Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 31
08 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 31 Grænland: Tollahækkun á áfengí en neysla þess eykst Nuuk. FrA Nils Jörgfen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. EKKI hefur dregið úr áfengis- neyslu á Grænlandi, eftir að lands- þingið hækkaði tolla á þessum vöruflokki í haust, heldur hefur neyslan þvert á móti farið vax- andi. Framkvæmdastjóri KNI, Grænlandsverslunarinnar, segir f viðtali við dagblaðið Grönlands- posten, að stjórnmálamSnnunum hafi brugðist bogalistin, hafi ætl- un þeirra með tollahækkununum verið sú að draga úr neyslunni. Neyslumynstrið hafi aðeins lítil- lega breyst. Minna seljist af bjór, en meira af léttu og sterku vfni. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs seldist 218.000 snöfsum fleira í Nuuk en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar því, að hver bæjarbúi hafi keypt .18 snöfsum fleira nú en í fyrra. Sala á léttu víni jókst um 30%, sala á sterku víni jókst um 45%, en bjórsala dróst saman um 10%. Grænlenska landstjómin er að setja upp bjór-átöppunarverksmiðju í Nuuk í samvinnu við dönsk brugg- hús, og er búist við fyrsta bjómum úr verksmiðjunni í desembermánuði næstkomandi. Takmarkið er að draga úr flutningskostnaði frá Dan- mörku og skapa atvinnu í Græn- landi. í verksmiðjunni verður enn fremur framleitt gos. Dönsk ölgerðarfyrirtæki hafa sak- að stjómmálamenn um ranga stefnu í tollamálum. Ávinningurinn af tolla- hækkunum á bjór sé enginn og að- eins verði um að ræða tilfærslu á neyslu, frá bjór til léttra og sterkra víntegunda. Minnkandi bjómeysla muni hafa í för með sér tap á græn- lensku verksmiðjunni. Stoftikostnað- ur hennar er um 140 milljónir dan- skra króna (ríflega 850 millj. ísl. kr.). Grænlenska landsþingið: Josef Motzfeldt vikið úr embætti Nuuk. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttantara Morgunblaðsms. GRÆNLENSKA landsþingið hefur úrskurðað, að Josef Motzfeldt sé þess óverðugur að sitja á landsþinginu og f landstjóminni vegna dóms, sem hann hlaut í febrúar fyrir ölvunarakstur. Auk þess samþykkti landsþingið, að Otto Steenholdt, formaður stjómarandstöðuflokksins Atassut, gæti haldið þingsæti sfnu, að þvf af tollyfirvöldum að hafa margt með sér inn f landið. Josef Motzfeldt, sem er 49 ára að aldri, var þingmaður vinstriflokksins Inuit Ataqatigiit, samstarfsflokks Siumut í landstjóminni, og fór þang- að til í gærkvöldi með viðskipta- og samgöngumál á Grænlandi. Við emb- ætti hans tók Johanne Petrussen, sem verður eina konan f landstjóm- inni. Hún er 37 ára gamall blaðamað- ur og stjómarformaður Grænlenska útvarpsins og var kjörin varaformað- ur flokks síns nú um páskana. Pe- trussen-víkur nú úr báðum þessum trúnaðarembættum. Josef Motzfeldt sagði, eftir að þingið hafði kveðið upp úrskurð sinn, að honum fyndist hann ósanngjam, vegna þess að það sama hefði ekki verið látið ganga yfír aðra græn- lenska stjómmálamenn, sem dæmdir enda þótt hann hefði verið staðinn ætlað að taka einni viskfflösku of hefðu verið fyrir ölvunarakstur. Einn þingmaður hefur áður hlotið slíkan dóm án þess að hafa verið vikið af þingi, og þessa eru einnig dæmi úr sveitarstjómarpólitíkinni. Arqaluk Lynge, formaður Inuit Ataqatigiit, segir, að flokkur hans hafi talið, að Otto Steenholdt ætti einnig að víkja af landsþinginu, en ekki hafi reynst meirihlutafylgi við þá skoðun. Hann vísaði til þess, að í bænum Egedesminde hefði bæjar- fulltrúi verið þvingaður til að segja af sér vegna sams konar máls. Johanne Petrussen hefur ekki ver- ið Iqörin á þing, heldur var hún sótt út fyrir raðir þingmanna. Þess vegna hefur varamaður Motzfeldts, búfjár- ræktarráðunauturinn Kristian Kan- uthsen, tekið sæti hans á þingi. Flotaumsvif Soyétmanna á Kyrrahafi: Allt að helmingssam- dráttur undanfarið ár Manilu, Reuter. FLOTAUMSVIF Sovétmanna á Kyrrahafi hafa dregist saman um allt að helming á undanförnu ári. