Morgunblaðið - 14.04.1988, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 60 kr. eintakið.
Uppgiör
egar vextir voru gefnir
frjálsir haustið 1984
gerðu sjálfsagt fáir sér grein
fyrir því til fulls hvaða áhrif
það mundi hafa á atvinnu-
og efnahagslíf landsmanna.
Frá þeim tíma hafa svo-
nefndir raunvextir verið all-
háir, ekki sízt undanfarin
misseri. Smátt og smátt hafa
bæði stjómendur atvinnu-
fyrirtækja og einstaklingar
gert sér grein fyrir því, að
nær lagi er að líkja þessari
breytingu við byltingu. Slík
eru áhrifín á efnahagslíf
landsmanna.
Háir raunvextir þýða, að
það er vonlaust að byggja
upp atvinnufyrirtæki eða
leggja út í mikla fjárfestingu
á sömu forsendum og áður
var gert. Einstaklingar geta
ekki byggt sér hús og íbúðir
án þess að hafa nokkurt eig-
ið fé handa á milli, eins og
hægt var að gera áratugum
saman. Það er heldur ekki
hægt að byggja upp atvinnu-
fyrirtæki með því að taka lán
fyrir öllum stofnkostnaði.
Pjárfestingar af því tagi við
þær aðstæður, sem nú ríkja
eru fyrirfram dauðadæmdar.
Aðlögun að þessum
breyttu aðstæðum hefur ver-
ið erfíð. Hugsunarhætti
heillar þjóðar verður ekki
breytt á örfáum mánuðum.
Segja má, að það hafí tekið
2-3 ár fyrir fólk að átta sig
til fulls á víðtækum áhrifum
þessara breytinga í vaxta-
málum. Stjómmálamenn
hafa verið seinir til að átta
sig á áhrifum eigin gerða í
þessum efnum. Þeir tala enn
á þann veg, að hægt sé að
halda gangandi atvinnufyr-
irtækjum með gamla laginu,
sem er einfaldlega útilokað.
Háir raunvextir em að því
leyti til af hinu góða, að
þeir þvinga okkur til að
breyta um vinnubrögð og
taka upp skynsamlegri og
raunsærri starfshætti. Þeir
eiga að koma í veg fyrir, að
þjóðin leggi út í fjárfestingu
og uppbyggingu á atvinnu-
fyrirtækjum, sem engin von
er til, að geti staðið undir
sér. Smátt og smátt stuðla
háir raunvextir því að heil-
brigðara atvinnulífi. En að-
lögunin er erfið og hún er
rétt að byrja. Þess vegna
hriktir nú í mörgum atvinnu-
greinum samtímis.
Það er uppgjör framundan
á mörgum sviðum af þessum
sökum. Ýmsar gamlar at-
vinnugreinar leggjast niður
en nýjar koma í þeirra stað.
Við eigum um tvo kosti að
velja. Við getum vikizt und-
an þessu uppgjöri. Ef við
veljum þann kost dregur það
úr þeim erfiðleikum og
óþægindum, sem ella eru á
næsta leiti. En þá versna
lífskjör þjóðarinnar, þegar
til lengri tíma er litið. Ef við
hins, vegar látum uppgjörið
fara fram, getur það kostað
veruleg átök og uppstokkun
í þjóðlífínu á næstu misser-
um en hagur þjóðarinnar fer
batnandi, þegar fram í sæk-
ir.
Raunvaxtabyltingin knýr
okkur til að horfast í augu
við kaldan veruleika í at-
vinnulífí okkar. Það stendur
á brauðfótum eftir að hafa
í marga áratugi búið við
óeðlileg og vernduð starfs-
skilyrði. Við höfum ekki efni
á því lengur að búa við þær
blekkingar. Þess vegna eru
Flugleiðamenn þessa dagana
að undirbúa víðtækar breyt-
ingar á rekstri félagsins.
Þess vegna er forstjóri SÍS
að selja eða loka skóverk-
smiðju á Akureyri. Þess
vegna eiga fjölmargir aðrir
stjómendúr atvinnufyrir-
tækja að fylgja í kjölfar
þeirra og endurskoða rekst-
ur sinn frá grunni.
