Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 félk í fréttum Nýlega fór Sean Penn meira segja í lögreglubúning, í nýjustu kvik- mynd sinni Colors. Gorbatsjoff víða vinsæll! Penninn fékk útrás..... Leikarinn ungi og hæfleik- aríki, Sean Penn, er pirraður yfir því að vcra meira þekktur fyrir að vera eiginmaður söng- konunnar Madonnu og einhver skapstyggasti piltur sem búsett- ur er á vesturströnd Banda- ríkjanna. Hann þolir illa spenn- una sem fylgir frægðinni og hef- ur oft orðið laus höndin við Ijós- myndara og fleiri sem eiga til að verða nærgöngulir. Nýlega sat hann meira að segja inni fyr- ^ir líkamsárás og þá rambaði hjónabandið á barmi giötunnar eins og marg var tuggið á sinum tíma. En fyrir skömmu gerðist það, að Sean fékk kærkomna útrás fyrir ofbeldishneigðina án þess að lög- reglan gæti sagt múkk. Það atvik- aðist þannig að hann kom í glæsi- villu þeirra hjóna á Malibuströnd- inni í Kalifomíu ásamt mági sínum og þar gat að líta ófagra sjón. „Hópur ungmenna hafði brotist inn í slotið og sat þar að sumbli. Hafði brotið allt og bramlað. Þegar þeir féiagar komu að fólkinu varð uppi fótur og fít og hinir óboðnu vildu komast leiðar sinnar með góðu eða illu. Hljóp þá mikið kapp í þá félaga og kom til harðvftugra áfloga þar sem vinimir tveir höfðu stórum betur þrátt fyrir að vera mun færri. Lumbruðu þeir svo duglega á geng- inu og m. a. barði Penn einn ungl- inginn í höfuðið með salatskál. Þeg- ar drengimir lágu allir stynjandi í valnum, hringdi Penn svo í pólitíið sem kom og sótti lýðinn og tók skýrslur. Segir sagan að Penn hafi þótt það skrítin og skemmtileg til- Hfinnig að vera ekki sjálfur handjárn- aður og hent inn í lögreglubflinn. að má með sanni segja að síðasta ár hafi verið ár hins nýja Sovétleiðtoga Michails Gor- batsjovs. Hvar sem hann fór, lÖgðu menn við hlustir um nýjar stefnur og hugmyndir. Voru menn yfirleitt á einu máli um ágæti þeirra, en mistrúaðir á ein- lagnina svona eins og gengur og nú er beðið átekta eftir efndum. Einhvers staðar var sagt, að ef gefnar væri einkunnir til þeirra sem ætluðu sér að stofna fyrir- tæki, þá fengist bara eitt stig af tíu fyrir að eiga góða hugmynd. Tíu fengjust einungis fyrir full- klárað dæmi. Samkvæmt þvi er Gorbi aðeins kominn með einn komma núll, eða kannski ögn meira allt eftir prófdómaranum. En margur metur það sem hann hefur þegar gert, t. d. fréttablaðið virta Time, sem valdi Gorba mann ársins. Fleiri blöð og stofnanir hafa gert slíkt hið sama. Margret Thatc- her, járnfrúin sjálf var í öðru sæti á eftir Sovétleiðtoganum hjá Tirne, svo og víðar í samskonar kjöri. Á einum ólíklegum stað höfnuðu þau í sömu röð, þ. e. a.s. Gorby var númer eitt, Thatcher númer tvö. Það var í vaxmyndasafni Maddams Tussauds í Lundunum. Nú verður Margret að taka sig saman í andlit- inu vilji hún skjóta Mikhail ref fyr- ir rass. Sovétleiðtoginn getur verið án- ægður með móttökurnar á Vest- urlöndum. Sean Young þakkar guði velgengni sína í frægri spennumynd, Blade Runn- er, þar sem Harrison Ford var allt f öllu. Ásamt Young stigu tveir stór- kunnir leikarar sín fyrstu skref af viti í umræddri mynd, Rutger Hau- er, sem lék óvenju illskeytt vél- menni, og Darryl Hannah. Sjálf lék Young einnig vélmenni. Þrátt fyrir að fremur lítið hafi farið fyrir henni hefur hún þó leikið á móti Ford, Kyle Maclachlan, Peter Strauss, Kevin Kostner og Michael Douglas í gegn um árin. Sean Young segist lifa fábreyttu og rólegu lífi. Hún á unnusta sem nýtur nafnleyndar og hún segir kviksögur um lauslæti af sínu hálfu úr lausu lofti gripnar. „Ég ætla ekki að verða AIDS að bráð,“ segir hún og klikkir út með þeim orðum að hún sé mjög trúuð og velgengni sína eigi hún því að þakka að ein: urð hennar sé guði þóknanleg. í upptökunum á „Wall Street“ þar sem Young fer með eitt af aðal- hlutverkunum, kallaði einn mótleik- ara hennar, Charlie Sheen, einurð hennar smámunasemi..... Sean Young þykir afar falleg kona og um það bera myndirnar vitni. Það voru fleiri heldur en Kevin Kostner sem sköruðu fram úr í hinni eftirminnilegu spennumynd „No way out“. Vart minni athygli vakti fremur lítt þekkt leikkona sem heitir Sean Young 28 ára gömul. Hafi hún verið tiltölulega lítt þekkt, þá dugar sú lýsing ei meir, því eft- ir frumsýningu myndarinnar á síðasta ári hefur hún vart getað dregið andann fyrir tilboðum úr öllum áttum. Eftir því sem heimildir herma, er ungfrúin langt því frá hefðbundin Holly- wood-týpa og af þeim sökum og öðrum talin líklegri en ella til að láta ekki skjótfenginn frama stíga sér til höfuðs og rústa öllu á methraða. Raunar hefur Sean Young áður sést á hvíta tjaldinu, fyrst árið 1983 BINGO! Hefst kl. 19.30 í kvöld Aðalvinninqur að verðmæti ________100 bús. kr. Heildarverðmæti vinninqa um __________300 þús. kr._______ TEMPLARAHÖLLIN Eiríksgötu 5 — S. 200/0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.