Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 RANIÐ A FARÞEGAÞOTUNNI FRA KUWAIT 12 gíslum sleppt á Kýpur: Neyddir til að horfa í gaupnir sér í átta daga Einn gíslanna f aldi bandarískt vegabréf sitt Lamaka, Reuter. EINN af gislunum tólf sem sleppt var á Larnaka-flugvelli á Kýpur í gær er bandarískur ríkisborg- ari en tókst að halda þvi leyndu fyrir flugræningjunum. Hann segist þess fullviss að ræningj- amir hefðu tekið hann af lífi ef þeir hefðu komist að bandarísku ríkisfangi hans. Mohammed Ramadan Alie er 43 ára gamall, fæddur f Egyptalandi. Hann lét ræningjunum egypskt vegabréf sitt í té og faldi banda- ríska passann sinn í skjalatösk- unni. Hann segir að ræningjamir hafi oft spurt farþegana hvort ein- hver þeirra væri Bandaríkjamaður, hefði komið til Bandaríkjanna eða verið þar við nám. Ramadan segist hafa fengið bandarískan ríkisborg- ararétt árið 1978 en verið áfram egypskur ríkisborgari. Hann hefur búið í Bandaríkjunum undanfama 8 mánuði og var á leið frá Sydney í Ástralíu þegar Vélinni var rænt. Handjárnaðir allan timann Gíslar sem sleppt var í fyrra- kvöld segja að þeir hafi mátt sitja með handjám um úlnliði þá átta daga sem þeir voru um borð. Þeir Subhi Naim Youssef, flugstjóri. Reuter Berið fjölskyld- imni kveðju mína - sagði flugsljórinn þegar vélin var á flugvellinum í Larnaka Kuwait, Reuter. SUBHI Naim Youssef flugstjóri kúvæsku farþegaþotunnar, sem verið hefur á valdi flugræningja síðan á þriðjudag í síðustu viku, var vanur að segja að öruggara væri að f^júga en að aka bifreið. „Þetta var eins konar málsháttur hjá honum,“ sagði Jenny, liðlega tvítug dóttir hans, í samtali við Jteuíers-fréttastofuna. „Hann var vanur að segja þetta til að róa farþegana er þeir stigu um borð.“ Jenny hefur eins og gefur að skilja fylgst grannt með framvindu mála ásamt móður sinni og tveimur bræðmm. Flugvélin hefur nú lagt mörg þúsund kflómetra að baki á flugi milli Bangkok, Mashad í íran, Lamaka á Kýpur og Algeirsborgar. Fjölskyldan í Kuwait hefur líka verið dag og nótt í sambandi við dótturina_ Nóru sem er við nám í London. Á heimilinu em stöðugt tvö sjónvörp og útvarpstæki í gangi og fjölskyldan hlýðir á allar fréttir af flugráninu milli vonar og ótta. Tillitssamur og blíður Jenny var spurð hvemig mann- gerð faðir hennar væri: „Hann er jafnan í miklu jafnvægi, tillitssamur og blíður," segir hún. Fyrir fímm dögum hafði Youssef fj arskiptasamband við stjómstöð Kuwait Airways þar sem sonur hans, Laith að nafni, vinnur. „Hann sagði: Berið Laith og fjölskyídunni kveðju mína,“ segir Jenny. Þetta em einu beinu skilaboðin sem fjöl- skyldan hefur fengið. Sonia, eiginkona Youssefs, er 46 ára gömul. Hún segist ekki hafa heyrt rödd manns síns í þeim flar- skiptum sem heyrst hafa milli vélar- innar og flugtuma þar sem leið ræningjanna hefur legið. „Ég heyri til hans á nóttunni þegar ég sef," bætir hún við. Þegar júmbóþotan hnitaði hringi yfír Beirút á föstudag þá bað Yo- ussef farþegunum miskunnar: „Þetta er vélin sem rænt var. Þeir knýja mig til lendingar. Við emm beðin um að lenda. Ef við gemm það ekki, þá skjóta þeir