Morgunblaðið - 14.04.1988, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 14.04.1988, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 49 Ríkið í húman- ísku þjóðfélagi eftir Hrannar Jónsson Ríkið er orðið svo voldugt í dag að þú gerir nánast ekkert án þess að það eigi í því einhvem þátt. Þú borðar ekki, vinnur ekki, ferðast ekki eða ferð út í búð án þess að ríkið eigi hlut að máli, beint eða óbeint. Ríkið er ekki það sama o g þjóðin Ríkið er ekki það sama og þjóð- in, það er tæki til þess að ná þeim sameiginlegu markmiðum sem þjóðin hefur sett sér. Vandinn er að þjóðin hefur ekki sett sér nein markmið. Stjórnarskráin sem ætti að segja til um hver þessi markmið ættu að vera er álíka gagnleg og ef lög Eimskipafélagsins myndu bara fjalla um gámaflutninga en ekki væri minnst á aðra þætti. Sú sem við höfum í dag er ekki raun- veruleg stjómarskrá heldur Stjóm- skipunarlög ríkisins sem vom hrað- soðin eftir stjómarskrá danska kon- ungsveldisins. Síðan hafa orðið nokkrar skipulagsbreytingar á henni og nokkrum fremur ófull- komnum mannréttindaákvæðum hefur verið bætt inn. Aðalatriði stjómarskrárinnar ætti að vera umfjöllun um markmið þjóðarinnar á sama hátt og fyrir- tæki og félög lýsa markmiðum sínum í stefnuskrám eða félagslög- um sínum í upphafí þeirra. Síðan fjalla þau um leiðir til þess að ná þessum markmiðum og hvers konar skipulagsfyrirkomulag þau ætli að styðjast við. Stjómarskrá okkar þarf einnig að §alla um skyldur og réttindi ein- staklinga og hópa. Mannréttindi má aldrei brjóta, en núverandi stjómarskrá margbrýtur þau. Umíjöllun um nýja stjómarskrá er því umfangsmeiri en bara það hvemig kjósa skuli fulltrúa ríkisins eða hversu margir þingmenn eigi að vera í einu kjördæmi eða öðru, þjóðin þarf fyrst og fremst að ákveða sameiginlegt markmið fyrir sig. Mývatnssveit: Pétur „Ríkið verður ekki lengur „Stóri bróðir“ heldur munum við hafa afnot af því eins og símanum í dag — þegar það hentar okkur.“ Hvernig er ríkið sem tekur mið af manngildi Ríkið hefur tekið sér það hlut- vérk að vera aðalatriðið í okkar þjóðfélagi. Hugmynd okkar Húm- anista í Flokki mannsins um ríkið er víðsfjarri þessu. Við viljum að valdinu sé dreift innan þess en það er langt frá þeim hugmyndum sem aðrar stjómmálastefnur setja fram, því þær telja allar að ríkið sé æðra manninum. í okkar framtíð er manninum ætlað það hlutverk að vera aðalatriðið þannig að ríkið eins og það er í dag rúmast þar ekki. Samkvæmt þessu viljum við Húm- anistar að sem fyrsta skref í átt að beinu lýðræði verði komið á umræðum um hvert markmið þjóð- arinnar ætti að vera og í framtíð- inni ættu að vera bindandi skoðana- kannanir og þjóðaratkvæðagreiðsl- ur um sem flest mál. Verksvið ríkis- ins ættu m.a. að sjá um þróun undir- stöðuatvinnuveganna, að það stjómi þeim fyrirtækum og stofnun- um sem em nauðsynleg til þess að efnahagslíf þjóðarinnar sé óháð er- lendum áhrifum og að stuðla að því að valddreifing verði aukin í þjóð- hagskerfinu. Hvernig verður ríkið í framtíðinni Það myndi sennilega líða yfír marga að koma inn í