Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Finnland: Mestu heræfingar frá stríðslokum Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara FINNSKT herlið, 13.000 manns, stendur nú I „vetrarst- ríði“ í Eittila í Lapplandi. Er hér um að ræða árlega heræf- ingu en að þessu sinni er hún meiri en nokkru sinni eftir stríð Finnar eru ekki í neinu vamar- bandalagi og leggja mikla áherslu Morgunblaðsins. á vamimar í norðurhémðunum, Lapplandi, sem er mitt á milli vamarsvæðis Atlantshafsbanda- lagsins í Norður-Noregi og kjam- orkuvopnabúrs Sovétmanna á Kolasfega. Til að fylgjast með æfíngunni buðu Finnar 34 hemað- arsérfræðingum frá heijum 19 ríkja, sem taka þátt í ráðstefn- unni um frið og öryggi í Evrópu. Sovézk kona gæðir sér á bragðmikilli bandarískri pizzusneið á Leninhæðum í Moskvu á þriðjudag. Þann dag opnaði fyrsti bandaríski pizzustaðurinn opnaði þar í borg og hlaut góðar viðtökur. Hóp- ur nýgiftra kvenna í hefðbundinni skoðunarferð í Leninhæðum og lofuðu góðgætið. Þær sögðu bandarisku pizzumar bragð- og matmeiri en sovézkar pizzur. ísrael: Þrír hryðjuverka- menn felldir við landamæri Líbanons Tel Aviv, London, Túnis. Reuter. ÍSRAELSK hersveit felldi þijá hryðjuverkamenn fyrir dögun í gærmorgun, en þeir reyndu að komast óséðir yfir landamæri ísraels og Líbanons. Hersveitin elti hryðjuverkamennina inn i Libanon og felldi þá á yfirlýstu „öryggissvæði" ísraeis í Suður- Libanon. Til mikilla mótmæla kom á þriðjudag á Gaza-svæðinu en þaðan eru flestir Palestinu- mennimir, sem vísað var burt úr ísrael i fyrradag. Vora þá átta menn fluttir nauðugir frá ísrael til Libanons. ísraelar urðu ekki fyrir neinu manntjóni af völdum hryðjuverka- mannanna, en í fórum þeirra fund- ust M-16 vélbyssur, eldflaugar, sem skjóta má af öxl, og handsprengj- ur. Að sögn hemaðaryfírvalda hugðust skæruliðamir taka fólk í gíslingu. Atburðurinn átti sér stað skammt norður af samyrkjubúinu Kibbutz Dan, en þar í grennd vom þrír hryðjuverkamenn felldir í síðustu viku við sams konar tilraun. Fjölmennt lið ísraelskra her- manna girti á þriðjudag fyrir nokkr- ar flóttamannabúðir í Gaza í von um, að við það drægi úr mótmæl- um, en fímm Palestínumannanna átta, sem reknir vom til Líbanons á mánudag, vom þaðan. Breska stjómin mótmælti á þriðjudag brottrekstri Palestínu- mannanna og sagði, að hann færi í bága við alþjóðalög og yki aðeins á spennuna á hemumdu svæðunum. Thomas Pickering, sendiherra Bandaríkjanna í fsrael, sagði í ræðu, sem hann flutti f Hebreska háskólanum í Jerúsalem, að Banda- ríkjamenn hefðu miklar áhyggjur af framferði ísraela, af ónauðsyn- legu valdbeitingu og af því, að Pa- lestínumönnum væri oft vamað þeirra iýðréttinda, sem þeir þó ættu í orði kveðnu að njóta. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- Heuter Bandarísk pizza íMoskvu samtaka Palestínumanna, PLO, átti um sl. helgi viðræður við Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna, og má af þeim ráða, að Sovétmenn séu að taka aðra og hófsamari stefnu f málefnum Miðausturlanda. Samkvæmt frétt í Prövdu, mál- gagni kommúnistaflokksins, lagði Gorbatsjov áherslu á, að arabaríkin viðurkenndu ísrael og tækju tillit til eðlilegra öryggishagsmuna landsins. Væri það forsenda fyrir friði í heimshlutanum. Gorbatsjov tók líka fram, að Palestínumenn hefðu sama rétt og ísraelar. Segja stjómmálaskýrendur, að Moskvu- stjómin vilji nú greinilega taka að sér hlutverk hófsama milligöngu- mannsins. Palestfnumennirair átta, sem ísraelar ráku á mánudag úr landi og til Líbanons. Reuter Brottflutningur sovéska herliðsins frá Afganistan: - segir talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins Moskvu, Boston, Reuter. GENNADÍJ Gerasímov, talsmað- ur sovéska utanríkisráðuneytis- ins, sagði á þriðjudag á blaða- mannafundi í Boston f Banda- ríkjunum að Sovétmenn myndu „hugsa sig tvisvar um“ áður en þeir hefðu afskipti að nýju af borgarastriði líkt og í Afganist- an. Gerasímov sagði f Moskvu á þriðjudagsmorgun að strfðandi fylkingar f Afganistan þyrftu að leysa eigin ágreiningsmál eftir að sovéska innrásarliðið hefði haft sig á brott úr landinu. Gerasímov sagði að hugsanlegt fall sovésku leppstjómarinnar í Kabúl, höfuðborg Afganistans, breytti engu um þá ákvörðun Sovét- sfjómarinnar að hefja brottflutning herliðsins þann 15. maí. Samkvæmt sáttmála leppstjómarinnar og stjómvalda í Pakistan mun brott- flutningurinn hefjast þann dag og hafa bæði risaveldin lýst yfír stuðn- ingi við samkomulagið. Heimkvaðn- ingu herliðsins á að ljúka á níu mánuðum samkvæmt ákvæðum sáttmálans en Sovétmenn hafa látið afl því liggja að honum muni ljúka á þessu ári. Gerasímov kvað sovésk stjóm- völd telja að fall stjómarinnar í Kabúl væri ekki yfirvofandi er sov- éska herliðið hefði haft sig á brott. Sagði hann Kremlveija telja að eina sjáanlega lausnin á vanda Afgana væri í því fólgin að frelsissveitir afganskra skæruliða settust að samningaborðinu með fulltrúum stjómvalda í því skyni að mynda nýja stjóm. „Þetta er í raun vanda- mál afgönsku þjóðarinnar," 'sagði talsmaðurinn. „Fylkingamar verða að leysa þetta mál. Ef stjómarand- stæðingar leggjast gegn þjóðarsátt mun borgarastríðið halda áfram, sem er ákaflega óæskilegt,“ bætti hann við. Gerasímov var spurður hvort vænta mætti þess að leiðtogar risa- veldanna myndu undirrita samning um fækkun langdrægra kjamorku- vopna er Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti sækir Míkhaíl S. Gorb- atsjov Sovétleiðtoga heim í Moskvu Gennadíj Gerasímov í lok maí. Gerasímov kvað það vera einlæga ósk sovéskra ráðamanna að slíkur sáttmáli yrði undirritaður en bætti við að hér væri um gríðar- lega flókið mál að ræða. Hins vegar væm ráðamanna beggja risaveld- anna augljóslega reiðubúnir til að ganga til samninga og spáði hann því að undirbúningsviðræður ut- anríkísráðherra risaveldanna fyrir leiðtogafundinn í Moskvu myndu reynast árangursríkar. Hugsanlegt faJl leppstjóm- arinnar mun engu breyta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.