Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 50
5Ö MÖRGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR lí APRÍL1988 Minning: Ragnar Jónsson Fæddur 3. maí 1908 Dáinn 5. apríl 1988 í dag, 14. apríl, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju útfðr Ragnars Jónssonar, skipstjóra, Smyrla- hrauni 2, Hafnarfirði. Hann andað- ist í Landspítalanum 5. apríl sl. eftir nokkurra daga sjúkrahúslegu, en hann veiktist snögglega 25. mars sl. Hann hét fullu nafni Ragnar Friðrik Jónsson og var fæddur í Hörgsdal á Síðu í Vestur-Skafta- fellssýslu 3. maí 1908. Foreldrar hans voru Jón Bjamason, bóndi í Hörgsdal, og kona hans, Anna Kristófersdóttir, er síðar bjuggu á Keldunúpi og síðast að Mosum á Síðu. Foreldrar Jóns voru Bjami Bjamason, bóndi í Hörgsdal og kona hans Helga Pálsdóttir, próf- asts í Hörgsdal Pálssonar. Foreldrar Önnu vom Rannveig Jónsdóttir frá Mörk og Kristófer bóndi og póstur á Breiðabólsstað á Síðu, Þorvarðar- son, síðast prófasts á Breiðabóls- stað á Síðu, Jónssonar. Ragnar var elstur bama þeirra Jóns og Önnu en þau voru alls 15, sjö systur og átta bræður. Eru þrjár systranna dánar, Kristjana, Sigrún og Ólafía Sigríður. Ragnar ólst upp í Hörgsdal í fjölmennum systkina- hópi og frændbama, en búið var í sambýli við Bjama bónda í Hörgs- dal, sem var bróðir Jóns, og Sigríði konu Bjama, en hún var systir Önnu. En þau áttu einnig stóran bamahóp. Ragnar fór að vinna við bústörfín að þeirra tíðar hætti strax sem bam, en eigi átti það fyrir honum að liggja að verða bóndi. Mjög ungur, 16-18 ára að aldri, fór Ragnar í atvinnuleit til Suðumesja. Var það venja þá og síðar, að bændasynir að austan og jafnvel bændur leituðu til Suðumesja og annarra verstöðva á vetrarvertíð til sjóróðra. Ragnar var fyrst á ára- báti frá Höfnum í tvær vertíðir. Hann mun hafa farið til foreldra sinna einhver sumur til heyskapar- starfa eftir þetta og eitt sumar að Keldunúpi, en þangað flutti fjöl- skyldan vorið 1927. Eftir þetta var Ragnar ætíð við sjómennsku. Tvær vertíðir var Ragnar háseti á togar- anum Agli Skallagrímssyni. Hann var háseti á bátum frá Sandgerði og fleiri útgerðarstöðvum og í þrjú sumur með Jóni Kristóferssyni móð- urbróður sínum við gæslustörf fyrir Vestfjörðum á vélbátnum Geir goða frá Sandgerði. Ragnar ávann sér réttindi sem vélstjóri á námskeiði Fiskifélags íslands í mótorvélfræði og er prófskrírteini hans dagsett 2. jan- úar 1930. Þá tók hann smáskipa- próf í Reykjavík 22. desember 1931 og skipstjórapróf frá Stýrimanna- skólanum og er skipstjóraskírteini hans dagsett 18. janúar 1940. Ragnar var um árabil vélsijóri í Keflavík og lengst á mb. Guðfínni með Guðmundi Guðfinnssyni. En síðan lá leiðin til Hafnarfjarðar er hann gerðist skipstjóri á mb. Ás- björgu í 5 ár og síðan á mb. Haf- björgu, en á þeim báti var hann við skipstjóm frá 1946-1972 eða í 26 ár og á meðan því skipi var haldið til veiða. Þegar Ragnar hafði verið skip- stjóri í Hafnarfirði í 25 ár var hann heiðraður af Sjómannadagsráði, og síðar, þann 5. júní 1977, var hann aftur heiðraður á sjómannadaginn sem aldraður sjómaður. Ragnar sótti oft til veiða af kappi og festu og hefi ég það eftir góðum heimild- um að hann hafí verið afiamaður góður og hirðumaður um skip og veiðarfæri. Hann var lánsmaður með skip og skipshöfn og óhöpp og slys urðu eigi á allri hans skip- stjómartíð og eitt sinn eða 1. maí 1943 lánaðist honum og skipshöfn hans að bjarga manni úr sjávar- háska er mb. Ársæll frá Njarðvík fórst á landleið í stórsjó. Eftir að Ragnar hætti skipstjóm var hann starfsmaður Bæjarútgerðar Hafn- arfyarðar 1973-1986 við vaktstörf og ýmsa aðra vinnu hjá því fyrir- tæki. Ragnar hafði ætíð sterk tengsl við sveitina og búskapinn austur á Síðu. Hann kom sér því upp smá búskap uppi á Öldum í Hafnarfirði. Átti hann þar nokkrar kindur, rækt- aði túnblett