Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 52
52 jor ttctcta rr ain á/TTrrn/nurrj nma TauTTnar,»/r MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 t Móðir okkar, ÁGÚSTÍNA SIGURÐARDÓTTIR, Stangarholti 12, andaðist á öldrunardeiid Borgarspitalans B-5 12. apríl. Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Lárus Sigurðsson. t Eiginkona mín, ÁLFHEIÐUR INGIMUNDARDÓTTIR, Skálagerði 17, Reykjavík, lést þann 13. apríl. Jón Ormsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LIUA VIKAR FINNBOGADÓTTIR frá Galtalæk, Starmýri 8, Reykjavík, lést í Landspítalanum 12. apríl. Finnbogi Vikar Guðmundsson, Þrúður Guðmundsdóttir, Margrét Vikar Guðmundsdóttir, Edda Vikar Guðmundsdóttir, Sigurgísli Guðmundsson, Sólveig Vikar Guðmundsdóttir, Þorkell P. Pálsson. t Fósturmóðir okkar, HALLDÓRA JÓHANNESDÓTTIR frá Umsvölum, andaðist á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 1 2. apríl. Steinunn G. Kristiansen, JónasJóhannsson. Mðir okkar. + SÓLVEIG GUÐSTEINSDÓTTIR, Álfaskeiði 28, Hafnarfirði, lést í Sankti Jósefsspítala 12. apríl. Haukur Marsveinsson, Valgerður Marsveinsdóttir, Bragi Marsveinsson, Guðrún Marsveinsdóttir, Bára Marsveinsdóttir, Rúna Marsveinsdóttir. t Eiginmaður minn, GARÐAR ÓLASON frá Hrisey, Sæviðarsundi 9, Reykjavík, lést 12. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Björg Valdimarsdóttir. t Maðurinn minn og faðir okkar, JÓHANNES G. BRYNJÓLFSSON bakarameistari, Holtsgötu 14, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum 12. april. Jenný Gisladóttir og börn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN SKARPHÉÐINSSON kaupmaður, Hólmagrund 3, Sauðárkróki, lést 7. apríl sl. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn, 16. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd okkar og annarra aðstandenda, Erna Jónsdóttir, Baldvin Kristjánsson, Jóna B. Heiðdals, Kristján Grétar Kristjánsson, fósturbörn og barnabörn. Haraldur Erlends- son - Minning Þín náðin, drottinn, nóg mér er, ■þvi nýja veröld gafst þú mér. Þótt jarðnesk gæfa giatist öll, eg glaður horfi á lífsins flöll. Þetta er lokaerindið úr ljóði Ein- ars H. Kvarans er hann nefndi Lífsins fjöll. Mér kom til hugar þetta ljúfa ljóð eða sálmur er mér barst fregnin um lát vinar míns og svila, Haraldar Erlendssonar. Hann lést í Landspítalanum að morgni dags 26. mars sl. eftir þungbær veikindi. Boðskapur Einars H. Kvarans er birta og fögnuður í stað dapurleika dauðans, sýn til lífsins flalla í stað grafar og myrkurs. Þessa lífsspeki er öllum hollt að hugleiða þegar sorg og tregi sækja að. Hún veitir styrk og huggun. Haraldur var fæddur 29. október 1905 á Ketilvöllum í Laugardal. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Magnúsdóttir og Erlendur Þorleifs- son. Þau áttu fimm böm, eina dótt- ur og flóra syni, sem nú eru öll látin. Erlendur féll frá á besta aldri og flutti þá Margrét með tvo yngstu synina suður á Seltjamames. Þar ólust þeir upp og urðu snemma að taka til hendinni og taka þeirri vinnu, sem bauðst hveiju sinni. Um aðra menntun en bamaskólanám var ekki að ræða og við það varð að sætta sig, þótt hugurinn stefndi hærra. Þann 18. maí 1929 kvæntist Haraldur Önnu Elimundardóttur. Hún var fædd á Hellissandi 18. nóvember 1904. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Cyrusdóttir og Eli- mundur Ögmundsson. Anna var elst bama þeirra. Þau Anna og Haraldur hófu búskap sinn á Völl- um á Seltjamamesi, í húsi sem Haraldur hafði byggt ásamt móður sinni og bróður, en nokkru seinna eignaðist hann allt húsið. Á Völlum stóð heimili þeirra allt þar tii nokkra eftir að Anna var fallin frá. Hún lést á 52. ári, 22. júlí 1956, og var það mikið áfall fyrir ástvini hennar alla. Anna og Haraldur eignuðust tvö böm, þau era: Erlendur Grétar, sálfræðingur, lektor við Háskóla íslands, og Elín, bankastarfsmaður í Útvegsbanka íslands hf. Bama- bömin era tvö og bamabamabömin þrjú. Eftir að Haraldur og Elín, dóttir hans, fluttu frá Völlum héldu + Eiginmaður minn, ALFREÐ ELÍASSON, lést i Hrafnistu, Hafnarfirði, 