Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 60
HANDKNATTLEIKUR / BIKARURSLITALEIKUR KVENNA Afsökun fráSKÍ MORGUNBLAÐINU barst í gœr eftirfarandi bréf frá Hreggviði Jónssyni, form- anni Skíðasambands ís- lands. Idag er í Morgunblaðinu birt fréttatilkynning frá SKÍ, varðandi fréttaumflöllun í sam- bandi við Vetrarólympíuleikana í Calgary. íþróttafréttamenn Morgunblaðsins taka þessa fréttatiikynningu til sín, en það var aldrei ætlunin. í þessari fréttatilkynningu er hvergi fjall- að um íþróttafréttamenn og var það í raun svo, að þar var ætlun- in að fjalla um framgang blaða- manna, sem ekki eru íþrótta- fréttamenn, með einni undan- tekningu. Það hefði þvi verið skýrara að taka þetta sérstak- lega fram. Umfjöllun íþrótta- fréttamanna á Morgunblaðinu, f ríkisQölmiðlunum og það er ég hefí séð eða heyrt frá öðrum íþróttafréttamönnum var fagleg og þeim mönnum til sóma. Ég vil fyrir hönd stjómar SKÍ biðja íþróttafréttamenn afsökunar, ef þeir hafa tekið þessa fréttatil- kynningu til sín. Hitt er að ekki var möguleiki að henda reiður á allri þeirri umfjöllun, sem al- mennir blaðamenn létu fara frá sér í miður góðum tón um þátt- tökuna í leikunum og því var ekki hægt að gera hana eins ljósa og æskilegt hefði verið. Eitt er þó það, sem ég hefði gjaman viljað, að gert hefði verið, en það er að sendur hefði verið íþróttafréttamaður frá ís- landi til að Qalla um þennan merkasta íþróttaviðburð fyrri hluta ársins. Ég er sannfærður um að það hefði skilað sér til lesenda, hlustenda og áhorfenda með áhugaverðu efni, sem þeir fþróttafréttamenn hefðu sent heim beint úr hringiðu atburð- anna. Það er því gleðilegt, að fþróttafréttamenn skuli fara á sumarleikana og ég mun vafa- Iaust og margir fleiri gleðjast yfír að fá fréttimar beint frá okkar mönnum þar.“ KNATTSPYRNA Stein sá um Bremen Uli Stein sýndi stórkostlegan leik í marki Frankfurt í gær- kvöldi, er liðið sótti Werder Bremen heim í undanúrslitum vestur-þýsku bikarkeppninnar í knattspymu og vann 1:0. Bremen, sem tapaði sínum fyrsta heimaleik í vetur, sótti stöðugt nær allan leikinn, en Stein var sú hindrun, sem það réð ekki við. Frank Schulz gerði eina mark leiksins ettir skyndisókn á 45. mínútu og eftir það léku gestimir mjög agaðan vamarleik. í lokin reyndu leikmenn Bremen hvað þeir gátu til að jafna og var markvörður liðsins í fremstu víglínu, en allt kom fyrir ekki. Þetta var fyrsti tapleikur Werder Bremen á heimavelli í vetur og þar með varð draumurinn um að sigra í þremur mótum að engu, en liðið á enn góða möguleika á að sigra í deildinni og UEFA-keppninni. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Varpa<9 verdur hlutkestí ó 6 fyrstu leikina i 33. leikviku ÍSLENSKRA GETRAUNA. & iiá TIPPARAR ATHUCIÐ ! „Þetta var yndislegt“ - sagði Erna Lúðvíksdóttir, fyrirliði Vals MIKILL fögnuður braust út í herbúðum Vals, eftir að Vals- súlkurnar höfðu tryggt sér bik- arinn með því að leggja Stjörn- una að velli, 25:20. „Þetta var yndislegt. Sérstaklega þar sem ég bjóst ekki við að leika vegna meiðsla. Við náðum upp góðri baráttu og það dugði," sagði Erna Lúðvíksdóttir, fyrirliði Vals. Vamarleikur okkur var hræði- legur og við vomm hræddar í sókn,“ sagði Guðný Gunnsteins- dóttir, fyriliði Stjömunnar. ■■■ Stjörnustúlkumar Skúli Unnar tóku Guðrúnu Sveinsson Kristjánsdóttur skrifar strax úr umferð í leiknum. Við það losnaði um þær Emu Lúðvíksdóttur og Katrínu Friðriksen, sem léku mjög vel. Ema skoraði átta mörk og átti fímm línusendingar, sem gáfu mörk. