Morgunblaðið - 07.04.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.04.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Minning: GunnarM. Magnúss kennari og rithöfundur Mikill öldungur er nú að velli lagður, Gunnar M. Magnúss rithöf- undur, sem fæddist vestur á Flat- eyri við Önundarfjörð rétt fyrir síðustu aldamót, en var ættaður af Suðurlandi og úr Borgarfjarðar- sýslu. Hann lifði bemsku- og æsku- ár sín á Flateyri og á Suðureyri við Súgandafjörð, og líklega hefur hann mótast af vestfírskri hörku og seiglu og því viðhorfi að láta aldrei bugast í lífsbaráttunni, því mjög minnti hann mig á suma Vestfírð- inga sem ég hef kynnst og mér hafa þótt einstakir að þessu leyti, en kunnara en frá þurfí að segja, að lífsbaráttan var hörð á Vest- fjörðum. Ég minnist þess, að fyrir all- nokkrum árum hlaut Gunnar fótar- meiðsli og varð óvinnufær um skeið, en þá var hann að vinna að bókinni um Magnús á Grund, og ekki gat hann beðið eftir að losna við reifam- ar áður en hann færi norður í Eyja- fjörð og að Gmnd til að afla sér upplýsinga, en ég hitti hann á Akur- eyri glaðan og fullan af áhuga, en á einum fæti, því ekki mátti hann stíga í reifaða fótinn. Slíkar bækur sem ævisögu Magnúsar á Gmnd, bóndans og kaupmannsins sem lét byggja stór- fenglegustu bændakirkju á Islandi, setti Gunnar M. Magnúss saman eftir pöntun á efri ámm, því fyrir þær fékk hann sæmilega þóknun, að því er skilja mátti á honum, en frá öðmm aðilum einsog Launasjóði rithöfunda (eftir að sá sjóður kom til sögunnar) átti hann sér litla von. Hann hafði skrifað mörg og merki- leg verk áður en hann hóf að skrifa ævisögur, en var til dauðadags van- metinn höfundur, ef til vill sökum þess að hann skrifaði bamabækur. Það var helsta framlag hans til íslenskrar sagnagerðar, en þær bækur vom ekki neitt venjulegt markaðsmor, heldur bækur sem vom greinilega skrifaðar af ást á bömum og fullorðnum og ást á íslenskri tungu, tilfinningu fyrir kímni, fegurð og kærleika, skilningi á mannssálinni. Gagnrýnendur nú- tímans skrifa lofsamlega mjög um flestar þær bamabækur eftir íslenska höfunda sem gefnar hafa verið út á sfðari ámm, og er ekki nema gott að höfundar njóti verka sinna. En hvílíkur samanburður, ef út í það væri farið? Hversu §arlægt var það ekki Gunnari M. Magnúss að ímynda sér, að hann þyrfti að skrifa á einhveiju máli sem böm eða unglingar gætu skilið af þvi að það væri þeirra mál, einsog sum- MWfríti* í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI ir halda nú á tímum, einhveiju tíma- bundnu tískumáli sem böm og ungl- ingar kunna að temja sér. Hann þurfti þess ekki. Hæfileikar hans vora meiri en svo. Böm urðu hug- fangin af sögum hans ekki síður fyrir það, þótt hann legði sig í fram- króka að skrifa góða íslensku. Hann var sjálfur bamakennari og þannig hófst bamabókaferill hans, en að vera bamakennari var á þeim ámm trygging fyrir því að menn leituðust við að vanda málfar sitt og fara eins fagurlega með íslenska tungu og þeir höfðu kunn- áttu til. Skólamenn þeirrar tíðar vom menn ungmennafélagshreyf- ingarinnar og höfðu mótast af hug- sjóninni um fijálst ísland, fegmn íslenskrar tungu, heilbrigt lífemi, frelsi kúgaðra þjóða. Af þessu var Gunnar M. Magnúss mótaður jafn- framt því að vera alinn upp við kristilega guðrækni, og ýmsu mætti að sjálfsögðu við slíka upptalningu bæta, ef grannt væri skoðað. Bamabækur Gunnars M. Magn- úss eiga heima meðal sígildra verka á íslenskri tungu og ættu að vera til á hveiju heimili: Bömin frá Víði- gerði, Við skulum halda á Skaga, Suður heiðar, Bærinn á ströndinni, Undir bláum seglum, Reykjavíkur- böm, og hvar á að flokka Óla pramma? Sú bók er jafnvcl fremur fyrir fullorðna en böm, enda hafði höfundur þau viðhorf að menn ættu helst ekki að skrifa sérstakar bamabækur, heldur