Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / Ólafur Ormsson Af hveiju borðarðu ekki í Litlu hrylling'sbúðinni? Það þarf að koma mörgu í verk síðustu daga fyrir hátíðar. Um páskana eiga flestir launþegar tæp- lega vikufrí og þá þarf að huga að mörgu og svo eru fermingar í öllum helstu kirkjum á höfuðborgarsvæð- inu með öllu því tilstandi sem þeim fylgir. Fjöldi fólks ver frítíma sínum í ferðalög innanlands sem utan. í veðurblíðunni miðvikudaginn fyrir páska var greinilega í mörgu að snúast hjá öllum meginþorra Reyk- víkinga. Innkaup í verslunum stóðu einna hæst er leið á daginn, sem var þó hafínn til slíkra hluta strax að morgni. Nokkrum dögum fyrir páska leit ég inn á skattstofuna við Tryggvagötu að skila inn umsókn- areyðublaði varðandi húsnæðis- bætur og Guðmundur Steingríms- son, „papa jazz", gaf merki við af- greiðsluborðið, rétti upp hendi þeg- ar ég kom í anddyrið eins og hann væri með það á hreinu í hvaða er- indum ég væri, tók við umslaginu og kom því fyrir á öruggum stað. Guðmundur er ómissandi þama á skattstofunni, hann nánast getur lesið það af andliti manna í hvaða erindum þeir eru og svo þekkir hann iíka ótrúlegan flölda Reyk- víkinga enda séð þeim mörgum bregða fyrir í dansi eða á vínbömm danshúsa í höfuðborginni á liðnum áratugum þegar hann hefur setið uppi á sviði og lamið trommumar af slíkri kunnáttu að ekki einungis er á flestra vitorði hér á íslandi heldur einnig í nálægum löndum. Það lá svo ijómandi vel á Guð- mundi og ljóst að nú er senn fram- undan meiriháttar jazzhátíð í Reykjavík. Boy Georg er svo vænt- anlegur nú í aprílmánuði og komin plaköt í lit upp á veggi verslunar- húsa í tugatali, víða í borginni. Poppgoðið sem á svo sem lítið sam- eiginlegt með snillingum jazzins hefur að því er sagt loks sigrast á eiturlyfjavandamáli sínu og á að troða upp í Laugardalshöllinni næstu daga fyrir íslenskan æsku- lýð. Tvær ungar stúlkur um eða innan við fermingu vom að virða fyrir sér plakatið af poppgoðinu við hljóðfæraverslun í miðborginni í veðurblíðunni miðvikudaginn fyrir páska. Það var sól á lofti, sæmilega hlýtt, eins og vorið væri þegar kom- ið í borginni: — Ó, hann er alveg draumur, sagði. sú ljóshærða. — Hann er alveg meiriháttar, sagði sú dökkhærða. — Hann hefur alltaf verið mitt uppáhald, sagði sú ljóshærða og vafði tyggigúmmíi upp á litla fingur hægri handar. Síðan fóm stúlkumar inn í plötu- búðina, líklega í þeim erindum að kaupa plötu með poppsöngvaranum sem að öllum líkindum mun koma fram í Laugardalshöllinni í fjöl- skníðugu gervi. í verslun ÁTVR við Snorrabraut var greinilega fullt út úr dymm er leið á miðvikudag fyrir skírdag. Leigubílar að koma og fara og við- skiptavinir með stóra hvíta plast- poka á leið út á Snorrabrautina í bflana og á Karlagötunni stóð Bjöm Kristjánsson innanbúðar og af- greiddi hvert páskaeggið af öðm til krakka og unglinga sem virtust hafa fullar hendur fjár. Ég leit inn í Ásbrú, litla verslun við Njálsgötu sem selur ramma og myndir, eftirprentanir, í þeim erind- um að kaupa einhveija ódýra mynd til að hengja upp á vegg í íbúð minni. Þar vom einungis tveir menn, afgreiðslumaður, allnokkuð við aldur, og annar maður, einnig kominn á ellilífeyrisaldurinn, og þeir virtust ekki hafa neitt þarfara að gera en að deila um það hvor væri nú eldri. Ég leit á myndir og var lengi vel á báðum áttum hvort ég ætti heldur að kaupa landslags- mynd með stórt og mikið fjall í baksýn eða eftirprentun, sjálfs- mynd af Kjarval, á litlar tóíf hundr- uð krónur, þar til ég kom allt í einu auga á eftirprentun af málverki af frelsaranum, Jesú Kristi, þar sem hann situr við fjallsrætur, hugsandi