Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 dV Rcrfmagns oghand- lytfarar Liprirog handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæðupp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. Veitum fúslega allarupplýsingar. % I UMBOÐS- OC HEILDVEfíSL UN BiLDSHÖFÐA 16 SiMI:6724 44 VERSLUNIN M.MANDA KJÖRGARÐI 2.HÆÐ. SIEMENS VS9112 Öflug ryksuga • Stillanlegursogkrafturfrá 250 W upp í1100 W. • Fjórfjöld síun. • Fylgihlutir geymdir í vél. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. Gömlu góðu SIEMENS gæðin! SMÍTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Þetta er myndin sem fylgdi grein Guðrunar Pétursdóttur. Hún er ekki nákvæmari en sýnir austurgafla ráðhússins (sem snúa að Iðnó) eins og þeir voru á verðlaunatiUögunni (með ljósum lit) og eins og þeir líta út á teikningunum sem nú liggja fyrir byggingamefnd (með dökkum lit). Myndin sýnir vel hve húsið stendur lágt miðað við götuhæð. STÆRÐ RÁÐHÚSSINS 20-j- M 15-f-M 10-p M 5 f M i 0 PUNKTUB — Gangstéttarhæð — Yfirborð Tjarnarinnar Athugasemdir við grein Guðrúnar Pétursdóttur Rétt þykir að gera athugasemdir við nokkur atriði í grein Guðrúnar Pétursdóttur sem birtist í Morgun- blaðinu 9. apríl. Við lestur greinarinnar mætti halda að ágreiningur sé mikill um þær tölur og stærðir sem teikningar ráðhússins sýna. í raun er það ekki svo, ágreiningurinn er eingöngu um það á hvaða tölur beri að líta eða hvemig beri að túlka þær. Guðrún bendir réttilega á að tölur og pró- sentur segja ekki allt, aðalatriðið er auðvitað útlit og umfang hússins. Með greininni birtist mynd af austurgafli ráðhússins. Myndin er ekki hámákvæm en nálægt lagi. Hún sýnir húsið sem massívan skugga, að meðtalinni súlnaröð á suðurhlið hússins. í raun standa þær súlur fyrir utan vegg hússins og gefur það léttara yfirbragð. Eins sýnir myndin ekki útlit austurgafis- ins. Sem skuggamynd, til að bera saman stærð hússins samkvæmt samkeppnisteikningum og endan- legum teikningum, gefur myndin sæmilega sanngjama mynd og sýn- ir einfaldlega að við úrvinnslu á hugmyndum samkeppnistillögunn- ar hefur reynst nauðsynlegt að auka umfang hússins lítið eitt. Skal nú vikið að einstökum atriðum í grein Guðrúnar. Enn er gefíð í skyn að bætt hafí verið við einni hæð í húsið og þeim §ölgað úr 3 í 4. Þetta er alrangt, eins og margoft hefur komið fram og getur ekki verið til komið nema fyrir misskilning einhverra sem hafa lesið bréf og bókanir án fylgi- skjala. Öll starfsemi í borgarstjóm- arhúsi og skrifstofubyggingu verð- ur á 3 aðalhæðum og því villandi að tala um annað. í samkeppnistil- lögunum voru sýnd tæknirými í gluggalausum háaloftum undir þaki. Enn er gert ráð fyrir þeim á sama stað, þar verða blásarar vegna loftræstingar og önnur slík tæki. Byggingamefnd bókar slíkt rými sem 4. hæð samkvæmt sínum vinnuregium og það hefði hún gert hvort heldur sem samkeppnistillag- an hefði verið lögð fram eða núver- andi teikningar. Auk þess skal bent á að tæknirýmið er aðeins á litlum hluta af grunnfleti húsanna, eða á um 290 ferm. af samtals 1.721 ferm. grunnfleti. Hæðum hefur því ekki verið fjölgað. Hitt er annað að við útreikninga