Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 36
Húsnæði FNOR við Strandgötu. Aðalfundur Fiskmarkaðar Norðurlands hf.: Ekki tekin af staða til áframhaldandi reksturs Aðalfundur Fiskmarkaðs Norðurlands hf. fór fram um síðustu helgi og var aðalumræðu- efnið á fundinum hvort halda ætti starfsemi FNOR áfram. Ekki vildu menn taka neina ákveðna afstöðu á fundinum til þess hvort leggja ætti markaðinn niður, heldur var niðurstaðan sú að ákveðið var að boða til auka- aðalfundar eftir um það bil mán- aðartíma, en í miilitíðinni yrði nýkjörin stjóm að ganga i að kanna vilja sjávarútvegsfyrir- tækja á Norðurlandi hvort raun- verulegur vi\ji þeirra væri fyrir starfsemi fiskmarkaðar á Norð- urlandi. Alls eru 35 hluthafar í Fiskmark- aði Norðurlands. Framkvæmda- sjóður Akureyrarbæjar er þeirra stærstur og honum næst kemur Útgerðarfélag Akureyringa. Vilji bæjarráðs mun vera sá að halda starfsemi FNOR áfram fram á haustið að minnsta kosti enda hafði verið rætt um í upphafi að markað- urinn þyrfti eitt ár til að sanna sig. Hann þyrfti að fá að ganga í gegn- um allar árstíðimar svo hægt væri að meta raunverulegan árangur hans. Góður afli, en ekki sporður inn Sigurður P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóri FNOR sagðist hins- vegar ekki sjá neinn tilgang í að halda starfseminni áfram fram á haust ef ekkert lægi fyrir. „Maður hefur orðið vitni að góðum afla undanfarið, en samt hefur ekki komið sporður inn á markaðinn. Mér sýnist hreinlega vera afskap- lega lítill vilji fyrir því að nýta sér þessa starfsemi og þá möguleika sem hún hefur upp á að bjóða. Menn virðast vera fastir í þessum gamla viðskiptahætti, það er að geta unnið allan þann afla sem þeir afla sjálfir þannig að staðan er sú að Norðlendingar virðast ekki tilbúnir til þess að taka upp þessa nýjung eins og aðrir landsmenn hafa gert með góðum árangri. Markaðamir ganga mjög vel á Suð- umesjum og í Vestmannaeyjum svo dæmi séu tekin. Vestmanneyin- gamir byrjuðu reyndar ekki fyrr en sl. janúar, en þeir eru famir að selja þetta 100 tonn á dag. Nú eru Akumesingar að byija og fínnst manni ef til vill hvað neyðarlegust sú staðreynd að bæði Akumesingar og Vestmanneyingar hafa tekið upp þær aðferðir, sem við hér á Norður- landi vomm frumkvöðlar að.“ Viðhorfsbreyting' Sigurður kvaðst ekki geta gefið neina skýringu á þessum lélegu við- brögðum. Hinsvegar væru veiðar og vinnsla á Norðurlandi miklu bundnari en víðast hvar annars staðar. „Ennfremur virðast þessi staðarsjónarmið, svo sem hræðsla við ólgu á meðal sjómanna og jafn- framt hræðsla við nýjungar, leiða til þess að menn viiji einfaldlega ekki taka upp þetta fiskmarkað- skerfi, ekki einu sinni hluthafar. Menn vilja ■ heldur halda í vöru- skiptaaðferðina héma fyrir norðan, þ.e.a.s. ef eitt útgerðarfyrirtækið er að kaffærast í afla býður það öðmm aðila aflann með því fororði að fá hann til baka þegar vantar fisk til vinnslu. Svona hefur þetta verið í gegnum tíðina og virðast menn ekki treysta markaðnum fyr- ir framboðinu. Það er gjörsamlega ókannað ennþá hvort fyrirkomulag markaðarins gengur upp þar sem hann hefur aldrei fengið möguleika á að reyna sig. Ekki er deilt á tölvu- kerfið, heldur afleiðingar þess að breyta um viðskiptahætti. Viðhorfs- breyting útgerðarmanna á Norður- landi er það eina sem getur bjargað markaðnum, sem ég því miður sé ekki fram á í fljótu bragði. Hluta- fjáraukning og frekari tæiqabúnað- ur skiptir engu máli ef ekki er