á svip og horfír yfír byggð eða borg, og ég veitti því fljótlega at- hygli að það er einhver sérstakur fríður yfír myndinni. Ég spurði af- greiðslumanninn um verð. — Tólf hundmð krónur, kostar myndin, sagði hann. Ég hafði ekki átt neina mynd af frelsaranum og vildi því láta verða af því að eignast myndina. Fram- undan var einmitt sú hátíð þegar kristnir menn minnast krossfesting- ar, dauða og upprísu Jesú og auðvit- að vildi ég eiga mynd af þeim manni sem ég hef ávallt talið fremstan allra manna fyrr og síðar. Af- greiðslumaðurinn pakkaði mynd- inni inn í umbúðapappír og við ósk- uðum hvor öðmm gleðilegrar páskahátíðar. Ég var ekki fyrr bú- inn að setja myndina upp á vegg á heimili mínu en dyrabjallan hringdi. Góður kunningi var á ferð, á fímmta degi í glasi, og var svo elskulegur að vilja endilega bjóða mér í mat í Glæsibæ sem ég afþakkaði kurteis- lega, sagðist ekki hafa tíma. Hann tók eftir myndinni upp á vegg og horfði á hana næstum hugfanginn. Ég hellti upp á könnuna, hann gaf sér tíma til að stoppa um stund, áður en hann hvarf aftur út í glaum- inn. Ég reyndi að tala um fyrir honum, benda honum á böl áfengis- ins án nokkurs árangurs. — Má ekki bjóða þér í mat í Glæsibæ? endurtók hann. — Æ, nei. Af hveiju borðarðu ekki í Litlu hryllingsbúðinni? spurði ég. — Ha? Hvar er hún? er það nýtt vínveitingahús? spurði sá er var á fímmta degi í vínglasi. Tvær góðar þvottavélar frá SIEMENS Góð og hagkvæm þvottavél • 18 þvottakerfi. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. • Vinduhraði 600 og 800 sn./mín. • íslenskir leiðarvísar. • Þurrkari fáanlegur með sama útliti. WV 2760 Kjörgripur handa hinum vandlátu • Fjöldi þvottakerfa. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. • Áfangaþeytivinding. Mesti vinduhraði 1200 sn./mín. • Hagkvæmnihnappur. • íslenskir leiðarvísar. WV 5830 Verð \ /Verð 43.760,fy ( 57.950,- Hjá SIEMENS eru gæði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMÍTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 15% afsláttur Ert þú að undirbúa bílinn undir sumar- aksturinn? aðstoðum við þig, með því að veita 15% afslátt á allar gerðir Gabriel höggdeyfa. Útsölustaöir utan Reykjavíkur: Hellissandur: Bllaverkst. Ægis S 93-66677 Stykkishólmur. Bllaverkst. Þórðar S 93-81318 Patreksfjörður: Bllaverkst. Guðjóns S 94-1124 Akureyri: Bllaréttingar sf. S 96-22829 Húsavlk: Bilaverkst. BK S 96-41060 Neskaupstaöur: Varahlutaversl. Vík E 97-71776 Kirkjubæjarklaustur: Bllaverkst. Gunnars “S 99-7630 Hvolsvöllur: Kaupf. Rangæinga S 99-821 Selfoss: Kaupf. Árnesinga "S 99-2000 Þorlákshöfn: Þjónustustöðin S 99-3578 Keflavlk: Aóalstöðin S 92-11515 G ” SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Þýskir dagar í Þórscafé Ferðamálaráð Hamborgar, Amarflug og Þórscafé gangast fyrir Þýskalandskynningu í Þórscafé föstudags- og laugar- dagskvöld 15. og 16. aprO nk. Tveir matreiðslumeistarar koma frá Hamborg til að framreiða þýska veislurétti og þaðan kemur einnig fjögurra manna hljómsveit, sem ásamt hljómsveit hússins mun halda uppi ekta þýskri stemmningu og fiöri. I Þýskalandi er mikið framleitt af úrvals tískufatnaði og Unnur Amgrímsdóttir stjómar tískusýn- ingu þar sem sýnt verður ýmislegt sem tískuverslanir hér á landi sækja þangað. Einnig verða sýndar margvísleg- ar aðrar vörar sem fluttar em inn frá Þýskalandi. Ferðavinningar munu falla heppnum gestum í skaut og ýmis önnur verðlaun verða veitt. Húsið opnar kl. 19 og þá verður tekið á móti gestum með fordrykk og dunandi þýskri tónlist. Kynnir verður Júlíus Bijánsson (Fréttatilkynning) RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.