Morgunblaðið - 07.04.1988, Page 45

Morgunblaðið - 07.04.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1988 45 Minning: Guðrún Sigurjóns- dóttir Ytri-Á Fædd 1. apríl 1905 Dáin 28. mars 1988 Hinn 1. apríl 1905 kom lítil stúlka í þennan heim. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Jónsdóttir og Sigurjón Jónsson ábúendur á jörð- inni Móafelli í Fljótum í Skagafirði. Þessi litla stúlka, sem við skírn hlaut nafnið Guðrún, var fyrsta bam þeirra hjóna. Síðar eignaðist hún þijú systkini, Kristínú, sem búsett er á Akureyri, Jón, sem lést fyrir tveimur árum, og Jóhann, sem á heima í Reykjavík. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum en þau bjuggu á ýmsum bæjum í Skagafirði auk Móafells, m.a. í Háakoti í Fljótum og í Litlu- Brekku á Höfðaströnd. Hlutskipti Guðrúnar á uppvaxt- arárunum var svipað og þá var hvað algengast í sveitum á Islandi. Á unga aldri byrjaði hún að hjálpa foreldrum sínum við hin fjölbreyttu störf úti og inni eftir því sem getan leyfði og fljótlega eftir ferminguna gerðist hún vinnukona í Skagafirð- inum. Þannig studdi hún foreldra sína í strangri lífsbaráttu og undirbjó sjálfa sig til þess að takast á við og leysa lífsstarf sitt. Þegar Guðrún var á 17. árinu fór hún sem vinnukona að Ytri-Á í Ólafsfirði til Mundínu Þorláksdóttur og Finns Bjömssonar. Þessi för Guðrúnar að Ytri-Á varð henni mikil örlagaför því þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Antoni Bjömssyni, sem var bróðir Finns húsbónda hennar. Þau Anton og Guðrún giftust árið 1926 og hófu búskap á Ytri-Á, fyrst í sambýli við foreldra Antons og Finn og Mundínu en síðar bjuggu þau félagsbúi með Finni og Mundínu um á/atuga skeið. Jörðin Ytri-Á liggur að sjó nyrst við Ólafsfjörð vestanverðan. Gras- nytjar eru þar fremur litlar en stutt að sækja á fiskimið. Kom það sér vel því að marga munna þurfti að seðja er á búskapinn leið og bömun- um fjölgaði. Þau Anton og Guðrún eignuðust 10 böm en Finnur og Mundína 20. Böm Antons og Guðrúnar em: Armann, hann er kvæntur Önnu Jónsdóttur, Konráð, sem kvæntur er Brynhildi Einarsdóttur, Helgi, hans kona er Júlía Hannesdóttir, Kristín, sem er gift Jóhanni Alex- anderssyni, Gísli, hans kona er Guðrún Hannesdóttir, Sigurjón, sem kvæntur er Sesselju Friðriks- dóttur, Matthildur, hennar maður er Jón Sigurðsson, Ingibjörg, sem gift er Ingimar Númasyni og Hilm- ar, sem kvæntur er Helgu Guðna- dóttur. Einn son, Sigurjón, misstu þau þegar hann var á 4. áiri. Eins og nærri má geta hafa hús- freyjumar á Ytri-Á haft ærin verk að vinna. Auk þess að sjá um stór- an bamahóp þurfti að sinna fjöl- mörgum öðmm störfum. Slægjulönd á Ytri-Á vom lítil eins og áður er nefnt og því þurfti að sækja heyskap á aðrar jarðir, oft um langan veg. Samgöngu- tæknin var þá ekki slík að hægt væri að fara daglega á milli. Því þurfti heyskaparfólkið að hafast við í tjöldum þann tíma sem þessi hluti heyannanna stóð yfir. Ekki varð þetta til þess að létta húsmóður- starfið því að taka þurfti til öll matföng er neyta þurfti í viðleg- unni og búa þannig um þau að þau skemmdust ekki. Þeir Ytri-Ár bræður, Anton og Finnur, stunduðu útgerð jafnhliða búskap og verkuðu aflann sjálfír. Var þvi í mörg hom að líta hjá þeim og eiginlegt heimilishald hvíldi því enn meira á konum þeirra en