fyrir- sjáanleg viðhorfsbreyting." Viljum fá hreina afstöðu Sigurður sagði að ákaflega erfitt hefði reynst að fá hreina afstöðu útgerðarmanna viðvíkjandi mark- aðnum. Því hefði nýlqorinni stjóm verið falið að fá fram afstöðu manna til fyrirtækisins. „Einn aðili sem talað hefur hreint út er Útgerð- arfélag Akureyringa, þar sem fram- kvæmdastjóramir eru á móti þótt stjóm ÚA hafí samþykkt að gerast hluthafi í FNOR. Staða fiskmarkað- arins myndi gjörsamlega breyta öllu ef við hefðum framkvæmdastjóra ÚA með okkur. Þeir virðast hafa það sjónarmið að koma sem mestu magni í gegnum vinnsluna og mögulegt er. Það skiptir hinsvegar ekki meginmáli að koma hveijum einasta fiski, sem aflast á togurum þeirra, í gegnum húsið heldur að reyna að hafa sem mestan hagnað af útgerðinni. Það er hægt að ná hagnaði með minna magni því sum- ar tegundimar skila tapi út úr vinnslu." 2,7 millj. kr. tap Fiskmarkaðurinn var opnaður 25. september sl. og fyrsta upp- boðið fór fram 6. október. Erfiðir tímar voru hjá markaðnum til að byija með og kenndu menn þá mestu um aflaleysi. Agæt afkoma Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Norðurlands hf. varð hinsvegar í desembermánuði, en síðan um áramót hafa aðeins 220 tonn verið seld í gegnum FNOR. Skuldir fyrirtækisins nema nú 2,7 milljónum króna, þar af eru um 940.000 krónur í vanskilum. Hlutafé fyrirtækisins nemur 3.110.000 krónum. Stofnkostnaður og rekstur tölvukerfísins nam á árinu 1987 rúmlega 1.100.000 krónum og innrétting húsnæðis FNOR við Strandgötu nam 964.000 krónum. „Ef allt hefði verið eðlilegt hefði þessi stofnkostnaður unnist mjög hratt niður. Við höfum passað upp á að fara ekki út í fjárskuld- bindingar og höfum látið allar út- þensluáætlanir bíða, en við höfðum hug á að setja upp fleiri stöðvar umfram þær tíu sem nú eru til stað- ar. Einnig höfðum við hug á öðrum þáttum svo sem útflutningsstarf- semi og annað í þeim dúr, en eins og komið hefur á daginn gat brugð- ið til beggja vona,“ sagði Sigurður. Búast má við því að aukaaðal- fundur FNOR fari fram í maímán- uði og þá verði ljós afstaða hlut- hafa pg þar með framtíð fyrirtækis- ins. Á aðalfundinum fóru tveir úr aðalstjóm FNOR, þeir Gunnar Ara- son, sem verið hafði stjómarfor- maður, og Kristján Ásgeirsson frá Húsavík. Nýja stjóm skipa Þorleifur Þór Jónsson formaður, Sverrir Leósson varaformaður, Kristján Óiafsson ritari, Guðmundur Steingrímsson og Knútur Karlsson. Skákþing Norðlendinga haldið á Dalvík: Sex efstu menn fá alls 60 þúsund kr. í verðlaun SKÁKÞING Norðurlands verður haldið á Dalvík dagana 21.—24. aprfl næstkomandi. Þingið verður sett i Víkurröst fimmtudaginn 21. aprfl kl. 13.30 og að þvi loknu hefst fyrsta umferðin. Hraðskák- mót Norðlendinga fer fram sunnudaginn 24. april og hefst klukkan 14. Þá verður aðalfundur Skáksambands Norðlendinga haldinn i tengslum við skákþingið. Á skákþingi Norðlendinga verður keppt í fjórum flokkum ef næg þátt- taka fæst, opnum flokki, kvenna- flokki, unglingaflokki (13-16 ára) og bamaflokki (12 ára og yngri). Úm- hugsunartími í opnum flokki verður 2 klukkustundur á 40 leiki og síðan 30 mínútur til að ljúka skákinni. í kvenna- og unglingaflokki verður umhugsunartíminn 40 mínútur og 30 mínútur í bamaflokknum. í opna flokknum verða tefldar 7 umferðir eftir Monradkerfí, í öðrum flokkum 9 umferðir. í hveijum keppnisflokki verða veitt þrenn verðlaun og farandbikar. í opna flokknum verða auk þess veitt peningaverðlaun, samtals að fjárhæð 60 þúsund krónur, sem skiptast þannig að sigurvegarinn fær 20 þús- und, silfurverðlaunahafinn 15 þús- und, bronsverðlaunahafinn 10 þús- und og þeir sem lenda í 4.