Við getum ekki snúið til
baka til fyrri hátta og byggt
atvinnulífíð og íbúðarhúsin
upp á neikvæðum vöxtum
en safnað erlendum skuldum
í þess stað. Við verðum ein-
faldlega ekki samkeppnisfær
við aðrar þjóðir, ef við veljum
þann kost. Þess vegna stönd-
um við nú frammi fyrir ein-
hveiju mesta uppgjöri í at-
vinnulífí okkar frá lýðveldis-
stofnun. Velferð þjóðarinnar
þegar til lengri tíma er litið
byggist á því að við tökumst
á við það verkefni.
Áttí 15 sekúndur
eftír að brautmni
Mikil ísing og ókyrrð í lofti þegar slysið varð
FLUGMAÐUR tveggja hreyfla
flugvélarinnar sem fórst 1.500
metra frá vesturenda Reykjavík-
urflugvallar í Skerjafirði í fyrra-
kvöld átti aðeins eftir 15 sek-
úndna flug inn á braut þegar
vélin skall í sjóinn og mölbrotn-
aði. Flugmaðurinn var um
þritugt, Bandaríkjamaður frá
Flórída, Steve Lynch að nafni,
Hann hafði komið nokkrum sinn-
um áður til íslands í feijuflugi.
Steve var að feija vélina, tveggja
hreyfla vél af gerðinni Piper
Seminole, til Frakklands, en vélin
var 6 farþega. Flugvélin var á
nákvæmlega réttri stefnu í að-
flugi að Reykjavíkurflugvelli, en
allt bendir til að ísing haf i valdið
því að vélin hrapaði í sjóinn.
Flugvélin hvarf skyndilega af
ratsjárskermi rétt fyrir lendingu
á þriðjudagskvöld og fannst ekki
fyrr en kl. 6 i gærmorgun i sjón-
um vestan við brautarendann.
Björgunarsveitir hófu þegar leit
eftir að samband við vélina rofnaði
og gengnar voru fjörur á leitar-
svæðinu. í morgunsárið sáu menn
á leitarbátum olíubrák á sjónum og
skömmu síðar flaug TF-SIF, þyrla
Landhelgisgæslunnar, yfir staðinn
og sáu menn þá vélina á botni
grunnsævis. Lík flugmannsins var
í vélinni, en hún var hífð um borð
í Goðann í gær og kom þá í ljós
að hún hafði margbrotnað þegar
hún skall í sjóinn. Þegar vélin var
hífð upp notuðu Slysavamafélags-
menn í fyrsta skipti neðansjáv-
arsíma sem félaginu var gefínn fyr-
ir nokkru sem minningargjöf, en
kafarar við flakið gátu þannig í
gegnum símann stjómað hífíngu
flaksins og flýtti það fyrir verkinu.
Flugmaðurinn hafði átt við mikla
erfíðleika að glíma í óveðrinu sem
skall á í fyrrakvöld og öll skilyrði
til flugs í nágrenni Reykjavíkur
vom hin óhagstæðustu, mikil
ókyrrð og ísing í lofti. Flugvélin
hafði lent í slíkum sviptivindum
skömmu fyrir aðflug að Reykjavík-
urflugvelli að flugmaðurinn hafði
misst aðflugskort sín aftur fyrir sig
í flugvélina, en engu að síður var
hann á nákvæmlega réttri aðflugs-
stefnu með aðstoð radars.
Skömmu eftir að slysið átti sér
stað kom vél frá Helga Jónssyni inn
til lendingar á Reykjavíkurflugvelli,
en hún sneri frá vegna lélegra veð-
urskilyrða og einnig vegna þess að
þyrla Landhelgisgæslunnar var þá
að athafna sig við flugvöllinn vegna
slyssins. A annað hundrað björgun-
armenn tóku þátt í björgunarað-
gerðum.
Á þessari mynd mótar fyrir flaki flugvélarinnar á 7 metra dýpi í S1