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Bill Hayden, utanríkisráðherra Ástralíu, boðaði til á þriðjudag í Manilu á Filippseyjum. ítök sín og áhrif í þessum heims- hluta. Hayden vildi ekki tjá sig beint um samningaviðræður Banda- ríkjastjómar og yfírvalda á Filippseyjum um framtíð banda- rískra herstöðva þar en sagði ljóst að viðbúnaður herafla Banda- ríkjamanna á eyjunum væri nauð- synlegur til að tryggja stöðugleika og jöfnuð með risaveldunum. Sagði hann rökrétt og eðlilegt að álykta sem svo að eitt stórveldið gengi á lagið ef ítök og áhrif annars stórveldis dvínuðu. Benti ráðherrann á að Ástralir heimil- uðu Bandaríkjamönnum að starf- rækja herstöðvar á landi sínu þrátt fyrir að landið kynni að verða fyrir árásum af þeim sökum brytist út stríð milli stórveldanna, „Það væri bæði ósiðlegt og óábyrgt af okkur að leggja ekki okkar af mörkum," sagði Hayden. Hayden sagði upplýsingar Bandarílqamanna og Ástrala sýna að Sovétmenn hefðu dregið veru- lega úr umsvifum flota síns á þessum slóðum og nærri léti að þau hefðu verið helmingi minni undanfarið ár en áður. Hann lagði áherslu á að Sovétmenn gætu fyrirvaralítið aukið flotaviðbúnað sinn á þessum slóðum að nýju og því væri brýnt að menn sofnuðu ekki á verðinum. I máli ráðherrans kom einnig fram að svo virtist sem færri sov- éskar flugvélar væru nú staðsett- ar í Víetnam en áður. Hann vék einnig að samningaviðræðum Sovétmanna um fiskveiðiheimildir við eyríki á suðvesturhluta Kyrra- hafs og sagði Kremlarbændur hafa gætt þess að einskorða þær við viðskipti. Áður höfðu stjóm- völd í Ástralíu sakað Sovétmenn um að vilja á þennan hátt auka SAGAN UM HJÓNIN SEM MINNKLJÐU VIÐ SIG* Þetta er sagan um hjónin, sem seldu stóru íbúðina sína í Hlíðunum, keyptu sér minni íbúð og töluvert af Tekjubréfúm hjá Fjárfestingarfélaginu. Þetta væri svo sem ekki í frásögur ferandi, ef þessar framkvæmdir hefðu ekki gjörbreytt lífi þeirra — til hins betra! En byrjum á byrjuninni. Einu sinni var... Það kannast margir við hjónin. Konan heitir Dóra Guðlaugsdóttir en maðurinn Helgi Kjartansson. Helgi var skrifstofústjóri hjá banka í Reykjavík, en Dóra sá um kaffistofúna í sparisjóðnum. Dóra og Helgi og börnin tvö bjuggu á 185 fermetra sérhæð í Hlíðunum. Það má segja að þetta hafi verið ósköp venjuleg fjölskylda, - tiltölulega ánægð með lífið og tilveruna... En svo... Einn góðan veðurdag, fyrir um það bil ári síðan, kom Helgi heim með bækling frá Fjárfestingarfélaginu. Bæklingurinn var um Tekjubréf. í bækiingnum stóð, að með Tekjubréfúm gæti venjulegt fólk safnað sér sparifé og jafnvel lifað af vöxtunum — verið þannig á föstum tekjum hjá sjálfú sér. Helga fannst þetta vera nákvæmlega það sem þau hjónin ættu að gera, en það verður að segjast eins og er að Dóra var dáiítið efins fyrst í stað. .. .tóku þau sig til Helgi tók af skarið. Hann er árinu eldri en Dóra (og töluvert frekari!). í október- mánuði 1986 seldi hann gömlu, góðu íbúðina þeirra í Hlíðunum. íbúðin fór fyrir 5.550.000 krónur, svo að segja á borðið. Harin ætlaði sér aldrei að selja Volvoinn. En kaupandi íbúðarinnar var svo spenntur fyrir honum, að hann bauð Helga 760.000 krónur, ef hann vildi láta hann. Helgi stóðst ekki mátið. Þetta var líka kostaboð fyrir lítið notaðan Volvo 240 GL 1986 árgerð á þeim tíma. Áfram í vesturbæinn... Nú var Helgi kominn í stuð. Sem gamall KR-ingur kom ekki til greina annað en að kaupa nýja íbúð í vesturbænum, nærri sundlauginni og knattspyrnunni. Aftur fékk hann að ráða. Þau Dóra keyptu sér stóra 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi skammt frá lauginni. Dóra hélt því fram að þau hefðu ekkert með bíl að gera á slíkum stað. Þá kom Dóra á óvart... Heldurðað ’ún haf ekki sagt upp vinnunni hjá sparisjóðnum. Ekki nóg með það. Hún lét innrita sig á sundnámskeið. Þær stöllurnar í sundinu ætla síðan á matarlistamám- skeið hjá Elínu og Hilmari B. í Hafriarfirði í næsta mánuði. Helgi er búinn að minnka við sig vinnuna, „rýma til fyrir yngri manni,“ segir hann og glottir. Hann vinnur nú hálfan daginn. ... en Tekjubréfin sjá fýrir sínum Hjónin Dóra Guðlaugsdóttir og Helgi Kjartansson búa í fallegri íbúð í vesturbænum. Það fer vel um þau, þó að plássið sé ekki mikið. Bæði börnin eru flutt að heiman. Dóra og Helgi eru um sextugt. Þau eru við hestaheilsu og njóta þess að vera til. Þau lifa nú þokkalegu lífi á lífeyrissjóðsgreiðslum, sem eru 28.364 krónur á mánuði, og Tekjubréfagreiðslum, sem eru nú 137.900 krónur ársfjórðungslega. Helgi fer 36.318 krónur á mánuði fýrir hálft starf á skrifstofúnni. Samtals eru þau hjónin með 110.649 króna mánaðarlaun, tekjuskattfrjálst. P.S. Dóra er búin að panta sér Fiat Uno. „Það er svo ágætt að eiga smábíl, til þess að geta heimsótt börnin, sem búa í Mosfellsbæ." • Þctta er alveg satt. Sögunni og nöfiium hefur að vísu verið breytt - af augljósum ástæðum. FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ __Kringlunni 123 Reykjavík ® 689700_ VISÍ7BS0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.