Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 33 Morgunblaðið/Þorkell Minni báturinn á myndinni sýnir staðinn þar sem flugvélin hrapaði í sjóinn í beinni stefnu á Reyýavíkurflugvöll. cerjafirði snemma i gærmorgun. Morgunblaðið/ Ragnar Axelsson Flak Piper-vélarinnar híft um borð í Goðann i gær. Björgunarsveit Ingólfs notar neyðarsímann. Miðaldaeinveldi sem nú rekur hjálparstofnanir Þijátíu og sex fulltrúar settust á rökstóla 8. apríl síðastliðinn í Róm til þess að kjósa leiðtoga sem framfylgja á veraldlegum skyldum ríkis sem ekki er til lengur. Það eru riddarar Möltureglunnar sem völdu nýjan stórmeistara til að stýra reglunni svo þeir geti upp- fyllt heit sín um að þjóna sjúkum eins og þeir hafa gert frá þvi reglan var stofnuð fyrir niu öldum. Þessir 36 Iqormenn, sem allir hafa blátt blóð í æðum, voru lokaðir inni í tumherbergi í Villa Magistrale, sem stendur efst á einni af sjö hæðum Rómar, þar til þeir höfðu valið nýjan stórmeistara reglunnar. Kjörmennimir em full- trúar um 12.000 Mölturiddara víðsvegar um heim. Þeir völdu leið- toga úr hópi 22 manna sem höfðu uppfyllt skilyrði um óflekkað mannorð og gengist undir heit fá- tæktar, hreinlifis og hlýðni, skilyrði sem stórmeistari Mölturiddara verður að uppfylla. Einnig verður stórmeistari að geta sannað að hann sé af aðalsættum bæði í móð- ur- og föðurætt og að engin blóð- blöndun utan aðalsætta hafí orðið síðustu 200 árin. Kjörmennimir komust að niður- stöðu eftir tæpa þtjá sólarhringa. Fyrir valinu varð Fra Andrew Bertie, skoskur aðalsmaður sem er skyldur Elísabetu Englandsdrottn- ingu. Nú þegar kjörmennimir hafa valið nýjan stórmeistara verður Jóhannes Páll páfi annar að stað- festa ákvörðunina. Hafi hinn nýi leiðtogi gerst munkur fyrir innan við fimm ámm, eða 10 ámm ef hann er yngri en 50 ára, verður hann að fá sérstakt leyfí páfa til að taka við embætti stórmeistara. Fra Andrew Bertie nýkjörinn stórmeistari Möltureglunnar. Leggja þjáðum lið Þó riddaramir skarti hátignar- legum titlum og klæðist skart- búningum við hátíðleg tækifæri fer aðalstarf reglunnar fram víða um heim þar sem þeir leggja lið þurfandi og þjáðum. Reglan hjálp- ar nauðstöddum á svæðum þar sem hörmungar hafa dunið yfír íbúana og á ófriðarsvæðum. Til dæmis reka þeir tíu hjúkmnar- miðstöðvar í Líbanon og stjóma öflugu hjálparstarfi víða í Suður- Ameríku. Reglan og alþjóðleg samtök, sem starfa í tengslum við hana, eiga og reka yfir 200 sjúkrahús í um 90 löndum. Með því að afla þekkingar og fjár koma riddaram- ir til hjálpar holdsveikum, bjarga munaðarlausum og aðstoða við menntun hjúkmnarfólks til starfa í vanþróuðum löndum. Riddarar Möltureglunar hafa verið í fréttum í Frakklandi að undanfömu vegna fyrirætlana um að selja verðmætt málverk til að standa straum af kostnaði við byggingu sjúkrahúss fyrir fatlaða í París. Góðgerðarstofnun sem reglan rekur og kallast Oeuvres Hospitaliéres Francaise ætlar að selja eitt af frægustu verkum franska sautjándualdar málarans Georges de la Tour, sem hún fékk í arf frá einum riddaranna. Yfir- menn Louvre-safnsins hafa farið þess á leit við frönsku þjóðina að hún safni fé til að kaupa málverk- ið, sem metið er á um 220 milljón- ir íslenskar krónur, til að koma í veg fyrir að verkið verði selt til Bandaríkjanna. Talsmaður góð- gerðarstofnunarinnar