opinbera stofn- un þegar manngildissinnar hafa komist til valda. Tekið yrði á móti ykkur eins og það sé mikilvægt að leysa fljótt og vel erindi ykkar. Þar mun ekkert áhugaleysi eða útúr- snúningar verða því opinberir starfsmenn munu kunna að þjóna fólki og vinna með því. Ríkið verður ekki með nefíð í hvers manns koppi og því verða engar skattaskýrslur eða skatta- skuldir — allir skattar verða óbeinir. Það verða engar refsingar í Húm- anísku þjóðfélagi, heldur verður við- horf dómskerfisins að aðstoða og hjálpa einstaklingnum til að losa sig við ofbeldi sitt svo hann geti lifað árekstralaust meðal annars fólks. I stað svartklæddra lögreglu- þjóna passar betur að hafa ein- hverskonar slysavamasveitir, ein- hveijir sem af umhyggju fyrir fólki leiðbeina því og aðstoða. Ríkið verður ekki lengur „Stóri bróðir“ heldur munum við hafa af- not af því eins og símanum í dag — þegar það hentar okkur. Ríkið mun styðja við þjóðina og hjálpa henni að ná sameiginlegu takmarki sínu. Völdin verða hinsvegar hjá fólkinu því við Húmanistar setjum manninn ofar öllu. Höfundur er félagi ílandsráði Flokks mannsins. KERTAÞRÆÐIR Leiðari úr stálblöndu. Sterkur og þolir að leggjast í kröppum beygjum. Við- nám aðeins 1/10 af viðnámi kolþráða. Margföld neistagæði. Kápa sem deyfir fruflandi rafbylgjur. ípassandi settum. G F SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 STOKKHÓLMUR FLUOLEIÐIR -fyrir þíg- Vfelcfu vel, veldu Wtmg WANG Heimilistæki hf, Sætúni 8,105 Rvík _ Sími: 91-6915 00 "" Þónsson jarðsettur Mývatnssveit. ÚTFÖR Péturs Þórissonar í Baldursheimi var gerð frá Skútustaðakirkju sl. laugardag að viðstöddu mjög miklu fjöl- menni. Sóknarpresturinn, sr. Örn Friðriksson, flutti útfarar- ræðu og jarðsöng. Sigurður Hallmarsson frá Húsavík las kvæði, kirkjukórinn annaðist söng, ennfremur sungu Rangár- bræður. Jarðsett var í heima- grafreit i Baldursheimi. Pétur fæddist 18. mars 1933 og var því 55 ára er hann lést í Land- spítalanum 27. mars sl. Foreldrar hans voru Þórir Torfason frá Bim- ingsstöðum í Laxárdal og Þuríður Sigurðardóttir í Baldursheimi. Eig- inkona Péturs, Þórunn Einarsdóttir frá Böðvarsdal í Vopnafírði, lifír mann sinn. Þau eignuðust 7 böm sem öll eru á lífi. Pétur og Þórunn stunduðu búskap í Baldursheimi um áratuga skeið. Pétur var vel virkur í ýmsum félagasamtökum í Mý- vatnsssveit og er því vandfyllt skarð við fráfall hans. áf A BESTA STABIBÆNUM Aðeins minútugangur i helstu banka, verslanir, kvikmyndahús, sundlaug, leikhús, pósthús o.fl. Vistleg og björt gisti- herbergi, vel búin húsgögnum. Sér snyrting, sturta, sjónvarp, útvarp og sími. Veitingasalurinn Lindin er opinn allan daginn. Glæsilegur matseðill i hádeginu og á kvöldin og girnilegar tertur siðdegis. Veislu-, funda- og rádstefnusalur fyrir allt að 100 manna fermingaveislur, erfis- drykkjur, afmælisveislur, fundakaffi o.s.frv. Salurinn er vel búinn tækjum s.s. myndvörpum, skuggmynda- vélum, töflum, Ijósritunarvél, telexi, ræðupúlti, hátalarakerfi, píanói o.m.fl. - Kristján
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.