ella. Foreldmm sínum sýndi Guðrún mikla ræktarsemi og alúð. Faðir hennar var orðinn heilsuveill er hún hóf búskap og tók hún þá foreldra sína til sín. Vom þeir hjá henni til æviloka. Siguijón lést árið 1930 en Helga 20 ámm síðar. Tengdaforeldrar Guðrúnar vom einnig á Ytri-Á til æviloka og sýndi Guðrún þeim mikla umhyggju. Og enn fleiri nutu ástúðar og umönnunar Guðrúnar. Yngri bróðir hennar, Jóhann, var aðeins 6 ára þegar hann kom með foreldmm sínum að Ytri-Á. Hann fékk lömun- arveiki í æsku og hefur æ síðan verið fatlaður. Hann dvaldi á heim- ili systur sinnar í nær fjóra áratugi og var alla tíð afar kært með þeim systkinum. Þá tók Guðrún Kristínu systur sína og tveggja ára son hennar til sín er Kristín missti eiginmann sinn eftir stutta sambúð. Vom þau á heimili Guðrúnar í eitt ár. Þrátt fyrir öll þau verk er Guðrún lagði á sig og sinnti af mikilli kost- gæfni bjó hún ekki yfir miklu líkam- legu þreki. En geðstyrkur hennar var þeim mun meiri og hann kom sér vel við þær aðstæður er að fram- an er lýst. Guðrún var einstök geðprýðis- manneskja. Hún var glaðvær og gjamt að horfa á bjartari og betri hliðamar bæði á mönnum og mál- efnum. Þrátt fyrir annir og erfiði í dag- legu lífi og vanheilsu er á hana sótti einkum hin síðari ár var hún alltaf jafn jákvæð og gefandi. Hún eignaðist því marga vini er áttu með henni ánægju- og gleðistundir. Mann sinn missti Guðrún árið 1975. Þá vom bömin uppkomin og flest farin að heiman. Síðustu árin á.Ytri-Á var Guðrún þar með Siguijóni syni sínum, sem stundaði sjóinn, svo að oft var hún ein, einkum þó að vetrinum. Eftir að Jóhann bróðir Guðrúnar flutti til Reykjavíkur kom hann flest sumur og dvaldi nokkrar vikur hjá systur sinni á Ytri-Á. Þau systkinin vom afar samrýnd og þessar samvemstundir þeirra á sumrin veittu þeim báðum mikla ánægju. Haustið 1985 fór Guðrún alfarin frá Ytri-Á, en nokkur næstu ár þar á undan hafði hún einungis verið þar á sumrin, en hjá bömum sínum á vetmm. Eftir brottflutninginn frá Ytri-Á dvaldist Guðrún í fyrstu hjá dætmm sínum, en frá vorinu 1986 var hún á sjúkradeild dvalarheimilisins Hombrekku. í herbergið hennar þar komu margir. Vistmenn og aðrir leituðu á fund Guðrúnar. Þar var sama hlýjan, uppörvunin og geðprýðin og áður, þótt kraftamir væm þrotnir og heilsan búin. En nú sækir enginn lengur styrk, umhyggju eða uppörvun til Guðrún- ar Siguijónsdóttur. Hún lést 28. mars sl. Húsmóðirin frá Ytri-Á, sem þrátt fyrir kröpp kjör ól upp 9 böm, hjúkraði gamalmennum og veitti gestum og gangandi andlega og líkamlega aðhlynningu, er nú horfm yfír móðuna miklu. Bærinn hennar á ströndinni við nyrsta haf er nú auður og yfirgefinn. Árvökul augu eiginkonunnar og móðurinnar sem eitt sinn fylgdust úr eldhúsglugg- anum með ferðum báta um ijörðinn í misjöfnum veðmm em endanlega lokuð í svefninum langa. Þökk sé henni fyrir öll hennar góðu verk og Guð blessi minningu frænku minnar góðu. Hreinn Bernharðsson Guðrún fæddist á Móafelli í Fljót- um 1. apríl 1905. Á sautjánda ári fluttist hún að Ytri-Á í Ólafsfírði sem vinnukona og árið 1926 giftist hún Antoni Baldvini Bjömssyni frá Ytri-Á. Þau hófu búskap á Ytri-Á og einnig stundaði Anton sjóinn eins og algengt var þá því að lífsbarátt- an var hörð í þá daga. Þau Anton og Guðrún eignuðust 10 böm og em 