bækur fyrir böm og fullorðna. Gunnar M. Magnúss fæddist 1898 í litlu sjávarþorpi og kynntist í uppvextinum þvi sem þá hét að vinna fyrir nauðþurftum eftir því sem kraftar dugðu. En þegar Gunn- ari óx fískur um hrygg vestur á Fjörðum, fór hann suður til að mennta sig í skóla, þá kominn nokk- uð yfír tvítugt. Hann fór í Kennara- skólann í Reykjavík og útskrifaðist úr honum 1929. Ég held megi segja, að á þeim tíma hafi kennarapróf gengið næst stúdentsprófí í augum fólks, en var þó meira að því leyti, að það gaf réttindi til ákveðinnar starfsgrein- ar, kennslu í bama- og unglinga- skólum. Gunnar M. Magnúss varð kennari í Austurbæjarskólanum í Reykjavík að loknu kennaraprófí. Hann var síðan við fulla kennslu í sautján ár, en stundaði kennslu lengur, án þess að vera í föstu starfi. Þótt Gunnar skrifaði bamabækur á kennaraámm sínum, skrifaði hann einnig bækur sem fremur vom ætlaðar fullorðnum, smásögur og skáldsögur. Saga Gunnars M. Magnúss er þó meiri en sú, að hann hafi skrifað þau verk sem hér að framan er um getið. Fáir íslenskir höfundar hafa verið afkastameiri. Hann tók sér það fyrir hendur á striðsámnum og að stríði loknu að skrá sögu stríðsáranna á íslandi, þ.e. frá 10. maí 1940, þegar breskt herlið steig hér á land, og þar til styrjöldinni var lokið. Þetta var merkileg hug- mynd og nánast furðulegt, að slíkt skuli hafa gerst hér uppi á íslandi, að sagan skyldi þannig vera skráð næstum jafnharðan og hún gerðist. Nokkmm ámm síðar hélt höfundur- inn áfram að bæta við söguna. Rit sitt um árin sem ísland var herset- ið í síðari heimsstyrjöldinni nefndi Gunnar Virkið í norðri, og er það þeim mun ótrúlegra stórvirki þegar þess er gætt, að höfundur var í öðm starfí þegar hann hóf verkið, var bamakennari og að auki rit- stjóri Útvarpstíðinda ásamt Jóni skáldi úr Vör. Ævistarf Gunnars M. Magnúss var þó meira en hér er frá sagt. Lífskraftur hans var með ólíkind- um. Hann rak bókabúð í átta ár. Hann var ritstjóri íþróttablaðs um skeið. Hann tók þátt í félagsstörfum rithöfunda. Hann skrifaði sögulega leikþætti og heil leikrit fyrir útvarp og sjónvarp. Fjöldi bóka hans er meiri en ég kann upp að telja. En auk þess lét hann ekki sitt eftir liggja í baráttu fyrir fijálsu íslandi og herlausu. Hann var mikill sósíalisti, þegar ég kynntist honum, og hann linað- ist aldrei í trú sinni á jöfnuð og bræðralag meðal manna. Þegar sýnt var eftir heimsstyijöldina síðari, að Bandaríkjamenn mundu ekki fara með her sinn burt af ís- landi að stríði loknu, eins og heitið hafði verið, var hér urgur í mörg- um, og þá stofnaði Gunnar M. Magnúss samtök sem hann nefndi Gegn her í landi. Þetta framtak Gunnars gerði gagn á sinni tíð, vakti menn til að hafast eitthvað að og leggja ekki árar í bát. Seinna urðu svo til Samtök hemámsand- stæðinga. Síðari ár ævi sinnar var Gunnar M. Magnúss atvinnurithöfundur og skrifaði um æði margvísleg efni, til dæmis dulfræði, þar sem var bókin um völvu Suðumesja. Og ævinlega fékk hann marga lesendur. Hann skrifaði bók um Reykjavík, hann skrifaði sögu Alþýðusambands ís- lands, hann skrifaði bók um Sig- valda Kaldalóns, svo eitthvað sé nefnt. En ef hér ætti að skrifa rækilega um Gunnar, tæki það fleiri síður en hér verða undir lagðar. Hann var húmanisti og valdi sér efnivið í samræmi við það, ekki tóma markaðsvöm, heldur eitthvað sem skipti máli. En hann komst aldrei á þann pall hjá ríkisnefndar- mönnum, að hann hlyti heiðurslaun. Má vera að störf hans verði síðar verkefni fyrir bókmenntafræðinga í Háskóla íslands. Hann var rúmliggjandi síðustu árin á dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi, lamaður, en gat þó talað og lengst af setið í hjólastól meðan honum var hjálpað að matast. Blindur var hann orðinn, en sá mun dags og nætur. Heymin fór smám