Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 LKOfíllM I TESS GLÆSILEGUR ítalshur og frnmxlcijr NÝMÓÐI NS, SÍGILD OG/EÐA GAMALDAGS ÓTALTEGUNDIR ALDREI MEIRA ÚRVAL Opið laugardag kl. 10.00-16.00 Bifreiða- eftirlit í nútíð og framtíð eftirKarlG. * Asgrímsson Hinn fyrsta mars sl. tóku gildi ný umferðarlög og eru í þeim ýms- ar breytingar frá fyrri lögum, og er nú búið að lögfesta ýmsar lög- leysur, sem bifreiðaeftirlitið hefur framkvæmt á undanfömum árum og á ég þar við þá kafla laganna, sem fjalla um skráningu ökutækja og skoðun. í gömlu lögunum var ákvæði um að lögreglustjórar ákveði og auglýsi aðalskoðun hver í sínu umdæmi, en fyrir síðustu áramót auglýsti Bifreiðaeftirlitið í Reykjavík í dagblöðum, útvarpi, á plakötum og dreifímiðum aðalskoð- un bifreiða um land allt og í þeim auglýsingum eru íbúar Mosfells- bæjar, Seltjamamesbæjar, Garða- bæjar og Kópavogsbæjar boðaðir til að mæta í Reykjavík eða Hafnar- fírði með bfla sína. Nú hefur al- mennt verið talið að auglýsingar frá opinberum aðilum er varða almenn- ing og fólk á að fara eftir, öðlist ekki gildi fyrr en þær hafí verið birtar í Lögbirtingablaði, en auglýs- ingar um aðalskoðun bifreiða hafa ekki birst þar. Em auglýsingar um aðalskoðun bifreiða lögiegar? Samrýmist það lögum og sljómarskrá Islands að boða menn í önnur lögsagnarum- dæmi með ökutæki sín til skoðunar eins og íbúum Mosfellsbæjar, Sel- tjamamesbæjar, Garðabæjar og Kópavogsbæjar er gert að gera samkv. áðumefndum auglýsingum? í marsmánuði lagði dómsmála- ráðherra fram á Alþingi tillögur til breytinga á nýju umferðarlögunum og fjalla þær tillögur aðallega um Bifreiðaeftirlitið og niðurlagningu þess. Tilkoma þessa nýja frumvarps mun vera tillögur nefndar, sem hafði það hlutverk að fínna Ieiðir til að koma aðalskoðun og skráning- um bifreiða í hendur hlutafélags svo hægt yrði að leggja Bifreiðaeftirlit- ið niður og á samkv. þessum tillög- um engu að breyta nema nöfnum á þeim sem eiga að framkvæma verkin. Eins og alþjóð veit hefur bifreiðaeftirlitið í Reykjavík verið sú stofnun sem hefur verið í efsta sæti sem óvinsælasta stofnunin, eða með öðrum orðum, sú stofnun sem fólk vill síst koma í, og er því mjög skiljanlegt að ráðherra vilji breyta þar um, en hefði ekki verið eðli- legra að láta nefndina leita leiða til úrbóta og kanna alla möguleika til að bæta þjónustu og auka um- ferðaröryggi, heldur en að fínna leið að fyrirfram gefínni niðurstöðu, eihs og nú virðist hafa verið gert, en ég hef ekki séð í greinargerð nefndarinnar að hún hafi kannað aðrar leiðir en stofnun hlutafélags til að annast skoðun og skráningar. Og hveijir eiga svo að verða eigend- ur að þessu hlutafélagi? Það eru, rfkissjóður, tryggingafélög, bflainn- flyljendur og bflaviðgerðarmenn, og er því þama lagt til að þeir sem tryggja, flytja inn og gera við bflana annist sjálfír eftirlit með eigin vinnu og framleiðslu. Hefði ekki verið betra að þetta félag væri að öllu leyti eign ríkisins, annaðhvort sem hlutafélag eða sjálfseignarstofnun. Er heppilegt að fela einkaaðilum löggæslu- eða eftirlitsstörf, sem eiga að vera til öiyggis almenn- ingi? Ég get ekki samþykkt það. I frumvarpinu og í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að tekið verið upp fast númerakerfi á ökutæki og umskráningar hætti og eins er gert ráð fyrir að ökuprófín verði ekki hjá nýja félaginu, en samkvæmt útreikningum á störfum Bifreiðaeftirlitsins skiptast þau þannig að skoðun og nýskráningar eru helmingur og umskráningar og próf hinn helmingurinn, og er því áætlað að nýja félagið taki að sér um það bil helming af þeim störfum sem Bifreiðaeftirlitið hefur í dag. í greinargerð nefndarinnar með tillögum sfnum er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður hins nýja félags verði um 160 milljónir króna á ári miðað við verðlag í des. 1987. En hvemig er þetta miðað við rekstur Bifreiðaeftirlitsins. Til þess að standa undir rekstri á helmingi af starfsemi Bifreiðaeftirlitsins þarf nýja félagið 24 milljónum meira á ári en Bifreiðaeftirlitið allt og er þá miðað við síðastliðið ár, en heild- arrekstrarkostnaður Bifreiðaeftir- litsins sl. tvö ár hefur verið sem hér segin Árið 1986 tæpar 107 milljónir kr. og 1987 um 136 millj- ónir kr. Tekjur þar á móti af störf- um Bifreiðaeftirlitsins árið 1988 vora skoðunargjöld tæp 81 milljón, skráningargjöld tæpar 103 milljón- ir, prófgjöld rúmar 3 milljónir og sértekjur rúmar 29 milljónir eða samtals 216 milljónir. Mismunur því árið 1986 kr. 109 milljónir f hagnað fyrir rfkissjóð. Þar sem tekj- ur árið 1987 hækkuðu ekki minna en kostnaður má áætla að hreinn hagnaður fyrir ríkissjóð hafí ekki verið undir 140 milljónum króna. Af þessu má ljóst vera að um vera- legt tekjutap er að ræða fyrir ríkis- sjóð ef þetta félag verður stofnað og því falið skoðun og skráningar. Þar sem gert er ráð fyrir að rekstr- arkostnaður hins nýja félags verði rúmlega helmingi hærri en Bifreiða- eftirlitsins fyrir sömu störf er ekki hægt að reikna með að skoðunar- gjöld, nýskráningagjöld, númera- spjöld o.fl. verði ódýrara hjá því en er í dag enda hefðu þau tæplega dugað árið 1987 miðað við áætlaðan rekstrarkostnað, því umskráningar- gjöld sem vora milli 80 og 100 milljónir 1987 eiga að falla niður þegar umskráningum verður hætt. Á seinni hluta árs 1987 og í árs- byijun á þessu ári hafa verið fundn- ir nýir tekjustofnar fyrir Bifreiða- eftirlitið sem eflaust verða grann- tölur fyrir gjaldtöku í nýja félaginu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.