Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Glæsileg karlmannaföt margir litir. Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,- Terylenebuxur kr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,- og 1.795,- teryl./ull/stretch. Gallabuxur kr. 820,- og 895,- sandþvegnar. Flauelsbuxur kr. 795,- Rúllukragabolir kr. 520,- Stuttermabolir kr. 235,- Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. ÞORSKANET Eigum fyrirliggjandi eftirtaldar gerðir af japönskum netum No. 10 6“ No. 12 6“ 40MD 60fmm/þref. hnút Girni 40MD 60fmm/tvöf. hnút Girni MARCOhf. No. 12 6“ 44MD 60fmm/tvöf. hnút Girni No. 9 6 1/4“ 40MD 60fmm/þref. hnút Girni No. 9 6 1/2“ 40MD 60fmm/þref. hnút Gir' No. 10 7“ 32MD 60fmm/þref. hnút Girn. No. 12 7“ 32MD 60fmm/tvöf. hnút Girni No. 15 7“1/4“32MD 60fmm/tvöf. hnút Kraftav. No. 12 10 1/2“10MD 60fmm/tvöf. hnút. Girni Mjög hagstætt verð Langholtsvegi 111, pósthólf 4330,124 Rvík. Sími 680690 (ath. breytt síma- númer). Helgar- og kvöldsími 75677. Ennum söfnuði Nýalssinna eftirAra Tryggvason | jhhí I Þó ég hafí ekki ætlað mér í upp- hafi að rita mikið um söfnuði Nýals- sinna eða hliðarfélög þeirra, þá vil ég þó í lok þessarar umræðu draga fram nokkur atriði sem eftir standa nú eftir greinaskrif þeirra félaga Þorsteins Guðrjónssonar formanns Félags Nýalssinna (FN) og Ragnars Gunnarssonar stud. med. formanns Félags áhugamanna um stiömulíf- fræði (FÁS). Skrif þeirra félaga voru til mín og annarra Tilraunafélagsmeðlima, sem a.m.k. reynum af veikum mætti að afla okkur fróðleiks um tilgang lífsins m.a. með sambands- tilraunum (miðilsfundastarfsemi). Þjóðlífsfrásögnin ónáðaði trúfélagsformennina Tímaritið Þjóðlíf birti í janúar ágætis grein um Tilraunafélagið og hugmyndir þess og tilraunir í öflun almenns fróðleiks innanlands og erlendis, sem og með tilraunasam- bandsfundum hér heima. Þetta við- tal virðist hafa rekist illa inná sam- visku Ragnars Gunnarssonar stud.med., eins af stofnendum Fé- lags áhugamanna um stjömulíf- fræði (stofnað 1983) og núverandi formanns þess, sem sést á báðum greinum hans um þetta efni (RG: Mbl. 13. mars og 26. mars sl.). Ennfremur einnig ónáðað Þor- stein Guðjónsson, einn af brautryðj- endum Félags Nýalssinna (st. 1950) og núverandi formann þess og upp- hafsmann og formann félagsins Norræns mannkyns (st. 1982) sem og stofnanda Ásatrúarsafnaðarins á íslandi (st. 1973). (ÞG: Mbl. 25. mars sl.) Þeir formennimir virðast sam- mála í flestum aðalatriðum um nauðsyn hæfílegrar lotningar and- spænis skrifum dr. Helga Pjeturss höfund Nýalsbindanna sex, (HP: útg. í Rvík 1920 til 1947). Enda tiltekur Þorsteinn sérstaklega hlý orð í grein Ragnars i sinn garð (Þ.G.: Mbl. 25. mars sl.). Formaðurinn játar að engin vísindastarf semi sé í FAS Ragnar Gunnarsson, stud.med. formaður FÁS, viðurkennir að félag sitt hafí ekki staðið að neinum vísindalegum rannsóknum. Enn- fremur benda lög og markmið þess félags ekki til annars en lotningar- safnaðar í kringum kenningar og persónu Helga Pjeturss þrátt fyrir nokkra hugsandi menn innan fé- lagsins (þ.e. FÁS). Það sama gildir einnig um hinn helming hreyfíngar- innar, þ.e.a.s. Félag Nýalssinna, starf þess, fundi og lög. í ljósi þessa er gagnrýni stud.med. Ragnars á Tilraunafélag- ið vegna skorts á vísindalegri starf- „Menn geta og mega og eiga að fá að hafa dægrastyttingu sína eða trúarathafnir í friði fyrir fólki. En það er ekki þar með sagt að þeir eigi að fá frið til að kalla tilbeiðslu þessa vísindi.