og stundaði kartöflu- rækt. Hafði hann jmdi af því að sinna þessum áhugaefnum, þegar tækifæri gafst. Er mér og minnis- stætt, að böm sóttu til Ragnars á vordögum er hann annaðist þessi störf og var þeim þá ætíð vel tekið. Ragnar kvæntist 6. október 1934 Guðrúnu Andrésdóttur frá Stokks- eyri fæddri 11. júlí 1913, dóttur Ándrésar Ólafssonar, sjómanns og bókbindara, og konu hans, Guðrún- ar Sigurðardóttur. Þau kynntust í Keflavík 1931 þar sem Guðrún var við störf. Er mér minnisstætt hvað þau Ragnar og Guðrún vom glæsi- leg, svo ung og fríð, er þau komu í heimsókn á heimilið á Keldunúpi Ég var að koma úr smá ferðalagi þriðjudaginn fyrsta eftir páska, þegar vinkona mín hringdi í mig og sagði mér að Svanborg Þórdís á Laugarvatni hefði látist á annan í páskum. Mér varð hugsað til Ólafs Ketils- sonar, manns hennar. Síðast sá ég þau hjónin um jóla- leytið á Heilsuhælinu í Hveragerði. Svanborg var þá vel búin og glæsi- leg, eins og ævinlega, frá því ég sá hana fyrst fyrir nærri íjörutíu árum. Ólafur og Svanborg héldust þá í hendur eins ogþau væm krakk- ar í tilhugalífinu. Vegna þess að ég var að heimsækja ættingja mfna á Síðu sumarið 1932. Eigi varð þeim hjónum bama auðið. En þess ber að geta, að á heimili þeirra dvöldu oft börn og ungmenni, eink- um systurböm Guðrúnar, sem þau hjón dáðu og nutu samvista við, sem eigin böm væm. Þau hjónin bjuggu í Hafnarfírði frá árinu 1933, fyrst um tíma í Reykholti í Setbergslandi og síðar á Suðurgötu 37 en eftir það á Linn- etsstíg 8, sem nú heitir Smyrla- hraun 2, þar sem þau hafa búið alla tíð síðan. Þegar hin mörgu systkini Ragnars austan af Síðu komu suður til margvíslegra starfa lá leiðin ætíð til Hafnarfjarðar á heimili Ragnars og Guðrúnar. Stóð heimili þeirra hjóna okkur systkin- inum ætíð opið til aðhlynningar og aðstoðar. Fyrir alla þá hjálpsemi er hinum aldna heiðursmanni færð- ar alúðarþakkir svo og Guðrúnu eiginkonu hans, sem nú lifír mann sinn eftir 54 ára búskap. Þá skal þess getið hér, að þau hjón buðu og veittu þeim sem þess- ar línur ritar vist á heimili sínu í tvo vetur vegna náms við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði. Þó að ég geymi í huga mínum þakklæti og góðar minningar um þá dvöl og aðstoð og vináttu alla tíð, verður að játa að aldrei get ég fullþakkað þeim hjónum. Ragnar var fremur heilsuhraust- talaði ég lítið við þau í það skiptið. Ekki óraði mig fyrir því þá að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi Svan- borgu. Ég vissi að undangengin ár átti hún við vanheilsu að stríða, en einkanlega var það sjónin sem bag- aði hana mest. Hin óbilandi trú Svanborgar á lífíð og máttarvöldin hjálpaði henni upp úr hveijum vanda og lfkamlegum sjúkleika. Hún var alla tíð, frá því ég sá hana fyrst á mannfagnaði á Laugar- vatni, tiginborin kona, í íslenskum búningi af bestu og vönduðustu gerð. Svanborg var fædd á Neðra-Apa- vatni í Grímsnesi, 11. febrúar 1905, dóttir Ásmundar bónda þar og odd- vita Eiríkssonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur frá Skógar- koti. Svanborg kvæntist Ólafí Ketils- syni, sérleyfíshafa, frá Álfsstöðum á Skeiðum 23. maí 1931 og 1932 fluttust ungu hjónin á Laugarvatn í eigið hús sem þau nefndu Svanahlíð. Það var fyrsta húsið á Laugarvatni sem byggt var af einkaaðiljum og var svo um árabil, þar til fleiri byggðu á eftir. Ólafur hafði þá þegar hafíð sérleyfisferðir í uppsveitum Ámessýslu, sem hann síðan annaðist í blíðu og stríðu í fímm áratugi. Svanborg og Ólafur eignuðust þijár dætur og einn kjörson, sem öll eru búsett í Reykjavík. Dagana áður en Svanborg andað- ist fengu þau, hún og Ólafur, lykla að íbúð í Sunnuhlíð í Kópavogi. íbúðin átti að verða þeirra skjól til efri áranna, en Svanborg náði ekki að flytja þangað. Sem starfsmanni við einn skól- ann á Laugarvatni varð mér fljótt ljóst hve stóran þátt