Morgunblaðið - 07.04.1988, Page 23

Morgunblaðið - 07.04.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 23 Verðhækkun á lagmeti til Sovét 13 til 24% LUXEMBORG r? / Alls selt fyrir 234 milljónir á þessu ári SÖLUSTOFNUN lagmetis og sovézka fyrirtækið Sovryblot undirrituðu í lok síðustu viku samning um kaup Sovétmanna á niðursoðnum og niðurlögðum sjávarafurðum. Samið var um sölu afurða að verðmæti 234 milljónir króna. Það er yfir hærri mörkum í sammasamn- ingi um viðskipti fslands og Sov- étrikjanna. Þær vörur, sem samið var um, eru gaffalbitar, físklifur, kryddsíld- arflök, léttreykt síldarflök og reykt síld í lofttæmdum umbúðum. Vam- ingur þessi verður framleiddur hjá K. Jónssyni og Co. á Akureyri, Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga á Homafírði, Norðurstjörnunni í Hafnarfirði, Lifrarsamlagi Vest- mannaeyja, Hik á Húsavík, Pól- stjömunni á Dalvík og Egilssíld í Siglufirði. Undirtektir Sovétmanna fyrir auknum lagmetiskaupum voru já- kvæðar samkvæmt upplýsingum SL, enda juku þeir fjárveitingar til kaupanna um 22% frá fyrra ári talið í Bandaríkjadölum. Verð hækkaði einnig um 13 til 24% í dölum talið, en reykt Egilssíld er ný vörutegund í þessum viðskipt- um. Nú eru liðin 25 ár frá því að útflutningur á lagmeti hófst héðan til Sovétríkjanna. Hann hófst með útflutningi á niðurlagðri síld frá Frá undirritun samninganna. K. Jónssjmi og Co. á Akureyri árið 1963. Þeir, sem önnuðust samninga- viðræðumar að þessu sinni af hálfu Sölustofnunar, voru Theodór S. Halldórsson, framkvæmdastjóri SL, Kristján Jónsson, forstjóri K. Jónsson og Co. og Garðar Sverris- son, forstöðumaður tæknideildar SL. Hákon Arnason formað- ur Lögmannafélagsins AÐALFUNDUR Lögmannafé- lags íslands 1988 var haldinn 25. mars sl. Formaður var kjörinn Hákon Árnason hrl. og aðrir í stjórn eru Gunnar Guðmundsson hdl., Pétur Guðmundarson hrl., Sveinn Haukur Valdimarsson hrl. og Viðar Már Matthíasson hrl. Framkvæmdastjóri er Haf- þór Ingi Jónsson hdl. Félagsmenn eru nú alls 305. Þar af eru u.þ.b. 190 sem hafa lög- mannsstörf að aðalstarfí. Af félags- mönnum er 121 hæstaréttarlög- maður og 184 héraðsdómslögmenn. Heiðursfélagar eru hæstaréttarlög- mennimir Agúst Fjeldsted og Egill Sigurgeirsson. FLUGLEIÐIR -fyrirþíg- Tvær góðar þvottavélarfrá SIEMENS í nýju pokunum verður poppið meira og betra og við treystum því að örbylgupopparar verði ánægðir með árangurinn. Þetta örbylgjupopp er nú einnig til í ódýrari pakkningum, - prófaðu. ÍSLENSKA ÖRBYLGJUPOPPIÐ er SUPER POP, gæða popp-maís sem hefur 30 - falda poppun. Það er pottþétt fyrir alla sem stefna að frægð og frama í "poppheiminum". Örbylgjupoppið átti við örðugleika að stríða í upphafi, örbylgjupokamir vom ekki nógu góðir. Nú er það komið í nýja og betri örbylgjupoka. Góð og hagkvæm þvottavél • 18 þvottakerfi. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. O Vinduhraði 600 og 800 sn./mín. • íslenskir leiðarvísar. • Þurrkari fáanlegur með sama útliti. WV 2760 Kjörgripur handa hinum vandlátu • Fjöldi þvottakerfa. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. • Áfangaþeytivinding. Mesti vinduhraði 1200 sn./mín. • Hagkvæmnihnappur. • íslenskir leiðarvísar. WV 5830 Hjá SIEMENS eru gæði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 MICROSOFT HUGBÚNAÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.