-6. sæti fá 7, 5 og 3 þúsund í peningaverð- laun. Þátttökugjald í opnum flokki er 1.000 krónur og 500 krónur í kvenna- og unglingaflokki. Keppendum stendur til boða gist- ing í heimavist Dalvíkurskóla og greiðir Taflfélag Dalvfkur helming gistingar fyrir keppendur sem bú- settir eru utan Eyjafjarðar. Eyfirsku hestamannafélögin: Langt í land með inngöngu í Lands- samband hestamanna Hestamannafélögin við Eyja- fjörð, Funi, Léttir og Þráinn, héldu almennan félagsfund í Félagsmiðstöðinni í Lundarskóla 10. april sl. Fundarefni var skýrsla frá formannafundi 12. mars og mótahald á Melgerðis- melum á sumri komanda. Fjörug- ar umræður urðu um formanna- fundinn og afsökunarbeiðni þá sem stjóm LH lét frá sér fara i lok hans. Voru fundarmenn á einu máli um að þótt viðurkenning hefði fengist á málstað eyfirskra hestamanna væri langt í land með að félögin gengju aftur inn í Samtök hesta- manna. Ekkert hefði enn komið fram sem benti til þess að stjóm LH vildi með einhveijum hætti bæta fyrir mistök sín og væri afsök- unarbeiðnin aðeins fyrsta skrefið og raunar einungis til þess að opna umræður milli stjóma eyfirsku fé- laganna og stjómar LH. Á fundin- um var samþykkt samhljóða tillaga er fagnar því að stjóm LH hafi loks- ins, þann 12. mars sl., viðurkennt að það hafi verið mistök að taka ekki tillit til Varmahlíðarsamþykkt- arinnar. Einnig segir í tillögunni: „Fundurinn getur fallist á afsökun- arbeiðni stjómarinnar vegna þess að hún kom ekki til fundar við Eyfírðinga. Fundurinn mótmælir þeirri túlkun stjómar LH, sem kom- ið hefur fram í fjölmiðlum, að afsök- unarbeiðnin leysi allan vanda. Varð- andi inngöngu í LH þá sér fundur- inn ekki að neitt hafi komið fram ennþá sem örvað gæti félögin til inngöngu aftur og ekki hefur kom- ið fram hvemig bæta megi fyrir þau mistök, sem stjómin hefur við- urkennt að hafa gert. Lýsir fundur- inn furðu sinni á því að nú skuli ætlast til þess að félögin í Eyjafírði mæti á fund í Varmahlíð til að undirbúa næsta landsmót á Vind- heimamelum." Síðari hluti fundarins fór í að ræða væntanlegt mótahald á Mel- gerðismelum nk. sumar. Fram kom að fyrirhugað er að halda mikla kynbótasýningu og opna gæðinga- keppi 18. og 19. júní og verður forskoðun kynbótahrossa 15.-17. júní. Einnig er fyrirhugað að halda annað mót á Melgerðismelum 23. og 24. júlí þar sem uppistaðan verð- ur kappreiðar og íþróttamót. Gítartónleikar í Bárðardal EINAR Kristján Einarsson gítar- leikari heldur tónleika í Barna- skóla Bárðdæla i kvöld, fimmtu- dagskvöld, og hefjast þeir klukk- an 20.30. Einar hefur undanfarin fimm ár stundað framhaldsnám ( Englandi og eru þetta fyrstu opinberu einleiks- tónleikar hans hér á landi, en áður hefur hann komið fram á Englandi og á Spáni. í framhaldsnáminu hefur hann sótt tíma hjá Alirio Diaz, John Williams, Neil Smith, David Russell og José-Luis Gonzales. Hann lauk á sl. ári kennara- og einleikaraprófi frá Guildhall School of Music. Aðalkennarar hans hafa verið George Hadjinikos og Gordon Crosskey, sem báðir kenna við Royal Northem College of Music. Á efnis- Einar Kristján Einarsson gítar- leikarí. skránni er gítartónlist frá Spáni, Suður-Ameríku, Englandi og Japan. Um nk. helgi verður Einar svo með tónleika á Akureyri og á Dalvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.