Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 26
26 r>o Verslunarráð íslands: Stofnað til samstarfs auglýsenda Verslunarráð íslands heldur S dag stofnfund Samstarfs auglý- senda innan VÍ, þeirra sem hvorki eru jafnframt útgefendur á vettvangi auglýsenda né reka almennar auglýsingastofur. Samstarfið er stofnað S fram- haldi af tilraunum Verslunar- ráðsins á sviði upplagseftirlits og lesendakannana. Fundurinn í dag verður í Hallar- garði Veitingahallarinnar og hefst klukkan 16. Klukkan 16.45 tekur við fundur með Baldvin Jónssyni auglýsingastjóra Morgunblaðsins, sem opnar þar umræður um auglýs- endur og markaðinn. Undirbúningur að Samstarfí auglýsenda hefur staðið í nokkrar vikur og þar hefur komið fram greinileg þörf fyrir sameiginlegan vettvang þeirra sem taka ákvarðan- ir um auglýsingamál fyrirtækja og framkvæma þær. Aætlað er að hátt í þrem milljörðum króna sé varið S auglýsinga- og kynningar- mál hér á landi árlega og því skipt- ir miklu máli að þeir sem með þetta fé fara kunni til verka og hafí jafn- an sem bestar upplýsingar um þann vettvang sem þeir starfa á. Þeir félagar Verslunarráðsins sem falla innan ramma Samstarfs auglýsenda og ætla að mæta á stofnfundinn þurfa að skrá sig hjá Verslunarráðinu fyrir hádegi í dag. (Fréttatilkynning) Kærður vegna bílaviðskipta LÖGREGLAN handtók S fyrri- nótt mann, sem kærður var fyrir svik S bilaviðskiptum. Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins, en hann hefur tekið að sér að kaupa bSla S Bandarikjun- um fyrir þá sem til hans hafa Ieitað. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins hafa nokkr- ar kærur borist á hendur mannin- um. Hann rak fyrirtæki á eigin spýtur og mun hafa tekið við fé frá fólki, sem bað hann um útvega sér bíla frá Bandaríkjunum. Hann gat hins vegar ekki ávallt efnt loforð sín um bilakaup. Ekki fengust upp- lýsingar um hversu háar upphæðir er að ræða, en þær munu þó a.m.k. skipta hundruðum þúsunda króna. Maðurinn var yfírheyrður af Rann- sóknarlögreglunni, en í gærkvöldi þótti ekki líklegt að óskað yrði eft- ir því að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Leiðrétting í FRÉTT á baksiðu Morgun- blaðsins i gær um lát Alfreðs Eliassonar, fyrrum forstjóra, var rangt farið með tvö atriði. í fréttinni sagði að Alfreð hefði átt þátt í björgun Geysis af Vatna- jökli 1951. Hið rétta er að um var að ræða bandaríska skíðaflugvél, sem festist á jöklinum er hún reyndi að koma Geysi til bjargar. Einnig var ranghermt í fréttinni að Flug- leiðir hefðu hafíð flug til Luxem- borgar, það var flugfélagið Loftleið- ir. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. INNLENT^ MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR, 14, APRÍL 1988 Morgunblaðið/Árni Sæbcrg Kjörstjórn VR við talningu atkvæða í gær. Um 27,4% félagsmanna greiddu atkvæði, sem er allgóð kjörsókn að sögn Magnúsar L. Sveins- sonar. Hafður var sá háttur á að kjósa bæði á skrifstofu VR og á stærstu vinnustöðum á félagssvæðinu. Verkfall illur kostur en verður ekki umflúið Mótmæli við skattahækkunum ríkisstjórnarinnar, segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR ER LJÓST var að kjarasamningar VR höfðu verið felldir í atkvæða- greiðslu i gær, var boðað til trúnaðarráðsfundar i félaginu. Stjórn VR lagði þar til, i ljósi niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar, að verkfalli í stórmörkuðum og matvöruverslunum, sem hefjast átti í dag, yrði frestað en boðað til allsheijarverkfalls VR-félaga frá og með föstu- deginum 22. april. Trúnaðarráðið samþykkti þessa tillögu sam- hljóða. Auðheyrt var þó á trúnaðarráðsmönnum eftir fundinn, að þeim þykir verkfall illur kostur og hafa efasemdir um að frekari kjarabætur náist. Vinnuveitendur segjast ekki til viðræðu um frek- arí kauphækkanir. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segist telja að fólk hafi veríð að mótmæla skattahækkunum ríkisstjórnarinnar með þvi að fella samningana. „Við höfðum gert okkur vonir um að hótunin um verkfall í mat- vöruverslunum myndi leiða til nið- urstöðu í þessari samningagerð," sagði Magnús L. Sveinsson, for- maður VR, á fundinum í gær- kvöldi. „Raunin er önnur, niður- staða þessarar atkvæðagreiðslu er boð til okkar um að gera betur." Magnús sagði að stjóm VR hefði rætt stöðuna er úrslit atkvæða- greiðslunnar lágu fyrir. Stjómar- menn hefðu talið að ekki væri rétt að starfsfólk matvöraverslana og stórmarkaða yrði að vera viku í verkfalli áður en til verkfalls ann- arra VR-félaga kæmi, og því legði stjómin til að allir færa í verkfall á sama tíma. Umræður um tillögu stjómarinnar urðu stuttar og kom eingöngu fram stuðningur við hana. Bréfið frá VSÍ rugl Magnús las upp á fundinum hluta af bréfí Vinnuveitendasambands- ins, sem barst VR síðdegis í gær, áður en talningu lauk. Þar er ve- fengt að til verkfallsins, sem hefj- ast átti í dag, sé löglega boðað. Upphaf bréfsins er svohljóðandi: „Þar sem áður boðuð vinnustöðvun félagsins hefur ekki verið afturköll- uð, vill VSÍ taka fram eftirfarandi: í verkfallsboðun félagsins frá sjötta þessa mánaðar, er lýst yfír vinnustöðvun í öllum stórmörkuðum og matvöraverslunum á félags- svæði VR frá og með fímmtudegin- um 14. apríl, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma í kjaradeilu þeirri er nú stendur yfír. Samningar tókust hins vegar á milli deiluaðila á grandvelli miðlunartillögu sátta- semjara aðfaranótt 8. apríl síðast- liðins. Samningurinn fól í sér að orðið var við öllum þeim kröfum VR sem þá lágu fyrir, meðal ann- ars um opnunartíma verslana í Reykjavík, sem talinn er ástæða þess að fyrri kjarasamningur aðila frá 21. mars sl. var felldur. For- sendur hinnar boðuðu vinnustöðv- unar era því ekki lengur fyrir hendi og hún því úr gildi fallin." „Vinnuveitendur gefa í skyn að þeir hafí gengið að öllum okkar kröfum og að frekari kröfur liggi ekki á borðinu, verkfallsboðunin sé því ekki lögleg,“ sagði Magnús L. „Ég hlýt að spyrja af hveiju sátta- semjari kom með miðlunartillögu, ef VSÍ hafði gengið að öllum okkar kröfum. Svari nú hver fyrir sig. Ég hygg að böm í bamaskóla myndu ekki leyfa sér að skrifa svona vitleysu. Hvað voram við að gera þama sólarhring eftir sólar- hring ef þeir vora búnir að fallast á allar okkar kröfur? Þetta bréf er ragl,“ sagði Magnús L. Sveinsson. Verkfall illur kostur Trúnaðarráðsmenn VR, sem 'Morgunblaðið hafði samband við eftir trúnaðarráðsfundinn í gær- kvöldi, vora sammála um að öllum kæmi illa að fara í verkfall, en það yrði þó ekki umflúið úr því sem komið væri. Fólk lét í ljós efasemd- ir um að frekari kjarabót næðist, þótt enn yrði sest að samningaborð- inu, þar sem búið væri að semja um allt land um svipuð kjör. „Það er auðvitað ekki um annað að ræða en að fara í verkfall úr því sem komið er,“ sagði trúnaðar- ráðsmaður úr Reykjavík. Það er hins vegar ekki víst að allir séu til- búnir að kyngja því að fara í verk- fall. Ég held að það hafí ekki allir, sem felldu þessa samninga, gert sér grein fyrir því hvað þeir vora að gera. Undir þessum kringumstæð- um, þegar allir vora búnir að semja nema verslunarmenn, hefði átt að samþykkja samningana." „Utlitið er svart," sögðu Hafdís Ingimundardóttir og.Margrét Run- ólfsdóttir. Þeim kom saman um að það hefði ekki átt að fella samning- ana, það tæki langan tíma að vinna upp tekjutap af löngu verkfalli og sennilega myndi það éta upp launa- hækkunina, ef hún næðist einhver. „Það ér hins vegar kominn tími til að sýna atvinnurekendum að það sé alvara að baki kröfum okkar, að það sé ekki allt