verkfræðinga á burðarþoli og lagnakerfum hefur komið í ljós að auka varð umfang hússins lítillega, þar á meðal hæð þess. Eins og skýrt kemur fram á þeirri mynd sem birt- ist með grein Guðrúnar á húsið að standa lágt. Gólfplata í almennings-. rými á neðstu hæð skrifstofubygg- ingar er í hæðarkóta 1,50 m (steypumál), eða 2,20 m lægri en gangstéttir umhvetfis húsið. Gang- stéttarbrún í Tjarnargötu syðst á móts við húsið er í kóta 3,44 m, á homi Vonarstrætis og Tjamargötu í kóta 3,91 m og á móts við austur- gafí í Vonarstræti er gangstéttar- kótinn 3,62 m. Meðaltal þessara hæðarkóta er 3,70 m. Við það mið- aði undirritaður þegar hann gaf upp mestu hæð hússins, 14,4 m. Það passar við mynd þá sem birt var með grein Guðrúnar, það er hæðar- kóti á hæsta punkti þaks sýndur 18,10 m, þ.e. kóti í hæðarmælinga- kerfí Reykjavíkurborgar, frá því dregst götuhæð 3,70 m og mesta hæð húss frá götu verður 14,40 m. Sú stærð segir mest til um hæð hússins. Vitnað er í símtal við Margréti Harðardóttur arkitekt, þar sem hún gefur upp hæsta punkt þaks 15,7 m yfír gólfi fyrstu hæðar. Margrét man eftir símtali við Sólveigu Ólafs- dóttur fyrir u.þ.b. IVí mánuði siðan. Þá voru nákvæmar hæðir ekki end- anlega fengnar, en að beiðni Sól- veigar sló Margrét á þær tölur, sem þá voru gildandi, með þeim fyrir- vara að þær væru í endurskoðun og að réttar hæðir lægju fyrir í næstu viku. Sólveig kvaðst hafa áhuga á málinu og væru þessar tölur aðeins til viðmiðunar fyrir hana sjálfa. Það er því óheppilegt að Guðrún Péturs- dóttir hefur ekki séð ástæðu til að fá endanlega tölu áður en hún hóf samanburð sinn á opinberum vett- vangi. Nú er það svo að jarðhæðarplata er í ýmsum mismunandi hæðum. Sú hæð, sem Guðrún vitnar í 15,7 m er nú 14,9 m frá efri gólfkóta jarðhæðar en frá neðsta kóta jarð- hæðar er hæðin 16,6 m skv. frman- sögðu. Þessar tölur skipta litlu máli og eiga ekki erindi í opinbera umræðu. í umfjöllun byggingamefndar um teikningar er oft litið á hæð veggja við götuhlið. Sú hæð er oft mun lægri en hæsti punktur á þaki ef þök eru brött. Fram hefur komið að veggir ráðhússins meðfram götu eru í eðlilegri hæð miðað við ákvæði byggingarreglugerðar, þ.e. 10,75 m, en undirritaður telur þetta atriði ekki skipta meginmáli í þessu til- viki, þar sem húsið stendur eitt sér. Hér er það fyrst og fremst hæð borgarstjómarhússins, sem er nær Vonarstræti, sem skiptir máli, en í verðlaunatillögunni þótti einmitt kostur að það er dregið frá Tjamar- götu en ekki nálægt húsum þar. Þetta hús hefur hækkað lítillega, en ekki það mikið að það skipti máli um það, sem hlýtur að vera og hafa verið aðalatriðið, sem sé að byggingin fari val á þessum stað. Guðrúnu þykir furða að ráðherra skuli ekki hafa verið kynnt „áform um að stækka húsið“. Af því tilefni þykir rétt að útskýra „stækkun" hússins og þær viðmiðunarstærðir sem notaðar hafa verið í því sam- bandi, því miður af allt of mikiUi nákvæmni. Kann vel að vera að verkefnisstjóm byggingarinnar hafí ekki lagt nægilega áherslu á eðli og ónáikvæmni talna í þessu sam- bandi, einkum á fyrri stigum undir- búnings og hönnunar. Ráðherra fékk málið til stað- festingar sem