12. apríl. Kristjana Milla Thorsteinsson. t Útför móður okkar, ÁSGERÐAR ÍSAKSDÓTTUR, Hvanneyrarbraut 64, Siglufirði, sem andaðist 7. þ.m., fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 15. apríl kl. 10.30. Gunnar Guðbrandsson, Jófríður Guðbrandsdóttir, Vigfús Guðbrandsson, Guðbrandur Guðbrandsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA JÓNSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja Bergi, Keflavík, verður jarösungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. apríl kl. 14.00. Kristín Nikolaidóttir, Ólafur H. Kjartansson, Jón Nikolaison, Erla Delberts, Elías Nikolaison, Þórunn Torfadóttir, Axel Nikolaison, Ása Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRHALLUR GUÐMUNDSSON frá Dæli, Jörvabyggð 3, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. aprík kl. 13.30. Guðmundur Þórhallsson, Áslaug Freysteinsdóttir, Kristján Þórhallsson, Þórgunnur Ásgrímsdóttir, Aðalheiður Þórhallsdóttir, Alfreð Þórsson og barnabörn. + Bróðir okkar. KRISTINN R. FRIÐFINNSSON, Hringbraut 29, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 15. apríl kl. 15.00. Árni Friðfinnsson, Helga S. Friðfinnsdóttir, Sigurður J. Friðfinnsson, Sólveig Friðfinnsdóttir, Líney Friðfinnsdóttir. þau saman heimili. Fyrst vora þau á Reynimel, en síðustu árin í Hamrahiíð 35 og þar bjó Elín föður sínum fagurt ævikvöld. Það var á nýársdag árið 1941 sem leiðir Önnu og Haraldar og mín lágu saman á heimili þeirra. Þær vora systur Anna og Hall- björg, kona mín, og vora samiýndar í ríkum mæli þótt nokkur aldurs- munur væri á milli þeirra. Allt frá því að Hallbjörg fór fyrst að heim- an, þá tíu ára gömul, átti hún allt- af vísan griðastað á heimili þeirra Önnu og Haraldar. Þau vora henni vemd og aðhald. Það þótti því meira en sjálfsagt, að fara í heimsókn út að Völlum þennan fyrmefnda ný- ársdag í tilefni af opinberan trúlof- unar á gamlárskvöld. Löngum verð- ur mér það minnisstætt, að mér var tekið opnum örmum. Einlægni hjón- anna var sérstök. Þannig reyndist framkoma þeirra og viðmót alla tíð, hvort heldur var í blíðu eða stríðu. Samgangur milli heimilanna átti svo eftir að verða mikill og náinn áfram. Þess nutum við öll, fjölskyld- an, enda velvild og hjálpsemi Önnu og Haraldar veitt af heitu hjarta. Haraldur var handlaginn vel og kom það honum að gagni f ríkum mæli því að lífsbaráttan var um eitt skeið ævi hans harla erfíð og kröfuhörð. Á kreppuáranum syrti víða að, er samdráttur varð mikill. Þá var nauðsynlegt að geta gengið í margs konar störf, sem kröfðust hæfni og þolgæði. Það versta af öllu, atvinnuleysið, var jafnan á næsta leiti. Fyrir allmörgum áram kom svo að því, að Haraldur hóf störf í Blikksmiðju J.B. Pétursson- ar. Þar naut sín starfshæfni hans áreiðanlega til fullnustu og þar fékk hann að starfa svo lengi, sem kraft- ar og þrek nægðu. Víst er um það, að hann lauk öllum verkefhum sínum með ákveðnum hætti og á þann veg, að betur urðu þau ekki leyst. Haraldur var að eðlisfari dulur og fáskiptinn, barst aldrei á. Hann var skarpgreindur og hafði með elju og þolgæði orðið vel menntaður á ýmsum sviðum. Hann náði góðum tökum á erlendum málum og það kom honum vel á ferðalögum í íjar- lægum löndum, sem hann heimsótti gjaman þegar hann átti þess kost. Hann var áhugamaður um náttúra- fræði og félagi í Hinu íslenska nátt- úrafræðifélagi. Hann átti gott safn íslenskra blóma og jurta, sem var snyrtilega fyrir komið og á listræn- an hátt. Einnig átti hann safn góðra bóka, sem hann hafði á seinni áram bundið inn í fallegt band. Það var sérstakiega Iærdómsríkt að eiga tal við Harald og sækja til hans álit á ýmsum viðfangsefnum. Var með ólíkindum hversu víða hann var vel heima og glöggur að sjá aðalatriðin í hveiju máli. Haraldur Erlendsson er nú kvaddur af vandamönnum og vinum með einlægri þökk fyrir drengskap hans og dagsverk. Dejr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama; en orðstirr deyr aldrigi hveim sér góðan getr. (Hávamál) Guðión Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.