Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Um sóma, saimgímí og trúnaðartraust eftir Jón A. Bjarnason Kæri herra verðlagsstjóri. Ég hefi undanfamar tvær vikur verið önnum kafinn frá morgni til kvölds við að mynda fermingarböm, for- eldra þeirra og systkini og þess vegna ekki mátt vera að að skrifa yður, en nú á ég páskafrí, heilan dag. Ég ætla því að nota hluta úr þessum frídegi mínum til að hripa nokkrar línur til yðar. Ekki má minna vera eftir allt það sem þér hafíð sagt um mig í blöðum, út- varpi og sjónvarpi. Éigum við að byija á því sem snýr að sóma. Árið 1983 senduð þér fulltrúa yðar á myndastofu mína til að kanna verð á myndatökum. Þessi fulltrúi yðar skráði nákvæmlega hvað myndatakan kostaði, hvað væri innifalið í henni og hve lengi verðið yrði í gildi. Það þarf ekki að taka það fram að það er við- skiptavinum nauðsynlegt að vita hvort það verð sem gefið er upp þegar prentað er, gildi þegar á stað- inn er komið. Þetta ár, þ.e. 1983, stóð fermingartímabilið til 1. maí. Nú skráði starfsmaður yðar ná- kvæmlega með eigin hendi að myndatöku á minni stofu fylgdu tvær stækkanir, prufumyndir í stærðinni 18x24 sm og 14 til 18 prufur stækkaðar í stærðinni 9x12 sm og að verðið gilti út allt ferming- artímabilið, eða til 1. maí. Nú er ég ekki að spyrja hvers vegna þér breyttuð þessari skýrslu fulltrúa yðar, þannig að þér í aug- lýsingu yðar minnkuðuð mynda- stærðina um 50% og heldur ekki er ég að spyija yður hvers vegna þér breyttuð dagsetningunni um gildistíma verðsins, þannig að þér auglýstuð að verðið gilti einungis til 1. apríl, og gáfuð þar með neyt- endum í skyn að verðið myndi ekki gilda út allt fermingartímabilið. Heldur spyr ég yður, fannst yður þessi vinnubrögð sæma yður? Núna í mars 1988 senduð þér aftur sama fulltrúa yðar í sömu erindagjörðum. Ég hef séð skýrslu þá er hann skrifaði með eigin hendi og skilaði yður. Skýrsla þessi er mjög samviskusamlega unnin. Þar skráir umræddur starfsmaður yðar nákvæmlega eftirfarandi: Myndatökuverðið er kr. 13.000. Innifalið í myndatökuverðinu er al- gjört lágmark 14 til 18 prufur, jafn- framt því tvær stækkaðar prufu- myndir í stærðinni 18x24 sm, önnur þeirra væri afhent í ramma og hin í gjafamöppu. Einnig að neytandinn gæti farið með þessar tvær myndir heim til sín og ef honum fyndist valið rangt, þá gæti hann skilað þeim og fengið nýjar sér að kostn- aðarlausu. Starfsmaður yðar skráði líka að myndatakan tæki klukku- stund og hana mætti nota á: ferm- ingarbamið, fermingarbamið og systkini þess saman, fermingar- bamið og foreldra þess saman og jafnframt á fjölskyldu ef hún væri ekki stærri en fimm manns, án aukagjalds. Eins og áður segir, ég hefí séð þessa samviskusamlega unnu skýrslu starfsmanns yðar og ég ítreka eins og áður að ég er ekki spyija yður hvers vegna þér fellduð niður allar þessar upplýs- ingar úr skýrslu hans. Heldur spyr ég yður, fannst yður þau vinnubrögð sæma yður? Eigum við að líta á sanngimi næst? piÁ ói lip&t Teluróu þig til jeppamarma eöa vélsleöamanna? Ef svariö er já, þá á eftirfarandi erindi til þín. □ er farartækiö í góöu lagi 7 □ ertu meö nauösynlegustu varahluti 7 □ ertu klár á áttavitann þinn 7 □ kanntu vel á loraninn 7 • - □ er Gufunes-talstöö meö í feröinni / □ ertu meö góöan klæönaö 7 □ ertu meö nægan mat 7 □ er sjúkrakassinn meö7 □ ertu meö nóg eldsneyti 7 □ ertu í góöu andlegu og líkamlegu formi □ ætlaröu aö láta áfengi eiga sig 7 □ ertu meö góö kort af leiöinni 7 Ef svar þitt viö einhverri ofangreindra spurninga er neitandi þá skaltu athuga betur þinn gang. flaltu frekar kyrru fyrir ef þú ert ekki öruggur um leiöina framundan.