Svanborg Ás- mundsdóttir átti í velgengni bónda síns, Ólafs Ketilssonar. Ævinlega var hún tilbúin við símann að skrifa niður allskonar kvabb frá fólki, eða hlaupandi til dyra með pakka og bréf. Ég dáðist að sálarró hennar, að hún skyldi aldrei vera önug, heldur svara alltaf með þægilegum rómi eins og hlutimir væru sjálf- sagðir. Svanborg átti örugglega eril- sama ævi sem húsmóðir í Svanahlíð á Laugarvatni, þó ekki væri annað en taka á móti sérleyfísbílstjórum Ólafs og fæða þá. Sjaldan held ég að hún hafi gengið til náða fyrr en Ólafur var kominn í hús, sem í vond- um veðmm var oft æði seint. Marg- ir komu sem áttu erindi við Ólaf og þá var hlaupið til kaffíkönnum- ar. NILFIS HAGKVÆM OG HEILNÆM Aðeins 6,1 kg á svifléttum hjólabúnaði. 10 lítra poki og svo frábær ryksíun að Stillanlegt sogafl og afbragðs sogstykki. hún hreinsar eínnig andrúmsloftið. cxrrmy r\r- tdaiict Nýlegar hollusturannsóknir leiddú í Ijós b I hriK U(j I KAUb I að f|eS(ar ryksugur'rykmenga loftið, Reynslan sannar rekstraröryggi og ; sumar hrikalega. einstaka endingu. Já, svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, áreftirár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Ull ElQlf' HEIMSINS BESTA RYKSUGA lllLrlvlV Stór orð, sem reynslan réttlætir iFOnix HÁTÚNI6A SlMI (91)24420 SvanborgÞ. Ásmtmds- dóttir— Minning Fædd 11. febrúar 1905 Dáin 4. apríl 1988 ur alla tíð. Hann veiktist á árinu 1986 og varð að dvelja á sjúkra- húsi um skeið. En hann öðlaðist viðunandi heilsu aftur og gat dvalið heima. Guðrún, sem hefir um ára- bil verið með skerta heilsu og oft þurft að dvelja á sjúkrahúsum, gat einnig verið heima. Veitti hún Ragnari einstaka hjálpsemi og umönnun í veikindum hans þó oft væri hún sárveik sjálf. Það var ánægjulegt að fylgjast með því nú hin síðustu misseri, hvað hin elsku- legu hjón sýndu hvort öðru í nok- kurri elli og sjúkleika mikla alúð og hlýhug. Eg votta Guðrúnu ein- læga samúð nú við fráfall Ragnars. Ragnar var stilltur vel, hafði mjög trausta skapgerð, var nokkuð dulur við fyrstu kynni og flíkaði lítt tilfinningum sínum. En hann var ákaflega hlýr og mildur í framkomu og viðmóti og löðuðust menn að honum, ekki síst böm, en hann var barngóður svo af bar. í huga okkar systkina hans var Ragnar ókrýndur höfðingi okkar í sjón og raun. Við minnumst hans með söknuði og þakklæti. Hann skilaði miklu dagsverki á langri ævi. Ég er þess fullviss að Ragnar hafði traust og virðingu samferðamanna sinna. Gott er að minnast slíks manns að leiðarlokum. Hermann G. Jónsson Fyrir nokkmm ámm var bætt við litla húsið Svanahlíð svokallaðri „sparistofu". Það var gaman að fá sér kaffísopa með Svanborgu í „sparistofunni" hennar. Veggimir vom þaktir málverkum, vel ræktuð blóm í gluggum og á súlum, en það sem er minnisstæðast em krystals- og silfurmunir á borðum, munir sem Ólafur og Svanborg höfðu fengið í brúðargjöf. Um þá muni fór Svan- borg mjúkum höndum, eins og þeir væm heilagir. Kunnugir hafa sagt að meðan Svanborg var heimasæta á Neðra- Ápavatni hafí hún átt margra kosta völ. Hún valdi Ólaf Ketilsson þótt hann kæmi til hennar í upphafí á vinnufötunum sínum og með honum bjó hún í næstum fímmtíu og sjö ár. Mér er minnisstæður gullbrúð- kaupsdagurínn þeirra Svanborgar og Ölafs, sem öll fjölskylda þeirra sameinaðist um að gera sem feg- urstan og íjöldi ættingja og vina kom saman til að fagna þeim. Gleði- svipurinn á þeim þá var líkari því að þau hefðu verið að gifta sig, en ekki búin að búa saman við „sætt og súrt“ í fímm tugi ára. Ekki er hægt í fáum orðum að gera skil á æviferli mikilhæfrar konu. Þessi orð mín eru fyrst og fremst skrifuð til að þakka Svan- borgu fyrir margan vanda sem hún leysti fyrir mig, meðan ég starfaði á Laugarvatni. Með samúðarkveðjum til ástvina Svanborgar. Jensína Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.