“ semi þess, eða á bara hvaða félög eða stofnanir sem er, undarleg. Þar fyrir utan hefur verið sýnt fram á vísindalega starfsemi Tilraunafé- lagsins svo öllum ætti að vera það Ijóst. (Þjóðlíf, janúar 1988 og ÁT: Mbl. 22. mars bls. 47.) Engin visindastarfsemi heldur í Félagi Nýalssinna Rétt er einnig að benda á að engar rannsóknir hafa heldur farið fram í hreyfingum Nýalssinna eftir fjögurra áratuga starfsemi. Utan þeirrar virðingarverðu viðleitni sem vísindamannahópurinn í byijun átt- unda áratugarins sýndi. En engar líkur eru á að nokkuð slíkt starf heijist þar í bráð eftir að sá hópur var hrakinn út úr félaginu með trú- arofstopa, sem á sér fáar hliðstæð- ur nema í harðsvíruðustu trúar- bragðadeiium. Aðalatriði málsins er því að Félög Nýalssinna eru alls ekki vísindafé- lög heldur í reynd aðeins ný af- brigði trúarbragða í þanghaf trúar- bragðaflóru mannkynsins. Enda bera þessi félög þeirra kumpána Þorsteins og Ragnars öll merki slíks, eins og allir sjá sem til þekkja. Um það ætti ekki að þurfa að deila. Þótt sumir muni auðvitað reyna eitthvað að ströggla gegn því. Og er ekkert nema gott um það að segja. Málfrelsið blívi. En fólk á auðvitað að fá að hafa tilbeiðslur sínar í friði Með tilliti til orða Þorsteins Guð- jónssonar um vísindi og skilning, þá hefði ég haldið að einmitt gagna- söfnun, varðveisla miðilsfunda eins og við i Tilraunafélaginu gerum a.m.k. væri ásamt öðru kjörin leið til aukins skilnings. Það atriði eitt sér að halda ekki miðilsfundunum til haga ber m.a. vott um að starfsemi félaganna sé lítið annað en dægrastytting sann- færðra manna. Við því er að sjálf- sögðu ekkert að segja. Menn geta og mega og eiga að fá að hafa dægrastyttingu sína eða trúarat- hafnir í friði fyrir fólki. En það er ekki þar með sagt að þeir eigi að fá frið til að kalla tilbeiðslu þessa vísindi. Nógu miklum hörmungum hafa hégiljur undir falsmerki vísind- anna komið yfír mannkynið í ald- anna rás, þó á seinni hluta tuttug- ustu aldarinnar sé ekki enn verið að því. Kynþáttaaðskilnaðarstefna Nýalssinna Hinar ofstækisfullu hugmyndir um kynþætti er birtast með stofnun félagsins Norrænt Mannkyn hjá Þorsteini Guðjónssyni og félögum eiga sér stað á níunda áratugnum, fjórum áratugum eftir hrun nasism- ans í Þýskalandi. Helgi Pjeturss var með sínar kynþáttavangaveltur á öðrum og þriðja áratug þessarar aldar grunlaus um þá helför sem skammt var undan og átti eftir að dynja yfír mannkynið vegna Þjóð- emissinna Þýskalands. Enda á allt öðrum nótum en þeir þjóðemis- sinnar síðari tíma vom og urðu. Það ber samt að harma þessi skrif dr. Helga og líta fremur á kenningar hans um sambönd lífsins í alheimi sem hans brautryðjenda- verk, fremur en að hafa sífellt í hávegum kenningar hans um yfír- burði hins hvíta kynstofns eins og Þorsteinn Guðjónsson og hans deild í Félagi Nýalssinna gerir á ósmekk- legan hátt gagnvart nýalskri hugs- un. Auðvitað á alls ekki að líta á Nýal eins og Biblíu Rétt er það að ég var einn af stofnendum FÁS á sínum tfma (1983). En leiðir skildu ýmsra hluta vegna. Var það m.a. vegna skorts á gagnrýnni hugsun á skrif og skoð- anir Helga Pjeturss (f. 1872 — d. 1949). Fannst mér þetta starf skila okkur lítið áleiðis. Yfírleitt hjakkað í sama farinu. Það á ekki að líta á Nýalsbækumar sem Biblíur, eins og margir gera. Heldur aðeins sem fróðlegar og innblásnar ábendingar og hvað þurfí að gera: afla fróðleiks hér heima og erlendis, rannsaka og svo frv. Er formanni Félags Nýals- sinna faríð að förlast svona illa? Þó Þorsteinn Guðjónsson kannist ekki við mig eins og hann segir í grein sinni, þá var ég engu að sfður meðlimur í Félagi Nýalssinna í all- mörg ár. Hef ég m.a. notið gest- risni Þorsteins og konu hans, þegið hjá þeim kaffi og kökur í mesta Les-pr|ón tifSkeifunni 6 (suðurinngangur).)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.