____________________________________________ Jöklar geta veriö hættulegir og langa reynslu þarf til aö geta feröast um þá af öryggi. „ Allir myndasmiðir á landinu bjóða mismun- andi þjónustu og magn í sínum myndatökum, og þar af leiðandi mis- munandi verð fyrir sína þjónustu, og að sjálf- sögðu eru gæðin mis- jöfn, en eftir þeim ræðst aðsóknin, en þér setjið allt í einn pott.“ Auglýsingar yðar, eftir að skýrsl- um fulltrúa yðar hafði verið breytt, og fellt niður úr þeim, gáfu til kynna að ódýrustu myndatökur á landinu væru á Ljósmyndastofu í Hafnar- firði og dýrastar á Ljósmyndastofu Kópavogs. Þetta var svo tfundað rækilega í blöðum, útvarpi og sjón- varpi. Nú er mér nauðsynlegt að taka það sérstaklega fram, eins og yður er svo tamt, að ég legg ekk- ert mat á gæði myndanna, ekkert mat á það hvað neytandinn er að kaupa, annað en það að það eru blöð í stærðinni 9x12 sm. Gætu þess vegna verið hvít eða svört — skiptir ekki máli. Svo ég noti sömu matsaðferð og þér. Einnig að ég er ekki að leggja nokkum dóm á myndir frá viðkomandi ljósmynda- stofu. Þær hefi ég ekki séð og tek heldur ekki að mér að dæma slíkt. Einnig að ég er ekki að gagnrýna vinnutilhögun ljósmyndarans. Hún hlýtur að vera hans mál og hans viðskiptavina, og hann þarf að sjálf- sögðu að lifa eins og annað fólk. Heldur er ég að gagnrýna það að þér hafið haldið því fram að til- gangur yðar væri að vekja athygli á verði og þjónustu. Þó leggið þér að jöfnu: Ánnars vegar: Þá þjónustu sem Ljósmyndastofa Kópavogs veitir en hún er auk þess sem að framan getur fólgin í því að á hveiju ári veiti ég sömu þjónustu á 10 þétt- býlisstöðum á landinu þar sem eng- in ljósmyndastofa er fyrir. Þetta vitið þér. Þér vitið einnig að þrátt fyrir mikinn aukakostnað við þessa þjónustu, svo sem ferðalög með dýr tæki, tiyggingar, auglýsingar, húsaleigu á staðnum og uppihald, þá er hún seld á sama verði í dreif- býlinu sem hér á Reylqavíkursvæð- inu. Þess ber þó sérstaklega að geta að í sumum þessara bæjarfé- laga hefír verið litið á þetta sem mikilsverða þjónustu við íbúana, að þeim hefír fundist sjálfsagt að láta í té húsnæði undir hana endur- gjaldslaust. Þér vitið einnig að Ljós- myndastofa Kópavogs er rekin í húsnæði sem ekki er notað til neins annars, og er opin og veitir þessa þjónustu allan ársins hring. Og hins vegar: Ljósmyndastofu sem rekin er í einkahúsi, húsaleigu- laust, þar sem ljósmyndarinn er í fullu starfi annars staðar og vinnur almennt aðeins við myndatökur á fermingartímabilinu og fyrir jól, sem sagt, fleytir ijómann ofan af. Á umræddri myndastofu fylgja nær helmingi færri prufur, og tvær stækkaðar prufur, sem eru helmingi minni en á ljósmyndastofu Kópa- vogs. A umræddri myndastofu tekur myndatakan aðeins tuttugu mínút- ur og ef yður skyldi nú detta í hug að láta mynda systkini eða fjöl- skyldu með, þá verður að greiða aukagjald. Að á umræddri myndastofu verð- ur heildarvelta á klukkustund í myndatökum, miðað við það verð sem þér auglýsið, kr. 15.600 fyrir utan aukagjöldin á móti 13.000 á Ljósmyndastofu Kópavogs. Samt komist þér að þeirri niður- stöðu