skipulagsmál. Við úrvinnslu á samkeppnisteikningum er almennt vitað að þær taka breyt- ingum. Ráðhúsið hefur ekki breyst meira en gengur og gerist um ein- stök hús sem byggð eru samkvæmt deiliskipulagi. Því þótti ekki ástæða til útskýringa á þessu við afgreiðslu skipulagsmálsins. Húsið hefur ekki verið stækkað með neinum áformum eða ákvörð- unum um aukningu á starfsemi eða stækkun. í þvi er sami herbergja- fyöldi, sama starfsemi og alla tíð var fyrirhuguð, nema hvað húsvarð- aríbúð var felld burt. Samkeppnisteikningar sýna hug- myndir arkitekta og lausnir. Þær eru ómálsettar og ónákvæmar. Dómnefnd lét mæla upp allar tillög- ur. Nákvæmni mælingarinnar sjálfrar var talin +/1 10%. Þetta þýðir að allur samanburður við verðlaunateikninguna er háður þessarí ónákvæmni. í umræðum um gólfflatarmál húsanna hefur sú stærð sem teikn- ingar nú sýna jafnan verið borin saman við þá stærð sem kynnt var í borgarstjóm 1. október 1987, heildargólfflatarmál 4.600 m2. Þar var í raun um svokallaða forsögn að ræða, þ.e. til viðmiðunar við áframhaldandi hönnun. í bréfí til borgarstjóra, sem hann lét fylgja með tillögu sinni til borgarstjómar um byggingu ráðhússins og sem allir borgarfulltrúar fengu, segir orðrétt: „Ráðhúsið skal ( aðalatriðum byggt samkvæmt þeirri tillögu 'sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni" ... — og síðar: „Forsögn um húsrým- isáætlun. Fyrir liggur húsrýmisáætlun samkeppninnar, endurskoðuð for- sögn að ráðhúsi Reykjavíkur gerð í júlí -1987 og minnisblað borgar- verkfræðings dags. 17. ágúst 1987 varðandi forsögn." Lagt er til að borgarráð sam- þykki aðalatriði forsagnar og til- svarandi viðmiðunarstærðir sem em í samræmi við fyrirliggjandi drög arkitekta, þannig: „_________ o.s.frv. í bréfí þessu era síðan helstu stærðir tíundaðar og stefnt að heild- Ný útflutningsafurð frá Höfn: Fés framleidd fyrir Portúgal Morgunblaðið/Jón G. Gunnareson Helga Örvar, Þorsteinn Matthíasson og Margrét Jóhannsdóttir að verka fés. Hðfo, Hornafirði. ÞORSTEINN Matthíasson er að verka „fés“ þriðja árið í röð. Fés eru saltaðir þorskhausar og eru þeir framleiddir handa búendum i Portúgal. Ársframleiðslan á íslandi fer vaxandi og að sögn Þorsteins munu hafa verið söltuð 600 tonn 1987, en verða 800 tonn á þessari vertíð. Þorsteinn framleiddi ásamt öðram 86 tonn 1986, 228 tonn 1987 og er búinn að salta 100 tonn í vetur. Hann stefnir að 120 tonnum eða meiru. Hjá honum eru nú 8 manns i vinnu að staðaldrí en vora 15 á síðasta ári. Verkunin fer þannig fram að hausinn er klofinn eða hausbeinið skorið úr. Þannig er hausinn saltaður í kör og látinn standa ( þijár sólarhringa. f aðra þijá sólarhringa stendur afurðin á bretti en er pakkað eftir þann tíma og er þá tilbúinn til útflutnings. Ennþá hefur ekki orðið verð- lækkun á þessari söltuðu afurð, sem venjulegum saltfíski. Þorsteinn er ekki eini framleiðandinn á Höfn, því kaupfélagið hóf í vetur fram- leiðslu á fésum. Fés era herra- mannsmatur að dómi fréttaritara, eins og gellur og kinnar, sem era að mestum hluta maturinn í þess- ari nýtilkomnu útflutningsafurð. - JGG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.