Morgunblaðið - 14.04.1988, Page 7

Morgunblaðið - 14.04.1988, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Framfærsluvísitalan: Hækkun um 1,44% í apríl VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 1,44% fyrir aprílmán- uð. Sú hækkun samsvarar 18,7% hækkun á ári. Undanfaraa þijá mánuði hefur visitalan hækkað um 3,2%, sem jafngildir 13,6% verðbólgu á heilu ári. Samkvæmt útreikningum kaup- lagsnefndar reyndist vísitala fram- færslukostnaðar, miðað við verðlag í aprílbyijun, vera 240,95 stig. (fe- brúar 1984 = 100,0), eða 1,44% hærri en í marsbyijun 1988. Af þess- ari 1,44% hækkun stafa um 0,2% af hækkun á verði matvöru, 0,3% af hækkun á verði fatnaðar og um 0,9% stafa af hækkun á verði ýmissa vöru- og þjónustuliða. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísit- ala framfærslukostnaðar hækkað um 24,7%. Hækkun vísitölunnar um 1,44% á einum mánuði nú svarar til 18,7% árshækkunar. Undanfama þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,2% sem jafngildir 13,6% verð- bólgu á heilu ári. Síðustu sex mán- uði hefur vísitalan hækkað sem jafn- gildir 26,9% ársverðbólgu. Óttavið verkfall gætti í verði SJÖTTA uppboðið á grænmetis- markaði sölufélags garðyrkju- manna var haldið í gær. Að sögn Kristjáns Benediktssonar form- anns Sölufélagsins var áberandi á þessu uppboði að verð og magn hafi ráðist af ótta við að til verk- falls komi hjá starfsfóiki í stór- mörkuðum. í gær voru seld rúmlega tvö tonn af agúrkum og var meðalverð 107.98- krónur. Að sögn Kristjáns er kostnaðarverð ekki undir 110 krónum. Einnig var selt V2 tonn af tómötum fyrir 299,39- króna meðalverð og V2 tonn af sveppum fyrir 104 krónur að meðaltali. Kristján sagði að Sölufélagsmenn væru bjartsýnir á að markaðurinn nái að hasla sér völl en sagði að kaupendur væru enn að kynnast þessu fyrirkomulagi. „Ég held að þetta taki langan tíma að þróast en ef það fær að gera það í friði þá erum viðbjartsýnirá að markað- urinn festi sig í sessi," sagði hann. Kaupendur hafa verið á bilinu 7-14 og sagði Kristján að þeir vildu mjög gjaman sjá fleiri kaupendur. Sjöunda uppboðið er áætlað klukkan 16 í dag, fimmtudag. Óskoðaðar bifreiðir leitaðar uppi Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur nú hafið átak til að taka óskoðað- ar bifreiðir úr’ umferð og ýta við mönnum að færa bifreiðir sínar til skoðunar. Þetta átak mun vara þessa viku og þá næstu. Bifreiðaeftirlitið vinnur að átakinu í samvinnu við lögreglu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfírði og Keflavík. Ef ástand óskoðaðrar bifreiðar er gott fær eigandinn þriggja daga frest til að færa hana til skoðunar. Sé ástandi bifreiðarinnar hins vegar verulega ábótavant verður hún tekin úr umferð og notkun hennar bönnuð. Þær bifreiðir í Reykjavík, sem þegar á að vera búið að færa til skoðunar á þessu ári, eru með skrá- setningamúmer frá 1-20100. í Kópa- vogi eru það bifreiðir Y 1-5025, í Keflavík O 1-3200 og bifreiðir með G-númer frá 1-7370. NYTT-NYTT-NYTT Litli franski ofninn frá de Dietrich □ 2 gerðir, með eða án blásturs. □ há festa á vegg eða láta standa á borði. □ Qrillar, steiKir, baKar, afþýðir. hefur alla eiginleiKa venjulegs ofns þrátt fyrir smæð. liæð: 40.2 sm Breidd: 55.0 sm Dýpt: 39.7 sm IhI HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 De Dietrich ---------------------------------------H---------------- ': •:• ■ ' *• ; .Hm _ Mikið úrva/aft Nú hlýtur vorið að vera á næstu grösum! fatnaði fyrirsumardaginn fyrsta tíSí) KARNABÆR * BARNADEILD Austurstræti 22 - - Sími 45800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.