saman, svo hann hætti að geta hlustað á útvarp. En aldrei kom æðraorð út fyrir hans varir. Hann var þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir hann og glaður ef hann heyrði raddir gamalla vina. Þannig kvaddi hann þennan heim án þess að glata nokkm sinni tengslum við líf sitt og skáldskap. Jón Óskar Ég bíð eftir vori í brekkunni minni því bærinn er lítill og þröngt finnst mér inni. A sólgeislavængjum úr suðrinu hlýju er sumarið komið og heilsar að nýju. í dag er ég konungur dýrlegra halla nú dregur mig þráin til íslenskra fyalla. Heiðloftið bládjúpa huga minn seiðir og háQöllin benda á ókunnar leiðir. (Skólaljóð) Þessi erindi eftir Gunnar komu í huga minn er ég heyrði lát hans. Hann var einn af þessum vormönn- um sem fundu hjá sér köllun til að taka þátt í menntun og uppeldi íslenskrar æsku, hann var mann- vinur og vann verk sín af heitu hjarta. Bamabækur Gunnars s.s. Fiðr- ildi, Brekkur, Bömin frá Víðigerði, Við skulum halda á Skaga, Suður heiðar o.s.frv. vom í áratugi lesnar spjaldanna á milli af bömum- þessa lands. Ifyrir nokkmm ámm var mér falið að lesa efni eftir Gunnar í bamatíma Ríkisútvarpsins, Gunnar valdi sjálfur efnið sem var sögur úr bók hans „Reykjavíkurbörn". Þama segir hann: „... em sannar sögur frá ámnum 1930 til 1947 er ég kenndi í Austurbæjarskólanum í Reykjavík." Við lestur þessarar bókar lukust upp augu mín fyrir því hvað eðlis- kostir Gunnars sem kennara vom ríkir, hann hafði á valdi sínu og vissi, að gæfa nemandans og kenn- arans var í því fólgin að hægt var að beita fleiri en einni kennsluað- ferð til að ná árangri. Gunnar var vinur foreldra minna, en hann var kvæntur Kristínu Eiríksdóttur föðursystur minni. Það kom því af sjálfu sér að hann varð vinur okkar systkina og síðar bama minna. Gunnar fluttii með foreldmm sínum bam að aldri til Suðureyrar í Súgandafírði og dvaldi þar sín æsku- og unglingsár. í nokkur sumur höfðu þau Kristín þann sið að vitja æskustöðvanna á sumrin með drengina sína þijá. Þau bjuggu þá í húsi Kristjáns föður- bróður en Gunnar stundaði þá gjaman færafískirí á báti föður míns eða einhvers annars sem gerði út á slíkar veiðar yfír sumartímann. Þetta var áður en Gunnar tók sig upp með fjölskyldu sína og sigldi til Kaupmannahafnar til framhalds- náms í kennslufræðum. Við bömin biðum ávallt komu þeirra með eftirvæntingu eins og farfuglanna. Gunnar og Kristín fluttu alltaf með _sér einhveija hátíðastemmningu. A sunnudögum var farið í skógarferðir að tína ber, eða gengið upp í fjall að skoða hrafnshreiður — kannski líka róið yfír að Langodda til að tína skeljar og baða sig í sjónum, eða gengið út í Staðardal á fund sr. Halldórs Kolbeins prests og fræðimanns, og þeir Gunnar æfðu sig í að tala sam- an esperanto. Þau Gunnar og Kristín eignuðust þijá syni eins og áður er minnst á, en Kristín lést 11. nóvember 1970, elstur er Magnús vélvirki og listmálari, þá Gylfi Snær, mikill afreksmaður í íþróttum á ungl- ingsámm en hann lést frá konu og þrem ungum bömum 14. febrúar 1967. í tilefni af fráfalli Gylfa sendi Ásta Sigurðardóttir rithöfundur Gunnari eftirfarandi ljóð sem hún nefndi „Perluskel". Á meðan bárur bijóta Ijósann fald menn bera perluskeljar upp á sand úr biáa djúpsins ótæmandi skál. Þeir hafa sigrað hafsins vald og höndum traustum færa á land þá dýrð er perla tendrar litabál. En djúpt í þaraskógum skín þín skel í skugga bak við kaldan hijúfan stein hún geymir ævintýris undraljóð hún elskar vorsins fagra hvel hún bíður himins birtu ein - þá bláir heimar fýllast sólarglóð. Sú granna' hönd er klýfur sævarhjúp í hafsins rökkri snart við þér. Eitt augnablik þú lýstir lagardjúp. Svo lukti skelin sér. Yngstur bræðranna er Gunn- steinn læknir í Kópavogi og hefur hann og hans góða eiginkona vakað yfir velferð Gunnars síðustu