samþykkt sem þeir leggja fram. Til dæmis era launin í stórmörkuðunum skamm- arleg," sögðu þær. „Það er enginn hrifínn af að fara í verkfall, ég er viss um að fólki bregður í brún núna þegar niður- staðan liggur fyrir,“ sagði Sigríður Sverrisdóttir. „Eg held að það hefði verið best fyrir alla að þessir samn- ingar yrðu samþykktir, það er búið að gera samninga um allt land á svipuðum nótum eða jafnvel með minni launahækkun og þess vegna er ég hrædd um að við komumst ekki mikið hærra. Ef við föram í verkfall vinnum við tapið af því ekki upp á samningstímabilinu." Óánægjan beinist gegii ríkisstjórninni „Það er alveg ljóst að með því; að fella þessa samninga er fólk að kjósa um kjörin í landinu og mót- mæla skattahækkunum ríkisstjóm- arinnar," sagði Magnús L. Sveins- son, formaður VR, í samtali við Morgunblaðið eftir trúnaðarráðs- fundinn. „Fólk, sem hefur 30- 40.000 krónur í laun á mánuði hef- ur ekki fengið annan vettvang til þess að sýna óánægju sína.“ Magnús sagðist ekki telja að í úrslitum atkvæðagreiðslunnar í VR fælist vantraust á hann sem form- ann eða aðra í forystu félagsins. „Um allt land era felldir samning- ar, sem era á svipuðum nótum og þessi," sagði hann. „Þar er ekki verið að kjósa um forystu verka- lýðsfélaga, heldur kjörin, sem í boði era. En auðvitað era þetta skilaboð um að við verðum að gera betur. Það hefur ekki staðið á okkur að leggja fram kröfur, en ég hefði ekki viljað etja félagsmönnum mínum út í verkfall án þess að þeir kysu fyrst sjálfír um það, sem í boði var. Það hefði verið mikill ábyrgðarhluti af minni hálfu sem formanns. Fólk er líka að mótmæla ástand- inu í versluninni, að alltaf sé tönnl- ast á því að það séu ekki til neinir peningar til þess að hækka dag- vinnukaupið. A meðan virðist vera nóg fé til fjárfestinga, opnun Kringlunnar jafngilti því að 8.000 nýjar verslanir væra opnaðar í London án þess að nokkurs staðar væri lokað í staðinn. Á sama tíma er afgreiðslufólkið með 30-40.000 krónur í dagvinnulaun. Hins vegar er alltaf sótt á um að láta verslunar- fólk vinna lengur og þá með 80% yfírvinnuálagi. Þá vantar ekki pen- ingana," sagði Magnús. Pjölmiðlar fái i undanþágu Magnús sagðist nú ekki sjá fram á annað en að til allsheijarverkfalls kæmi annan föstudag. „Við munum að sjálfsögðu reyna hvað við getum að komast að samkomulagi við vinnuveitendur," sagði hann. „Á morgun tilkynnum við ríkissátta- semjara stöðu mála og sjáum svo hvað setur." Magnús sagði að ákvörðun um allar undanþágur frá verkfalli yrði að taka í verkfallsstjóm, sem sett yrði á laggimar ef til verkfalls kæmi. „Undanþágur verða í algera lágmarki," sagði Magnús. Hann sagði að VR-félagar, sem störfuðu á fjölmiðlunum, myndu þó fá und- anþágu, þannig að fréttaflutningur lamaðist ekki. Hærra kaup kemur ekki til greina „Niðurstaða þessarar kosningar veldur auðvitað vonbrigðum," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdasijóri VSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það má vera öllum ljóst að á undanföm- um vikum hafa menn teygt sig lengra en efnahagsleg skynsemis- stefna leyfír. Við eram að semja um 17-20% launahækkun á næstu 12 mánuðum og þeir, sem gera þessa samninga gera sér grein fyr- ir því að þetta veldur aðeins auk- inni verðbólgu og þjóðarframleiðsl- an ræður ekki við meira. Öll kaup- hækkun umfram það sem nú hefur verið samið um hækkar verðbólg- una og er tómt mál að tala um slíkt. Það er illt til þess að vita að hvert verkalýðsfélagið af öðra felli samninga í tvígang, þegar kaup- máttur hefur aldrei verið hærri og við eram að greiða hæsta kaup i heimi. Hins vegar hafa kröfur fólks um lífsgæði aukist, þannig að kannski er Iengra milli óskanna og launanna en áður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.