Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 INNLENT Morgunblaðið/RAX Sævar Brynjólfsson skipstjóri á Breka VE. Hann fór yfir tvöþúsund tonna mörkin með þessum afla, sem hér er landað á Faxamarkað. Aflaverðmæti frá áramótum er komið yfir 55 milljónir króna hjá Sævari á Breka. Fyrirlestur um Ingermanland Morgunblaðið/Júlíus Starfsmenn garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar flytja gultoppsrunna af tjarnarbakkanum í Laugardal. Garðyrkjudeild Reykjavíkur: Gultoppur af tjamarbakkanum í Laugardal VEGNA fyrirhugaðra fram- kvæmda við byggingu ráðhús á horni Tjamargötu og Vonar- strætis, hafa starfsmenn garð- yrkjudeildar Reykjavíkurborg- ar flutt gultoppsrunna af tjam- arbakkanum i gróðrarstöð borg- arinnar í Laugardal. Þá var minnismerki um Sigvalda Kald- alóns tónskáld, sem var á tjara- arbakkanum, flutt að Kjarvals- stöðum. „Það sem er eftirsóknarvert er að þama eru fallegir gultoppsrunn- ar, sem við notum mikið í borgar- landinu," sagði Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri. „Ég er ekki endan- lega búinn að ákveða hvar þeir verða gróðursettir en til bráða- birgða er farið með þá í Laugardal- inn. Minnismerkinu um Sigvalda Kaldalóns, verður ákveðinn annar staður í samráði við umhverfís- málaráð og menningarmálanefnd. Mér fínnst ekki ólíklegt að það verði í námunda við fæðingarstað Sigvalda í Grjótaþorpi." Jóhann sagði að allur tjamar- bakkinn meðfram Tjamargötu væri úr sér genginn og þyrfti lag- færingar við. Borgarskipulag Reykjavíkur er að vinna nýja skipulagstillögu fyrir bakkann en í framkvæmdaáætlun garðyrkju- deildar fyrir sumarið er ekki gert ráð fé til verksins. „Það tekur sinn TOGARINN Breki frá Vest- mannaeyjum landaði á þriðju- daginn um 210 tonnum af fiski, mest karfa, á Faxamarkað í Reykjavík. Með þeim farmi er afli Breka kominn í rúm 2.100 tonn frá áramótum. Morgun- blaðið ræddi við Sævar Brynjólfs- son skipstjóra á Breka, þegar ver- ið var að landa aflanum. Hann tíma að hanna bakkana sérstak- lega, þar sem um viðkvæman stað er að ræða,“ sagði Jóhann. „Við ætlum fyrst að ljúka við tjamar- bakkann við Fríkirkjuveg, sem tek- ið hefur ótrúlega langan tíma að sagði þetta vera í fyrsta sinn á árinu sem þeir á Breka landa á Faxamarkaðnum og væri það gert vegna þeirra vinnudeilna, sem tak- mörkuðu vinnslugetu fískhúsanna í Eyjum. Aflinn var að uppistöðu til karfí og slatti af ýsu. Frá ármót- um hefur aflinn að mestu verið karfí, þó 300 tonn af þorski og svipað magn af ýsu. Sævar sagði þá hafa verið mest úti fyrir Suður- landi austan Eyja. „Þetta er skárri byijun hjá okkur en undanfarin tíu, ellefti ár. Þetta hefur verið svona á bilinu 1.600 til 1.800 tonn út vertíðina, fram í miðjan maí,“ sagði Sævar aðspurður um saman- burð við fyrri ár. Breki veiðir nú samkvæmt aflamarki, en hefur áður verið á sóknarmarki. Það var valið nú, vegna þess að skipið á að fara í mikla klössun í sumar. Breki hefur fram til þessa lagt upp hjá Vinnslustöðinni og Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum, þó hafa 15—20% aflans verið send utan á markað í gámum. Sævar sagði þessa veiðiferð hafa tekið tæpa viku og bjóst við að fara aftur út í dag. 15 manna áhöfn er á Breka, Samtog í Vestmannaeyjum gerir hann út. lagfæra enda um vandaða gijót- hleðslu að ræða. Menn héldu að hægt væri að hlaða bakkann við Fríkirkjuveg á nokkrum vikum en tveir menn hafa unnið í tæpt ár við hleðsluna." ROLAND Randefeldt frá Gautaborg heldur fyrirlestur í Norræna húsinu í kvöíd kl. 20.30 um gleymda landið In- germanland, þar sem öldum saman var talað tungumál ná- skylt finnsku. Ingermanland er innst við Finnska flóa og lá til foma milli Finnlands og Eistlands. Það var á áhrifasvæði sænska ríkisins á stórveldisdögum þess, en hefur tilheyrt Rússlandi og síðar Sov- étríkjunum síðan á 18. öld. Ronald Randefeld fjallar í fyrir- lestri sínum um tímabilið frá vík- ingatímum til vorra daga og sýnir jafnframt litskyggnur með göml- um koparstungum og kortum af Ingermanlandi. Auk þess sýnir hann ljósmyndir, teknar í núver- andi Ingermanlandi innan Sov- étríkjanna. Hann gerir einnig í stuttu máli grein fyrir hinum mis- munandi fínnskættuðu tungumál- um, sem töluð eru fyrir botni Finnska flóa; ingrísku, votísku, fínnsku og eistnesku. Ronald Randefeldt, sem starf- aði áður við Gautaborgarháskóla, er nú ristjóri Ingria, menning- artímarits um málefni Ingerman- lands, sem er gefið út á sænsku í Gautaborg. Frá árinu 1987 hefur Randefeldt ferðast vítt um heim- inn til þess að hafa tal af fólki, sem flust hefur frá Ingerman- landi, fyrst og fremst í Astralíu og Norður-Ameríku og er það lið- ur í rannsókn á vegum „Miðstöðv- ar alhliða þjóðfræðirannsókna" (Centrum för multietnisk foskn- ing) við Uppsalaháskóla. Fyrirlesturinn hefst, sem fyrr greinir, kl. 20.30 í kvöld og er Öllum opinn. (Fréttatilkynning) Breki VE með rúm 2.100 tonn frá áramótum Morgunblaðið/BAR Myndin er af nemendum f 6. bekk B f Menntaskólanum í Reykjavík að dimmittera á sfðasta kennsludegi þeirra á þriðjudaginn, en sögnin að dimmittera er komin úr latínu og þýðir að senda á brott. Nemendur í 6. bekk skólans kvöddu kennara sína og gáfu þeim gjafir og blóm og fóm þvf næst á vörubílum um bæinn í ýmsum gerfum. Samkvæmt hefð er formaður skólafélags MR, Inspector Scholae, vígður á dimmission og Birgir Ármannsson, Inspector Scholae, vfgði Þóri Auðólfsson sem nýjan Inspector.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.