árin. Bamaböm Gunnars og Kristínar em 10 og þar hefur gagnkvæm ást og virðing ríkt milli hins aldur- hnigna og æskunnar. Eg kveð Gunnar með þakklæti fyrir allt það góða sem frá honum hefur komið. Guðrún G. Jónsdóttir (Edda) Kveðja frá Rithöfunda- sambandinu Það em rétt sextíu ár frá því heiðursfélagi okkar, Gunnar M. Magnúss, hóf rithöfundarferil sinn með smásagnasafninu Fiðrildi. Það vill svo til að sama ár var Bandalag íslenskra listamanna stofnað og var Rithöfundadeild þess fyrsti vísir að heildarsamtökum íslenskra rithöf- unda. Eftir því sem ég kemst næst var Gunnar M. Magnúss einn af stofnfélögunum og er þá aðeins einn þeirra á lífi, Halldór Laxness. Það er skemmtilegt að þetta skyldi bera upp á sama árið því Gunnar var ötull á báðum þessum sviðum, þ.e. ritstarfa og félagsmála. Listinn er Iangur á félagsmálasviðinu en í þessari stuttu kveðju læt ég nægja að nefna að hann sat í stjóm Rithöf- undafélags íslands frá 1950—60 og var formaður Félags leikritahöf- unda 1963—1970. Hann var enn- fremur stofnandi og fyrsti formaður Stéttarfélags kennara í Reykjavík en kennaraprófi lauk hann ári áður en fyrsta bók hans kom út á fyrr- nefndu ári 1928. Enda þótt félagsstörf og fleira þess háttar sé gott og gilt em það ritstörf Gunnars sem vissulega munu halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Rithöfundarferill hans var kringum sextíu ár og útgefín verk hans slaga upp í að vera jafn mörg. Með þessum kveðjuorðum er ekki ætlunin að gera grein fyrir þessu stórkostlega æviverki en það mætti benda á nokkur atriði sem hugsanlega verða meðal þess sem hæst ber þegar menn fara að meta ritstörf Gunnars síðar meir. Það má benda á hlutverk hans sem skrásetjara í víðtækustu og göfugustu merkingu þess orðs, rit- höfundarins sem byggir á ríkri þjóð- legri hefð að færa frásagnir af mönnum og atburðum í letur. Þessi mikilvægi þáttur rithöfundarstarfs Gunnars hefur fært okkur af- bragðsverk og má nefna ævisögu Magnúsar Hj. Magnússonar, Skáld- ið á Þröm, og þá ekki síður Virkið í norðri. Það verk í þremur bindum er mesta samtímaheimild um ísland á dögum síðari heimsstyijaldarinn- ar og er sama hvort litið er á gæði eða magn en verkið er um 1250 síður í stóra broti með 1400 ljós- myndum í síðustu útgáfu þess. Þetta rit er einfaldlega gmndvallar- rit um einhveija mestu umbrota- tíma í sögu þjóðarinnar. Verkið er einkar læsilegt og raunar spennandi og miðlar bæði staðreyndurri og sterkum bæjarlífs- og þjóðlífsmynd- um, persónulegum frásögnum og heildarmynd af atburðum. Ég tek hér Virkið í norðri sem dæmi um mjög mikilvægt verk Gunnars en auðvitað mætti minnast á mörg önnur, bæði frásagnir og skáldsögur, og ekki síður leikrit eins og til dæmis í múmum (1964). En mig langar til þess að minnast á vettvang þar sem Gunnar vann ótvírætt brautryðjendastarf og það var í ritun bama- og unglingabóka. Fyrstu bók þeirrar tegundar sendi hann frá sér upp úr 1930 og skrif- aði síðan fjölda slíkra bóka. Lengi var vanmetið starf þeirra sem skrif- uðu raunvemlegar bókmenntir fyrir böm og unglinga. Kannski er það að einhveiju leyti vanmetið ennþá. En hvað er mikilvægara en þessir tengiliðir sem tengja nýja kynslóð við sagnagleðina? Á síðustu ámm hafa menn sívaxandi réttmætar áhyggjur af minnkandi lestrar- áhuga bama og unglinga og þá er ekki seinna vænna en meta áður- nefnda tengiliði. Þetta brautryðj- endastarf myndi nægja til að halda nafni Gunnars M. Magnúss á lofti. Sama er að segja um Virkið í norðri. Hans yrði minnst þó hann hefði skrifað það verk eitt. En verk hans vom yfir fimmtíu! Rithöfundasamband íslands kveður heiðursfélaga sinn með söknuði og samhryggist fjölskyldu hans og vinum. F.h. Rithöfundasambands íslands, Sigurður Pálsson formaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.