9 þeirra á lífí. Þau em: Ármann, kvæntur Önnu Jóns- dóttur, Konráð, kvæntur Brynhildi Einarsdóttur, Helgi, kvæntur Júlíu Hannesdóttur, Kristín, gift Jóhanni Alexanderssyni, Gísli, kvæntur Guðrúnu Hannesdóttur, Siguijón, kvæntur Sesselju Friðriksdóttur, Matthildur, gift Jóni Sigurðssyni, Ingibjörg, gift Ingimar Númasyni, Hilmar, kvæntur Helgu Guðnadótt- ur. Einn dreng misstu þau er hann var á 4. ári og hét hann Siguijón. Árið 1953 var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að tengjast þessari elskulegu íjölskyldu ög þá eignaðist ég móður í annað sinn, því 8 ára missti ég móður mína. Mér er það minnisstætt, þegar ég kom þama í fyrsta skipti ungur og feiminn inn í þennan stóra hóp. En feimnin var fljót að fara af mér, því að mér var strax tekið sem einum úr fjölskyldunni. Eg gleymi því heldur aldrei, þeg- ar við vomm að koma norður á sumrin í sumarfríinu. Þá var venju- lega beðið vjð suðurgluggann á Ytri-Á og fylgst með komu okkar. Þegar við komum upp á Lág- heiðina, þá sást út í Ytri-Á og þá hrópuðu dætur okkar hátt: „Þama er ömmuhús, þama er ömmuhús." Og alltaf jókst spennan eftir því sem nær dró og þegar í hlaðið kom stóðu allir úti. Um leið og stansað var þeyttust bílhurðirnar upp, dætumar þustu út og beint í fangið á afa og ömmu. Og þvílíkir fagnaðarfundir. Síðan var farið inn og þar beið okkar hlaðið borð af dýrindis krás- um eins og venjulega þegar við vomm að koma. Það var reyndar sama hver kom. Enginn fór án þess að þiggja eitt- hvað því að það var yndi Guðrúnar að gefa og gleðja aðra. Annarri eins gestrisni hef ég ekki kynnst annars staðar. Á sumrin var þetta eins og á hóteli, sérstaklega um helgar. Oft vom 20 til 30 manns í mat. Eina helgina þegar fólk kom og fór til beija þá dmkku um 60 manns kaffi með lummum og öðm heimabökuðu brauði. Alltaf var nóg til og lummumar hennar ömmu vom vinsælastar sögðu bömin og við hin líka. Þegar hún bakaði lummur hafði hún varla við. Þá ljómaði tengdamamma. Hún var ekki að kvarta. Eins og ég gat um að framan var það mesta yndi og ánægja Guðrúnar að gleðja aðra og hugsa um velferð bama sinna, tengda- barna og bamabama. Guðrún dvaldi einu sinni hjá okk- ur í tæpa fimm mánuði og það vom þeir dýrlegustu mánuðir sem ég man. Það var margt sem ég lærði og kynntist þá, því að við röbbuðum mikið saman. Guðrún missti mann sinn í apríl 1975. Eftir það bjó hún með Sigur- jóni syni sínum í 6 ár. Upp frá því dvaldi hún hjá bömum sínum á vetuma en var á Ytri-Á á sumrin. Guðrún gekk ekki heil til skógar síðastliðin 34 ár. Aldrei heyrðist hún kvarta, þótt enginn dagur liði án þess að hún fyndi til. Síðastliðin tvö ár dvaldi Guðrún í Hornbrekku í Ólafsfirði og þar lést hún 28. mars sl. Það er mikill söknuður í bijósti okkar allra við fráfall Guðrúnar tengdamömmu, en við vitum að henni líður vel núna, því að hún er vel hjá Guði geymd. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðuþökkfyriralltogallt. (V.Br.) Jóhann Alexandersson RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVU HÚSGÖG N lxíviku FLUGLEIÐIR -fyrirþíg- TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK... STIGHRNIR ERU LETTIR OG Ef þú þcuft að flýja mús eða setja upp Ijós. Stendur Beldray stiginn stöðugur fyrir þig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.