sagði að féð ætti að nota til að reisa sjúkrahús fyrir fatlaða í París í minningu þess að franski mur.kurinn Friar Gerard stofnaði sjúkrahús fyrir særða pílagríma í Jerúsalem á elleftu öld. Nokkrir þeirra kross- fara sem fengu aðhlynningu á þessu sjúkrahúsi stofnuðu síðar Jóhannesarregluna í Jerúsalem sem flutti til Möltu á sextándu öld. Þeir sem vígjast inn í Jóhann- esarreglu greiða enn í dag „að- gangseyri" til að minna á upp- hæðina sem krossfararnir greiddu til að komast til Jerúsalem. Fengu Möltu að gjöf árið 1530 Undir lok krossferðanna árið 1272 hörfuðu riddarar úr Jóhann- esarreglunni til Kýpur, þaðan sem þeir fóru árið 1309 til eyjarinnar Rhodos, sem þeir stjómuðu eins og sjálfstæðu ríki, þar til Tyrkir hröktu þá frá völdum 1. janúar 1523 eftir langt umsátur. Árið 1530 gaf Karl 5. Spánarkonungur og keisari Hins heilaga rómverska keisaradæmis riddurunum Möltu þar sem þeir settu á fót eitt besta sjúkrahús í heimi á þessum tíma. Þeir endurreistu flota sinn og börðust við Tyrki sem margsinnis reyndu að hrekja þá frá eyjunni. Möltureglan hefur verið án stórmeistara síðan í janúar, þegar Angelo de Mojano di Cologna lést. Hann var yfirmaður Mölturiddara í 25 ár. Riddaramir halda í heiðri venjur og starfa eins og reglan væri einveldi á miðöldum en þeir hafa ekki átt heimaland síðan Napóleon hertók Möltu árið 1798 og batt þar með enda á 268 ára yfirráð þeirra yfir eyjunni. Eftir að Napóleon hrakti þá frá Möltu fluttu útlagamir höfuð- stöðvar reglunnar til Pétursborg- ar og þaðan til Messínu og Kat- aníu á Sikiley. Síðar flutti reglan til Ferrara á Norður-Ítalíu áður en riddaramir fluttu aðsetur sitt til Rómar árið 1834, þar sem Möltureglan hefur haft höfuð- stöðvar síðan. Fyrr á tímum gátu aðeins að- alsmenn gengið í regluna, fyrir utan einstaka almúgamann sem sýnt hafði hugrekki og frækilega frammistöðu í bardögum. Þó enn sé blátt blóð í æðum flestra Möltu- riddara í Evrópu er slíkt skilyrði ekki sett um aðild að nýjum sam- starfsfyrirtækjum reglunnar í Bandaríkjunum og víðar. Sérstakt lög'sagnar- umdæmi í Róm Frá því á árinu 1312 á reglan höll á Via Condotti í Róm og stór- hýsið Villa Magistrale á Avent- ine-hæð sem er arfur frá látnum riddurum. Eignimar eru utan lög- sagnar ítalskra yfirvalda eins og Vatikanið hinum megin Tíber- árinnar. Rétt eins og þeir stjómi enn sjálfstæðu ríki og landi á Möltureglan opinbera sendimenn í 50 þjóðlöndum. Bifreiðir regl- unnar bera sérstök skrásetningar- númer og hún prentar frímerki, slær mynt og gefur út vegabréf. Talsmenn reglunnar segja ridd- arana vera kaþólska úrvalsmenn og strangar reglur gildi um val á þeim. Nýliðum er sagt að það að bera áttaarma Möltukrossinn séu ekki forréttindi heldur sönnun þess að þeir séu skuldbundnir til að þjóna hinum sjúku og stuðla að manngæsku. Höfundur starfar sem blaða- maður hjá Intemational Her- ald Tribune. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BARRY JAMES Reuter Félagar rómversk-kaþólsku Mölturiddara-reglunnar við upphaf fundarins 8. apríl síðastliðinn, þar sem kjörmennirnir 36 völdu nýjan stórmeistara. Fundurinn, sem stóð á þriðja sólarhring, fór fram í Villa Magistrale sem stendur á Aventine-hæðinni í Róm. Mölturiddarar lqósa nýjan stórmeistara:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.