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik tóku Valssúlk- umar leikinn í sfnar hendur. Þær léku sterka vöm og vom snöggar í sókn. Hinar ungu stúlkur úr Stjömunni réðu ekkert við þær. - segir Bjarni Guðmundsson sem gefur ekki kost á sér í íslenska landsliðið „ÉG HEF tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér í íslenska landsliðið á Ólympíuleikunum í Seoul. Ég hef spiiað minn síðasta lands- leik og það er kominn tími til að gefa yngri leikmönnum tœkifæri," sagði Bjarni Guð- mundsson í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Bjami er leikhæsti maður landsliðsins frá upphafí. Hann hefur leikið 207 landsleiki. Lék sinn fyrsta leik með landslið- inu 1975 og verið fastamaður í liðinu síðan. Miklar annlr í vinnu „Astæðan fyrir því að ég gef ekki kost á mér á Olympíuleikana er fyrst og fremst vegna anna í vinnu. Eg stofnaði kerfísfræði- fyrirtæki ásamt þremur öðmm hér í Þýskalandi og varð hreinlega að velja á milli þess og handbolt- ans. Eg hef alltaf fómað öllu fyr- ir handknattleikinn en nú ætla ég að snú mér að fyrirtækinu. Ætlum okkur upp f fyrstu delld á næsta árl Það spilar einnig inn í, að lið mitt, Wanne-Eickel, hefur verið að fá til sín nýja leikmenn og við ætlum okkur upp í fyrstu deild á næsta ári. Ef ég færi á Ólympíuleikana mundi ég missa fjóra mánuði úr vinnu vegna undirbúnings lands- liðsins og einnig missa af öllum undirbúningi Wanne-Eickel og sex til sjö fyrstu leikjunum í deild- inni næsta keppnistímabil. Mlldl eftirsjá í landsllðlnu Það er mikil eftirsjá í landsliðinu og ég óska því góðs gengis á Ólympíuleikunum. Miðað við gengi liðsins undanfarin ár ætti það að geta verið í einu af fjórum efstu sætunum í Seoul. Það hefur mikið að segja að liðið fái góðan undirbúning og að allir geti tekið þátt í honum af fullum krafti,“ sagði Bjami. Morgunblaðið/Árni Sæberg Erna Lúðvlksdóttir, fyrirliði Vals, sést hér með bikarinn. Bjarnl Guðmundsson sést hér ! landsleik gegn Sviss. Hann hefur leikið sinn síðasta landsleik. Dregið hefur verið í happdrætti HK. Eftirtalin númer komu upp: 1. vinn. á nr. 1048. 2.-3. vinn. ánr. 1131 og 1349. 4. vinn. á nr. 1217. 5. vinn. á nr. 451. 6. vinn. ánr. 947. 7.-9. vinn. á nr. 1356, 1397, 1040. 10.-16. vinn. á nr. 168, 1094, 643, 198, 195, 1849, 1196. 17.-26. vinn. á nr. 1000, 432, 1282, 330, 1960, 1256, 1456, 369, 1952,1979. 27. vinn. á nr. 254. 28. vinn. á nr. 99. Vinninga er hægt aö vitja i sima 43719 eftir kl. 18. Valur-Stjaman Bikarúrslitaleikurinn í handknattleik kvenna. Laugardalshöll 13. aprfl 1988. Gangur leiksins: 1:0, 4:4, 8:5, 8:8, 11:8, 12:11. 15:12, 18:14, 22:17, 25:20. Mörk Vals: Erna Lúðvíksdóttir 8/2, Katrin Friðriksen 7, Kristín Arn- þórsdóttir 4, Guðrún R. Kristjáns- dóttir 4, Magnea Friðriksdóttir 1 og Guðný Guðjónsdóttir 1. Varin skot: Amheiður Hreggvið3dóttir 12/1. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 6/6, Guðný Gunnsteins- dóttir 4, Hrund Grétarsdóttir 3, Erla Rafnsdóttir 2, Ingibjörg Andrésdóttir 2, Herdís Sigurbergsdóttir 1, Helga Sigmundsdóttir og Drýfa Gunnars- dóttir. Varin skot: Fjóla Þórisdóttir 5. Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson og Gunnar Kjartansson, sem dæmdu mjög vel. HANDKNATTLEIKUR „Eg hef leiklð mlnn síðasta landsleik"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.