okkur," sagði hann. „Þeir knýja mig tií að lenda. Fyrir alla muni svarið." Svar- ið var neikvætt og vélinni var snúið til Kýpur. „Hann er mjög fær flugmaður," segir starfsbróðir hans. „Ég held það sé ekki ofmælt að segja að hann sé sá hæfasti sem ég get ímyndað mér til að ganga í gegnum svona lagað." Youssef hefur búið í Kuwait í meira en tuttugu ár og er einn af reyndustu flugmönnum Kuwait Air- ways. Hann á að baki um það bil 20.000 flugstundir. Þegar vélin hóf sig til flugs frá Lamaka-flugvelli á þriðjudagskvöld þá heyrðist Youssef segja við flug- umferðarstjómina: „Frá áhöfn og farþegum, við þökkum gestrisnina. Vonumst til að sjá ykkur síðar." sýndu fréttamönnum flekki á hönd- um eftir handjámin. Lífí þeirra hafí stöðugt verið ógnað ef þeir óhlýðnuðust skipunum ræningj- anna. „Við skildum við 20 sinnum á dag,“ sagði einn af gíslunum tólf, frelsinu feginn á þriðjudagskvöld. „Þetta er nýtt líf.“ Fóru einu sinni á dag á salemið „Okkur var hleypt á salemið einu sinni á hverjum morgni," sagði Sherif Mamdouh Badrawi, 33 ára gamall. „Við sátum allan tímann og máttum ekki líta til vinstri eða hægri.“ Hann bætti því við að ræn- ingjamir hefðu barið gíslana ef þeir litu upp. Ræningjamir voru grímuklæddir allan tímann, blístmðu þegar þeir þurftu að koma boðum hver til ann- ars og yrtu einungis á farþegana til að skipa þeim fyrir eða ógna þeim. Að sögn gíslanna sem sleppt var hlóðu ræningjamir dínamíti upp að dyrum vélarinnar eftir að hún hafði lent í Lamaka á föstudag. „Ef ein- hver opnar dymar að utanverðu þá springa vélin og flugvöllurinn í loft Wmumw j Reuter Hér sést þegar einum gíslanna er hjálpað inn á sjúkrahús í Laraaka. upp,“ hafði Badrawi eftir einum ræningjanna. „Allan tímann ógn- uðu þeir farþegunum með þessum orðum: Drepa þig, drepa þig. Sittu, drepa þig.“ Maturinn eina vísbendingin Enginn gíslanna sem sleppt var sá þegar tveir gíslar vom myrtir á Lamaka-flugvelli. Þeir segja að ætíð hafí verið dregið fyrir glugg- ana. Eina leiðin til að vita hvar á jörðunni þeir væm staddir var að lesa á umbúðir sykurmolanna sem komu með hverri máltíð. Fathi el-Faid, einn gíslanna sem sleppt var, segir að flugræningjam- ir hafí komið vel fram við þijú ætt- menni furstans af Kuwait. Þau vom enn um borð þegar vélin lenti í Alsír í fyrrinótt. Komu tveir flugraeningj- anna um borð í Iran? Kuwait. Reuter. EINN gíslanna, sem ræningjar kúvæsku flugvélarinnar létu Arabaleiðtogar fordæma flugránið: Dregur athyglina frá uppreisn Palestínumanna Amman, Reuter. LEIÐTOGAR araba eru allir sammála um að fordæma ránið á kúvæsku farþegaþotunni. Nokkrir segja að ránið sé einung- is til þess fallið að draga athygli umheimsins frá uppreisn Pal- estinumanna á vesturbakka Jórdan og Gaza-svæðinu. „Þetta framferði hiyðjuverka- manna hefur flekkað ímynd araba um allan heim . . . því er ætlað að greiða uppreisn Palestínumanna rothögg," sagði Hosni Mubarak, forseti Égyptalands. Dagblöð í írak og Kuwait saka Dagblað í Kuwait: Ráðist strax áræningjana Kuwait. Reuter. DAGBLAÐ í Kuwait hvatti f gær til, að ráðist yrði strax til atlögu gegn ræningjunum um