að umrædd ljósmyndastofa í Hafnarfirði veiti ódýrustu þjón- ustuna á landinu. Það er svo sjálfsagt að geta þess að umrædd ljósmyndastofa er eina þjónustufyrirtækið á landinu sem býður lægra verð á helgum dögum en aðra daga. Hvers vegna? Jú, þá er ljósmyndarinn í fríi í föstu vinn- unni sinni úti í bæ. Þér fáið út úr þessari könnun yðar eins og þér auglýsið hana, að hér sé um sömu þjónustu að ræða og að verðið sé lægst á viðkomandi ljósmyndastofu í Hafnarfirði, en hæst á Ljósmyndastofu Kópavogs. Og nú spyr ég yður: Er þetta að yðar mati sanngjam samanburð- ur á verði og þjónustu? Allir myndasmiðir á landinu bjóða mismunandi þjónustu og magn í sínum myndatökum, og þar af leiðandi mismunandi verð fyrir sína þjónustu, og að sjálf- sögðu eru gæðin misjöfn, en eft- ir þeim ræðst aðsóknin, en þér setjið allt í einn pott. Eigum við að líta á trúnaðar- traust næst? Viðskiptaráðherra birti nýlega auglýsingu um þetta efni. Hann byggði sína auglýsingu á upplýs- ingum yðar, með öðrum orðum treysti því eins og hann orðaði það sjálfur. „Ég treysti því að verðlags- stofnun hafi gert þarna fram- bærilega samanburðarathugun." Ég efa ekki að viðskiptaráðherra vill hafa það sem réttast og sann- ast er hveiju sinni, og því spyr ég yður: Haldið þér ekki að trúnað- artraust það er viðskiptaráð- herra og aðrir þegnar þjóðfé- lagsins hafa borið til yðar, hafi beðið hnekki við þessi vinnu- brögð yðar? Að lokum óska ég yður, sem og öðrum viðskiptavinum mínum, gleði og friðar. F.h. Ljósmyndastofu Kópavogs. Höfundur er (jósmyndari og eig- andi Ijósmyndastofu Kópavogs. Tölvudagar 1 Fé- lagsmálaskólanum MENNINGAR- og fræðslusam- band alþýðu býður félagsmönn- um aðildarfélaga Alþýðusam- bandsins að sækja svokallaða tölvudaga í Olfusborgum 25. apríl til 4. maí nk. Tölvudagar eru nýr þáttur í starfi Félags- málaskólans í Ölfusborgum, en á undanförnum árum hefur MFA haldið ýmis sérnámskeið í Ölfus- borgum auk hins almenna náms í Félagsmálaskóla alþýðu. Námskeiðið Tölvudagarnir skipt- ist í þijá meginþætti, sem hver um sig stendur í þijá daga. Á fyrsta hluta námskeiðsins 25.-27. apríl verður fjallað um einkatölvu, MS Dos stýrikerfið og heflstu jaðartæki þess. Ritvinnsla (Orðsnilld) og fjár- hagsbókhald verða einnig tekin fyr- ir í þessum hluta námskeiðsins. í öðrum þætti námskeiðsins 28.—30. aprfl verður á ný rætt um einkatölvuna, en í framhaldi af því er umfjöllun um gagnagrunna (D base III+) og töflureikni (Visicalc). Síðasti námsþátturinn er svo helgaður móðurtölvu lífeyrissjóð- anna á Suðurlandsbraut 30 í Reykjavik. Námsefni er m.a. upp- bygging og notkun félagaskrár, atvinnuleysisbætur, reglur, réttindi og tölvuvinnsla, prentun og tölvu- póstur. Ljóst að að notkun á tölvum fer vaxandi á skrifstofum verkalýðs- félaganna og því tímabært að bjóða upp á námskeið í þessu efni. Kennsl- an miðast sérstaklega við þarfir stéttarfélaganna og er ætlað þeim starfsmönnum, sem nota eða hyggj- ast nota tölvur á vinnustð sínum og fyrir þá sem þurfa að taka ákvarðanir um tölvukaup. Þátttakendur eiga kost á einum eða fleiri námsþáttum eftir því sem hentar þeim best. Þeir dvelja í Ölf- usborgum meðan á námskeiðinu stendur, en þar verður komið upp tölvuveri með fullkomnum búnaðir. Nánari upplýsingar um tölvu- daga eru veittar á skrifstofu MFA í Reykjavík. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.