt er við að þetta vinnu- álag sé talið mismikið eftir því hver metur, t.d. kennarinn sjálfur eða sá sem stendur við færiband í fiskverkunarhúsi 48 vikur á ári.“ Hér er svo margt athyglisvert að spumingamar hrannast upp. Ertu með þessu að segja kennurum að þeir eigi að ganga út úr skólunum kl. 14 á hvetjum degi eftir að að hafa unnið alla sína dagvinnu og yfírvinnu og þurfi ekki að gera ann- að en hlakka til að koma úthvíldir næsta dag kl. 8 og taka til við þetta lítilfjörlega og létta starf að nýju? Var það þetta sem þú meintir þegar þú varst að hóa í lætin og tókst málstað kennara á Alþingi 1985? Gerðirðu aðeins þessar kröfur til kennaraliðs þíns^ þegar þú varst skólameistari á ísafirði? Sinntirðu kennslu með þessu hugarfari árum saman í Hagaskóla? Og það er meira blóð í kúnni. Mér þykir gráglettin tilviljun að þú skulir benda á að til þess að ná „meðaltekjum" þurfí að kenna 35 kennslustundir á viku. Ætlun þín er greinilega að lesendur trúi því að kennslustundir megi hér kalla vinnustundir. Það vill svo til að fyr- ir einum 10 árum setti menntamála- ráðuneytið „þak“ á yfirvinnu kenn- ara í framhaldsskólum og bannaði að þeir kenndu meira en 35 kennslu- stundir á viku. Ég a.m.k. taldi að þetta væri viðleitni ráðuneytisins til þess að tryggja gæði kennslu. Svona mikil }rfirvinna kennara er aldrei leyfð í nágrannalöndum okkar. í samningum við HlK 1987 var meira að segja reynt að stemma stigu við hömlulausri yfirvinnu með því að ekki er greiddur fullur yfirvinnu- taxti fyrir kennslu umfram 35 kennslustundir á viku. En Ragn- hildur Helgadóttir fyrrverandi menntamálaráðherra afnam yfir- vinnuþakið á sinni tíð og lét í veðri vaka að með því ætti að fara að prófa eitthvað nýtt! Síðan hefur yfir- vinna orðið eina leið kennara til að ná mannsæmandi launum og gamla þakið, 35 kennslustundir á viku, er meðaltal ykkar Indriða sem þú reyndir að telja fólki trú um að sé lafhægt að ná! Ef núverandi menntamálaráðherra hefur metnað fyrir hönd síns ráðuneytis og gerir ákveðnar kröfur um gæði þeirrar kennslu sem skólar í landinu veita, hlýtur hann að veita þér of- anígjöf fyrir svo ábyrgðarlaust tal sem miðar að því að rýra gildi menntunar. Nema hann yppi öxlum og segi: „Ja, hann Jón Baldvin seg- ir nú svo margt!“ í tilvitnuðu klausunni læturðu líka að því liggja að kennarar vinni aðeins hálft árið og „sjái svo um að prófa nemendur sína“. Þáttur kennara í gerð námsefnis, undirbún- ingi, endurmenntun, stjómun og skipulagsvinnu er hér ekki nefndur. Um svona málflutning þarf ekki mörg orð en þó má spyija hverjum hann sé ætlaður. Átti þetta að vera eitthvert svar til mín sem spurði hvort þú hefðir meint það sem þú sagðir fyrir þremur árum? Eða er þetta til upplýsingar handa kennur- um um hvaða kröfur ríkisstjórnin geri til þeirra og menntunar á ís- landi? Kannski er þetta fræðsla til þeirra sem standa „við færiband í fiskverkunarhúsi í 48 vikur á ári.“ Þá er ástæða til að óska þeim til hamingju með stuðninginn og vona að hann rejmist þeim haldgóður! Ég held að almenningur geti ekki láð mé það þótt mér finnist að með svari þínu hafirðu sýnt að samúð þín með málstað kennara 1985 hafi ekki rist djúpt. Hjartnæmar sögur um frábæra kennara sem einka- markaðurinn var að kaupa út úr skólunum voru sagðar til þess eins að þingmaðurinn Jón Baldvin fengi tækifæri til að baða sig í fjölmiðla- birtunni og áskoranir til ríkisvalds- ins að þekkja nú sinn vitjunartíma voru látnar flakka í trausti þess að þær þyrftu aldrei að kosta neitt. Þingpallar voru fullir af áhorfendum og sjónvarpsvélamar suðuðu. Nú siturðu handan við borðið og nýt- ir þér útreikninga um yfirvinnu sem að dómi yfirvalda mennta- mála fyrir áratug var svo mikil að lagt var blátt bann við henni. Þótt kennarar hrekist úr kennslu kallarðu það með orðalagi fijáls- hyggjumanna aðeins „hreyfan- leika á vinnuafli og ekki óeðli- legt.“ Almenn orð þín um að auðvit- að verði „menn að komast að sann- gjamri niðurstöðu" verða varla tek- in mjög hátíðlega því að af grein þinni verður ekki annað skilið en að þú sért að semja við amlóða, landeyður og frekjuhunda í áróð- ursstríði. Eina „sanngjama" niður- staðan sem slíkt fólk má búast við er að verða knésett. RáSgjðfá reyklausum degi • í dag verður Krabbameinsfélagið með ráðgjöf á veitingastaðnum Lækjarbrekku fyrir þá, sem hafa hug á að hætta að reykja. • Opiðverðurfrá kl. 12.00-18.00, en kl. 15.00 og 17.15 verða sérstakir fyrirlestrar um efnið. # Sýndar verða myndir um reykingar, skaðsemi þeirra og skoplegar hliðar. # Hægt verður að skrá sig á biðlista fyrir sum- arnámskeið Krabbameinsfélagsins í reykbindindi. Krabbameinsfélagið. W ^ WBM DANSNÝJUNG KOLLU HVERFISGATA 46 Ný meiriháttar 6 vikna vornámskeið að hefjast. Allt nýjir dansar og spor frá Tommie og Martin. Höfundur er framhaldsskólakenn- ari. 7-9 ára 10-12 ára unglingar Innritun hafin kl. 13-18 f síma 621088. Afhending skírteina á Hverfisgötu 46, laugardaginn 9. apríl, kl. 14-18. Kennsla byrjar mánudaginn 11. apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.