borð i kúvæsku flugvélinni, sem nú er í Algeirsborg. Sagði í leiðara blaðsins al-Anbaa, að nú þegar ræningjamir hefðu drepið tvo kúvæska borgara væri „engin ástæða til að bíða, heldur er það skylda okkar að ráðast strax inn í flugvélina. Við getum ekki leyft, að bömin okkar líði meiri hörmungar og við getum ekki setið hjá með hendur í skauti og leyft þessum huglausu rökkum að svala grimmdarþorsta sínum á fleira fólki“. Öll dagblöðin í Kuwait hafa sak- að írani um að skipuleggja flugrán- ið. „Ræningjamir hafa tekið að sér verk, sem morðingjastjómin í Te- heran úthlutaði þeim,“ sagði enn- fremur í al-Anbaa. írani um að standa á bak við flug- ránið. „Vel skipulagt flugránið og lendingin í Mashad í íran gefur til kynna að flugræningjamir séu verkfæri í höndum írans, leiðtoga alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi," segir í kúvæska dagblaðinu al- Siyassah. Jórdanir segja að flugránið sé hluti af vel skipulagðri baráttu ír- ana til að fá Kuwait til að láta af stuðningi við írak í Persaflóastríð- inu. íranir hafa neitað þessum ásök- unum. Mohammad Larijani, aðstoð- amtanríkisráðherra írans, hvatti til þess í gær að gíslamir yrðu látnir lausir og bætti því við að flugránið væri „ekki göfugt meðal fyrir göf- ugan málstað". DarEl- Beida Vólin frá Kuwait er nú á| Boumedienne-flugvelli I lausa á Kýpur, sagði í fyrra- kvöld, að tveir flugræningjanna hefðu komið um borð í vélina þegar hún lenti fyrst i borginni Mashhad i íran. Mohammed Ashkanaani sagði í viðtali við við kúvæska dagblaðið al-Qabas, að hann hefði séð tvo menn koma inn í flugvélina í Mash- had og ganga til liðs við ræningjana sex, sem fyrir voru. í annarri frétt í al Qabas sagði, að talið væri, að foringi flugræningjanna væri Imad Fayez Mughniya, kunnur öfgamað- ur úr flokki shia-múhameðstrúar- manna í Líbanon og í nánum tengsl- um við írani. Taldi blaðið, að Mughniya hefði verið annar þeirra, sem komu um borð í íran, og sagði, að hann hefði sérstakra hagsmuna að gæta í flug- ráninu því að eiginkona hans væri skyld einum hryfjuverkamannanna, sem em í fangelsi f Kuwait. Flug- ræningjamir hafa krafist þess, að þeir verði leystir úr haldi. Ashkanaani sagði, að einn flug- ræningjanna hefði setið við hlið sér á leiðinni frá Bangkok til Kuwait þegar þeir létu til skarar skríða. „Allt í einu stóð hann á fætur, dró upp byssu og skipaði farþegun- um að setja hendumar aftur fyrir höfuð og horfa niður," sagði hann. al-Qabas hafði það eftir far- þegum, sem sleppt var á Kýpur, að þeir hefðu verið með hendur bundnar allan tímann og verið í strangri gæslu þegar þeir fóra á salemið. Sögðu þeir, að ræningjam- ir hefðu gengið á milli farþeganna og yfirheyrt þá, spurt meðal annars af hvaða trúflokki hver og einn væri og hvort þeir þekktu einhvem í iögreglunni eða innanríkisráðu- neytinu. Ræningjamir vom alltaf með grímu fyrir andlitinu og töluðu arabísku eins og hún er ýmist töluð í Líbanon eða við Persaflóa. Höfðu þeir vaktaskipti þannig, að fjórir hvfldust og fjórir gættu farþeganna. KRGN / MorgunblaAift / AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.