Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 21 sem eru lífæðar borgar og næra hana. Þræðimir að ofan eru höfn, umferðaræðar og flugvöllur. „Þama kom Súlan og beygði yfír bæinn. Botnía fer í kvöld." Borgar- skáldið Tómas skynjaði rómantík í æðaslætti samgangnanna í borgar- hjartanu þegar hann orti þessar ljóðlínur. Með nýjum mannvirkjum í Vatnsmýrinni, hljóðlátari flugvél- um og breyttum flugvelli, hverfur hann að mestu frá miðborginni og verður að þolanlegum granna. Með því að gera a/v-brautina að aðalflugbraut minnkar slysahætta, því að aðflugslínur hennar liggja yfír sjó í vestur og útivistarsvæði í Fossvogsdal í austur. Þó þyrfti að gæta þess, að byggja ekki of mörg ný mannvirki í Vatnsmýri, svo að það bitni ekki á lífríkinu fræga, ssem flugvöllurinn hefur vemdað hingað til með því að hindra það, að öli mýrin yrði lögð undir steypu og malbik! Sem dæmi um nýjar, hljóðlátar flugvélar má nefna, að undanfarin ár hefur ný, brezk, fjög- urra hreyfla þota, sem tekur allt að nítíu farþega, verið tíður gestur á Reykjavíkurflugvelii án þess að það hafi vakið eftirtekt, enda ónæðið af þessari stóm þotu minna en af sumum minnstu rellunum! Svo hljóðlát og nægjusöm á flugbrautir er þessi vél, sem er af gerðinni BAE 146. ATR 42 og fleiri vélar, sem Flug- leiðamenn eiga völ á til endumýjun- ar senn úreltum flugflota sínum, hafa þessa kosti til að bera. Það er að verða keppikefli borga að eiga flugvöll fýrir skammbraut- arvélar, sem næst miðborginni. En kannski verðum við nógu rík síðar til þess að flytja flugvöllinn út í skerin á Skerjafírði. Jæja, Davíð. Margt af því, sem hér hefur verið nefnt, em verkefni borgar, ríkis, og snertir jafnvel ná- grannabyggðir. En staða borgarinnar í þjóðfélag- inu er slík, að skipulag hennar og fýrirkomulag þjónustu hennar við landsmenn alla em landsmál og hafín yfír þrönga, staðbundna hags- muni. Þess vegna er þetta bréf til þín, sem þeirrar persónu, sem gæti mestu fengið um þokað. Þetta verður verkefni langt fram í tímann, þar sem stórhugur þinn, framsýni og dugnaður fengju að njóta sín, en kannski jafnframt góðir eðliskostir þínir sem snjalls og lagins stjómmálamanns? Til dæmis, ef þú minnkaðir Tjamar- húsið þitt aftur. Bara pínu pons? Höfundur er fréttamaður hjá sjón- varpinu. Stjómarkjör í SINE í fyrsta skiptí um árabil UM ÞESSAR mundir standa yfir kosningar til stjórnar SÍNE, Sam- bands íslenskra námsmanna er- lendis. EUefu frambjóðendur eru í kjöri en fullskipaða stjórn skipa 7 manns. Aðeins einu sinni áður í sögu samtakanna hefur komið tíl stjómarkjörs. Kjörgögn hafa nú verið send tíl um það bU 2500 félagsmanna sambandsins og verða kjörseðlar að hafa verið póstlagðir fyrir 1. maí. Að sögn Kristjáns Ara Arasonar formanns SÍNE er þess vænst að úrsUt Uggi fyrir um miðjan maí. í framboði em: Belinda Theriault, Birgir Þór Runólfsson, Friðrik Ey- steinsson, Guðrún Kr. Guðfínns- dóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir, Jón Ólafsson, Jónas Egilsson, Óskar Borg, Páll Þórhallsson, Sigríður Guðbrandsdóttir og Sigurður Jó- hannesson. Belinda, Birgir, Guðrún, Jónas og Óskar hafa í sameiningu sent bréf til félaga, að sögn Jónasar Egilsson- ar í því skyni að koma sínum sjónar- miðum á framfæri þar sem stjóm SÍNE hefði brugðist í kynningu á frambjóðendum. Formaður SÍNE hefði ákveðið að fresta útgáfu blaðs með kynningu á frambjóðendum og stefnumálum þeirra þegar honum varð ljóst að þeir 6 frambjóðendur sem hann hafði fengið til að gefa kost á sér yrðu ekki sjálfkjömir. Þess vegna hefðu þau unnið upp bréf með helstu stefnumálum og sent til kjósenda. „Það sem við vilj- um er að gera SÍNE að virkum hags- munasamtökum námsmanna. Ekki málpípu stjómmálasamtaka eða vettvang stjómármanna til að viðra pólittskar skoðanir sínar eins og oft hefur borið á. Við viljum koma betra skipulagi á starfíð," sagði Jónas Egilsson. Hann sagði að starfsferðir stjómar SÍNE hefðu ekki skilað við- unandi árangri í hagsmunamálum námsmanna, seinagangur hefði ver- ið á ýmsum störfum, til dæmis störf- um framfærslunefndar og að náms- menn hefðu goldið seinagangsins. Kristján Ari Arason formaður SÍNE sagði að stjóm félagsins hefði ekki gert tillögu um ákveðna fram- bjóðendur heldur væri áratugalöng hefð fyrir því framboð komi frá ein- staklingum sem hefðu þekkingu og reynslu af starfi innan SÍNE. Hann sagðist hafa heyrt að framboð fímm- menninganna væri í raun listafram- boð, skipulagt af Sjálfstæðisflokkn- um eða SUS. „Ég vil ekki leggja dóm á þetta fólk en það veldur mér áhyggjum ef pólitískur flokkur á borð við Sjálfstæðisflokkinn er að skipuleggja framboð í SÍNE, eins og virðist vera raunin," sagði Kristj- án Ari. Hann sagði að það væri tyll- iástæða að illa hefði veri staðið að kynningu frambjóðenda, bréf hefði verið sent út með kjörgögnum þar sem allir frambjóðendur hefðu verið kynntir og verið væri að senda út blað til félagsmanna með ítarlegri kynningu frambjóðenda og sætu all- ir frambjóðendur við sama borð í þessum efnum. Áttunda þing Lands- sambands iðnverka- fólks ÁTTIJNDA þing Landssambands iðnverkafólks verður haldið á Selfossi á föstudaginn og laugar- dag. Þingið sækja 50-60 fulltrúar alls staðar að af landinu, en i landssambandinu eru um 4.500 manns. Þingið verður sett klukkan 10 á föstudagsmorguninn á hótel Sel- fossi. Helstu mál til umræðu verða kjaramál, atvinnumál, öryggis- og aðbúnaðarmál og verkmenntunar- mál. Erlendir gestir munu sækja þingið og Sigurður Óskarsson, for- seti Alþýðusambands Suðurlands, Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, og Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, flytja ávörp. «. u fuuu iku! Við fljúgum alls 17 sinnum í viku vestur um haf í sumar, til fimm heillandi áfangastaða: Baltimore/Washington (3), Boston (2), Chicago (3), Orlando (2) og New York (7). Hvern dreymir ekki um að sjá Ameríku a.m.k. einu sinni? Komdu því í verk í sumar. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofurnar. LUGLEIÐIR -fyrirþig- Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. Upplýsingasími 25 100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.